Þjóðviljinn - 30.04.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.04.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fulltrúarád verka- lýðsfélaganna i Hafnarfirði og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar- kaupstaður I. maí ávarp Að þessu sinni rennur 1. mai upp við þær aðstæður að islensk verkalýðshreyfing þarf að heyja öfluga baráttu við andsnúið og fjandsamlegt rikisvald, sem und- ir fölsku yfirskini hefur með óiög- um rofið gildandi samninga við verkalýðssamtökin, afnumiö helming visitölu og framkvæmt stórfellda kjaraskerðingu þeirra sem verst eru settir i þjóðfélaginu og til viöbótar hótað afnámi verkafallsréttar og frekari árás- um á kjör launamanna. Sú barátta sem nú er hafin fyrir þvi að fá samninga aftur i gildi, krefst skilnings á hinni faglegu og pólitisku einingu verkalýðssam- takanna. 1 þvi stéttastrfði sem rikis- stjórnin og fylgifiskar hennar hafa nú knúið fram dugir. engin hálfvelgja. Allir launamenn verða að vera virkir, það má enginn sitja hjá, þvi barist er fyrir tilveru verka- lýðssamtakanna. Munum að ein- huga verkalýðshreyfing getur unnið stórvirki. Hafnfirskur verklýður: Fram til sóknar fyrir þvi að fá samningana i gildi. Berjumst gegn öllum kjaraskcrðingum og afnámi réttinda verkalýðssam- takanna. I. maí í Hafnarfirði Kröfuganga: Kl. 13.30 Safnast saman við Fiskiðjuver Bæjarútgerðarinnar. Kl. 14.00 Kröfuganga hefst undir fánum samtakanna. Gengið verður: Reykjavikurveg, Hverfisgötu, Lækjargötu, Strandgötu að Fisk- iðjuveri Bæjarútgerðarinnar en þar hefst útifundur að kröfugöngu lokinni. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur i kröfugöngunni og á útifundinum. Útifundur við Fiskiðjuver Bæjar- útgerðarinnar. Þar flytur Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verka- mannasambands tslands ræðu. Siðan flytja ávörp: Hallgrimur Pétursson, formaður Verkamannafélagsins Hlifar. Guðriður Eliasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtið- arinnar. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar. Asthildur ólafsdóttir fulltrúi Starfsmannafélags Hafnarfjarð- arkaupstaðar. Grétar Þorleifsson, formaður Fé- lags -byggingaiðnaðarmanna. Fundinn setur og stjórnar Her- mann Guðmundsson, formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Kl. 09.30 afhent merki dagsins til sölubarna i skrifstofu Hlifar og Sjómannafélagsins, Standgötu 11. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna i Haf narfirði Starfsmannafélag Hafnarfjarð- arkaupst. HaWrAar Eftir 1. mai göngu og útifund i Reykjavik verður opiö i Þinghóli i Kópavogi á vegum Alþýðubandalagsins. Þar verða kaffiveitingar kl. 3 e.h. til 4.30. Stutt ávörp flytja Hallfriður Sverrir Ingimundardóttir, 6. maður á G-listanum i Kópavogi, Sverrir Konráðsson,3 maður listans, og Benedikt Daviðsson, formaður Sambands byggingamanna. Þetta er nýmæli i félagsstarf- Benedikt semi Alþýðubandalagsins 7 Kópavogi og er fólk hvatt til þess að koma og hitta kunningj- ana i Þinghóli á baráttudegi verkalýðsins 1. mai. I. maí á Akureyri Dagskrá Kl. 13.30 Kröfuganga frá Verkalýðshúsinu. Útifundurá RáöhUstorgi að lok- inni göngu. Jökull Guðmundsson les ávarp verkalýðsfélaganna, og ræðumenn eru: Jóhanna Sigurð- ardóttir, verkakona, Reykjavik. Hákon Hákonarson, formaður Al- þyðusambands Norðurlands, og Jón Helgason, formaður Verka- lýðsfél. Einingar. LUðrasveit Akureyrar leikur undir stjórn -RoarsKvam. Kl. 15: Barnasam- koma og dans i Sjálfstæðishúsinu. Kl. 21: Skemmtikvöld i Sjálfstæð- ishúsinu. Meðal annars syngur Elisabet Erlingsdóttir við undir- leik Guðrúnar Kristinsdóttur. Opið hús og kaffisala f Alþýðu- húsinu á vegum kvennadeildar Einingar. Eru ísleixiin útiaöa Já margir hverjir, það fer ekkert milli mála - þó eru þeir sérstaklega úti að aka ásumrin - þáskipta þeir þúsundum. Ástæðan? Jú ástæðan er einföld, hún er sú að afsláttarfargjöld okkar gera öllum kleift að komast utan í sumarleyfi til þess að sjá sig um, kynnast frægum stöðum - og gista heimsborgir. Þeir sem þannig ferðast ráða ferð- inni sjálfir - sumir fara um mörg lönd - aðrir fara hægar yfir og halda sig lengst þar sem skemmtilegast er. Það þarf engan að undra þótt margir séu úti að aka á sumrin - á eigin bílum eða leigðum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld okkar - þau gætu komið þér þægilega á óvart - og orðið til þess að þú yrðir líka úti að aka í sumar. flucfélac LOFTLEIDIR \ LSLANDS ** Opið hús í Þinghóli 1. mai

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.