Þjóðviljinn - 21.03.1978, Side 3

Þjóðviljinn - 21.03.1978, Side 3
Þriftjudagur 21. mars 1978 l’JOÐVILJINN — SIÐA 3 Bhutto — dæmdur I gálgann. Heiftúdug mótmæli vegna dómsins yfir Bhutto 20/3 — Gifurlegar óeiröir brutust út viöa i Pakistan i dag er menn mótmæltu dauöadómnum yfir Zulfikar Ali Bhutto, fyrrum for- sætisráöherr-r. landsins, en á laugardagrnn—hann dæmdur til hengingar ásamt meö fjórum mönnum öörum. Herforingja- stjórnin, sem nú drottnar i land- inu, sakar hann um að hafa staöið á bak viö morö á pólitiskum and- stæöingi fyrir rúmum þremur ár- um. Óeirðirnar virðast mestar i Lahore og i fylkinu Sind, sem nær yfir suðurhluta landsins. Háskóla fylkisins hefur verið lokað um óá- kveðinn tima. Kveikt var i bilum, strætisvögnum og járnbrautar- vögnum. Bhutto, sem hefur verið sex mánuöi i fangelsi herforingja- stjórnarinnar, nýtur enn mikillar alþýðuhylli og kvað hafa haftgóða möguleika á að vinna kosningar, sem áttu að fara fram i október s.l., enda sló Zia hershöfðingi, forsprakki herforingjastjórnar- inr.ar, kosningunum á frest um óákveðinn tima. Að minnsta kosti um 500 fylgismenn Bhuttos varu handteknir. i s.l. viku og kona hans og dóttir settar i stofu- fangelsi. ✓ Israelar bjóða vopnahlé 20/3 — Ezer Weisman, varnar- málaráöherra tsraels, sagöi i dag að tsraelar heföu nú náö þeim árangri, sem þeir heföu ætlaö sér meö innrásinni i Libanon og væru reiöubúnir til vopnahiés viö her- fiokka Palestinumanna. Fyrr um daginn haföi talsmaöur tsraels- hers tilkynnt aö svo aö segja allt landsvæöið sunnan árinnar Litani, aö undanskilinni hinni fornfrægu hafnarborg Týrus, væri nú á valdi tsraela eftir sex daga haröa bardaga. Sagt er aö tsraelar muni hafa horfiö frá þvi að reyna aö taka Týrus vegna þess, að þeir hafi séö frain á aö borginni yröi ekki náð nema meö mannskæðum návigisbardögum. Palestinunienn hafa fengiö mikiö af vopnum og öðrum birgöum gegnum Týrus, sem á tið Fönika var helsta vcrslunarborg viö Miöjarðarhaf. Weizman sagöi að tsraelar hefðu enn ekki ákveðið, hvort þeir færu að þvi kalli öryggisráös Sameinuðu þjóðanná aö þeir kölluðu hersveitir sinar frá Lib- anon og afhentu gæslu á svæöinu 4000 manna liðstyrk frá Sameinuðu þjóðunum. en ljóst er Framhald á 14. siöu. FRÖNSKU KOSNINGARNAR: Vinstriflokkar unnu á — en hvergi nærri nóg 20/3 — Crslit siðari umferöar frönsku þingkosninganna uröu þau, aö stjórnarflokkarnir héldu öruggum þingmcirihluta, en töpuöu þó 21 þingsæti frá næstu kosningum á undan, sem fóru fram 1973. Sigur sinn eiga hægri- og miðflokkarnir einkum aö þakka kjördæmaskipaninni, en hún er þeim mjög I hag vegna þess aö þeir eru sterkastir i fámennum kjördæmum. Tölur sýna aö fylgi fylkinganna tveggja til hægri og vinstri er nokkurn- veginn jafnt, þar eö stjórnar- flokkarnir fengu 50,67% greiddra atkvæöa, en vinstriflokkarnir 49.32%. Þessi litli munur dugði hægri- og miðflokkunum samt sem áður til að fá 89 þingsæti umfram S ó s i a 1 i s t a f 1 o k k i n n og Kommúnistaflokkinn, sem sterk- astir eru i stærri borgum. Gaulle- istar eru sem fyrr stærsti þing- flokkurinn með 145 þingsæti, Franska lýðræðisbandalagið, flokkabandalag með Giscard d’Estaing sem oddvita, fékk 137 þingmenn