Þjóðviljinn - 18.04.1978, Síða 10
10 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. april 1978
STÖÐURí
TANZANÍU
Danska utanrikisráðuneytið hefir óskað
eftir þvi að auglýstar yrðu hér á landi sem
annarsstaðar á Norðurlöndum 32 stöður
ráðunauta og sérfræðinga við norræna
samvinnuverkefnið i Tanzaniu.
Stöðurnar eru:
25 stöður héraðsráðunauta. Þar af
10 stöður á sviði leiðbeininga um stjórn-
un og bókhald,
8 stöður á sviði verslunarviðskipta bæði
á sviði smásölu og heildsölu.
7 stöður á sviði leiðbeininga um starf-
semi lánastofnana með samvinnusniði.
Þá eru 3 stöður sérfræðinga við stofnun
þá, er hefir með höndum yfirstjórn sam-
vinnufélaga i Tanzaniu (Union of Co-
operative Societies). Þar af eru:
Ein staða við rannsóknir og áætlanagerð
Ein staða við fræðslu um samvinnumál
Ein staða ráðunautar um prentsmiðju-
rekstur.
Þá eru fjórar stöður aðstoðarfram-
kvæmdarstjóra (Deputy director) við
þjálfun á sviði stjórnsýslu i einstökum
þorpum (Village Management Training
Programme).
Góð enskukunnátta og a.m.k. fjögra ára
starfsreynsla er áskilin.
Umsóknarfrestur er til 10. mai. Um-
sóknareyðublöð og nánari upplýsingar um
einstakar stöður fást i skrifstofu Aðstoðar
Islands við þróunarlöndin, Borgartúni 7,
(jarðhæð), sem opin verður mánudaga og
miðvikudaga kl. 13.00-15.00.
KópavimskaiipsMir !ð
Leigjendur garð-
landa í Kópavogi
Þeir sem vilja halda görðum sinum eru
beðnir að greiða leiguna fyrir 10 maí n.k. á
Bæjarskrifstofunni, 2-hæð (suðurdyr) frá
kl. 9 til 12 f.h.
Leiganer: fyrir
300 ferm kr. 5000.-
200 ferm kr. 4000.-
150 ferm kr. 3000.-
100 ferm kr. 2500.-
Garðyrkuráðunautur.
Starf íþróttafulltrúa
Starf iþróttafullrúa Siglufjarðarkaupstað-
ar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur
er til 1. mai n.k. Laun samkvæmt launafi.
S.M.S. Æskilegt er að umsækjandi hafi
starfað að iþrótta- og félagsmálum.
Upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstof-
unni i sima 96-71315 og hjá Bjarna Þor-
geirssyni i sima 96-71662.
Bæjarstjórinn Siglufirði.
Blaðberar — Keflavík
Blaðberar óskast i vesturbæ — sem fyrst.
Upplýsingar i sima 1371
SKÝRSLA UTANRÍKISRÁÐHERRA:
Ekkert minnst á
hermangið
Vilborg HarOardóttir var meOal
þeirra sem tóku til máls um
skýrslu utanrfkisráóherra er hún
kom til umræbu s.l. þriOjudag. 1
ræOu sinni fjallaOi Vilborg eink-
um um þau atriOi sem utanrikis-
ráOherra lét ósagt um i ræóu
sinni. 1 upphafi ræOu sinnar sagOi
Vilborg:
Yfirlýsing S.Þ. um
kvennaáratuginn
Af þvi aö utanrikisráöherra
minntist i skýrslu sinni á mann-
réttindamál, langar mig aö nota
tækifæriö og minna á, aö Island er
aöili aö yfirlýsingu Sameinuöu
þjóöanna, sem gerö var sam-
kvæmt ályktun alþjóöaráötefnu
þeirrar á kvennaárinu 1975, sem
haldin var i Mexikó um svo-
kallaöan kvennaáratug til 1985. 1
þessari yfirlýsingu er gert ráö
fyrir, aö áfram sé unniö á þeirri
braut, sem mörkuö var meö al-
þjóöakvennaárinu, sem sé aö
jöfnuöi og jafnrétti kynjanna i
raun á hvers konar vettvangi
aöildarlanda Sameinuöu þjóö-
anna. M.a. var gert ráö fyrir hnit-
miöuöu starfi i þessa átt i sam-
vinnu heimshlutasvæöa og i
hverju landi á heimsmælikvaröa,
sem og svæöisbundiö t.d. meö
starfi jafnréttisnefndar og ann-
arra skipulegra hópa.
