Þjóðviljinn - 18.04.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þribjudagur 18. april 1978
Ragnar Arnalds um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar:
Velt málinu á
undan sér í 4 ár
en ætlar nú ad afgreida þaö á 3 vikum
t samtali við Þjóöviljann I gær
sagði Ragnar Arnalds, að erfitt
væri að meta efni skattafrum-
varpsins. Forystumenn stjórnar-
andstöðunnar hefðu fengiö það
fyrst til athugunar á sunnudags-
kvöld og þvi ekki gefist tlmi til að
kanna það. Frumvarpinu fylgdu
engir útreikningar og töflur og
þvi erfitt að segja hvernig frum-
varpiö myndi koma út.
Það væri þó ljóst að á vissum
sviöum horfi frumvarpið til bóta,
en á öðrum sviðum ekki. Ragnar
sagði að sú takmarkaöa sérskött-
un hjóna er fælist i frumvarpinu
væri spor i rétta átt, en vafalaust
mikil iþynging fyrir ýmis hjón
þar sem bæði vinna úti.
Ragnar sagði að mesti veikleiki
núverandi skattalöggjafar væri
að fyrirtækin slyppu með að
borga litinn sem engan tekju-
skatt. í fljótu bragði væri engin
möguleiki að segja hvaöa áhrif
frumvarpið hefði á þennan þátt.
Akvæðin um fyrningar og sölu-
hagnaö væru vaflaust eðlilegri I
þessu frumvarpi en gildandi
ákvæði, en hins vegar kæmi á
móti að varasjóðsheimildir fyrir-
tækja haldast, tekjuskattspró-
sentan á fyrirtækin lækkar, og
greiddur arður af rekstri er má
nema hálfri miljón kemur til frá-
dráttar. Þá væru vaxtatekjur fé-
laga af innistæðum i bönkum
skattfrjálsar meö vissum skilyrö-
um. Einnig væri um að ræða stór-
felldar heimildir til að færa niður
verð vörubirgða og þannig að fela
hagnað.
Ragnar sagðist vilja aö lokum
benda á að rikisstjórnin hefði velt
skattamálunum á undan sér I 4 ár
en ætlaöi nú að afgreiða þau á
tæpum 3 vikum. Það væri hins
vegar afrek út af fyrir sig að
rikisstjórninni hefði tekist að
þvæla málinu allt kjörtimabilið.
Þá væri ljóst að ekki yrði lagður á
skattur samkvæmt nýjum skatta-
lögum fyrr en komiðværi fram á
næsta kjörtimabil.
Skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar:
Takmörkuð sér-
sköttun hjóna
Tekjuskattsprósenta á fyrirtæki
og félög lækkar úr 53-48%
Meiðyr ðalöggj öfin
yerði endurskoðuð
Fruravarp rikisstjórnarinnar
um tekju- og eignaskatt var lagt
frani á Alþingi siðdegis i gær.
Helstu breytingar seni felast i
frumvarpinu eru eftirfarandi:
1) „Takmörkuð sérsköttun
hjóna”. Felur þetta i sér heimild
til millifærslu þesshluta persónu-
afsláttar sem öðru hjóna nýtist
ekki yfir til hins. Sérstakur frá-
dráttur gildandi laga vegna
launatekna giftrar konu er felldur
niður.
2) Frádráttarliðum er fækkað,
einkum frádráttum sem sérstakir
hópar njóta, t.d. vegna bóka- og
verkfærakostnaðar eða náms-
kostnaðar sem stofnað er til eftir
20 ára aldur. Hins vegar er bætt
inn frádrætti vegna fengins arðs
af atvinnurekstri, allt að 500 þús.
hjáhjónum!! Vaxtafrádráttur er
hins vegar óbreyttur frá gildandi
lögum og nánast ótakmarkaður.
3) Aðalreglan varðandi tekju-
skattsálagningu er eftirfarandi:
a) Frá brúttótekjum hvors
hjóna kemur til greina tiltekin
frádráttur eða þá almennur 10%
frádráttur.
b) Þegar búiðer aö taka tillit til
frádráttar kemur til 18% álagn-
ing af fyrstu 2 miljónum. Af næstu
2 miljónum er um að ræða 26%,
þingsjá
en af tekjum yfir 4 miljónir er það
34%.
c) Um er að ræða 250 þús. kr.
persónufrádrátt. Óráðstafaður
hluti persónufrádráttar hjá öðr-
u hjóna dregst frá reiknuðum
skatti hins makans.
d) Barnabætur verða 65 þús.
með fyrsta barni, en 100 þús með
börnum umfram það fyrsta.
4) Tekjuskattsprósenta á fyrir-
tæki og félög lækkar úr 53-48%.
5) Reglum um fyrningu ogsölu-
hagnað er verulega breytt. Stofn-
verð eigna á að breytast árlega i
samræmi við breytingar á bygg-
ingavisitölu. Upphæðirnar sem
fyrningaheimildir eru reiknaðar
út frá, hækka þvi frá ári til árs.
