Þjóðviljinn - 30.04.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 30. april 1978 . ÞJÓÐVILJINN — 19 SIÐA'
Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB:
1. maí ætti hver launamaður
að meta baráttustöðuna
Baráttan sem háð er
núna er sama eðlis og á
fyrstu árum verka-
lýðshreyfingarinnar, þar
sem i húfi er tilveruréttur
samtakanna.
Hún stendur um það
hvort skuli ráða, — geð-
þótti atvinnurekanda eða
frjálsir samningar gerðir
við samtök launafólks.
Einhver kann að spyrja,
hvernig á þvi standi að ekki liggi
meira fyrir eftir 60 ára starf
samtaka verkalýðsins, — hvort
samtökin séu úr sér gengin og
gagnslaus og ef til vill hvort þau
séu rotin eða gerspillt eins og svo
margt i okkar samkeppnisþjóð-
félagi.
Ég tel það stéttarlega nauðsyn
að hver launamaður liti i eigin
barm á dögum eins og 1. mai,
meti baráttuaðstöðuna og reyni
að skýrgreina þá pólitlsku þróun,
sem átt hefur sér stað hér á landi
siðustu áratugi.
Mosfellssveit:
Sameiginlegur
framboðsM
í Mosfellshreppi bera
Alþýðubandalagsmenn
og aðrir vinstri menn
fram sameiginlegan
lista.
Hann skipa.
1. Ulfur Ragnarsson, rann-
sóknarmaður. 2. Ásdis Kvaran
kennari. 3. Sturlaugur Tómasson
nemi. 4. Aðalheiður Magnús
dóttir, kennari. 5. Trausti Leós
son, byggingafræðingur. 6
Þórður Axelsson, húsgagna
smiður. 7. Guðlaug Torfadóttir. 8
Fróði Jóhannsson garðyrkju
bóndi. 9. Helga Hólm, húsmóðir
10. Runólfur Jónsson, verkstjóri
11. Sigriður Halldórsdóttir
kennari. 12. Anna S.Gunnarsdótt
ir, kennari. 13. Asgeir Norðdahl
verkamaður. 14. Sigurður A
Magnússon, rithöfundur.
Stjórn
Iðntæknistofnunar:
Starfsfólk
fær ekki
aðild
Stjórnarfrumvarp um
Tæknistofnun islands
kom til2. umræðu og at-
kvæðagreiðslu í neðri
deild á fimmtudag.
Breytingartillaga frá
Vilborgu Harðardóttur
og Benedikt Gröndal um
að breyta heiti stofnun-
arinnar i Iðntækistofnun
íslands var samþykkt
með 15 atk-gegn 7.
Aðrar breytingatillögur frá
Vilborgu og Benedikt voru felld-
ar, þar á meðal um að einn full-
trúi starfsfólks stofnunarinnar fái
sæti i stjórn hennar. Sérstök
breytingatillaga frá,Vilborgu um
að tryggja stofnuninni fastan til-
tekinntekjustofn varfelld með 22
atkvæðum gegn 11. Þeir aðilar
sem sent höfðu inn umsagnir um
frumvarpið höfðu lagt áherslu á
að stofnuninnni yrði tryggður
öruggur tekjustofn.
Auðvaldið ekki
aðgerða laust
Samtök launafólks hafa siður
en svo staðið i stað eða drabbast
niður. ASl og BSRB eru sterkar
skipulagslegar heildir þess fólks,
sem hefur með ævistarfi sinu og
samtakamætti á stéttarvettvangi
megnað að skapa hér á Islandi
lifskjör, sem forfeður okkar gat
ekki dreymt um i einangraðri og
dreifðri byggð landsins.
En þótt hlutur hins vinnandi
manns hafi batnað fyrir tilverkn-
að verkalýðshreyfingarinnar, þá
hafa einnig verið uppgangstimar
fyrir gróðaöfl og forréttindastétt-
ir hér á landi.
Islenskt auðvald hefur ekki
setið með hendur i skauti. Það
hefur skipulagt samtök sin til
varnar gróðasöfnun og valdaað-
stöðu og beitt i þvi skyni voldug-
um hjálpartækjum peningavalds-
ins og stjórnmálalegum áróðurs-
mætti sinum.
Rikisvaldið bjargvætt*
ur auðstéttarinnar
Þegar fjöldahreyfing hinna
vinnandi stétta hefur náð
ávinningum i stéttabaráttunni
hefur rikisvaldið ásamt hefð-
bundnu og stöðnuðu embættis-
mannakerfi reynst bjargvættur
auðstéttarinnar. Stéttabaráttan
er þvi ekki lengur háð af
verkalýðsfélaginu i plássinu gegn
stassjónistanum, heldur hefur
hún tekið á sig mynd allsherjar-
átaka milli rikisvaldsins annars
vegar og launþegasamtakanna
hins vegar.
