Þjóðviljinn - 18.04.1978, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.04.1978, Qupperneq 5
Þriðjudagur 18. april 1978 ÞJ4ÍÐVILJINN — SÍÐA 5 Sjálfstýrö eldflaug bandarfsk af Lance-gerA. Hegt er að koma nift- eindasprengjum fyrir i oddi slikra flauga. Taktisk atómvopn Með frestuninni kann Carter einnig að hafa i huga efnahags- legt ásigkomulag Bandarikjanna sjálfra. Hinn gifurlegi her- búnaður þeirra frá þvi i siðari heimsstyr jöld er farinn að sýna á sér ýmsar hvimleiðar hliðar fyrir bandariskt efnahagslif. Sá for- gangur sem framleiðslan fyrir herinn hefur notið i þjóðarbU- skapnum, hefur haft i fór með sér að Bandarikin hafa dregist aftur úr ýmsum öörum þróuðum rikjum, svo sem Japan og Vestur-Þýskalandi, á ýmsum sviðum tækni, auk þesssem þetta hefur stuðlað aö þvi að ráðstaf- anir til umböta i félagsmálum sitja á hakanum. Það væri þvi ekki vonum fyrr að bandariskir valdhafar sæu sér þann kost vænstan að gera eitthvað i raun til að stöðva br jálæði vigbúnaðar- kapphlaupsins. Lika má vera að Carter hafi einhverja hliðsjón af röksemdum ýmissa bandariskra vísinda- mannaogvopnasérfræðinga, sem telja að nifteindasprengjan muni auka hættuna á kjarnorkustriði. Nifteindasprengjur yrðu, væru þær fengnar Natóherjum i hendur, einkum staðsettar i Vestur-Þýskalandi. Þar hefur Nató nU til taks mikið af svo- kölluðum „taktiskum” kjarn- orkuvopnum, sem Nató fyrir- hugar að beita gegn herjum Varsjárbandalagisns, geri þeir innrás vestur á bóginn. Gallinn við þessar taktisku bombur er sá, að þótt þær áreiðanlega myndu höggva freiknaskörö i herfylk- ingar Sovétmanna, færi ekki hjá þvi aö þær um leið káluðu milj- ónum vestur-þýskra borgara á bardagasvæðunum og i grennd við þau, eins og auga gefur leiö i svo þéttbýlu landi. ,,Aðeins” á borð við Hirósjima... Ef nifteindasprengjum yrði þess i stað skotiö á skriðdreka- fylkingar Varsjárbandalagsins i sókn vestur i gegnum Þýskaland, myndu þær að vfsu valda gifur- legu manntjóni meðal óbreyttra borgara, kannski eitthvað á borð við bomburnar sem eyddu Hirósjíma og Nagasaki, en sá manndauði yrði engu að siður miklu minni, en ef taktiskum kjarnorkuvopnum yrði beitt. Þetta hlyti að gera að verkum að Nató freistaðist frekar til þess að beitanifteindasprengjunum, ef til striðs kæmi, út frá þeirri forsendu að þær væru ekki eiginleg kjarn- orkuvopn. En hætt er við að Sovétmenn myndu lita öðruvisi á það mál og svara fyrir sig með taktiskum eða jafnvel strategisk- um kjarnorkuvopnum. Grein þessari fer vel á að ljúka með eftirfarandi umsögn leiðara- höfundar sænska stórblaðsins Dagens Nyheter: „Nú binda menn vonir sinar við það að Jimmy Carter hafni nifteindavopninu. Við lifum i heimi, sem er þannig á sig kominn að við erum reiðubúin til þess að þakka hverjum þeim, sem lætur við það eitt sitja að hætta við að framleiða nýtt vopn, i stað þess að skera vigbúnaöinn niður. Slikur heimur er vit- firrtur.” Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIIVII 53468 tilefni, er rétt að taka með nokkr-t um fyrirvara. Þvi er haldið fram að nifteindaspraigjan sé alls ekki nýtilkomin uppfinning, og að fyrirrennarar Carters I Hvita hUsinu hafi haft möguleika á aö láta framleiða hana, en ekkert viljað gera i þvi máli. Það var fyrst i forsetatið Carters, aö Bandarikjastjórn tók nifteinda- sprengjuna til „velviljaðrar” ath uguna r. 0 g Ca rter he fur vel aö merkja ekki visað sprengjunni á bug, heldur aðeins slegið ákvörðuninni um hvort hún skuli framleidd á frest. Astæðurnar til frestunarinnar geta verið margar. Þótt Carter hafi annað veifið skakað skellur i gamalkunnum kaldastriðstón, hefur hann einnig gefið sig Ut fyrir að vera boðberi nýrra og betri tima og sem slikur fordæmt það siðleysi, sem kjarnorkuvig- búnaður er — nokkuð sem aðrir Bandarikjaforsetar hafa að mestu látið vera. Frestunin á framleiðslu nifteindabombunnar er i samræmi við þá linu. Ætlast til endurgjalds Þegar Carter tilkynnti frest- unina, gat hann þess að endanleg ákvörðun um sprengjuna yrði háð þvi, hvortSovétrikin „héldu aftur af sér” i vfgbUnaði sinum, bæði hvað snerti „venjuleg” vopn og kjarnorkuvopn. Þetta bendir til þess að Bandarikjaforseti hafi i hyggju að halda áfram að sýna Sovétmönnum i tvo heimana með nifteindasprengjunni. Sem sé: ef Bresjnef sé i raun alvara með að koma i veg fyrir að Nató væðist sprengjum þessum, verði hann til endurgjalds aö láta undan á ein- hverjum vettvangi, til dæmis i viðræðunum um svokölluð „strategisk” kjarnorkuvopn og i Vinarviðræðunum um möguleika á fækkun i herjum Nató og Var- sjárbandalagsins I Evrópu^ Ekkert hefur enn heyrst fra sovéskum ráðamönnum, sem gefi til kynna að þeir séu ginkeyptir fyrir þesskonar kaupskap. Akvörðun Carters Bandarikja- forseta um aðf resta ákvörðun um fra mleiðslu nifteinda- sprengjunnar hefur fengið mjög misjafnar undirtektir. Sum evrópsk stórblöð hafa fyrir satt að hann hafitekið þessa ákvörðun gegn tillögum nánustu ráðgjafa sinna i utanrikis- og hermálum, sem viljað hafi sina bombu og engar refjar. Trúiegt er jafnvel að meirihiuti Bandarikjaþings sé Carter andvigur i þessu máli. Aðilar hægra megin i stjórn- málunum, jafnt austan hafs sem vestan, hafa brugðist reiðir við. Ofgamaðurinn Franz-Josef Strauss i Bæjaraiandi, segir Cart- er „skriða fyrir Rússakeisara” og bandariskir repúblikanar og einnig sumir demókratar eru litlu spakari i heiftariegum árásum sinum á forsetann. John Rhodes, leiðtogi repúblik- ana i fulltrúadeild BandarUcja- þings, segir Carter hafa gert „hroðaleg mistök” með þvi að leyfa ekki þegar framleiðslu þessarar umdeildu sprengju. Howard Baker, repúblikani i öldungadeildinni, sagði að þetta væri „siðasta glappaskotið af mörgum,” sem Carterhefði gert i hermálum. Gerald Ford fyrrum forseti, sem er rétt að byrja að bæra á sér eftir ósigurinn fyrir Carter, sagði að „öryggi Vestur-Evrópu og framtið vestur- evrópskrar menningar” væri komin undir nifteindasprengjum — hvorki meira né minna. Henry Kissinger fyrrum utanrUcismála- ráðherra og súperistar i alþjóða- málum talaði um að „valdajafn- vægið væri að raskast.” Luns og Strauss óhressir Varla þarf að taka fram að bandariskir hershöfðingjar, með Haig Nató-herstjóra i broddi fylk- ingar, eru óhressir með afstöðu forseta