Fengnar fyrningar eru einnig
endurmetnar. Hins vegar lækka
fyrningahlutföllin og verða 8-15%
fyrir skip, vélar og tæki en 2%
fyrir mannvirki.
„Alþingi ályktar að endurskoða
beri löggjöf um ærumeiðingar og
samþykkir að skjósa til þess 5
manna nefnd. Nefndin skili niður-
stööum i frumvarpsformi á næsta
þingi, fyrir áramót”.
Þannig hljóöar þingsályktunar-
tillaga um endurskoðun
meiðyrðalöggjafar sem Vilborg
Harðardóttir, Páll Pétursson og
Svava Jakobsdóttir hafa lagt
fram á Alþingi. 1 greinargerð
með tillögunni segja flutnings-
menn.
■ ,,Allt frá þvi að núgildandi lög
varðandi ærumeiðingar voru sett
hafa þau þótt orka tvímælis. Svo-
kölluö VL-málaferli undanfarna
mánuði og ár hafa þó beint at-
hygli manna enn meir að göllum
laganna og leitt i ljós mögulega
misnotkun þeirra i pólitiskri
baráttu og jafnvel beinlinis i
auðgunarskyni.
Lög þau, sem hér um ræðir, eru
nr. 19/1940, — almenn hegningar-
lög XII. kafli gr. 108og XXV. kafli
gr. 234-237 og 241. Er þar m.a.
kveðið svo á, að sektum varði
bregði maður manni brigslum án
tilefnis, þótt hann segi satt, og
varðandi opinbera starfsmenn að
aðdróttun, þótt sönn sé, varði
sektum sé hún borin fram á ótil-
hlýðilegan hátt.
Auk þess sem lögin banna fólki
þannig að segja sannleikann er
það greinilegt, að ævinlega hlýtur
að vera heldur hæpið túlkunar-
alriði hvenær gefið sé tilefni eða
hvað sé ótilhlýðilegt, enda sýnt,
að túlkun laganna i ofangreindum
málaferlum hefur orðið á annan
veg i Hæstarétti en i héraði. Þá
hafa enn fremur skv. þessum
Iögum ummæli verið dæmd dauð
og ómerk, að þvi er viröist hvort
sem sönn eru eða eigi, og er næsta
erfitt að sjá fyrir sér hvernig
þannig sé unnt að ganga frá þegar
sögðum eða skrifuðum orðum,”
Ragnar Arnalds:
Fjármálakerfið sett undir
eftírlit almennmgs
Siðastliðinn miðvikudag mælti
Ragnar Arnalds fyrir frumvarpi
sem hann flytur um upplýsinga-
skyldu banka og annarra lána-
stofnana. Ræða Ragnars fer hér á
eftir I meginatriðum:
Eftirlit almennings
Það er skoðun min og raunar
skoðun okkar Alþýöubandalags-
manna almennt, að nauðsyn sé á
þvi að fjármálakerfi landsmanna
sé sett undir nánara eftirlit al-
mennings með þvi að gera það
opnara og gagnsærra. Fyrsta
grein frumvarpsins kveöur ein-
mitt á um þennan tilgang þess,
þ.e.a.s. að tryggja, að almenning-
ur eigi þess kost að kynna sér og
hafa eftirlit meö útlánum lána-
stofnana.
Það er vist kunnara en frá þurfi
að segja, aö veiting lána er mjög
mikilsverð þjónusta og harla eft-
irsótt fyrirgreiðsla og þá
ekki sist á veröbólgutimum.
Það er skoðun min, að opin-
ber birting lánaveitinga
myndi opna almenningi sjálf-
sagða leiö til að hafa eftirlit
með ráðstöfun fjár úr opinberum
sjóðum. Þá væri minni hætta á
mismunun og á geðþóttaákvörð-
unum þeirra, sem slikum stofn-
unum stjórna. Auk þess er það
ótvirætt kostur við þessa nýskip-
an. að ókunnugir geta þá kynnt
sér milliliðalaust hvers konar lán
eru veitt úr lánastofnunum lands-
ins og i hvaða tilgangi þau eru
veitt.
Lánveitingar Fram-
kvæmdastofnunar
birtar opinberlega
Mér þykir hlýða að rifja það hér
upp, að þegar lög um Fram-
kvæmdastofnun rikisins voru
samþykkt á Alþingi i tið vinstri
stjórnarinnar i árslok 1971, þá var
ákveðið, að árlega skyldi birt
skrá yfir lánveitingar stofnunar-
innar og á það við bæði Fram-
kvæmdasjóð og Byggðasjóð og
aðra þá sjóði, sem settir kynnu að
verða undir stjórn stofnunarinn-
ar. Þetta var ljóst af þáverandi
15. gr. laga og hefur ekki verið
breytt eftir aö lögin voru endur-
skoðuð.
