Þjóðviljinn - 21.03.1978, Síða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1978, Síða 5
Þriðjudagur 21. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Frá sýnlngarbás Ferðaskrifstofu rlkisins og Ferðamálaráðs á sýningunni I Berlln 4.-12. mars s.l. Ferðaskrifstofa rikisins rekin með hagnaði Tók nýlega þátt í einni stœrstu ferðasölu- sýningu í heiminum Ferðaskrifstofa rikisins hefur undanfarin ár veriö rekin með liagnaði,en hún er rekin i beinni og harðri samkeppni viö einkaað- ila, sagði Kjartan Lárusson for- stjóri hennar er hann boðaði blaöamenn til fundar á föstudag- inn vegna þátttöku skrifstofunnar ferðasölusýningu ITB I Berlin dagana 4.-12. mars s.l. Það er stærsta sýning sinnar tegundar i Evrópu og jafnvei öilum heimin- um, sagði Kjartan, og einn hinn mikilvægasti vettvangur ferða- mála. Við stefnum nú að þvi að efla markaðsmálin verulega. Þó að flestir ferðamenn sem koma til íslands séu Bandarikja- menn, sagði Kjartan, álitum við þýskumælandi svæði Evrópu mikilvægust til að efla ferða- mannastraum til Islands en þýskumælandi menn koma hér langhelst til langferðar. Þá eru Frakkland, Beneluxlöndin og italia vaxandi markaðssvæöi. Siðustu 5 ár hefur ekki orðið aukning á ferðamannastraum til tslands. Hann náði hámarki árið 1973 og þá komu hingaö um 74 þúsund ferðamenn. Við stefnum að þvi að ná því marki á ný á þessu ári, en 8% aukning á ári væri hið æskilega mark. Þetta er i fyrsta skipti sem ts- lendingar taka þátt i sýningu ITB (International Tourismus Börse) i Berlin, en sýningaraðilar þar skipta þúsundum og eru frá yfir 100 löndum. Tilgangur sýningar- innar og markmið er þriþætt. t fyrsta lagi er um sölusýningu að ræða og kynningu aðila á öllum sviðum alþjóðlegra ferðamála, að kynna þjónustu og ferðamögu- leika, afla beinna viðskiptasam- banda og kynnast innbyrðis. t öðru lagi er um ferðamálaráð- stefnu að ræða og i þriðja lagi er þarna bein sölu- og ferðakynning til þýskra neytenda. Ferðamála- ráð var einnig aðili að islensku þátttökunni. —-GFr Útvegsbanki íslands tJtibú á Sel- tjarnarnesi Útvegsbanki lslands hefur nú opnað nýtt útibú við Nesveg á Seltjarnarnesi. Þar mun bankinn veita viöskiptavinum sinum aila innlenda bankaþjónustu, auk þess sem hann kaupir og selur erlend- an gjaldeyri, tekur við inn- og útflutningsskjölum til afgreiðslu og annast opnun bankaábyrgða. Húsnæði bankans sem er að Egilsstöðum við Nesveg er 130 fermetrar að stærð. Þar verða fjórir starfsmenn, og forstööu- maður er Hilmar Gunnarsson, sem áður gegndi starfi féhirðis i Útvegsbanka Islands i Kópavogi. Húsnæðið var skipulagt af Gunnlaugi B. Björnssyni, en umsjón með byggingu hússins og innrétöngum haföi Guöjón Guð- mundsson, húsasmiðameistari. Þarna er eingöngu um bráða- birgðahúsnæöi aö ræöa, og þegar Seltjarnarneskaupstaður hefur skipulagt viðskiptasvæði, mun útibúið að sjálfsögðu flytja þangað. Afgreiðslutimi útibúsins er frá kl. 13:00 til kl. 18:30 alla virka daga nema laugardaga. Hið nýja útibú útvegsbankans á Seltjarnarnesi. Minningarord Valgerður Ólafsdóttir F. 19. des. 1899 D. 5. mars 1978 Hinn 11. þ.m. var Valgerður ólafsdóttir, Hvanneyrarbraut 44, Siglufirði, lögð