1 fyrstu sameiginlegu orrust-
unni, sem háð var 1. og 2. mars
s.l., tókst samstaða sem var afar
lærdómsrik þótt hún leiddi ekki til
úrslita eða sigurs fyrir launþega-
stéttina i það sinnið. Hún skilaði
samt mikilbægum árangri og það
á væntanlega eftir að koma öflúg-
ar i ljós að með þeim átökum var
á vissan hátt brotið blað i
islenskri stéttabaráttu.
Viðhald og verndun
samninga
Eg tel kjarna þessa máls vera
þann, að þau átök sem nú eru háð
og háð verða i framtiðinni, snúast
um hvort tekst að viðhalda og
vernda frjálsa kjarasamninga
sem tvimælalaus meirihluti i
launþegasamtökum hefur sam-
þykkt á fundum eða við alls-
herjaratkvæðagreiðslu eða hvort
unnt er að kippa slikum lýðræðis-
lega afgreiddum málum úr sam-
.bandi með lagaboði stjórnmála-
manna, sem kjörnir eru á 4ra ára
fresti og hafa aldrei stillt upp þvi
kosningaloforði að svikja beri
gerða kjarasamninga.
Við undirbúning 1. mai hátiða-
haldanna hefur tekist samvinna
milli ASl BSRB og INSI og vitan-
lega er lifsnauðsyn að sú sam-
vinna verði ótviræð og sterk.
Haraldur Steinþórsson: Enginn
má skorast undan, hvorki at
tillitssemi við stjórnvöld eða
imyndaðri róttækni.
Enginn má skorast undan,
hvorki af tillitsemi við stjórnvöld
eða imyndaðri róttækni. 011
klofningsstarfsemi af þvi tagi er
að skemmta skrattanum.
Besta ferðavalið
Komið og fáið eintak af stóra fallega ferðabæklingnum okkar.
v
írland
Brottför: 21. júní
20. júli
17. ágúst
7. sept.
Septemberdagar á Italíu
Eftir beint þotuflug í sólar-
bæinn Portoroz í Júgóslavíu er
lagt upp í 15 daga ferö til Ítalíu.
Fyrstu dögunum er eytt i að
skoða tvær frægar borgir, Bol-
onga og Florenz. Þá er siglt til
Elbu, farið til Rómar og dvalið
þar í 3 daga. Staldrað er við í
Pescara og i baðstrandarbæn-
um Rimini. Dvergríkið San
Marino er heimsótt og Fen-
eyjar skoðaðar og loks er kom-
ið aftur til Portoroz. verð kr.
193.000.-. Brottför er 31. ágúst
og ferðin er i 3 vikur. Fjöldi
þátttakenda er takmarkaður.
Júgoslavía
Brottför: 17. mai
6. júní
27. júní
18. júli
1. ágúst
10. ágúst
22. ágúst
31. ágúst
12. sept.
20. sept.
Sólarferð til
fimm landa
Farið er til Júgóslavíu, Aust-
urríkis, Þýskalands, Sviss og
ftalíu. Stoppað er á eftirtöldum
stöðum; Portoroz, Bled Salz-
burg, Múnchen, Zurich, Míl-
anó, Feneyjum og svo aftur
Portoroz.
Brottför er 10. ágúst og ferðin
stendur í 3 vikur. Verð er kr.
.179.000.-. Fjöldi þátttakenda
er takmarkaður.
Costa del sol
Brottför: 4. ágúst
13. maí 11. ágúst
28. maí 18. ágúst
2. júní 24. ágúst
16. júní 25. ágúst
22. júní 1. sept.
7. júlí 8. sept.
12. júlí 13. seþt.
28. júlí 15. sept.
3. ágúst 22. sept.
Ferðist
og megrist
í Portoroz i Júgóslavíu er
rekin heimsfræg heilsubótar-
stöð. Margir íslendingar hafa
fengið þar bót á liðagigt, asma
og soreasis. Nú hefur verið
tekin upp megrunarmeðferð í
stöðinni sem tekur tvo tima á
dag og er algengt að menn
missi 10kgá10dögum. Beitter
nýjustu aðferðum læknavís-
indanna m.a. nálastunquað-
ferð.
Viðbótarverð fyrir megrunar-
meðferð er kr. 25.000.-.
Rinarlond
og Mosel
Dusseldorf, Koblenz, Reud-
esheim, Loreley, Wiesbaden,
Svartiskógur, Hinterzarten,
Freiburg, Colmar í Frakklandi,
Trier og Köln.
Verð kr. 142.550.-. Brottför
13. júli n.k. 10 daga ferö.
TSamvinnu
ferðir
AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077
mLANDSYN
%ÍÍI^
SKOLAVORÐUSTIG 16
SÍMI 28899