Þetta ákvæði i lögum um
Framkvæmdastofnun rikisins
var algert nýmæli i islenskum
lögum á sinum tima og ég veit
ekki betur en það hafi gefist vel.
Þetta hefur sem sagt gilt um allar
lánveitingar Framkvæmdasjóös
og Byggðasjóðs og hefur birst i
þvi formi, að i skýrslu Fram-
kvæmdastofnunarinnar, sem gef-
in er út á hverju ári og m.a. dreift
til þingmanna, hefur verið birt
skrá yfir allar lánveitingar á
liðnu ári. Mér virðist langeðlileg-
ast, að þessi sami háttur sé lög-
bundinn um allar lánveitingar úr
viðurkenndum opinberum lána-
stofnunum. Leyndin skapar tor-
tryggni og ekki verður séð, að
nokkur lánveiting úr opinberri
lánastofnun geti átt rétt á sér, ef
hún þolir ekki dagsins ljós.
Útlán er fara yfir 3
millj. skulu birt
t 2. gr. frumvarpsins er kveðið
nánar á um framkvæmd þessa
fyrirkomulags, en þar segir með
leyfi forseta:
„Bankar, sparisjóðir, fjárfest-
ingarlánasjóðir og aðrar lána-
stofnanir skulu birta opinberlega
lista yfir öll veðlán, sem veitt
hafa verið á liðnu ári, einnig
hvers konar útlán, sem nema
hærri fjárhæð en þrem milj. kr.
og veitt eru til lengri tima en
tveggja ára ásamt upplýsingum
um nöfn lántakenda, lánskjör og
yfirlýstan tilgang lánanna. Þá
skal einnig birta lista yfir ein-
staklinga, félög og stofnanir, sem
skulda við áramót meira en 5
milj. kr. i viðkomandi stofnun.
Upphæðir þær, sem nefndar eru i
1. mgr, skulu breytast árlega i
réttu hlutfalli við visitölu bygg-
ingarkostnaöar 1. jan. 1978.”
Hér eru þvi sett nokkur tak-
mörk, hvaða lánveitingar skuli
birtar, þar sem ástæöulaust virð-
ist að bankar og sparisjóðir þurfi
aö tina til sérhvert smálán. Þvi er
i fyrsta lagi miðað við öll veðlán
og i öðru lagi við öll útlán, sem
nema hærri fjárhæð en 3 milj. kr.
og veitt eru til lengri tima en
tveggja ára.
Ljóst er, að það er til hægðar-
auka fyrir þá, sem vilja kynna
sér slika lista, að saman sé dreg-
ið I árslok hvað skuld sé orðin há
hjá ákveönum aðila eða hjá ein-
staklingum, stofnunum, og kem-
ur þá einnig fram hve mikil lán
viðkomandi hefur fengið á liönum
árum.
Útlánalisti liggi
frammi í afgreiðslu
Um nánari framkvæmdaatriði
er svo kveðið á i 3. gr. þar sem
segir: „Utlánalisti skal lagður
fram i afgreiðslu stofnunarinnar
áður en liðinn er fyrsti mánuður
næsta árs og afhentur hverjum
sem vill gegn hæfilegri þóknun,
sem svarar til kostnaði viö prent-
un.”
Hér er ekki gert ráð fyrir þvi,
að viðkomandi lánastofnun sé
endilega skyldug að gefa út
skyrslu um allar lánveitingarnar,
prentaða skýrslu eins og Fram-
kvæmdastofnunin hefur gert
varðandi lán Byggðasjóðs og
Framkvæmdasjóðs, heldur ætti
það að duga að lagður væri fram
fjölfaldaður listi, sem lægi
frammi i afgreiðslu stofnunarinn-
ar og væri heimill hverjum sem
hafa vildi.
Herra forseti. Ég sé svo ekki
ástæöu til þess að fjölyrða frekar
um efni þessa frumvarps. Ég vil
aöeins itreka að frumvarp þetta
er flutt i þeim tilgangi að stuðla
að opnara og réttlátara stjórn-
kerfi, stuðla að þvi, að fjármála-
kerfið sé sett undir eftirlit al-
mennings. A þvi er brýn þörf og
sé ég ekki ástæðu til að rökstyðja
það frekar.
Að lokinni framsögu Ragnars
var frumvarpinu visað til nefndar
og 2. umræðu.
St. lósepsspítali —
Landakoti
Hjúkrunarfræðingar óskast i fullt starf á
hinar ýmsu deildir spitalans. Hlutastarf
kemur til greina. Einnig vantar
hjúkrunarfræðinga i sumarafleysingar.
Nokkrir hjúkrunarfræðingar geta enn
komist að á upprifjunarnámskeið sem
hefst 8. mai og verður i 4 vikur. Upplýs-
ingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima
19600.
Reykjavik 10. april 1978
St. Jósepsspitali