Þjóðviljinn - 17.02.1978, Qupperneq 17
Föstudagur 17. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Jóhann Pétursson sextugur
Jóhann Pétursson vitavöröur
á Hornbjargsvita er sextugur á
morgun. Þó aö ég hafi ekki
þekkt hann nema I 6 ár ætla ég
aö voga mér aö skrifa dálitla
afmælisgrein um hann og vegna
yfirvofandi blaöamannaverk-
falls veröur hún aö birtast f dag.
Vísastur væri hann aö taka
tiltækiö óstinnt upp og jafnvel
hóta aöfaraað mér og drepa mig
eins og Egill Skallagrimsson
vildi fara að Einari skálaglam
forðum. bó vil ég halda vináttu
minni við hann meðan við báðir
lifum.
Raunar finnst mér sam-
likingin við Egil Skallagrimsson
ekki út i bláinn. Jóhann Péturs-
son hefur nú verið vitavörður á
afskekktasta stað á fslandi i 18
ár. baðan eru dagleiðir til næstu
mannabyggða. Hann hefur
glimt þar óbugaður við bjarg-
tröll og sjávarvætti allan
þennan tima. bað er afrek. Og
mikinn hluta þessa tima hefur
hann ekki getað treyst á neitt
annað en mátt sinn og megin og
neitað að treysta á neitt annað.
Og nú þegar hann er sextugur
stendur hann keikur og unglegri
en nokkru sinni fyrr.
Sumarið 1972 öslaði ég ásamt
fleiri borgarbörnum upp i bratt
og stórgrýtt Kýrskarð. Margir
höfðu bleytt sig i Hafnarósnum
og regnið dundi án afláts. Loks
þegar upp var komið sá yfir riki
Jóhann Pétursson
Jóhanns, Látravik með Horn-
bjarg á aðra hönd, en Axarfjall
á hina. Við vorum óstyrk i
knjám og volkuð. Við vissum
ekki hvers við áttum að vænta i
þessari einu mannabyggð á
tröllslegum Hornströndum
En hvllikar viðtökur! Við
vorum leidd niður i kjallara,
dregin af okkur vosklæði, þá
þegar bornir svaladrykkir,
boðin hjartanlega velkomin i
glæsistofur Jóhanns. bar uppi
var látið liða úr okkur viö
koniak og vindla innan um
bækur og fögur málverk. Og Jó-
hann hélt uppi samræöum,
engum kotungs- eða hokursam-
ræðum. Taliö var strax leitt aö
kjarna tilverunnar sjálfrar.
sréan var sest að svignuðum
borðum. Klukkustundum siðan
var haldið á Hornbjarg. Regniö
varhætt og tilveran stórkostleg.
Jóhann er nefnilega ekki bara
vitavörður og vlkingur. Hann er
heimsmaöur af lifi og sál, heim-
spekingur og skáld. Auk annars
liggur eftir hann á prenti leik-
ritið Vötn á himni og skáldsagan
Gresjur guðdómsins: Hann er
kynjaður úr Breiðafjarðar-
eyjum en leiðin lá snemma til
Reykjavikur þar sem hann var I
hópi ungra og uppreisnar-
gjarnra skálda, stundaði forn-
bókasölu i nokkur ár en ekki er
ég þó nógu kunnugur til að rekja
þá sögu alla.
Eftir kynni min af Jóhanni og
Hornströndum sumarið 1972
lagði ég leiö mina þangaö svo
oft sem ég gat. Einu sinni naut
ég gestrisni hans i heila viku
meðan is lá fyrir ströndu. Við
vorum 9 saman, börn og full-
orðnir. Barnelska hans var
mikil og forvitni hans á mann-
legum örlögum óendanleg.
begar við yfirgáfum hann
gekk hann léttur i spori með
okkur yfir f jöllin þar til sá niður
i Lónafjörðinn. Hann var með
riffil um öxl þvi að búast mátti
við isbjörnum. Við gengum
hægt niður i Miðkjósina. Jóhann
Frá Hornbjargi
stóð einn eftir með byssu um öxl
og bar við sterkbláan himin.
