Þjóðviljinn - 18.04.1978, Page 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 18. april 1978
Málgagn sósíalisma,
xerkalýdshreyfingar
og þjóöfrelsis
Otgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviijans.
Frarakvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með snnnudagsblaði:
Arni Bérffmann.
Augiýsingastjóri: Gunnar Stéinn,
Pálsson (-
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Siðumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Tafarlausa
samninga við
Verkamanna-
sambandið
Þáð er hægt að hækka allt kaup verka-
fólksins, sem hjá frystihúsunum vinnur
um 10%, ef vextir væru helmingi lægri en
þeir eru nú.
Þessa athyglisverðu yfirlýsingu gaf
Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna i sjón-
varpsþættinum Kastljós á föstudaginn
var.
Fátt sýnir betur hversu fráleit sú kenn-
ing er, að erfiðleikar frystihúsanna stafi
fyrst og fremst af of háu kaupi verkafólks-
ins, enda eru launagreiðslur ekki nema
25% af heildarrekstrarútgjöldum frysti-
húsanna að sögn Hjalta Einarssonar i
sama þætti.
Það var annars harla athyglisvert, að i,
lok þessa sjónvarpsþáttar þar sem full-
trúar verkalýðshreyfingarinnar og at-
vinnurekenda ræddust við, þá stóð fátt
eftir af þeim fullyrðingum, sem málgögn
rikisstjórnarinnar hafa haft uppi um yfir-
standandi útflutningsbann i hatursáróðri
sinum gegn verkalýðsheyfingunni.
Málgögn rikisstjórnarinnar hafa haldið
þvi fram, að með útflutningsbanninu
muni Verkamannasambandið stöðva
frystihúsin og kalla fram allsherjar at-
vinnuleysi i sjávarþorpum og bæjum viðs
vegar um landið.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
Verkamannasambandsins minnti i sjón-
varpsþættinum á það, sem reyndar hafði
áður komið fram, að Verkamanna-
sambandið ætlar ekki að láta loka frysti-
húsunum. Það mun heimila flutning á
frystum fiski til geymslu milli hafna hér
innanlands og undanþágur verða veittar
til að flytja út hluta framleiðslunnar,
þannig að frystihúsin geti haldist gang-
andi og fólkið haft sina vinnu. Hitt er svo
annað mál, að þær hömlur á útflutninginn,
sem Verkamannasambandið gengst fyrir
munu vafalaust leiða til meiri kostnaðar
hjá atvinnurekendum en svarar til þeirra
launagreiðslna, sem um er deilt!!
Málgögn rikisstjórnarinnar hafa haldið
þvi fram, að með útflutningsbanninu sé
verið að beita lægst launaða fólkinu i
kjarabaráttu fyrir vagn þeirra, sem mun
hærri laun hafa.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
Verkamannasambandsins, benti á að
einmitt þann sama dag, á föstudaginn, —
hafi Verkamannasambandið sent at-
vinnurekendum bréf þar sem farið sé
fram á sérstakar viðræður um kjör félags-
manna Verkamannasambandsins, án
þess að aðrir komi þar við sögu.
Það er láglaunafólkinu i Verkamanna-
sambandinu, fólkinu með 112-150.000,
krónur i dagvinnukaup á mánuði, sem
verið er að neita um leiðréttingu sinna
mála, sem meira að segja er neitað að
ræða við. Afsakanir á borð við þær, að
ekki sé hægt að greiða þessu fólki fullar
visitölubætur, nema allir aðrir fái sömu
prósentuhækkanir, — þær afsakanir eru
haldlausar.
Verkamannasambandið krefst sér-
stakra samninga fyrir sitt fólk, fyrir lág-
launafólkið. Rikisstjórnin og atvinnurek-
endur neita.
Málgögn rikisstjórnarinnar lýsa
miklum fögnuði yfir ákvörðun norsku
rikisstjórnarinnar að visa launadeilu þar
til gerðardóms, og virðast telja slikt til
fyrirmyndar.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
Verkamannasambandsins benti á i sjón-
varpsþættinum, að i Noregi er kaup
verkafólks um það bil helmingi hærra en
hér á landi. Þar er samt krafist launa-
hækkunar, en hér er aðeins verið að berj-
ast gegn launalækkun og fyrir þvi að
gerðir kjarasamningar fái að standa.
Hér er óliku saman að jafna, og er þó
engin ástæða til að bera blak af ákvörðun
norsku rikisstjórnarinnar um gerðardóm.
Málgögn rikisstjórnarinnar halda þvi
fram, að sérhver launahækkun verkafólks
leiði til aukinnar verðbólgu, og komi
þannig verkafólkinu sjálfu i koll.
Verkalýðssamtökin hafa aldrei heimtað
fleiri krónur i kaup krónutölunnar vegna.
Krafa Verkamannasambandsins nú er um
bætt kjör, hækkun raungildis launanna,
hvort sem krónutalan yrði hærri eða
lægri. Leiðin til að ráða við verðbólguna er
ekki sú að ráðast á kaup lægst launaða
fólksins. Það sýnir best dæmið frá árinu
1975, fyrsta heila stjórnarári núverandi
rikisst jórnarinnar.
Þá og á siðari hluta ársins 1974 var
kaupmáttur verkamannalauna skorinn
niður um nálægt 20% frá þvi sem verið
hafði á fyrri hluta árs 1974, en einmitt á
þessu sama ári, 1975, var sett Islandsmet i
verðbólgu, — þá hækkaði framfærslu-
kostnaðurinn um yfir 50% á einu ári.
Hér var það breytt stjórnarstefna, sem
sagði til sin, ný rikisstjórn var komin til
valda, stjórn, sem vildi skerða kjörin og
notaði verðbólguna til þess.
