Þjóðviljinn - 18.04.1978, Síða 9

Þjóðviljinn - 18.04.1978, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 18. aprll 1978 Þriöjudagur 18. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 OuAmundur Þorsteinsson. Ldövk Jdsepsson. Njáll Markússon. Jónas Arnason Jéu Vikur Mnmi 8v« Beinieinison. Þegar hér varkomiö sögu og kl. orðin 2.10,en fleiri báðu ekki um orðið, sleit Grétar Sigurðsson fundi og þakkaöi frábæra fundar- sókn,en fundinn sátu 160 manns. ás/mhg bændafundi Alþyðubandalagsins ! að Brún í Bœjarsveit Grétar Sigurftsson. Þórunn Eirlksdóttir. Kikharð Brynjóifsson. Helgi K. Seljan. Hinn 31. mars s.l. hélt Alþýðubandalagíð i Borg- arnesi og nærsveitum bændafund að Brún í Bæjarsveit. Fundurinn hófst kl. 9.15 með stuttu ávarpi for- manns félagsins, Grétars Sigurðssonar. Fól hann Þórunni Eiriksdóttur á Kaðalsstöðum fundar- stjórn^en Árna Snæbjörns- syni að rita fundargerð. Fjögur meginatriöi Fyrsti framsögumaður, Rikharð Brynjólfsson. greindi i stuttu máli frá valkostum þeim, sem Rannsóknarráð rikisins setti fram sem leiðir i landbúnaði. Hann kom inn á nauðsyn þess, að móta langtima stefnu i málefnum landbúnaöarins og hversu erfitt slikt væri þegar slika stefnu- mótup vantaði á öllum sviðum og vilji annarra stjórnmálaflokka til slikrar mótunar væri enginn. Gat um nýflutt útvarpserindi dr. Gylfa um hagvaxtarstefnuna og hvað fólk virtist auðtrúa á slikar vitleysur. Ræðumaður nefndi fjögur atriði, sem framtiðarlandbún- aðarstefna verður að taka tillit til: 1. Sjálfsbjörg þjóðarinnar, þar sem landbúnaðurinn sæi að mestu fyrir innanlandsneyslu og ákveðin stefna væri tekin um framleiðsiuna. 2 Byggðasjónarmið, þar sem tryggja verði búsetu i ölium landshlulum með iðnaði og landbúnaði. 3. Náttúruauðlinda, að búskapur sé stundaður eftir landgæðum. 4. Tryggja búandafólki eðlileg og jöfn laun þótt sum svæði bjóði upp á meiri tekjumöguleika en önnur. Helgi F. Seljan talaði næstur og minnti á frumkvæði Sósialista- flokksins á sinum tima um land- nám og aðstoð við frumbýlinga. Þá gerði Helgi grein fyrir málum, sem þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa flutt á Alþingi i vetur um landbúnaðarmál,en þau eru m.a. þessi: 1. Aukin rekstrar-og afurðalán til bænda og afurðasölufélaga þeirra. 2. Eignarrcttur á bújörðuin. 3. Kaup og kjör bænda og að samið verði beint við rikis- valdið. 4. Efling á úrvinnslu úr landbúnaðarafurðum og iðnaður þvi fylgjandi. Þá ræddi Helgi F. Seljan mál- efni Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Benti á, að hún væri algjörlega sjálfstæð deild innan Búnaðarbankans, án nokkurrar aðstoðar bankans, nema þá rétt yfir áramót. Hann taldi deildina nánast gjaldþrota nú og aö skortur á eigin fé heföi orðið til þess að verðtrygging lána var tekin upp. Fyrir meira en ári var skipuð nefnd til þess að gera til- lögur um leiðir til að auka eigið fé deildarinnar. Þar var eftirfar- andi lagt til: 1. Lagt yrði 1% verðjöfnunar- gjald á allar búvörur á móti sama framlagi frá rikissjóði. 2. Að lán til ibúðahúsabygginga i sveitum yrðu færð til húsnæðis- málastjórnar. 3. Aö jarðakaupalán yrðu færð frá Veðdeild til Stofnlána- deildar. Siðan þetta var lagl fyrir land- búnaðarráðherra hefur ekkert um málið heyrst. Þá kom fram, að ráðstöfunarfé deildarinnar 1976-1977 jókst aðeins um 6,8% meðan visitalan hækkaði um ca 30% og aðrir sjóðir fengu sitt. Að á þessu ári verður um 70% af fé til deild- arinnar verðtryggt og reikna má með að deildin verði að verð- tryggja um 60% af útlánafé. Þetta þýðir um 37% vexti af lánum til bænda, miðað við fyrirsjáanlega verðbólgu. Þá hafa Seðlabanki og rikisstjórn jafnframt lagt til að eldri lán yrðu verðtryggð