Þjóðviljinn - 18.04.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.04.1978, Blaðsíða 16
U 'J Þriöjudagur 18. april 1978 -Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- N daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. , Utan þessa tima er hægt að ná I blaöamenn og aðra starfs- menn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 • Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima-r r skrá. Kirkjusandur: Uppsagnirnar voru dregnar til baka A föstudaginn ætluöu nokkrar verkakonur i fiskvinnslustöðinni á Kirkjusandi aö hætta vinnu aö loknum venjulegum dagvinnu- tima, kl. 5, þar sem þær þurftu aö sinna ýmsum persónulegum er- indum. Verkstjóri þeirra hótaöi þá aö reka þær tafarlaust ár vinnu, ef þær héldu ekki áfram aö vinna. Konurnar létu þá flestar undan siga vegna þessara hótana, en tvær þeirra létu ekki brott- rekstrarhótanir á sig fá og hættu klukkan fimm. önnur þeirra er trúnaöarmaöur verkakvenna á Kirkjusandi. 1 gærmorgun kom i ljós, að verkstjórinn ætlaði að standa við orð sin. Hafði hann fjarlægt stimpilkort stúlknanna tveggja og tilkynnti þeim að þær væru hér með reknar. Mikill urgur var i verkafólki á Kirkjusandi i gærmorgun vegna þessara fáheyröi aðgerða. I kaffi- timanum kom Guömundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar á vettvang og litlu siðar Þórunn Valdimarsdóttir, formaður verkakvennafélagsins Framsóknar. Eftir viöræður þeirra viö verkstjórann voru upp- sagnirnar dregnar til baka. Einn- ig varð að samkomulagi, að kom- ið yröi á viðræðum milli forráöa- manna Kirkjusands og fulltrúa Dagsbrúnar og Framsóknar til að reyna aö koma i veg fyrir aö slikir atburðir endurtaki sig. Að sjálfsögöu er verkafólki ekki skylt að vinna eftirvinnu. Hins- vegar er vinna oft mjög óregluleg i frystihúsum, eftir þvi hve mikill fiskur berstá land, og er oft unniö til kl. 7 eða lengur, ef mikill fiskur er i húsinu. Mikil þörf er þvi á, að ákveðnar reglur komist á um það, aö tilkynnt sé með góðum fyrir- vara hve lengi verður unnið, þannig að verkafólk geti þá jafn- framt tilkynnt, ef það getur ekki eöa vill ekki vinna yfirvinnu. -eös Leigubílaakstur í Keflavík Lægri taxti fyrir Amerí- kana Margir leigubilstjórar suður i Keflavik hafa lengi veriö afar óánægöir meö þaö aö verötaxtinn sem gildir fyrir Ameríkana á Vellinum er mun lægri heldur en taxtinn sem lsicndingar borga eftir. Bilstjórafélagið þar suður frá hefur samt ekki fengist til að leiðrétta þennan mismun og Bandalag islenskra leigubilstjóra hefur ekki heldur fengist til að taka málið upp. Sem dæmi um mismuninn er að fast gjald fyrir skottúr innan Keflavíkurvallar eru 2 dollarar (um 508 kr. isl.) en aðeins startgjaldið fyrir tslend- inga er 550 kr. Bill af Vellinum til Rockville kostar 7 dollara fyrir Amerikana (um 1778 kr.) en sama ferð kostar fyrir íslending um 2400 kr. Fast gjald fyrir ferð Amerikana til Reykjavikur eru 30 dollarar (um 7620 kr. islenskar) en tslendingur þarf að borga um 10.500 kr. fyrir sömu ferö. —GFr Guðmundur J. Guömundsson og Þórunn Valdimarsdóttir á fundi kaffitimanum i gærmorgun. meö starfsfólki Kirkjusands i Ríkisstjórnin gefur eftir: Kennurum endurgreidd frádregin aukavinna verkfallsdagana 1. og 2. mars sl. Sem kunnugt er ákvaö rikis- stjórnin aö hýrudraga þá opin- beru starfsmenn um 16% af heildarmánaðarlaunum þeirra, fyrir verkfallsdagana 1. og 2. mars sl. Innf þessum 16% var öll aukavinna og aörar aukagreiösl- 1 ur sem opinberir starfsmenn fá. Nú hefur rikisstjórnin aftur á móti gefið nokkuð eftir i þessu máli. Til að mynda er ákveöið að endurgreiða öllum kennurum,. sem þátt tóku i verkfallinu auka- vinnuna, sem inni þessum 16% voru. Upphæðin hefur þegar verið dregin af fólki, en eins og áður segir hefur nú verið ákveöið aö endurgreiða kennurum við næstu útborgun upphæð sem nemur aukavinnunni. Að sögn Haraldar Steinþórs- sonar framkvæmdastjóra BSRB hefur ekki heyrst enn sem komiö er um endurgreiðslu aukavinnu til annarra hópa innan BSRB. —Sdór Baráttufundur herstöðvaandstæðinga í Neskaupstaö: Fjölsóttur og vel heppnadur — Fundurinn tókst geysi- lega vel/ sagði Smári