Barátta verkalýðshreyfingarinnar
hefur siðan verið barátta við þessa rikis-
stjórn og svo er enn.
k.
I B ■■ I
Neiðkvæð
skattstefna
Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson
framkvæmdastjóri ritar grein i
Morgunblaðið sl. fimmtudag og
reifar þar margháttað-
an vanda fiskvinnslunnar. Tveir
þættir i grein þessa forstjóra
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna eru mjög athyglisverðir:
Annars vegar bendir hann á nei-
kvæða skattstefnu stjórnvalda
sem komi i veg fyrir eðlilega
tækjaendurnýjun frystihúsa
svo og á afleiðingar hávaxta-
stefnunnar fyrir rekstur frysti-
iðnaðarins. Jafnframt má skilja
það á niðurlagi greinar for-
stjórans að hann frábiðji sér þaö
að lögmál frjálsrar samkeppni
verði látin ráða of miklu i frysti-
iðnaðinum.
„Enginn vafi er að mikið hef-
ur áunnist á sviði hverskonar
hagræðingar i fiskvinnslu und-
anfarin ár, en þó er margt enn
ógert. Stafar það bæði af fjár-
magnsskorti og einnig eru
ávallt að koma fram nýjungar i
vélum, tækjum og vinnufyrir-
komulagi, sem i raun þýðir að
ekki verður komist á leiðar-
enda, heldur er einhverjum til-
teknum áfanga náð. Hér kemur
einnig til aö frystihúsin þurfaað
taka upp vinnslu nýrra fiskteg-
unda eins og karfa, þegar
þorskveiöar eru stöðvaðar um
tima, en slik vinnsla krefst fjár-
festingari nýjum vinnsluvélum.
I þessum efnum er þó greini-
legt að mörg frystihús hafa
dregist aftur úr og eru að ýmsu
leyti vanbúin, þótt þau annars
virðist hafa aöstöðu til þolan-
legrar afkomu miðað við aðra.
Hér er ekki rúm til að tiunda
þessar aðgerðir i einstökum
atriðum, en ekki er hægt að
skilja við þetta mál án þess að
minnast á það tómmlæti sem
virðist rikja i þessum efnum af
hálfu stjórnvalda.
Gleggsta dæmið um það er
stefna fjármálaráðherra i að-
flutningsgjöldum af hverskonar
tækjum og vélum til fiskvinnslu.
Siðan það var niður lagt að
vinnandi fólk þyrfti að bera
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson
hiutina á bakinu eða handbör-
um, þá eru lyftarar orðin nauð-
synleg tæki til ýmiskonar flutn-
inga. Ef frystihús ætlar sér að
kaupa slikt tæki, þá þarf að
greiða aðflutningsgjöld i rikis-
sjóð sem nema 67% af inn-
kaupsveröi, en slikt þótti i eina
tið hæfilegur tollur á lúxusvöru.
Ef frystihúsið kaupir flökun-
arvél, sem nú er ómissandi tæki
við fiskvinnslu, þá þarf að borga
22% af andvirði i rikissjóð.
Frystihús sem kaupir lyftara og
flökunarvél þarf að greiða 6 til
10 milljónir i aðflutningsgjöld af
þessum framleiðslutækjum.
Rétt er að geta þess að islensk-
um iðnaði hefur undanfarið ekki
verið gert að greiða þessi gjöld.
Það er neikvæð skattastefna
að draga úr arðsemi og bættri
nýtingu hráefnis, sem getur
skipt hundruðum milljóna kr. á
ári, með þvi að skattleggja
tækin sem skila þessum hagnaði
og þannig koma i veg fyrir aö
þau verði keypt.”
Afleiðingar
hávaxtastefnu
t dæmi sem Eyjólfur tsfeld
tekur um þrjú frystihús sem
byrja með sömu efnahagsstöðu
en rekstrarafkoman verður
mísjöfná tveimur verðbólguár-
um kemur berlega i ljós hve
vaxtabyrðin er rekstri þeirra
fyrirtækja, sem lenda i erfiðri
lausafjárstöðu eða timabundn-
um taprekstri, þung i skauti.
,,A meðan fjármagn var að fá
og vextir voru lágir var auðvelt
að leysa þetta mál með auknum
lántökum i von um að betri af-
koma gæti skilaö þvi aftur. Með
þrengri lánsfjármarkaöi og þá
ekki sist gifurlegum vaxta-.
hækkunum, bæði á lánum og
mðrgum lausaskuldum, þá er
hér komið i vitahring þar
sem stóraukin vaxtabyröi
leiðir til vaxandi taprekst-
urs. Innlend þjónustustarf-
semi og margháttuð fram-
leiðsla fyrir innlendan markað
hefur möguleika á að veltá
auknum vaxtagjöldum út i
verölagið, en slikt er útflutn-
ingsframleiðslunni fyrirmunað,
auk þess sem hún verður að
taka á sig aukna vaxtabyrði
innlendrar þjónustu. Slik vaxta-
stefna eyöileggur samkeppnis-
aðstöðu fiskvinnslunnar i úr-
vinnslu sjávarafla hér á landi
og grefur undan fjárhag fyrir-
tækjanna. Þvf er haldiö fram aö
auka þurfi sparnað með því að
borga raunvexti og beina fjár-
magninu þangað sem það skilar
mestum arði. Þessu verðurekki
móti mælt ef litið er á þennan
þátt í samhengi við aöra þætti
efnahagslifsins, en þegar vextir
eru gerðir að aðalbrimbrjót
gegn verðbólgunni, án tilsvar-
andi aðgerða á öðrum sviðum
peninga- og fjármála, þá gerir
þaö einungis vandann verri með
þvi að draga úr framleiðslu, eða
beina henni á óhagstæðari
brautir.”