og vext- ir af þeim hækkaðir. Vantar framleiðslu- markmið Guðmundur Þorsteinsson, Skálpastöðum, talaði næstur. Sagði hann að allir nema Halldór búnaðarráðherra gerðu sér grein fyrir slæmum kjörum bænda og að fyrirsjáanlegt væri 10% inn- vigtunargjald á mjólk nú i sumar. Taldi slæmt að þurfa að fram- leiða til útflutnings og alla stýringu á framleiöslunni vantaði. Úr þessu mætti bæta með þvi að setja framleiðslu- markmið fyrir bændur. Hætta væri á, að enn frekari fyrirsjáan- leg tekjuskerðing stórfækki einmitt þeim bændum, sem verst eru settir og við lökust skilyrði búa. Alla áherslu verður að leggja á langtima markmið og leiðir, og slikt verður best tryggt gegnum samtök bænda og með þeirra aðstoð, öðruvisi er þviumlikt tómt tal. Taldi ræðumaður of mikið bil vera milli einstakra bænda og forystumanna þeirra, sem e.t.v. stafaði af þvi, að bændur væru ekki nógu virkir i sinum samtökum. Að lokum lagöi Guðmundur áherslu á aö bændur semdu um Séö yfir hluta af fundarsalnum verðlagninguna beint við ríkis- valdið. Að beita stofnlánakerfinu Siðastur frummælenda var Lúðvik Jósepsson. Hann varaði menn við að gera of litið úr vanda þeim, sem við landbúnaöinum blasti. Tekjur bænda væru augljóslega of lágar og færu enn lækkandi. Sagði greiðslur til bænda fara fram á allt annan og seinvirkari hátt en til annarra stétta. Þá væru lánamál land- búnaðarins ■ algjörlega óvið- unandi. Lúðvik taldi allt tal um offram- leiðslu vafasamt, þar sem fram- leiðsla t.d. á kindakjöti og mjólk hefði staðið að mestu i stað siðustu ár, en neyslan hinsvegar minnkað. Þar kæmi m.a. til minokandi kaupgeta almennings, sifelldar breytingar á niður- greiöslum og áróður um óhollustu. Þá tók hann skýrt fram, aö vandamál landbúnaðar- ins væru aðeins hluti af stærri vanda, sem rekja mætti til núver- andi rikisstjórnar. Ræðumaður taldi æskilegast að miða landbúnaðarframleiðsluna eingöngu við innanlandsþarfir og ef draga þyrfti úr framleiðslu bæri að gera það gegnum stofn- lánakerfið en ekki með fóöur- bætisskatti eða kvótakerfi. Fella þarf niður söluskatt af kjöti, létta tollum og sköttum af ýmsum inn- fluttum vörum til landbúnaðar- ins, veita bændum sömu lánakjör og gerist með öðrum atvinnu- greinum og auka rekstrarlán til sauðfjárbænda. Tók til saman- burðar lánafyrirkomulag það, sem tiðkast i sjávarútvegi. Þá vék Lúðvik að þætti fulltrúa bænda og framsóknar varðandi niðurfellingu söluskatts af kjöti, hvernig þeir greiddu atkvæði með á Stéttarsambandsfundi en á móti á Alþingi. Benti á að allar tillögur Alþýðubandalagsmanna varöandi málefni landbúnaðarins hefðu verið felldar á Alþingi. Að lokum sagði Lúðvik að bændur yrðu að efla stéttarvitund sina og átta sig á, hvar þeim bæri að standa Að þeirra vandi. væri tiltölulega smár miðað við þann allsherjar vanda sem núverandi stjórn hefði skapað þjóðfélaginu öllu. Umræöur Fundarstjóri las upp bréf, sem fundinum hafðiborist frá Valgarð Jónssyni, Eystra-Miðfelli. Var það góð hugvekja og innlegg i málefni fundarins. (Bréfið hefur birtst hér i blaðinu). Hófust siðan umræður. Njáll Markússon, E-Leirár- görðum, benti á að þetta væri i fyrsta skipti, sem pólitiskur flokkur boðaði sérstaklega til fundar um málefni bænda og það væri timanna tákn, að það skyldi þá vera verkalýðsflokkur landsins. Hann spurði hvernig Alþýðubandalagið gæti tekið upp hanskann fyrir bændur þar sem svo væri sagt, að ófriður rikti milli bænda og verkafólks. Jónas Arnason, alþm. taldi 'aðför að bændum jafngilda aðför að sjálfstæði þjóðarinnar. Þá gat hann um þá frétt Visis varðandi þennan fund, að J.A. ætti ein- göngu að standa í dyrum og bjóða menn velkomna. Lúðvik Jóscpsson minnti á