Þjóðviljinn - 22.04.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22 apríl 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis (Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. . ... • Auglýsingastjóri: Gunnar Stéinn, Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Slöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Borgarstjórn- arkosningar í liðlega hálí'a öld hetur Sjáifstæöis- flokkurinn farið með meirihlutavald i Reykjavik. Um það bil helmingur Reykvikinga hefur kosið flokkinn kosn- ingar eftir kosningar. Skýringar á þessum kosningasigrum Sjálfstæðisflokksins eru margar og flóknar. Fáein atriði skera sig þó alveg úr á undanförnum árum: í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn yfirburðaáróðursaðstöðu i borginni með 2—3 dagblöð i tugum þúsunda eintaka auk allskonar kosningabæklinga sem dreift er i stórum stil inn á hvert heimili fyrir kosn- ingar. í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn notað allt stjórnkerfi Reykjavikurborgar i sina þágu. Þúsundir manna eru beinlinis háðir þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihlutavöldum i borginni, og yfirmenn borgarstofnana eru allir flokksbundnir i Sjálfstæðisflokknum og störf i þágu FLOKKSINS er fyrsta og siðasta boðorð þessara manna. í þriðja lagi hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að breiða yfir misfellur borgar- stjórnarmeirihlutans með valdi sinu yfir áróðursmiðlunum og með valdi sinu yfir bor garstóf nunum. 1 fjórða lagi hefur Sjálfstæðisflokknum tekist af sömu ástæðum að fá mikinn fjölda manna sem ekki syðja flokkinn ella til þess að kjósa með honum i borgar- stjórnarkosningum. I þeim borgarstjórnarkosningum sem nú eru framundan i Reykjavik er greini- legt að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að beita nákvæmlega sömu áróðursbrögðun- um og áður. Svo vel hafa þessi ráð gefist að mati forráðamanna flokksins að þeim dettur ekki einu sinni i hug að breyta til. Kannski duga gömlu lummurnar enn einu sinni til þess að tryggja Sjálfstæðisflokkn- um meirihluta i borgarstjórn Reykavikur. Þó hefur margt gerst sem hefur gjörbreytt stöðu Sjálfstæðisflokksins frá þvi sem var fyrir fáeinum árum. í fyrsta lagi ber að nefna þá breytingu sem hefur orðið á Sjálfstæðisflokknum sjálfum. Hann er ekki lengur sú sterka samstæða heild sem hann var undir forystu Bjarna Benediktssonar. Undir slappri og aðgerðarlausri stjórn Geirs Hallgrimssonar er flokkurinn að liðast i sundur, hann hangir saman á hagsmuna- streðinu einu og er vissulega engin ástæða til þess að gera litið úr þvi. En i prófkjör- um flokksins i vetur kom fram hversu sundraður flokkurinn er. Þannig er ekki lengur unnt að tala um Sjálfstæðisflokkinn sem einn flokk — hann er margir flokkar undir sama nafninu. Borgarstjórnarliði Sjálfstæðisflokksins tekst því ekki að skapa þá festu sem ihaldinu tókst þrátt fyrir allt áður i Reykjavik. í öðru lagi hafa þau tiðindi gerst að hvert hneykslis- og fjársvikamálið af öðru hefur komist upp á yfirstandandi kjör- timabilL Þessi mál bera það öll með sér að hin langa valdaseta hafi þau áhrif á forystumenn borgarstjórnarmeirihlutans að þeir gæti sin ekki lengur, athugi ekki að fela það sem þeir stela. Eitt þessara mála var Ármannsfellsmálið þegar húsabrask- arar greiddu miljón i kosningasjóð Sjálf- stæðisflokksins