Þjóðviljinn - 21.03.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. mars 1978 Börkur NK AB og SUS: Kappræddu á Akureyri Siðast liðinn laugardag efndu Æskulýösnefnd Alþýöubanda- lagsins og Samband ungra Sjálf- stæðismanna til kappræðufundar á Akureyri. Umræðuefnið var: „Höfuðágreiningur isienskra stjórnmála, — efnahagsmál, ut- anrikismál, einkarekstur — fél- agsrekstur. Kæðumenn af hálfu Alþýðu- bandalagsins voru þeir Helgi Guðmundsson, Erlingur Sigurð- arson og Óttar Proppé, en af hálfu SUS þeir Björn Jósef Arnviðarson (kom i stað Sigurðar J. Siguröar- sonar, sem veiktist á siðustu stundu) Davið Oddsson og llaraldur Blöndal. Fundarstjórar voru Kristin ólafsdóttir af hálfu Alþýðubanda- lagsins og Jón Kr. Sólnes af hálfu SUS. Fundurinn var sæmilega sóttur og umræður fjörlegar. Þó verður aö segjast að málflutningur lihaldsdrengjanna var ekki ýkja Mótmæla rofi samninga Þrjátiu og þrir starfsmenn Kannsóknarstofnunar land- búnaðarins hafa undirritað mót- mæli við samningarofi rikis- stjórnarinnar. Við undirrituð, starfsfólk Rann- sóknarstofnunar Landbúnaðarins á Keldnaholti, mótmælum harð- lega þeirri ákvörðun rikis- valdsins aö rjúfa nýgerða kjara- samninga, sem áttu að tryggja okkur langþráða kjarabót. Við teljum, að það eigi að vera réttindi launafólks að hafa samningsrétt um launakjör sin til jafns viö gagnaðila. Knýjum al- þingi til að draga óréttmæt lög sin til baka og stöndum vörð um samningsréttinn. málefnalegur. Björn Jósef var sá eini úr þessu einvalaliði lögfræð- inga, sem reyndi að halda uppi málefnalegri umræðu. Davið sótti mest af sinum brandaraforða i útvarp Matthildi, eins og hann hefur gert undanfarin 5 ár eða svo, og Haraldur sá Rússa i hverju horni. Ef tina á til einstaka rósir úr blómagarði hinna löglærðu má nefna fullyrðingu Haraldar um að samningur Viðreisnar sálugu um Álverið i Strumsvik, sé sá allra besti samningur, sem íslendingar hafa nokkru sinni gert við útlenda aðila. Hann hlýtur að horfa á þetta úr annarri átt en við hin. Þá héldu ihaldsmenn þvi fram að tvær vinstri stjórnir siðasta ára- tugar hafi skilið efnahagslif landsins i rúst og að aðrar rikis- stjórnir hafi ekki gertannað en að stuðla að uppbyggingu „heil- brigðs efnahagslifs”. Attu þeir þá einkum við nýgerð- ar ráðstafanir rikisstjórnarinnar. Voru þeir þá spurðir, hvort þeir teldu 13% atvinnuleysi viðreisnar og stöðuga 40% verðbólgu heil- brigt efnahagslif og fengust við þvi fá svör. Eins og ihaldsmönnum er tamt, einkenndist málflutningur þeirra þremenninganna af margtuggð- um frösum, sem þeir reyndust svo ófærir um að rökstyðja nánar. Þar má til dæmis nefna fullyrð- ingu þeirra um að kommúnismi steypi alla i sama mót. Helgi Guðmundsson, trésmiður sagðist sem fagmaður hafa mikinn áhuga á að fá útskýringar á þvi hvernig sú steypuvinna fer fram, en við þvi fengust fá svör og loðin. Með fundum helgarinnar hafa nú þegar verið haldnir 3 kappræðufundir milli Æskulýös- nefndar Alþýðubandalagsins og Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, á Selfossi, Akureyri og i Vestmannaeyjum, en alls verða fundirnir 8 talsins. —ÞH Börkur NK í efsta sætí Heildarafli orðinn 450.000 lestir Þrjú skip skera sig nú orðið nokkuð úr hvað afla snertir á loðnuvertiðinni. Það eru Börkur NK, sem er í efsta sæti með 15.867 lestir, örn KE með 15.098 lestir og Gisli Arni RE sem er með 14.767 lestir. 1 gær var heildaraflinn orðinn 450 þúsund lestir,sem er 75 þús lestuiri minnaen á sama tima i fyrra, en þess ber að geta, að þá var loðnuvertið um það bil að Ijúka á þessum tima, en nokkuð virðist vera eftir af þessari vertið enn. Þó hefur veður verið með þeim hætti siðan á sunnudag, að litið sem ekkert hefur veiðst, en sl. föstudag var met afli á einum sólarhring, en þá fengu 45 skip samtals 22.000 lestir. Nú er loðn- an komin það nálægt hrygningu að hætt er við að ef veður ekki batnar næstu sólarhringa fari að styttast i þessari loðnuvertið. Loðnu hefur verið landað á 22 stöðum auk bræðsluskipsins Norglobal. Hæsti löndunarstað- urinn er Seyðisfjörður með 59.644 lestir, Neskaupstaöur kemur næstur með 52.616 lestir og Vestmannaeyjar i 3ja sæti með 52.565. Þessar tölur