sameiginlega hagsmuni bænda og verkalýðs þótt ýmsir, Ur báðum stéttum, reyndu að rugla menn I riminu. Sósiölskum flokki ber skylda til að styðja bændur þar sem slikur flokkur er málsvari láglaunafólks. Gisli Brynjólfsson, Lundi/sagði að slæmt væri hvað bændurværu tregir til að taka til máls. Væri þvi likast sem allir teldu að fram- sögumenn hefðu rétt fyrir sér og sagt allt, sem segja þyrfti. Fannst of fáar tillögur til úrbóta hefðu komið fram. Helgi F. Seljanbenti áeftirtalin atriði: Að í Landbúnaðarblaði AB kæmi stefna flokksins i land- búnaðarmálum vel fram. Taldi úrbætur á efnahagslifi þjóðarinn- ar jafnframt úrbætur fyrir bændur. Vexti verður að lækka. Gegnum Stofnlánadeild má ýmis- legt laga ef vilji er fyrir hendi. Helgi kvaðst vera sá eini i stjórn deildarinnar, sem væri andvigur verðtryggingu lána. Staðgreiðsla á búvörum væri nokkur umbót fyrir bændur. Skýrði að lokum frá svæfingu landbúnaðarráðherra á þvi' að breyta lausaskuldum bænda I föst lán. Jón Viðar Jónmundsson, Ilvanneyri, gat um að vandi land- búnaöarins yrði ekki skilinn frá efnahagsvanda þjóðarbúsins i heildogað bændur yrðu sjálfir að vera virkir við lausn vandamála landbúnaðarins.Sagði það algjört stefnuleysi að skipta sifellt um markmið og leiðir (Framsókn). og ekki væri lengra siðan en i fyrra að Halldór E. og Gunnar Guðbjartsson hvöttu bændur til aukinnar framleiðslu. Úrræðin, sem beitt væri, sköpuðu oft meiri vanda eftiráen þau leystu. Rikis- valdið hlýtur að leysa úr vanda- málunum en á jafnframt að gera meiri kröfur um skipulag. Jön Viðar taldi heppilegt að taka upp kjarnfóðurskatt, sem kæmi þá innlendri fóðurfram- leiðslu til styrktar og sem niður- greiðsla á áburði. Kvótakerfi get- ur verið svo margskonar að raun- verulega er þar um marga ólika hluti að ræða, en með skynsam- legu kerfl getur það reynst já- kvætt,en þvi verður ekki komið á nema á löngum tima. Þá yrði ákveðið framleiðslumagn fyrir hvert bú, sem tryggði viðunandi tekjur, en bóndinn látinn ráða hvernig hann framleiddi að þvi marki. Sveinbjörn Beinteinsson, Drag- hálsltaldi lítið samræmi milli lof- söngs um tækniframfarir siðustu áratuga og þess, að allt sé komið i kaldakol og sveitirnar séu (og eigi) að fara i eyði. Þá taldi hann á skorta að f ram kæmu nægar til- lögur til úrbóta. Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum sagði að vanda- málin hefðuof lengi verið látin af- skiptalaus til þess að búast mætti við að allsherjarlausn væri i aug- sýn og þar væri rikisvaldið aug- ljóslega sökudólgurinn. Það hefði sýnt sig að sama væri hvaða og hversugóðar lausnir væri bent á, allt væri forsmáð og stefnumótun vantaði. Þá væri okkar heimatil- búna verðbólga öllum til ills. Lúðvik Jósepsson endurtók, að vandamál landbúnaðarins væri eingöngu hluti af stærri vanda. Verðbólgan væri ekki innflutt nú heldur afleiðing rangrar stefnu. Auknar niðurgreiðslur nú myndu verka jákvætt. Afla mætti meiri fjármuna með skattlagningu á fyrirtæki, sem nú væru skattlaus en gætu auðveldlega greitt skatt. Þá kom hann með gott dæmi hvernig vaxtahækkun á eftir verðbólgu væri eins og að elta skuggann sinn. Að lokum sagðist Lúðvik telja að mögulegt væri að finna mark- aði erlendis fyrir islenskt lamba- kjöt og það markaði, sem borg- uðu vel. Njáll Markússon, E-Leirár- görðum,benti á, að bændur yrðu að treysta á hliðholla rikisstjórn og samvinnu við verkafólk. Nú- verandi rikisstjórn væri bændum og verkafólki fjandsamleg og óskandi væri, að Alþýðubanda- lagiö gæti i enn rikara mæli tekið upp hanskann fyrir bændur. Söngsveitin Fílharmonía: Fimmtudaginn 27. april n.k. syngur Söngsveitin Filharmonla ásamt Sinfóniuhljómsveit íslands á reglulcgum