kjörna, Sósialista- flokkurinn 112 og Kommúnista- flokkurinn 89. Vinstri-radikalar fengu 10 þingsæti og samtök til vinstri við sósialista og kommúnista eitt. Úrslitin eru túlkuö sem veru- legur sigur fyrir Giscard d’Estaing. Mitterrand, leiðtogi sósialista, sem margir höfðu spáð að yrði helsti sigurvegari kosninganna, kennir samstarfs- tregðu kommúnista um aö vinstriflokkarnir stóðu sig ekki betur en raun varð á. Marchais, leiðtogi kommúnista, hvetur hinsvegar til áframhaldandi samstarfs vinstriflokkanna. 80.000 lestir af olíu í sjóinn 20/3 — Yfir 80.000 smálestir af oliu hafa þegar runniö úr geimum oliuf lutningaskipsins Amoco- Cadiz, sem strandaði viö strönd Bretagne-skaga I s.l. viku. Olian hefur þegar mengað auðug fiskimið á þessum slóðum með fyrirsjáanlegu stórtjóni fyrir bretónska fiskimenn. Verið er að undirbúa ráðstafanir til þess að ná úr skipinu 140.000 smálestum i viðbót. Mestur hluti oliuflákans er nú á Ermarsundi, milli Bretagne og Cornwall-skaga á Englandi, en ennþá er ekki talið að ibúum siöarnefnda skagans sé tjón búið af völdum hans. Iðnaðarbankinn hefur opnað nýjar leiðir fyrir alla þá sem vilja undirbúa lántöku með því að spara um lengri eða skemmri tíma. Um tvenns konar lán er að ræða: IB-lán, sé stefnt að lántöku eftir 6 eða 12 mánuði. Og IB-veðlán, sé stefnt að háu láni innan 2-4 ára. Könnum þau nánar. Iðnaðarbankinn lánar þér jafnháa upphæð og þú hefur sparað með því að leggja ákveðna upphæð inn á IB-reikning mánað- arlega. Lánið hækkar því í réttu hlutfalli við tíma og mánaðarlega innborgun. Sparað er í tvö, þrjú eða fjögur ár. Tökum dæmi: 35.000 kr. eru lagðar til hliðar í 3 ár. Innstæðan verður þá orðin 1.260.000 kr. Bankinn lánar sömu upphæð. Með vöxtum af innstæðunni hefur þú þá til ráð- stöfunar 2.900.766 Lánið er endurgreitt með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta á jafnlöngum tíma og sparað var. Fyrir IB-veðláni þarf fasteignaveð. Síðast en ekki síst: Hámarksupphæð mánaðargreiðslu má hækka einu sinni á ári í hlutfalli við almennar verðlagsbreyt- ingar. Þannig er hægt að tryggja að lánið komi að þeim notum sem ætlað var í upp- hafi. Taflan sýnir nánar þá möguleika sem felast í IB-veðlánum. Sýnd er hámarksupphæð í hverjum flokki og þrír aðrir möguleikar. Velja má aðrar upphæðir. Allar frekar upplýsingar veita IB-ráð- gjafar Iðnaðarbankans. SPARNAÐAR MÁNADARLEG SPARNAOÚR f IÐNAUARBANKINN mAnauarleg ENDURGREIÐSLA ENDUR GREIÐSLU TfMABIL INNBORGÚN I.OK TfMABlLS LANAR rAhstöfúnarfí: MED V'ÖXTUM TfMABIL 24 10.000 240.000 240.000 522.727 12.930 24 20.000 480.000 480.000 1.047.443 25.860 mán 30.000 40.000 720.000 960.000 720.000 960.000 1.571.660 2.096.376 38.789 51.719 mán 36 15.000 540.000 540.000 1.242.120 21.757 36 25.000 900.000 900.000 2.071.688 36.261 mán 35.000 50.000 1.260.000 1.800.000 1.260.000 1.800.000 2.900.766 4.144.877 50.766 72.522 mán 48 20.000 960.000 960.000 2.337.586 32.368 48 30.000 1.440.000 1.440.000 3.507.140 48.552 mán 40.000 50.000 1.920.000 2.400.000 1.920.000 2.400.000 4.676.680 5.846.720 64.736 80.920 mán Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni IðnaðarSsankinn Lækjargötu 12, Sími 20580

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.