Þjóðviljinn - 22.04.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.04.1978, Blaðsíða 17
Laugardagur 22aprn 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Meira fjör! Sjónvarpiö hefur tekiö framför- um undanfarnar vikur i gerö islenskra skemmtiþátta, og var ekki vanþörf á eftir aö hinn „bráöskem mtilegi” þáttur „Menntaskólarnir mætast” lauk göngu sinni sællar menningar. Lof og pris ber sjónvörpurum fyrir þáttinn „Alltaf vorar i sál- inni á mér”, sem sendur var út beint siðasta vetrarkvöld. Þáttur- inn var léttur og hnökralaus og Magnús Axelsson aldeilis ágætur kynnir, eðlilegur i framkomu og vel máli farinn. M.a.s. hefur maðurinn kimnigáfu, sem sjaldnast hefur iþyngt kynnum islenskra skemmtiþátta til þessa. Mættum við fá meira að sjá og heyra af þessu tagi? Þáttur þeirra ólafs Ragnars- sonar og Tages Ammendrup með blönduðu efni. „Á vorkvöldi”, er á dagskrá i kvöld klukkan hálfniu. Á myndinni sést hljómsveitin Brunaliðið með Þórhall Sigurðsson alias Ladda i broddi fylkingar. Brunaliðið hef- ur komið fram i þættinum áður og er aldrei að vita nema liðið bruni fram á sviðið i kvöld lika. Kommúnistaofsóknir kaldastríðsáranna „Undir fargi óttans” kl. 22.05 //Undir fargi óttans" nefnist bandarísk sjón- varpsmynd, sem sýnd veröur í kvöld kl. 22.05 Aðalhlutverk leika George C. Scott og William Devane. Myndin er byggð á sönn- um atburðum og gerist i Bandarikjunum á sjötta áratug aldarinnar, McCarthy-tímabilinu/ þeg- ar móöursýkislegar George C. Scott I hlutverki Louis Nizer, verjanda Faulks i sjón- varpsmyndinni i kvöld. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Guðmundur Þorsteins- son flytur. Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatimikl. 11.20: Umsjónarmaður: Baldvin Ottósson varðstjóri. Keppt til úrslita i spurningakeppni um umferðarmál meðal skólabarna i Reykjavik. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 V'ikan framundan Sigmar B. Hauksson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 15.00 Miðdegistónleikar. a. Filharmoniusveit Berlinar leikur „Capriccio Italien” op. 45 eftir Pjotr Tsjai- kovský; Ferdinand Leitner stjórnar. b. John Ogdon og Konunglega filharmoniu- sveitin i Lundúnum leika Pianókonsert nr. 2 i F-dúr op. 102, eftir Dmitri Shosta- kovitsj, Lawrence Foster stjórnar. 15.40 islenskt mál. Gunnlaug- ur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 17.30 Barnalög, sungin og leikin. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.25 Konur og verkmenntun. Fyrri þáttur. Umsjónar- menn: Björg Einarsdottir, Esther Guðmundsdóttir og Guðrún Sigriður Vilhjálms- dóttir. 20.00 IHjómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 20.40 Ljóöaþáttur. Umsjónar- maður: Njörður P. Njarð- vik. 21.00 Tónleikar: a. Julian Bream og John Williams leika á gitara tónlist eftir Carulli, Granados og Albeniz. b. tgor Gavrysj og Tatjana Sadovskja leika á selló og pianó lög eftir Fauré, Ravel, o.fl. 21.40 Stiklur. Þáttur með blönduðuefni i umsjá Óla H. Þórðarsonar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 16.30 IþróttirUmsjónarmaður Bjarni Felixson. ' 17.45 Skiöaæfingar(L) Þýskur myndaflokkur. Þrettándi og síðasti þáttur. Þýðandi Eirikur Haraldsson. 18.45 On We GoEnskukennsla. 23. þáttur endursýndur. 18.30 Skýjum ofar (L) Sænsk- ur sjónvarpsmyndaflokkur i sex þáttum. 3. þáttur. Eyði- eyjan Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 19.00 Enska knattspyrnan (L) Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Á vorkvöldi(L) Umsjón- armenn ólafur Ragnársson og Tage Ammendrup. 21.20 Þjóðgarður i Þýskalandi (L) Landslag og dýralif i Berchtesgadenþjóðgarðin- um i þýsku ölpunum. Þýð- andi og þulur óskar Ólafs- son. 22.05 Undir fargi óttans (L) (Fear on Trial) Bandarisk sjónvarpsmynd. Aðalhlut- verk George C. Scott og William Devane. Myndin er byggð á sönnum atburðum og gerist i Bandarikjunum á sjötta áratug aldarinnar, McCarthy-timabilinu, þeg- ar móðursýkislegar kommúnistaofsóknir ná há- marki i landinu. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.40 Dagskrárlok kommúnistaofsóknir náðu hámarki þar i landi. 1 myndinni segir frá ungum dagskrárgerðarmanni, Faulk að nafni, sem starfar hjá CBS út- varpsstöðinni. Hann er vinsæll meðal áheyrenda og i góðu áliti hjá stjórn útvarpsstöðvarinnar. Þingmaður i Washington, McCarthy að nafni, beitir sér fyrir stofnun þingnefndar, sem hefur það hlutverk að rannsaka atferli „óþjóöhollra” Bandarikja- manna. Kalda striðið er i al- gleymingi og aliir eru undir smá- sjá þingmannsins. Ekki liður á löngu þar til sú saga kemst á kreik að Faulk sé varhugaverður og „óameriskur”. Ástæðan er sú, að hann er talinn hafa sótt fundi hjá vinstrisinnaðri konu i heimariki sinu, Texas. Orðrómur þessi berst til eyrna auglýsingafyrirtækjum, en eins og kunnugt er standa auglýsingar undir rekstri hinna „frjálsu og ó- háðu” útvarpsstöðva i Bandarikj- unum. Þessi íyrirtæka aðvára CBS, sem verður að reka Faulk, ef halda á fyrirtækinu gangandi! En hann gefst ekki upp og höfðar mál, og sjáum við hvernig þvi vindur fram i myndinni. Myndin lýsir vel þvi andrúms- lofti skefjalauss ótta og tor- tryggni, sem rikti i Bandarikjun- um á þessum árum. Margir leik- aranna leika sjálfa sig i þessari mynd. PETUR OG VELMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.