tónleikum I Há- skólabiói og aftur laugardaginn 29. april. Flutt verða 3 kórverk, öll i fyrsta skipti á tslandi. Þau cru eftir Brahms, Kodály og Sig- ursvein D. Kristinsson. Það er Grcniskógurinn eftir þann siðast- nefnda og hefur það ekki veriö fluU áður. Marteinn Hunger er stjórnandi. Það er nú 19. árið sem Söngsveitin F’Ilharmonia starfar og hefur hún á hverju ári flutt verk með Sinfóniuhljóm- sveitinni og er það grundvöllurinn að starfi kórsins. Heutn var upp- haflega stofnaður af Róbert Abraham Ottóssyni meðþaðfyrir augum að flytja stærri kórverk tónbókmenntanna. Róbert stjórn- aði kórnum til dauðadags árið 1974. Þess skal getið að nú hefur verið ákveðið að gefa út hljóm- plötu með upptökum á flutningi Fflharmoniukórsins á verkum Frumfluttur verður Grenískógur- inn eftir Sigursvein D. Kristins- son viö texta samnefnds kvæöis Stcphans G. Stephanssonar. Myndin er af Sigursveini. Sópranraddirnar láta aö sér kveöa. — Kristján Ingi tók myndirnar. Ungur tenór og fulloröinn alt. Flytur þrjú kórverk 27. og 29. apríl n.k. undir stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar til minningar um hann. Marteinn Hunger er nú stjórn- andi söngsveitar Filharmoniu annað árið i röð. Æft er tvisvar i viku frá vori til hausts hálfan þriðja tima hvert sinn og oftar fyrir tónleika. Allt þetta starf er unnið launalaust nema stjórnandi og undirleikari fá umbun fyrir sitt starf. Kórfélagar vilja koma sér- stöku þakklæti til skólayfirvalda Melaskóla sem frá upphafi hafa lánað skólann endurgjaldslaust til æfinga. Einu skilyrðin til að komast i Söngsveit Filharmoniu er áhugi á söng og lag. Ekki er nauðsynlegt aö kunna á nótur en kórfélögum gefst kostur á kennslu I nótna- lestri og söng. Alltaf er sóst eftir nýju fólki i kórinn, sérstaklega ungu fólki. Nú eru um 120 manns I honum. Talsvert félagslif er með- al kórfélaga. A hverju ári er árs- hátíð og uppskeruhátið að loknum tónleikum. Núverandi stjórn kórsins skipa Ragnar Arnason formaður, Guð- mundur Orn Ragnarsson varaform., Jóhanna ögmunds- dóttir ritari, Pétur Haraldsson gjaldkeri og Margrét Finnboga- dóttir meöstjórnandi. 1 nóvember fvetur var flutt Kór- fantasia eftir Beethoven en eins og áður sagði veröa á sumardag- inn fyrsta flutt þrjú kórverk eftir SigursveinD. Kristinsson, Zoltán Kodály og Johannes Brahms. Greniskóginn samdi Sigur- sveinn D. Kristinsson árið 1974. Verkið er samiö fyrir hljómsveit, baryton og kór við texta sam- nefnds kvæðis Stephans G. Step- hanssonar. Þetta veröur frum- flutningur verksins og er gert ráð fyrir sérstakri upptöku til notkun- ar fyrir Rikisútvarpið. Te Deum er samið 1936 um hinn hefðbundna kirkjulega lofsöng, sem mörgum félögum er kunnur frá flutningi samnefndra verka eftir Bruckner og Dvorák. Verkið er samið i þvi lilefni er 250 ár voru liðin frá freisun Buda úr höndum Tyrkja, og tekur-u.þ.b. 20 min. i flutningi. Hlutverk kórsins er mikið, tilbreytilegt og mjög dramatiskt. Auk kórsins er stór hljómsveit, 4 einsöngvar^r og er sópranhlutverkið mest. Te Deum er sungið á latinu. Sigurljóð (Triumphlied) var samiö 1870-71 viö texta úr Opin- berunarbókinni. Verkið er fyrir 8 raddaðan kór, baryton og hljóm- sveit, og aflaði Br^hms þegar mikilla vinsælda. Feröaöist hann viðsvegar um Þýskaland til að stjórna flutningi þess. Triump- hlied var samið 5-10 árum eftir „Ein deutsches Requim” og er með stærstu og glæsilegustu rómantisku kórverkum. Þaö er mjög stórt i sniðum, skiptist i 3 kafla og tekur flutningurinn um 30 min. Verkið gerir ráð fyrir mjög fjölmennum kór. —GFr l W&JP V X* , .V ***■■ & r 1 s3i m L 8 er fyiér 8« ikér. KarylM «g iMH 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.