til hinstu hvildar i Siglufjarðarkirkjugaröi við hlið eiginmanns síns, Magnúsar Vagnssonar slldarmatsstjóra. Valgerður andaðist á heimili sinu 5. mars. Valgerður fæddist 19. des. 1899 i Reykjavik. Faöir hennar var Ólafur Theódór Guðmundsson, húsasmiðameistari, frá Stóru Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, Guðmundssonar. Móðir hennar var Hólmfriður Pétursdóttir, út- vegsbónda og bæjarfulltrúa i .Reykjavik, Gislasonar og Val- gerðar ólafsdóttur, bónda á Ægissiðu i Holtum Sigurðssonar. Hólmfriður lést 1909. Ólafur kvæntist aftur Guörúnu'Erlends- dóttur, bónda á Hvallátrum á Rauðasandi. Valgerður ólst upp I föðurhús- um i Reykjavik, gekk þar i barna- skóla og einn vetur i Kvennaskól- ann. A sumrin var hún oft á Strandarhöfða i Landeyjum hjá Halldóru föðursystur sinni og Magnúsi manni hennar. Batt hún mikla tryggð viö Strandarhöfða- heimilið og minntist þess alltaf með mikilli hlýju. Einnig var hanni ákaflega hlýtt til móður- systkina sinna og frændfólks i Reykjavik, sem reyndist henni mjög vel eftir fráfall móður henn- ar. Alsystkini Valgeröar voru Sig- urður, verkfræðingur hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur, d. 1970, og Vigdis, sem eftir lát móður sinnar ólst upp hjá Gisla Péturs- syni, lækni á Eyrarbakka, móð- urbróöur sinum, og konu hans, Aðalbjörgu Jakobsdóttir. Vigdis lést rúmlega tvitug i taugaveiki- faraldri, sem einnig grandaði einni dóttur Gisla og Aöalbjargar. Hálfsystkini Valgeröar eru Hólmfriður, húsmóöir i Reykja- vik, Erlendur Steinar, bygginga- fræðingur i Reykjavik, Sigriður, húsmóöir, búsett i Englandi, Ólafur Theódór, vélstjóri, Reykjavik, Valgerður, dó af slys- förum á barnsaldri, og Kristján Valgeir, verkamaður i Reykja- vik. Valgerður giftist 4. júli 1919, Magnúsi Vagnssyni, skipstjóra, Eliassonar og Tormónu Ebenes- ersdóttur. Magnús var Vestfirö- ingur, fæddur I Leiru 1 Leirufiröi, 3. mai 1890. Stofnuðu þau heimili á Isafirði og þar fæddust tvö elstu börn þeirra, Pétur Ólafur, verka- maður, ókvæntur, og Hólmfriður, gift Benedikt Sigurðssyni, kenn- ara á Siglufirði. Þaðan fluttu þau til Reykjavikur og þar fæddust þeim þrjú börn, Sigriöur, sem lést skömmu eftir fæöingu, Vigdis, gift Ingólfi Karlssyni, skipstjóra i Grindavik, og Magnús, sem dó 15 ára gamall, mikill efnispiltur. Enn fluttust þau til Akureyrar, þar sem þau bjuggu I þrjú ár og loks 1934 til Siglufjarðar. Þar fæddist yngsta barn þeirra, Guð- rún, gift Ernst Kobbelt, vélsmið á Siglufiröi. Tormóna, tengdamóðir Val- geröar, var alltaf i heimili með þeim Magnúsi og með henni Bragi, sonur Magnúsar og Jó- hönpu Jónsdóttur, ljósmóður. Bragi er nú gjaldkeri hjá bæjar- fógetaembættinu á Siglufiröi. Fyrri kona hans var Harða Guð- mundsdóttir, sem látin er fyrir tveim árum. Siðari kona hans er Stella Guömundsdóttir. A þessum árum stundaði Magnús sjómennsku, verkstjórn við sildarsöltun, söltunareftirlit og fleiri skyld störf og var oft langdvölum fjarri heimili sinu. Mun þá oft hafa reynt á dugnað og eljusemi Valgerðar. Ariö 1938 tók Magnús viö nýstofnuðu embætti sildarmatsstjóra rikisins og gengdi þvi til dauðadags, 12. febrúar 1951. Eftir striðið byggði Magnús húsið