Og enn þyrstir mig i heim Jó-
hanns. Ég óska honum til ham-
ingju með sextugsafmælið.
Guöjón Friöriksson
I
i
■
I
i
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
i
■
I
m
I
Skólarannsóknadeild menntamálaráöuneytisins:
Fjárveiting lœkkar stöðugt
miðað við áætlaðar þarfir
Fjárveitingar til Skólarann-
sóknadeildar menntamálaráðu-
neytisins hafa sifellt minnkaö
undanfarin ár, miöaö við áætlaöa
fjárþörf deildarinnar. Þannig
nemur lækkun á fjárlögum 1978
48,1% vegna grunnskóla. Aætluö
fjárþörf var 150.245 þús., miöað
við það verðgildi sem reiknað er
með á f járlögum, en fjárveitingin
er 77.987 þúsund. Ariö 1977 var um
að ræða 30,6% lækkun miöaö viö
áætlaða fjárþörf og 1976 var þessi
lækkun 17,6%.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi, sem Félag skólastjóra og
yfirkennara á grunnskólastigi
hélt til að kynna þau vandræði
sem hljótast af hinum naumu
fjárveitingum til skólarann-
sóknadeildarinnar.
Auk fjárveitingar vegna grunn-
skóla var árið 1977 farið fram á
fjárveitingu til endurskoðunar á
námsefni framhaldsskóla að upp-
hæð kr. 16.120 þús. og aftur kr.
26.201 þús. fyrir yfirstandandi ár,
og er þá reiknað með þvi verð-
gildi sem fjárlögin miða við. 1
bæði skiptin þurrkaði Hagsýslu-
stofnun þessar áætlanir burt, en
Kvenfélag sósialista:
Mótmælir
kjaraskerðingu
Fundur i Kvenfélagi sósialista
haldinn 3. febrúar 1978, mót-
mælir harölega kjaraskerð-
ingum rikisvaldsins og árásum
á samningsbundin laun verka-
fólks.
Ennfremur mótmælir fundur-
inn þvi að aukin skattbyrði sé
lögöá ellilifeyrisþega, m.a. með
hækkun fasteignaskatts, þar
sem slikt hlýtur aö vera tekju-
litlu fólki ofviða.
ákvað á seinustu stundu að veita
kr. 10.000þús. til verkefnisins árið
1978.
Engin aukning á fjár-
veitingum
1 fjárlögum fyrir árið 1978 segir
i lið 423: „Endurskoðun námsefn-
is á grunnskóla- og framhalds-
stigi. Kostnaður eykst um kr.
■35.129 þús., sem er 10.000 þús. um-
fram eðlilegar launa- og verð-
lagshækkanir, en nú er i fýrsta
sinn f járveiting til endurskoðunar
námsefnis á framhaldsskóla-
stigi.” Samkvæmt þessu hefur
raunveruleg fjárveiting til skóla-
rannsóknadeildar aðeins hækkað
um áðumefndar 10.000 þús. kr.
frá árinu 1977. Ljóst er þvi að
auknar fjárveitingár til deildar-
innar hafa engar orðið, en gifur-
legur niðurskurður miðað viö
framlagðar áætlanir um fjár-
magnsþörf til námsstjórnar og
endurskoðunar námsefnis fyrir
árið 1978.
Tvö meginverkefni:
Meginverkefni skólarann-
sóknadeildar eru tvö, 1) endur-
skoðun námsefnis og 2) nám-
stjórn og kennsluleiðbeiningar.
Verkefni deildarinnar eru i bein-
um tengslum við skólastarfið og
hefur langvarandi skerðing á
starfsemi deildarinnar þegar leitt
til ýmissa vandamála i skóla-
starfinu.
