Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júll 1978 Svipmyndir frá Landsmóti hestamanna að Skógarhólum Myndir og texti: Haukur Már Undanrásir kappreiöanna fóru fram I gær. BKðlyndir veðurguðir klukkan 10 fyrir hádegi, og klukkan 18 fer slöan fram sölu- uppboð. Dómum á stóöhestum veröur lýst, svo og kynbóta- hryssum, keppt veröur til Ur- slita i töltkeppni og brokki. Unglingakeppni 13-15 ára fer fram i dag, fyrri sprettur skeiðs og milliriölar i 350 og 800 metra stökki. 1 kvöld veröur einn- ig kvöldvaka og hefst klukkan 21. Á sunnudag lýkur Landsmóti hestamanna aö Skógarhólum meö ávarpi Bergs Magnússonar formanns framkvæmdanefndar mótsins. En áöur en til þess kemur veröa afhent verölaun i öllum greinum og dregiö I happ- drætti landsmótsins. —hm. Veöurguöirnir dekruöu viö hestamenn á landsmóti þeirra aö Skógarhólum, fyrstu dagana aö minnsta kosti. Aö visu uröu þeir aö hefja mót sitt i sólar- lausu á miövikudaginn, en á fimmtudeginum var tlö ein- dæma góö þar eystra, glamp- andi sól og hiti. Mótsgestir flatmöguöu i góöa veörinu, virtufyrir sér gæöinga, nöguöu strá eöa supu úr kók- flöskum. Veriö var aö dæma gæöinga á velli númer tvö og þarna fóru um völl bestu gæö- ingar hvers hestamannafélags og hlutu einkunnir. Fallegir hestar, enda hrutu athugasemd- ir áhorfenda óspart i bland viö lófaklapp: „Djöfull er hann fallegur á töltinu þessi!” „Sjáiöi ’ann á stökkinu! Þennan þarf ég aö næla mér i. Kostar sennilega skildinginn! ” Blaðamaöur Þjóöviljans sett- ist auövitaö hjá þeim sem vitiö höföu og setti upp svip sem ætl- aöur var til aö gera fólki ljóst, aö þarna væri á feröinni náungi sem geröi sér fulla grein fyrir þvisemþarnavaraö gerast.Sem betur fer datt engum I hug aö spyrja snápinn álits á fótaburöi og ööru sem viröist heyra til eiginleikum hesta, þannig aö sá sem þetta ritar trúir þvi enn — og trúir þvi þar til annaö reynist sannara, —aö honum hafitekist aö plata töluveröan hóp hesta- manna og -unnenda. Þótt Landsmóthestamanna aö Skógarhólum i Þingvallasveit hafi staðiö allt frá miðvikudegi var þaö ekki sett formlega fyrr en i gær, þegar Albert Jóhanns- son, formaöur Landssambands hestamannafélaga setti þaö klukkan hálftvö. Aöur haföi öll- um einstaklings kynbótahross- um og gæöingum veriö riöiö inn áviðlinn i friöri fylkingu. Síöan voru gæöingar i A-flokki dæmd- ir og kynbótahryssur kynntar. Þá fór fram unglingakeppni 10-12 ára og siðan voru stóöhest- ar kynntir. Slöast á dagskránni voru svo undanrásir kappreiöa og gæöingaskeiö á Suöurbraut. í gærkvöldi var svo kvöldvaka meö sérstakri dagskrá. 1 dag veröa söluhross kynnt Góö aðstaba er til að dvelja I hjólhýsi að Þingvöllum, og þar höfðu ýmsir mótsgestir komið sér fyrir. Þeir gættu vel gæbingana og tóku starf sitt mjög alvarlega. Ahorfendur spöruðu ekki spaklegar athugasemdir um gæðingana. Komið hefur veriö fyrir góðum hestagiröingum við Skógarhóla og aðstaða þar hin ákjósanlegasta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.