Geirsson kennari í Nes- kaupstað/ er blaðið leitaði frétta af baráttufundi her- stöðvaandstæðinga í Nes- kaupstað sl. laugardag. Baráttufundurinn var haldinn i Egilsbúð og var húsiö troðfullt, þvi hátt á þriöja hundrað manns sótti fundinn. — Dagskráin var mjög vel heppnuð, sagði Smári, enda var hún mjög vönduö og vel undirbú- in. A fundinum voru fluttir leik- þættir undir stjórn Guðriöar Kristjánsdóttur. Tónlistarflutn- ing önnuðust Smári Geirsson og Karl Sighvatsson. Lesið var upp i bundnu máli og óbundnu. Aðal- ræðumaður var Vilborg Harðardóttir, en stutt ávörp fluttu Þóröur Júliusson og Ina Gisladóttir. Leikararnir Arnar Jónsson og Gisli Rúnar Jónsson fluttu skemmtiþátt. Fundarstjóri var Kristinn V. Jóhannsson. — Við héldum þessa samkomu fyrst og fremst til að kynda upp i fólki og hvetja herstöðvaandstæö- inga til dáða, sagði Smári Geirs- son. — Það var óformlegur hópur sem fyrir - þessu stóö, virkur starfshópur fólks sem hefur áhuga á málinu og fannst timi til kominn að gera eitthvað i þvi á þessu landshorni. Það gekk afar vel að fá fólk til starfa og mikill áhugi virtist á að hrinda þessu i framkvæmd. Rúmlega 30 manns tóku þátt i undirbúningi fundar- ins. — Ef miða má við undirtektir fólks, held ég að við sem að þessu stóöum getum verið afskaplega ánægð, sagði Smári. — Starfshóp- urinn hefur i hyggju aö halda áfram starfi sinu og ég vona að það takist að halda baráttunni gegn hernum áfram. Ekki veitir af. -eös Flateyjar- hreppur kaupir Skáleyjar Eins og skýrt var frá i Þjóðviljanum fyrir réttum mánuði siðan, gerði reyk- vlskur endurskoðandi kaup- tilboð i helming jarðarinnar 'Skáleyja á Breiðafirði, en jarðarparturinn hafði þá um nokkra hrlð verið aug- lýstur til sölu. Kauptilboðið var 15 miljónir króna, sem greiðast á, á næstu 20 mánuðum. Abúendur i Skál- eyjum eru bræöurnir Jó^ hannes og Eysteinn Gisla- synir. Þeir eiga hinn helming jarðarinnar en leggja jafn- framt þann sem settu'r var i sölu. Hreppsnefnd Flateyjar- hrepps hefur nú ákveðið að neyta forkaupsréttar sins og ganga inn i ofangreint tilboð. Hafsteinn Guðmundsson, oddviti sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að ekki væri séð fyrir endann á þvi hvernig hreppurinn færi að þvi að kljúfa þessi kaup, en árstekjur Flateyjarhrepps eru innan við 2 miljónir króna. Lánveitingar eru ekki opnar, sagði Hafsteinn, þ.e. enginn sérstakur sjóður er skyldugur til þess að fjár- magna slik kaup. Hins vegar eru margar stofnanir og ein- staklingar hlynntir þvi að hreppurinn eignist þessa jörð, og það er ástæðan til þess að viö erum bjartsýnir á að þetta takist. Þó gætu ýmsir sjóðir komið til greina, — einna helst Jarðasjóður rikisins, en þetta er svo nýtilkomið, að ekki er alveg ljóst hvernig að f jármögnuninni verður staðið, sagði Hafsteinn. Hafsteinn sagöi einnig aö hreppurinn myndi leigja þeim Jóhannesi og Eysteini ábúðarréttá sinum helming, enda stæði jörðin vel undir tveimur fjölskyldum, en ekki fleiri. jBíðum ennj leftír svari A föstudaginn i slðustu viku sendi Verkamannasamband tslands vinnuveitendum bréf, þar sem samhandið lýsti sig reiöubúiö til sérviðræöna milli VMSt og vinnuveitenda. Þá gæfist vinnuveitenduni kostur á að sýna I verki vilja sinn til að bæta kjör þeirra lægst launuðu, eins og þcir hafa liamrað á um langan tiina. Við inntum Guðmund J. Guömundsson for- mann VMSt eftir þvi i gær hvort svar hefði borist við þessu bréfi. „Nei, þaö hefur ekkert svar borist frá þeim. Og ég vil nota tækifærið og lýsa yfir fullri ábyrgð á hendur alvinnurek- endum ef aðgerðir VMS! hafa einhver óþægindi og kostnað i för með sér. Þeim er i lófa lagiö að ganga að samningaborðinu og skrifa undir nýjan samning við okkur þar sem okkur verður bætt upp skerðing kaupránslag- anna, þá um leið er útflutnings- bannið úr sögunni” sagði Guðmundur. —S.dór Kjördæmisrád Reykjaneskjördæmis Fundur I kjördæmisráði Reykjaneskjördæmis verður haldinn föstu- daginn 21. april kl. 20:30,1 Þinghól, Hantraborg 11, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Undirbúningur kosninga 3. önnur mál. stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.