gegn þvi að fá eina eftir- sóttustu lóð borgarinnar. Fleiri mál hafa komið á daginn, sem ekki verða rakin hér, og enn fleiri mál eru hulin sjónum almennings vegna þess valds sem borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur til þess að þagga niður i flokksþrælunum á borgar- skrifstofunum. í þriðja lagi sýnir borgarstjórnarlisti Sjálfstæðisflokksins að þar á sér stað mjög takmörkuð endurnýjun; þar er sami grautur i sömu skál, en Sjálfstæðisflokk- urinn lagði einmitt jafnan áherslu á það fyrir hverjar borgarstjórnarkosningar áður fyrr að tryggja nokkra endurnýjun manna i borgarstjórnarliði sinu. Flokkur- inn er nú staðnaður. Það er augljóst. Þetta þrennt hefur það i för með sér að staða Sjálfstæðisflokksins er önnur en fyrr: Hann er sjálfur talandi tákn glund- roðakenningarinnar, forsvarsmenn hans hafa orðið uppvisir að grófustu pólitiskum hneykslum og hann getur ekki tryggt nauðsynlega endurnýjun, sumpart vegna þess hve staðnaður hann er og sumpart vegna þess að samstaða fæst ekki um endurnýjun. Viðhorfin eru þvi breytt. Það kæmi samt ekki á óvart(I) þó að Sjálf- stæðisflokkurinn skrönglaðist inn með meirihluta i næstu kosningum til borgar- stjórnar Reykjavikur. Kjósendur þurfa hins vegar aðhuga að þviað efla til áhrifa i borgarstjórn Reykjavikur einn aðalflokk sem veitir Sjálfstæðisflokknum andstöðu og mótspyrnu á félagslegum forsendum. Framsóknarflokkurinn hefur á þvi kjör- timabili sem nú er að liða verið aukahjól undir vagni borgarstjórnarihaldsins og Alþýðuflokkurinn er tæpast til i borgarmálum. Þess vegna þarf nú fremur en nokkru sinni fyrr að efla Alþýðubanda- lagið þannig að það eitt geti að minnsta kosti stöðvað árásir borgarstjórnarihalds- ins á félagslega ávinninga Reykvikinga. Þrir minnihlutaflokkar ná þar ekki árangri eins og einn sterkur andstöðu- flokkur — fari svo að ihaldið haldi meirihluta sinum i stjórn Reykjavikur. —s Falskur tónn Tildurferð Landsvirkjunar með „fulltrúa eigenda” á sum- ardaginn fyrsta hefur oröið aðhláturs- og hneykslunarefni. Enda þótt hér sé i rauninni um smámálað ræða — skattborgar- ar landsins væru vel settir ef veisluhöld Landsvirkjunar væru eina sóunin á skattfé þeirra — þá er svona fjöldafóðrun á þing- mönnum, borgarfulltrúum og embættismönnum og mökum varla viðeigandi ásama tima og verið er að sannfæra þorra landsmanna með öllum áróð- urskrafti borgarpressunnar að kauplækkun sé nauðsynleg og lögþvingunin hafi verið óhjákvæmileg. Ritstjórar Morgunblaðsins sem manna mest hafa stundað þessa réttlætingariðju fyrir veslings auðstéttina voru fljótir að átta sig á að hér var á ferð- inni falskur tónn i söngnum um herðingu sultarólarinnar. I forystugrein blaðsins sum- ardaginn fyrsta gera þeir stólpagrin að stjórn Lands- virkjunar og „fulltrúum eigenda”, sem svo ginnkeyptir voru fyrir fjallaloftinu og frium veitingum, enda ekki of haldnir ikaupi og frlðindum að sögn. . Bokassa og dr, Jóhannes Samlikingin við Bokassa keis- Bokassa keisari ara er velheppnuð sneið til Jóhannesar Nordal, sem ku vera nefndur „King of the Island” i fjármálaheiminum erlendis. ..Efnahagsvandi tslendinga hefur verið með þeim hætti að brýna nauðsyn liefur borið til þess að skerða visitölubætur fólks og það er ekki ástæða til að skerða laun þess frekar með vei/.luhöldum i kóngastil. Ef Bokassa keisari væri allsráö- andi