Þjóðviljinn - 30.06.1978, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 30.06.1978, Qupperneq 11
Föstudagur 30. júní 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Stjórn og varastjórn hins nýstofnaöa iþróttafélags þroskaheftra á Akureyri ásamt fulltrúa I.S.l. Sit- jandi: Pétur Pétursson og Aðalheiður Pálmadóttir, en þau eru úr hópi þroskaheftra. Standandi: t.v.: Jósteinn Helgason, Svanfriður Larsen, Guðrún Bergvinsdóttir, Stefania Guðmann, Margrét Rögnvalds- dóttir formaður og Sigurður Magnússon skrifstofustj. ISl. A myndina vantar Þorgerði Fossdal. Þriöjudaginn 16. þ.m. var stofnað á Akureyri fyrsta íþróttafélag þroska- heftra hér á landi og hlaut það nafnið íþróttafélagið Eik. Félagið er stofnað að frumkvæöi Iþróttasambands tslands i nánu samstarfi við Landssamtökin Þroska- hjálp, en að stofnuninni á Akureyri stóðu Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi og Foreldrafélag barna með sérþarfir á Akurey'ri. Fundarstjóri var Hörður Olafsson skólastjóri en á fundinum mætti Siguröur Magnússon skrifstofustjóri ISt og greindi frá aðdrag- anda stofnunar félagsins, skýrði lög þess og sýndi ný ja norska kvikmynd um likamsrækt þroskaheftra, sem Fræöslumyndasafn Rikisins hefur keypt og er til útlána. Tæplega 50 manns sátu fundinn en i fyrstu stjórn iþróttafélagsins Eik voru kjörin: Margrét Rögnvaldsdóttir irþóttak. form. Guðriin Bergvinsdóttir Svanfriöur Larsen Aðalheiður Pálmadóttir og Pétur Pétursson, en tvö hin siðast nefndu eru úr hópi þroskaheftra. Aformað er að stofna fleiri iþróttafélög þroskaheftra á þessu ári, bæði i Reykjavik og út um land. Ólofaðir táningar Hafa KR-ingarekki staðið sig vel við um- sjón iþróttakeppna og móta? Ég held að flestir séu á þeirri skoðun og er því ærin ástæða til að upplýsa, þá sem ekki vita betur, að svo er ekki. Flestir muna eflaust eftir frjálsiþróttamóti sem haldið var fyrir skemmstu á Laugardalsvelli. Margir voru þeir sem furðuðu sig á þvi hve mótið gekk vel fyrir sig þrátt fyrir það að starfs- lið væri fámennt. Fyrir mót- ið hafði framkvæmdaaðili mótsins tflnefnt ákveöna tölu manna sem áttu að mæta frá hverju félagi. Þar á meðal voru 10 starfsmenn frá KR og 5 frá Leikni. Þegar mótið hófst kom i ljós að enginn þessara 15 manna hafði séð ástæðu til að mæta og stuðla að þvi að mótið færi betur fram. Þvi er ekki skritið að mað- ur spyrji sjálfan sig þeirrar spurningar hvað þessir menn séu eiginlega að hugsa. Eru þessir menn samviskulausir gagnvart þvi fólki sem æfir iþrótt sina samviskulega.? Hér skal ekki fullyrt hverj- ir eiga sökina, stjórnendur deildanna innan viðkomandi félaga eða meðlimir þeirra en trassaskapurinn er sá sami eftir sem áður. En eitt er vist og það er , að þessir menn sem ekkert hafa sér til málsbóta hafa ekki hækkað i áliti og gera það ekki,nema þeir hunskist - tii að standa sig eins og menn en ekki eins og ólofaðir táningar. SK. ÚR MARKTEIGN UM I síðustu viku féll þessi þáttur niður og var það vegna kosninganna sem allir voru svo uppteknir af. Það sem ég ætlaði að taka til umf jöllunar i síð- asta pistli verður því að bíða betri tima. Á miðvikudaginn lékum við Islendingar landsleik við Dani, eins og öllum ætti að vera kunnugt. Það verður ekki annað sagt en beðið hafi verið eftir leiknum með mikilli tilhlökkun, bæði vegna þess, að nú var kannski tækifæri til að leggja erkióvininn að velli á sviði knattspyrnunnar, þrátt fyrirað Danir hefðu tilkynnt að þeir kæmu með mjög sterkt lið. I annan stað var beðið með mikilli óþreyju eftir því að sjá íslenska liðið í fyrsta sinn undir stjórn hins nýja landsliðsþjálf- ara dr. Juri lllsév. Ballið byrjaði á blaðamanna- fundi i hinni vikunni, þar sem landsliösnefnd tilkynnti sextán manna hóp sem ætti að leika fyrir Islands hönd. Valiö á þessum hópi var i marga staöi vel heppnaö en margt var lika sem orkaði tvl- mælis. Sérstaklega þótti mér undar- legt þegar landsliðsþjálfarinn sagðist ekki hafa séð leikmenn eins og Arna Stefánsson, Jón Pétursson eöa Geir Þórðarson i leik, en valdi þá vegna þess að sér væri sagt að þessir menn heföu átt góða leiki. Þá