Hvanneyrarbraut 44 og þar bjó Valgeröur til dauðadags, aö undanteknum fáum árum eftir lát hans, sem hún leigði ibúðina. Valgerður giftist ung og ævi- starf hennar var allt unnið á vett- vangi heimilis og fjölskyldulifs. Almennu félagslifi tók hún litinn þátt I, eina félagiö, sem hún var i og vildi vera i, var Slysavarnafé- lagið. Tiskufyrirbæri, persónuleg metorð og hefðarstand af öllu tagi var i hennar augum fánýti, og elt- ir.garleikur við slika hluti eftir- sókn eftir vindi. En þótt heimilið væri henni hamingjustaöur, þar sem hún undi sér og naut sln best, varð hún einnig að reyna þar þungbærar sorgir og mótlæti. Vorið 1946 létust yngri sonur hennar og tengdamóðir hennar með nokkurra daga millibili og fimm árum siðar stundaði hún eiginmann sinn helsjúkan i marga mánuði, áður en hann lést. Valgerður var yfirleitt heilsu- hraust, þar til i nóvember s.l., að hún veiktist og komst ekki til heislu aftur. Hún hafði þó nokkra fótavist og var skýr i hugsun og tali fram undir hið siðasta, en kraftarnir þurru smám saman uns lif hennar slokknaði út, eins og ljós, sem hverfur, þegar kertið er brunnið niður. Það telst ekki til stóratburöa þótt gömul kona, sem aldrei hélt sér hið minnsta fram á veraldar- visu og var gjarnara að draga sig i hlé en sýna heiminum andstöðu, kveðji lifiö. Fyrir þá, sem nutu velvildar hennar, nærgætni og al- úðar eru það þó talsverð um- skiipti og þeim verður hún alltaf minnisstæð. Hún var svo grand- vör til orös og æðis, að einstakt má teljast. Hún hefur áreiöanlega aldrei orðið mótgerðarmaður nokkurs manns og ég efast um, að hún hafi nokkurntima á ævinni haft ástæðu til aö iðrast nokkurs, sem hún gerði. Við andlát þessarar yfirlætis- lausu konu hverfur úr tilveru okk- ar, sem vorum henni vandabund- in, einn af sólskinsblettum lifsins, þar sem alltaf var hlýtt og nota- legt, þar sem alltaf var gott að vera. Eftir stendur minning um góða konu, virðing og þökk fyrir samvistirnar. Benedikt Sigurðsson. Árétting — leiðrétting Harpa Eiriksdóttir frá Seyðisfirði. óskaði eftir þvi, að frétt úr Þjóðviljanum frá 14. mars, sem bar yfirskriftina „Rekin fyrir stéttvisina”, verði áréttuð og leiðrétt, en Harpa var sú, er frétt þessi greindi frá. Harpa sagði að sér hefði ekki verið sagt upp störfum alfari við félagsheimilið þar eystra, heldur eingöngu \ið þjónustu tengda Lyonsfundum. Harpa sagði, aö hún hefði verið beðin að vinna 2. mars og neitaði hún þvi og var henni þá sagt upp störfum sem hún hafði haft og tengd voru Lyonsfundum. Fram- kvæmdastjóri félagsheimilisins sagði Hörpu að vildi hún koma til þessara starfa aftur mundi hann ráöa hana til þeirra. Sagðist hún ekki vilja fastráða sig i þessa vinnu, en sagðist jafnframt til- búin til að taka aö sér lausavinnu l félagsheimilinu. Ný færeysk frímerki Færeysk frlmerkjaútgáfa er ekki ýkjagömul og ekki nema eölilegt að safnarar hafi tekiö við sér og fylgist vel meö. 1 14. september lesum við um nýjan flokk frimerkja sem kemur út 13. april, heitir hann færeyskir bjargfuglar. Þrjú merki eru i flokki þessum. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYIMLEG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.