Nú eru starfandi hér á landi 6
jafnréttisnefndir á vegum
sveitarfélaga, en þær eru allar
tilkomnar fyrir tilstilli áhuga-
fólks á stööunum og ber siöur en
svo aölasta þaö, en spyrja veröur
um starf af hálfu rikisstjórnar og
Alþingis. Hefur veriö reynt aö
örva slika starfsemi eöa hefur
henni yfirleitt veriö sýndur áhugi
eöa skilningur af hálfu stjórn-
valda?
Utanrikisráöherra minnist ekki
á þetta mál i skýrslu sinni þrátt
fyrir aöild Islands aö samkomu-
laginu um kvennaáratuginn og
hvergi er getiö samstarfs viö ann-
arra þjóöa fulltrúa i þessu sam-
bandi, en þaö mun mála sannast,
aö rikisstjórnin hefur sýnt máli
þessu sáralitinn áhuga og engan
veg greitt fyrir né hvatt til starfs
á þessum vettvangi.
Siöar i ræöu sinni fjallaöi Vil-
borg um hermangiö og sagöi:
Hernám hugarfarsins
Hitt er svo annaö mál og þess
getur ráöherra i engu, aö ýmsir
sjá sér hag i veru hersins hérna
og er þaö beinlinis um gróöahags-
muni aö ræöa. Ahrifamiklir aöil-
ar i öðrum stjórnarflokknum,
Sjálfst.flokknum, vilja nú fara aö
fá borgaö i beinhöröum peningum
fyrir aöstööuna, sem Bandarikja-
mönnum er látin i té á Keflavik-
urflugvelli, en aðrir fara i kring-
um málin og tala um lagningu
Varanlegs vegakerfis, smiöi
hafnamannvirkja og flugvalla
sem endurgjald. Og svo langt er
nú komið það hernám hugarfars-
ins, sem leitt hefur af áratuga
hersetu i landinu, aö undir þetta
heyrist tekiö hér og þar um land-
Stálver h.f
Ekki á móti
kauphækkun
Vegna fréttar I ÞjóOviljanum á
föstudag um aO sænskir verktak-
ar á Grundartanga hafi óskaO
eftir þvi aO fá aO hækka kaup
tveggja jániOnaOarmanna frá
Stálvér h.f., sem vinna á
Grundartanga, haföi Kristmund-
ur Sörlason forstjóri Stálver h.f.
samband viO okkur og sagöi aö
fyrirtæki sitt heföi aldrei haft
neitt á móti þessari kauphækkun.
Hins vegar heföu ýmis launa-
Erlenda auömagniö á islandi
hefur nú hafiö sókn á nýjum vig-
stöövum, félagsmálasviöinu.
Forystu fyrir þvi hefur ISAL i
persónugerfi Ragnars Halldórs-
sonar forstjóra.
1 vetur var forstjóri álversins i
Straumsvik leiddur til hásætis i
Verslunarráði Islands og kosinn
aðalmaöur i 5 manna
framkvæmdastjórn ráösins.
Þá er forstjórinn Ragnar
Halldórsson, einn 16 manna i
framkvæmdastjórn Vinnu-
veitendasambandsins. Þar sitja 8
aðalmenn og 8 menn til vara, og
er Ragnar varamaður, en
varamenn munu vera boöaðir til
framkvæmdastjórnarfunda sem
aðalmenn væru.
Á siðasta starfsári Félags
islenskra iðnrekenda var svo
Islenska álfélagið hf. tekiö inn i
þann félagsskap sem fullgildur
aðili, rétt eins og hvert annaö
islenskt fyrirtæki þótt útlend-
ingar eigi það allt eins og þaö
leggur sig.
tengd gjöld varöandi þessa menn
hækkaö hjá Stálver h.f. eftir aö
þeir hækka svona i kaupi og þess
vegna heföi Stálver h.f. fariö
framá aö fá 150 kr. á timann til
sin.
Rögnvaldur Axelsson trúnaöar-
maöur hjá Stálver h.f. sagöi aö
starfsmannafundir þeir sem
haldnir væru hjá fyrirtækinu
væru til mikils gagns og til fyrir-
myndar aö þeir skuli haldnir.
