Þjóðviljinn - 30.04.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 30.04.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 30. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 GUÐJÓN JONSSON, formaöur Sambands Málm- og skipasmiða: Tryggja þarf fridhelgi kjarasamninganna _ Þj óð v i I j i n n spurði Guðjón fyrst að þvi hvað honum væri nú efst í huga á þessum baráttudegi verkalýðshrey f ingar- innar: „Ég tel að aðalmál verkalýðs- hreyfingarinnar sé að endur- heimta verðlagsbótaákvæði kjarasamningana frá júni 1977, en eins og öllum er kunnugt þá hefur rikisstjórnin og þingmeiri- hluti hennar skert þessi samn- ingsákvæði með lögunum frá febrúar s.l. Þessi ákvæði i siðustu kjarasamningum eru bestu verð- lagsbótaákvæði sem nokkurn timan hafa náðst i kjarasamning- um til þessa og með þeim var tryggður sá kaupmáttur sem samið var um 1977 þrátt fyrir þær verðhækkanir sem orðið hafa. Það er þvi mjög mikilvægt að verkalýðshreyfingin brjóti á bak aftur þessar ráðstafanir rikis- valdsins ekki einungis til að ná þvi aftur sem tekið hefur verið af verkafólki, heldur einnig til að tryggja friðhelgi kjarasamninga i framtiðinni og að þeim verði ekki rift af stjórnvöldum með laga- setningum. Ef verkalýðshreyf- ingin er að gera samninga um kaup og kjör sem rikisvaldið brýtur siðan þá hafa kjarasamn- ingar ekki lengur neitt gildi. Baráttuna gegn slikri þróun tel ég vera meginverkefnið nú alveg á næstunni og sú barátta stendui reyndar yfir. Stadan í málm~ iðnaðinum • Hvað varðar nánustu framtið þá er mér margt i huga. Kjör skapast t.d. ekki af kaupinu einu saman. Það verður fleira að koma til ef afkoma verkafólks i þessu landi á að vera mann- sæmandi. t fyrsta lagi verður að tryggja fulla atvinnu. 1 þvi sambandi má benda á hver þró- unin er núna i málmiðnaði. Þar hefur atvinna dregist saman bæði hvað varðar viðgerðir og nýsmiöi á skipum. Einnig má benda á aö á sama tima og vinnan minnkar hér þá færist þaö i vöxt að farið er með þau verkefni sem hægt er aö vinna hér heima, til útlanda. Núna þessa stundina stöndum við einmitt i harðri baráttu við aí reyna að fá að framkvæma við- gerð á skuttogaranum Rauðanúpi hér innan-lands. I ööru lagi þá stendur baráttan nú um og mun standa um, betri vinnuaðstööu við skipaviðgerðir og skipasmiðar hér á höfuð- borgarsvæðinu. Gamli Slippurinn er vinnustaður sem er úr sér genginn hvað varðar aðstöðu og möguleika til aukinna verkefna. Aðstaðan þar er algjörlega óviðunandi. Hér þarf að byggja fullkomna þurrkvi, þar sem einn- ig er hægt að framkvæma við- gerðir á kaupskipum og að öll vinna sem þar verði framkvæmd, fari fram innan húss, ásamt full- komnum tæknibúnaði. Vinnuumhverfi 1 þriðja lagi og I beinu fram- haldi af þvi sem ég hef sagt hér á undan, þá vil ég minnast á vinnu- umhverfi málmiðnaðarmanna al- mennt. Málmiðnaður er óþrifaleg vinna og þaö er mikil óhollusta á vinnustööunum. 1 þessu sam- bandi er mikil og löng barátta eft- ir. Það má geta þess að i siðustu kjarasamningum lofuðu stjórn- völd að átak skyldi gert i þessu efni m.a. að láta fara fram könn- un á aðbúnaði verkafólks. Þessi könnun hefur ekki verið framkvæmd enn,en ég vonast til að hún fari af stað núna á allra næstu dögum. Ég vænti þess að niðurstöður þessarar könnunar leiði til þess að fólk opni augun fyrir þeim vanda sem við blasir og átak verði gert til þess að bæta aðbúnað og hollústuhætti á vinnu- stöðunum. Heilsa m'anna ákvarö- ast mjög af vinnustaðnum sem þeir vinna á og ég tel’.að vinnu- staðurinn sé veikasti hlekkurinn i heilsugæslu hér á landi. Það er ekki nóg að fá viðunandi kaup, þvi ef heilsan bregst þá er ekki mikið eftir. Húsnæöismál