sins, ogþáekki siður Luns framkvæmdastjóri Nató,sem kom Islandi i heimsfréttirnar með þvi að vera þar staddur er hann bað um nifteindasprengjuna til Evrópu. Vesturþýska stjórnin er ekki heldur hrifin, en stjórnir Bretlands, Noregs, Hollands og Belgiu segjast hinsvegar vera harðánægðar með þessa niður- stöðu. Undirtektir sovésku stjórn- arinnar eru kuldalegar, — hún viidi auðvitað að Carter hætti endanlega við nifteinda- sprengjuna. En neikvæöar undir- tektir úr þeirri átt eru varla nema greiði við Carter, sé honum ein- hver alvara með að hætta viö téða bombu — hefði Bresjnef fagnað ákvörðun hans, er liklegt að það hefði gefið nifteindasprengju- vinum vestan tjalds, sem saka Carter um skriðdýrshátt fyrir „Rússakeisara”, byr undir báða vængi. Viðskotaillska repúblikana stafar liklega mikið til af lög- málum flokkapólitikurinnar i Bandarikjunum. Allt frá lokum fólk upp i þeirri trú, að verstir og aumastir allra stjórnmálamanna væru þeir, sem gerðust „linir” gagnvart Rússum. Þar hefur þvi jafnan veriö vænlegt til atkvæöa- öflunar að vera „harður” i afstöðunni til Sovétmanna. Aðstaða Vestur-Evrópuríkja Rikisstjórnir Nató-landa i Vestur-Evrópu, að þeirri vestur- þýsku frátalinni, virðast varpa öndinni léttar yfir frestun Cart- ers. Þetta skýtur á frest fyrir þær viðkvæmu vandamáli. Andstaðan við nifteindasprengjuna virðist mikil meðal almennings i þessum löndum, sérstaklega i Hollandi. En áður höfðu rikisstjórnirnar Carter — sagður „skriða fyrir Rússakeisara.” veriö næsta loðnar í afstöðusinni, og hefði Carter ákveðið að sprengjan skyldi framleidd og fengin i hendur Nató-herjum i álfunni, er hætt við að litið hefði orðið úr andstöðu Nató-rikja þar. Þetta á sér eðlilegar orsakir. Nató sem slflct og allt þess vigbúnaðarkerfi byggist á þeirri skoðun, aö veröi Nató veikara hernaðarlega en Varsjárbanda- lagið, sé hætta á árás slðamefnda bandalagsins. Vesturevrópskum Nató-rikjum ofbýður að leggja á efnahag landa sinna niðþungar vigbúnaðarbyrðar, hliöstæðar þeim sem risaveldin burðast með. Af þvi hefur svo leitt að „varnir” Nató i heild, i Vestur-Evrópu einnig, eru að langmestu ieyti undir Banda- rikjunum komnar. Meöan vestur- evrópsku Nató-rikin halda sig við það að Bandarikin skuli bera meginþunga sameiginlegs her- kostnaðar bandalagsins, eru þau naumast iaðstöðu tilannarsen að taka við þvi, sem Bandarikjunum þóknast að rétta að þeim á þessum vettvangi. Brygðust evrópskar Nató-rikisstjórnir öðruvisi við, væru þær þar með farnar að véfengja þau viðhorf, sem Nató grundvallast á. Aðeins frestun siðari heimsstyrjaldar hafa Hrósi þvi, sem Carter hefur bandariskir ráðamenn alið sitt hlotiB fy*k friðarvilja, af þessu BYGGUNG - Kópavogi AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn i Félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 22. april kl. 14. Daskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagðir fram reikningar 1, 2, 3 og 4 byggingaráfanga. 3. Rætt um byggingarframkvæmdir félas- ins 4. önnur mál. Stjórnin. a/ erfendum v&itvangi Carter og nift- eindasprengjan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.