Ragnar Halldórsson
Fulltrúi álfélagsins á ársþingi
Fél. isl. iönrekenda var aö sjálf-
sögðu forstjórinn, Ragnar
Halldórsson.
—úþ.
Vllborg HaröardótUr
þingsjé
iö, þar sem sifellt skortir fé til
viðhalds vega og nýlagningu. Sá
byr, sem þessi hugmynd hefur
fengiö meðal stjórnarsinna, er án
efa fyrrnefndur skilningur á
gagns- og gildisleysi hersins og
NATO fyrir varnir Islands sjálfs,
sem menn ööluöust i þorskastriö-
inu siöasta.
Rikisstjórnin mest öil full-
trúi auðvaldsstéttarinnar
Nú hefur aö visu komiö fram,
aö forsætisráöherra landsins sé
leiguhugmyndinni mótfallinn. Sú
afstaða mun þó tæpast tilkomin
fyrir eitthvert meiri siöferöilegan
þroska hans en annarra flokks-
bræðra hans. Þótt fagurlega sé
orðað, aö ekki þyki rétt aö taka fé
fyrir aðstööu til sameiginlegra
varna, eins og sagt er. Þvi skal
ekkert leynt, að forsætisráöherra
sem og rikisstjórn hans mestöll er
málsvari og fulltrúi auðvalds-
stéttarinnar og tekur afstööu sem
slikur. Hagsmunir ýmissa aöila
innan þessarar stéttar geta hins
vegar stangast á og gera oft og
svo er einnig i þessu tilviki. Hér
standa aö baki áhrifamiklir aðil-
ar eins og tslenskir aðalverktak-
ar, sem fjölskyldai forsætisráö-
herra er m.a. hluthafi i, og fleiri
sem miklar tekjur hafa af hern-
um og sterk itök hafa i Sjálfstr
flokknum. A samahátt eru t.d.
Oliufélagiö h.f. og Reginn dóttur-
fyrirtæki SÍS bæöi meöal stærstu
viöskiptaaðila hersins og voldugir
aöilar innan forystu Framsókn-
arflokksins. Þessir aðilar kæra
sig hreinlega ekkert um, aö önnur
fyrirtæki fái svipaöa gróöaaö-
stööu og þar meö fjárhagslegan
styrk og pólitfsk völd I hernáms-
flokkunum. En hætt er viö, aö
fleiri kæmust á jötuna ef herinn
færi aö standa fyrir framkvæmd-
um viöa út um land.
Utanríkisráðherra minnist
ekki á hermangið
Ég hef gert þátt hernámsfyrir-
tækja aö umtalsefni vegna þess
aö um stööu þeirra og tekjur er
ekki eitt einasta orö i skýrslu ut-
anrikisráöherra. Hermangiö er
þó ólitill þáttur i raunverulegri
afstööu stjórnarflokkanna til
dvalar bandariska hersins og
veru Islands i NATO, Eins og best
kom i ljós hjá Framsókn i tiö
vinstri stjórnarinnar. Meöal ann-
ars þess vegna á þjóöin heimtingu
á aö fá aö fylgjast meö hversu
hermanginu er háttað. Þaö er
ekki vansalaust, að utanrikisráö-
herra, skuli ár eftir ár gefa
skýrslu sina um utanrikismál hér
á Alþingi og þar meö um öryggis-
málin, sem hann nefnir svo, án
þess aö þessum þætti séu gerö
skil. Vil ég ljúka máli minu meö
aö beina til hans þeirri eindregnu
áskorun aö gefin veröi skýrsla um
viöskipti islenskra aðila við setu-
liöiö á Keflavikurflugvelli og þar
sé ekkert dregiö undan. Þaö kost-
ar nokkuö aö vera sjálfstæö þjóö,
sagði ráðherra undir lok ræöu
sinnar og á þar viö aukin umsvif
utanrikisþjónustunnar erlendis.
Vissulega kostar þaö talsvert aö
vera sjálfstæö þjóð. Þaö kostar
þaö m.a.,' aö menn afsali sér
gróða, sem fenginn er á kostnaö
sjálfs sjálfstæöisins og aö rikis-
stjórn þjóöarinnar treysti sér til
aö taka afstööu til mála á
alþjóöavettvangi án tillits til
hagsmuna erlends stórveldis.
—S.dór
Erlent f jármagn
í félagsstarfsemí