Þá vil ég geta eins stórmáls sem mér er ofarlega i huga, en það eru húsnæðismálin. Að eign- ast húsnasði á tslandi i dag er hlutursem flestir lenda i að fram- kvæma fyrr eða siðar. Fyrir ungt fólk sem ekki á húsnæði fyrir, er þetta gifurlegt álag. Verkalýðs- hreyfingin hefur látið sig þessi mál miklu varða, en það þarf að gera betur og húsnæðisvanda- málin verður að leysa á félags- legum grundvelli með byggingu verkamannabústaða. Húsnæðis- vandamáliö var mál sem kom inn i gerð siðustu kjarasamninga og Guðjón Jónsson: Baráttu verka lýðshreyfingarinnar verður einn- ig að heyja á stjórnmálasviðinu. ég vænti þess að við þau ákvæði sem þar voru sett fram, verði staðið”. Varnarbarátta framundan Guðjón var spuröur þvi næst að þvi hvort hann teldi aö á grund- velli þeirrar umræðu sem væri byrjuð meðal ákveðinna ráðaafla i þjóðfélaginu að verkalýöshreyf- ingin væri búin að fá of mikil völd og verkafólk of mikil réttindi, hvort framtiðin fæli það i sér að nú þyrfti verkalýðshreyfingin að hefja baráttu til að halda þvi sem hefði náðst. - „Verkalýðshreyfingin er orðin öflug hreyfing i islenska þjóð- félaginu og hún hefur náð langt i baráttunni fyrir réttindum verka- fólks til félagslegs öryggis. Þar má benda á heilbrigðis- og trygg- ingakerfið, menntakerfið, at- vinnuleysistryggingar, lifeyris- sjóðina og orlofsheimilin og or- lofsgreiðslur. Sumt af þessu er mjög nýtt af nálinni, t.d. lifeyris- sjóðskerfið, sem ekki er eldra en frá 1970. Það er þvi hægt að benda á mörg dæmi um að verka- lýðshreyfingin hafi verið i stöð- ugri sókn á þessum sviðum, þ.e. hvaðsnertirfélagslegt öryggi, þó svo hún hafi nú um skeið verið i vörn hvað snertir kaupmátt. Það er hins vegar alveg rétt að afstaða stjórnvalda og skrif i borgarapressunni virka á mig þannig að nú sé eins og þessum aðilum finnist vera nóg komið, verkalýðshreyfingin sé búin að fá nóg. Auðvitað munum við bregð- ast við öllum hugmyndum og hugsanlegum tilraunum til að skerða þetta, af fullri hörku og hvergi draga úr okkar baráttu og við munum ekki láta ýta okkur út . i neina varnarbaráttu. Sókninni skal haldið áfram. Ég vil benda á i þvi sambandi að bar- áttumál okkar á næstunni mun- u snúast um að auka áhrif verkalýðshreyfingarinnar á fræðslu- og menntamál i þessu landi. Þvi miður hefur hreyfingin látið þessi mál sig allt of litlu máli skipta, en nú Verður að vinna þar stórátak. Eflum flokka verka- lýðshreyfinganna Barátta verkalýðshreyfingar- innar á ekki aðeins að verða i höndum hennar sjálfrar. Sú bar- átta verður einnig að fara fram i stjórnmálasviðinu, i Alþingi og i sveitastjórnum. Verkafólk verður að hafa þetta i huga þegar það gengur að kjörborðinu i vor og sumar, þvi ef verkafólk ætlar að tfýggja réttindi sin i komandi framtið þá verður það að nota kjörseðilinn til að veita hinum sósialisku verkalýðsflokkum brautargengi og aukin áhrif á Al- þingi og i sveitastjórnum,” sagði Guðjón að lokum. BJÖRN ÞÓRHALLSSON, formaður Landssambands verslunarmanna: Mótmæli áróðrinum sem vinnuveitendur og æðstu menn peningakerfisins reka Þjóðv.: „Hvað sækir fastast á huga þinn núna i tilefni af 1. mai?” Manni er efst i huga núna inn- grip rikisstjórnarinnar i kjara- samningana og skerðing verð- lagsbótanna með lögunum frá þvi i febrúar s.l. Þessar ráöstafanir rikisstjórnarinnar valda sáralitlu um minnkun verðbólgu en þær valda ófriðarástandi, og liklegt er að afleiðingin verði sú að sam- starf launþega og rikisvalds verður mun erfiðara i fram- tiöinni. Megin viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar nú er þvi að fá samningana frá þvi i júni 1977 i gildi. Áróðurinn Mig langar til aö koma