fannst Sigurður Haraldsson skrifar mér lika furöulegt sem kom fram á fundinum að dr. Juri hafði ekki séð leiki I Vest- mannaeyjum eöa á Akranesi. Þetta er ekki nógu gott, að minu mati, enda kom fram i leiknum aö Teitur var ekki neitt betri en hann hefur áöur veriö og reyndist vera helsti veikleik- inn i liöinu. Ég held, að það sé mikið framboð af góðum sóknarmönn- um hér sem myndu styrkja liðið og gætu komið inn i stað Teits. Mesta spennan hjá mér var að kynnast þvi hvernig dr. Juri myndi láta liðið leika. Eins og öllum er kunnugt, skrifaði hann 3 eða 4 greinar i Morgunblaðið siðastliðið haust um málefni is- lenskrar knattspyrnu og lét i ljós þá skoðun sina að nú væri hægt að byggja á þeim grunni sem kominn væri hjá landslið- inu og láta liðið sækja meir en Tony Knapp hafði gefið skipanir um. En leikurinn á miðvikudags- kvöld gaf ekki miklar vonir um að meiri sóknarknattspyrna sé i uppsiglingu hjá landsliðinu okk- ar en verið hefur. Það var auð- séð að dagsskipunin var að gefa miðjuna eftir um leið og dansk- urinn fékk boltann og bakka i nógu þétta vörn i von um að þeir fyndu ekki leiðína að marki en sækja siðan þegar við fengjum dauöa bolta, þ.e. frispörk, inn- köst og þess háttar. Þetta leikskipulag heppnaðist fullkomlega, en þaö hefur áður gért það. Þaö má kannski segja, að fyrst Ásgeir Sigurvinsson var ekki með, þá hafi ekki veriö nein von um að eigna sér miðjuna i leiknum, en það breytir ekki þvi að liðið spilaði nákvæmlega sömu taktik og þegar Tony Knapp var með það. En eins og þjálfarinn benti á eftir leikinn, I viðtali viö eitt blaðið, að ábyrgðin sem á honum hvildi væri mikil og hann vildi ekki taka neina áhættu. Vona ég að áform hans um að láta landsliöið sækja meira heppnist, en ég held aö þá verði að nota okkar bestu framherja i liöið, sem ég veit að dr. Juri getur valíö ef hann gefur sér tima til að horfa á þá sjálfur. Við Islendingar eigum tvo af- burða knattspyrnumenn og marga sem geta leikið mjög vel, jafnvel gegn sterkustu þjóðum heims, eins og dæmin sanna, og ættum aö vera bjartsýnir á framtiöina. 1 þessum pistlum mlnum hef ég ekki minnst neitt á aðrar deildir Islandsmótsins en 1. deild, enda er ég sekur að þvi aö horfa ekki mik- ið á fótboltann i neöri deild- En það er alltaf sama sagan hér á tslandi, að við tölum ein- ungis um þá bestu. Mesta at- hygli vekur landsliðið, þá 1. deild og svo koll af kolli. Hjá fé- lögunum er allt reynt aö gera fyrir meistaraflokk, siöan er hugsað um yngri flokkana og þá aöeins um þá 11-16 stráka sem eru bestir. Þetta er veikleiki I uppbyggingu knattspyrnuhreyf- ingarinnar þvi að með þessu móti er aðeins ákveöinn hópur sem kemst að en hinir sem ekki eru nógu góðir hrökklast frá og ist að og fengið að leika knatt- spyrnu einu sinni til tvisvar i viku og ég er viss um að þá myndi áhuginn og vallarsókn aukast að mun. Eitt spor i þessa átt var stigið nú eigi alls fyrir löngu aö frum- kvæði áhugamannsins mikla Halldórs Einarssonar (HEN- SON) er nokkrar fyrrverandi stjörnur stofnuðu sérdeild til að fá aðspreyta sig eins og i gamla daga. 1 þessari deild er allt kapp lagt á að þátttakendur reyni ali hafa sem mest garnan af keppn- Þrlr kunnir kappar sem allir taka þátt I hinni nýstofnuöu úrvalsdeild. Þeir eru frá vinstri: Hörður Markan, Þorsteinn Friðþjófsson og Halldór Einarsson (HENSON). unum og er það aöallega vegna timaskorts. En það er mjög spennandi keppni i 2. deild, ekki skilja nema 5 stig efsta og neðsta liö. Unglinga- flokkarnir eru mjög skemmti- legir og oft hart barist þar og vona ég að ég geti tekið þá fyrir i einhverri grein i framtiðinni. missa áhugann á iþróttinni. Ég er ekki með neina „patent” lausn á þessum vanda en ég held, aö ef vilji og áræði er fyrir hendi væri hægt að koma á fyrirtækja- knattspyrnu i svipuðum stil og skólamótið sem KSl. heldur. Þannig gætu fleiri kom- inni. Þetta framtak lofar góöu og finnst mér að KSI ætti að fylgja þessu fordæmi eftir og reyna að láta sem flesta hafa verkefni við sitt hæfi á knatt- spyrnusviðinu. Sigurður Haraldsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.