i Landsvirkjun, væri þetta kannski ekki til umræðu, en fyrst svo er ekki, er ástæða til að bendaá þessiatriöi, „fuiltrúum cigenda”, mökum þeirra og stjórn Landsvirkjunar góðfús- lega til athugunar”. Og full ástæða er til að taka undir með Morgunblaðinu þeg- ar það segir: Og eitt sináatriði i lokin: Hvernig væri nú að halda upp á sumarkomuna með þvi að afnema öll friðindi „fulltrúa eigenda” og láta t.a.m. ráð- herra, bankastjóra og forstjóra opinberra framkvæmdastofn- ana greiða sina bila fullu verði og reka þá sjálfa — en borga þeim að vísu laun, sem eru i samræini við mikla ábyrgð. En öll samfögnum við þvi þegar Halldór Jónatansson, framkvæmdastjóri Landsvirkj- unar, segir i blaðaviðtölum að feröintil Sigöldu fyrir „fulltrúa eigenda” og maka þeirra, 120 til 130 manns hafi verið vel heppn- uð. Þjóðviljahöll fyrir Kröflu- gróðal Vilmundur Gylfason lætur ekki deigan siga. Fjármálasnilli komma er honum ofarlega i huga og alltaf sýnist honum sem öðrum kratabroddum jafn- óskiljanlegt hvernig hægt er að standa undir rekstri dagblaðs. Skýringa á þessu hefur hann m.a. leitað i þvi' að Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið hljóti að njóta stuðnings frá SQvétrikjun- um og öðrum kommarikjum. Þegar það var orðið bitlaust var næst reynt að koma þvi inn að kratar á Norðurlöndum hefðu lika styrkt Þjóðviljann eins og Alþýðublaðið. Skoðun á skjölum Blaðaprents hefur leitt i ljós að ekki var feitt á þvi stykkinu. Nú siðast setur hann fram kenningu um gjörhugsað sam- særi Alþýðubandalagsmanna um aðkoma upp nýju Þjóðvilja- húsi. 1 Dagb laðsgrein reifar hann það með sinum venjulegu rökleiðslukollhnisum og hálf- sannleik að stungið hafi verið upp i Ragnar Arnalds i Kröflu- nefnd með þvi að láta Rafafl græða miljónatugi á Kröflu- framkvæmdum til þess að það gæti keyptgamla Þjóðviljahús- ið i þvi skyni að hægt væri að koma upp nýju Þjóðviljahúsi. Rafafl hafi keypt kofa af Þjóð- viljanum en blaðið byggt sér höll við Siðumúla fyrir óbeinan Kröflugróða. Þetta er firna góð kenning. Þvih'kt sukk og svinari, sóða- skapur og æpandi fjármálaspill- ing! Ritsóðaskapur — þvi miður! Að sjálfsögðu flokkast það undir ritsóðaskap þegar Vilmundur lýgur þvi að forystu- menn Alþýðubandalagsins eigi Rafafl. Það er sameign félags- manna i Framleiðslusamvinnu- félagi iðnaðarmanna. Varla er það i anda siðvæð- ingarstefnu Vilmundar þegar hannreynir að læða þvi inn hjá lesendum að gamla Þjóðvilja- húsið hafi verið og sé húskofi. Menn með meira f jármálavit en hann hefðu nefnt það góða fast- eign á réttum stað i miðbænum. Það flokkast varla undir nákvæmni og vönduð vinnu-' brögð þegar Vilmundur fullyrð- ir að Rafafl hafi keypt allt húsið að Skólavörðustig 19. Hið rétta er að Iðnnemasamband íslands keypti eina hæð hússins, Rafafl tvær og hluta af kjallara þess, og Þjóðviljinn eða Miðgarður h.f., hefur ekki enn selt þann hluta hússins sem Handprjóna- sambandið le'igir nú. Sjálfsagt hefur Iðnnemasam- bandið keypt hæðina fyrir ein- hvern sóðaskap.en Vilmundur á eftir að sýna fram á það. Rafafl getur svóirað fyrir sig um „sóðadæmið” við Kröflu. En enda þótt Vilmundur Gylfason komi með skemmti- legar samsæriskenningar er óhjákvæmilegt að benda á þá staðreynd að i ritsóðaskap er hann með hælana þar sem aðrir eru með tærnar. — ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.