eru frá miönætti si. laugardags. —S.dór Kveðjuorö Svafa Þórleifsdóttir Þeir sem gerstmuna og þekkja til hins langa starfsdags Svöfu Þórleifsdótturog afskipta hennar af fræðslu-og félagsmálum, hafa gert minningu hennar skil af hlýleik og virðingu. Ég og þeir sem mér standa næst sjáum nú ófullt og opið það sæti er fullorðn- um var öndvegi hollustu og heil- ræða, börnum imynd ástúðar og vizku. Börn setti Svafa ætið hið næsta sér. Nokkrar kynslóðir áttu þeirri gæfu að fagna að sitja við fótskör hennar og minnast þess nú. Hún tók úngan til fósturs Svavar Ólafsson og bjó á heimili hans og Elisabetar Linnet í 26 ár; þar ólust upp Guðrún Svava og systkini hennar, Kristján og Hlif; og það úngviði sem siðast átti spor að hvilu Svöfu voru börnin okkar Guðrúnar. Einginn fór svo á fund hennar að hann kæmi það- an ekki betri maður og nýtari. 1 hugum allra manna eru vistar- verur sem ósjálfrátt eru helgaðar þvi sem frjóast er og bezt i sjóð- um endurminntnganna. I okkar hugum skin þar nú til varanlegr- ar frambúðar hinn skarpi svipur Svöfu Þórleifsdóttur, geislandi af dreinglyndi og virðuleik, þarsem aldrei vottaði fyrir geig. Þorsteinn frá Ilamri Krafa BSRB er: Samningana í gildi Viðræður 30. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur krafist endurskoðunar á kaup- liðum aðalkjarasamnings f jármá laráðherra og BSRB frá 25. október 1977 vegna kjaraskerðingar- laga ríkisstjórnarinnar, sem fólu m.a. í sér afnám helmings umsaminnar vísitölutryggingar launa. Af hálfu BSRB var þess krafist að fullar verðbætur samkvæmt kjarasamn- ingum, eða jafngildi þeirra, verði greiddar ríkisstarfsmönnum frá 1. mars 1978 til loka samningstímabilsins. e’jármáltráðherra og Kristján Thorlacius formaður BSRB, hafa rætt um tilhögun samninga- viðræðna og hafa orðið ásáttir um að kveðja samninganefndir aðila til viðræðna fimmtud. 30. mars næstkomandi. Heimildin til endurskoöunar á kjarasamningi BSRB verði röskun á visitöiutryggingu launa er svohljóðandi: ,,Verði röskun á umsaminni visitölutryggingu launa frá þvi sem þessi samningur gerir ráð fyrir getur hvor aðilu um sig mars krafist endurskoðunar á kaupliðum samningsins. Þegar mánuður er liðinn frá þvi að krafa um endurskoðun kom fram, getur hvor aðili um sig visað málinu til sáttasemjara og sáttanefndar, er skal þá reyna sættir. Þegar sáttameðferð er hafin getur hvor aðili um sig óskað opinberrar greinargreðar Hag- stofu tslands um þróun verðbóta eöa jafngildi þeirra i þjóð- félaginu, þaðsem af er samnings- timans, svo og það sem fyrir- sjáanlegt er að verði á samnings- timanum. Nýtt samkomulag gildi hverju sinni til loka samnings- timans.” Vötnin á Arnarvatns- heiði til leigu Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hefur nú ákveðið að leita tilboða i leigu vatnanna á Arnarvatnsheiði sunnan merkja, þ.e. Borgarfjarð- ar megin, og nokkurra vatna á Tvídægru. Þarna er um að ræða leigu á vötnunum til stangveiði eingöngu, og áskilur veiðifélagið sér rétt til að taka hvaða tilboði sem cr eða hafna öllum. Ef samningar takast verður um að ræða leigu þegar í sumar og siðan um óákveðinn tima. Veiði- félag Borgfirðinga á Arnarvatns- heiði varstofnað 1976. Fyrr hefur ekki verið veiðifélag um þetta mesta vatnasvæði landsins. Aðild að veiðifélaginu eiga bændur á liðlega 60 jörðum i Hálsahreppi, Hvitársiðu og Reykholtsdals- hreppi. Félagið nær til um 30 vatna og vatnahverfa á Arnarvatnsheiði, svo og til fiskgengra áa og lækja, sem i vötnin falla eða tengja þau saman. Verkefni hins nýja félags er að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og ráðstafa veiði á þann hátt, sem hagkvæmast þyk- ir hverju sinni. A siðasta sumri starfaði gæslu- maður við vötnin og var haft strangt eftirlit með allri umferð um heiðina, en til þess tima hafði veiði þar verið nær eftirlitslaus. Tilboð i leigu fyrrnefndra vatna skalsendaPétri Jónssyni, bónda i Geirshlið i' Borgarfirði, formanni veiðifélgsins. Aðrir með honum i stjórn eru Guðmundur Kristjáns- son, Grimsstöðum, Snorri Jóhannesson, Augastöðum, Magnús Sigurðsson, Gilsbakka,og Ólafur Kristófersson, Kalmas- tungu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.