Námsefnisgerð er kostnaðar-
samt og timafrekt verkefni, sem
hlýtur samkvæmt eðli verksins að
taka yfir mörg ár i hverri náms-
grein. Samning námsefnis er nú
unnin i starfshópum og er nýtt
efni kennt i tilraunaskyni I nokkr-
um bekkjardeildum til að fá fram
reynslu og skoðanir kennara á
efninu. Istarfshópumþessum eru
starfandi kennarar á grunnskóla-
stigi og á það skipulag að sjálf-
sögðu að tryggja betra og fjöl-
breyttara námsefni fyrir nem-
endur.
Keðjuverkun má ekki
rofna
Um leið og nýtt námsefni er
tekið i notkun á einu námsári
kallar það á breytt námsefni á þvi
næsta o.s.frv. og er þvi óhjá-
kvæmilegt að sjá nemendum fyr-
ir framhaldi námsefnis i sömu
grein. bessi keðjuverkun máekki
rofna meðan endurskoðun fer
fram, ella skapast öngþveiti i
skólum ogverkið sjálfthlýtur af-
hroð.
Félag skólastjóra
og yfirkennara
krefst aukins
fjármagns til
námstjórnar og
endurskoðunar
námsefnis
Skorið á tengsl við
isámsstjórana
Velflestar námsgreinar hafa
h/er sinn námstjóra og vantar þó
mikið á að þeir geti sinnt skólum
eða skólasvæðum eins og þyrfti.
Um 270 grunnskólar eru I landinu
og gefur auga leið, að hver nám-
stjóri getur aðeins heimsótt hluta
þeirra á hverju ári. Námstjórinn
er lykilmatur menntamálaráðu-
neytisins i lynningu nýmæla i
námsgrein ;ða kennsluháttum.
Skólastjórna.-menn telja þennan
þátt i starfi deildarinnar hinn
mikilvægasta og óhjákvæmilegt
að auka hann verulega, ekki sist
fyrir hinar dreifðu byggðir lands-
ins. Sérstaklega er mikilvægt fyr-
ir réttindalausa og reynslulausa
kennaraað fá stuðning námstjór-
anna i starfi sinu.
En nú bendir allt til þess að
rjúfa eigi þessi litlu tengsl með
þvi að skera niður fjármagn til
námstjórnar og námsefnisgerð-
ar.
Á blaðamannafundinum voru
auk forsvarsmanna skólastjóra
og yfirkennara fulltrúar skóla-
rannsóknadeildar, þeir ólafur
Proppé og Hrólfur Kjartansson.
Þeir sögðu að þessi niðurskurður
á fjármagni kæmi niður á samn-
ingu námsefnis, fresta yrði verk-
þáttum og stöðva áætianir. T.d.
verður ekki hægt að sinna gerð
námsefnis og námskrár fyrir sér-
kennslu og byrjendakennslu. Þá
megi búast við að meiri hluti
starfstima námstjóranna fari i
samningu námsefnis, til að reyna
að halda i horfinu.
Þeir sögðu að á sama tima og
áætlanir eru skornarniður, aukist
kröfurnar til endurskoðunar
námsefnis.
Krefjast aukins fjár-
magns
Nú eru um það bil 40.000 grunn-
skólanemendur á landinu og hver
þeirra sækir að jafnaði um 30
kennslustundirá viku. Það skiptir
miklu máli, að þessi timi nýtist
vel og töldu skólastjórnarmenn-
irnir þaö óskynsamlega notkun
fjármuna, að halda skólarann-
sóknadeildinni i sliku fjármagns-
svelti. Deildin vinnur umfangs-
mikið starf. þótt hún sé mjög fá-
liðuð. Þvi hefur stjórn Félags
skólastjóra og yfirkennara beint
þvi til stjórnvalda að skólarann-
sóknadeild menntamálaráöu-
neytisins fái nú þegar aukiö fjár-
magntil námstjórnar ogtilendur-
skoðunar námsefnis.
— eös