þvi hér' að hver min skoðún er á þeim sterka áróðri sem vinnuveitendur og æðstu menn peningakerfisins reka nú um þessar mundir. Þeir segja að böfuðorsök verðbólg- unnar séu launahækkanir, og dregið er fram i öllum skýrslum þeirra um efnahagsmál að ástandið hafi snúist til hins verra um mitt ár 1977 eða um sama leyti og kjarasamningar voru gerðir. Ég vil mótmæla kröftuglega þessum áróðri, þvi hægt er að benda á margt sem sýnir hið gagnstæða. Ég vil einnig vekja athygli á þvi að hverju og hverj- um þessi áróður beinist, en hann beinist einmitt að þvi að skapa neikvætt viðhorf almennings til aðildarsamtaka Alþýðusam- bandsins með þvi að gera launa- kröfur þeirra að höfuðorsök verð- bólgunnar. Litið bar á þessum áróðri þegar laun opinberra • u Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ 1 W ónnumst þakréhnusmíði og w uppsetningu — ennfremur i . tiverskonar blikksmíði. 1 Gerum föst verðtilboð i | SÍMI 53468 starfsmanna og ýmissa hátt- settra embættismanna hækkuðu. Launahækkanir þeirra hafa ef til vill ekki nein áhrif á verðbólguna að dómi atvinnurekenda og stjórnenda peningastofnana þessa þjóðfélags? Valdbeitingum linni Ég vil aðeins bæta við um þessi mál almennt að ég tel að við verðum að huga alvarlega að þvi að valdbei tingaaðaferðum i þjóð- félaginu fari aö ljúka. Það sem ég á við með þessu er lagasetningin frá þvi i febrúar, sem var ekkert annað en valdbeiting og ekki i fyrsta skipti sem þannig er farið að. Þetta á einnig um verkföll og verkbönn. Menn verða að fara að gera sér það ljóst að efnahags- vandinn verður ekki leystur nema með samstilltu átaki allra megin- afla þjóðfélagsins. Verslunarmenn hafa dregist aftur úr Þjóðv.: Ef viö snúum okkur þá aðeins að þvi fólki sem þú ert i forystu fyrir, þ.e. verslunar- mönnum. Hvernig er staðan hjá þeim i dag, hver eru helstu baráttumál ykkar nú um þessar mundir? „Eftir að kjarasamningar voru gerðir við opinbera starfsmenn og starfsmenn bankanna, þá varð það ljóst að launataxtar versl- unarmanna, sem vinna sambæri- .leg störf og bankamenn og opin- berir starfsmenn, voru orðnir 10- 60% lægri en launataxtar þessara hópa. Þessar tölur sýna hvað við höfum dregistóhemju mikið aftur úr öðrum þjóðfélagshópum hvað Björn Þórhallsson: Samninga- riftunin i febrúar s.l. voru mistök rikisstjórnarinnar, sem hún á að viðurkenna og leiðrétta. laun snertir og þetta misræmi tverðum við að fá leiðrétt. Hlutverk ríkisvaldsins Þjóðv.: öðru hvoru hefur verið umræða um hlutverk rikisvalds- ins i kjarasamningum. 1 þvi sam- bandi hefur þessi rikisstjórn sem nú situr þótt vera heldur viljalitil til afskipta af vinnudeilum, jafn- vel þótt deilurnar séu komnar i hnút. Hvað viltu segja um þetta -sjónarmið? „Ég er ekki alveg sammála þvi að þessi rikisstjórn hafi verið alveg afskiptalaus um lausn kjaradeilna, þó svo megi vera aö hún hafi verið afskiptaminni en einhverjar aðrar rikisstjórnir. Almennt séð þá tel ég að það sé tilgangslausÞ annað en að rikis- valdið taki fulla ábyrgð á gerð kjarasamninga og standi umfram allt við þá ábyrgð sem hún tekur. Ég tel að rikisvaldið eigi hiklaust að gripa inn i til lausnar þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og leitt hefur til hins margumtalaöa útflutningsbanns og annarra aðgerða sem nú eru á döfinni. Það er mjög slæmt ef rikisvaldiö litur á aðgerðir sinar og ákvaröanir sem prófraun á það hver ráði i þessu þjóðfélagi. Samningariftunin i febrúar s.l. yoru mistök rikisstjórnarinnar sem hún á að viðurkenna og leið- rétta. en með þvi mundi hún endurheimta eitthvað af viröingu almennings.” Tökum að okkur smíði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.