Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. jiili 1978 ^JOPVILJINN — StÐA 11 Verða sett met í dag? Meistaramót tslands i frjáisum iþróttum fer fram á Laugardals- velli f dag og einnig á sunnudag og hefst þaö báða dagana klukkan 14.00. Þá verður einnig keppt á mánu- daginn I fimmtarþraut karla og 3000 metra hindrunarhlaupi. Það er ekki f jarri lagi að áætla að einhver tslandsmet sjái dags- ins ljós i dag. Það er aldrei að vita hvað Hreini Halldórssyni dettur i hug að gera en það skýrist ekki fyrr en á keppnisstað. Hörkukeppni verður eflaust á milli óskars Jakobssonar og Erlends Valdemarssonar i kringlukasti en þeir eiga svipað- an árangur i sumar. Alls verða keppendur um 140 talsins frá hinum ýmsu héraðs- samböndum. Mun keppnin standa yfir frá klukkan 14.00 báða dag- ana og til 16.30 og það er þvi greinilegt að sitthvað verður um að vera á Laugardalsvelli á morgun. Tima-seðill fyrir mótið er i blaðinu I gær. SK. Sefur KSÍ á verðmum? Siguröur Haraldsson skrifar „Úr markteignum Hreinn Halldórsson er sá maðui sem á að geta gert hvað stærsta hluti á mótinu i dag. Hvað kastar hann langt? KR vann KR og Fylkir léku i gærkvöldi i Islandsmótinu i knattspyrnu 2. deild og lauk leiknum með sigri KR 4:0. Staöan i leikhléi var 2:0. Mörk KR skoruðu þeir Stefán örn Sigurösson tvö Vilhelm Fredrekssen og Birgir Guðjóns- son. Leikinn dæmdi óli Ólsen. SK. Otbreiöslustarfsemi KSI er eitt af þeim verkefnum sem eru van- rækt aö minu mati af stjórn KSI og getur stjórnin ekki kennt um auraleysi þvi að KSl hefur verið rekið meö hagnaði undanfarin tvö ár. Þegar KSl menn'ræða um út- breiðslustarfsemi er ein- göngu talað um aö fleiri og fleiri unglingalandslið hafi verið send út til keppni, viö frændur okkar Færeyinga. Að minu mati er ekki eingöngu um unglingastarfsemi að ræða þegar útbreiðslustarfsemi er annars vegar þvi að það eru margir aldurshópar sem hafa ekkert við sitt hæfi I knattspyrnu- lifinuhérá landi annað en aðfara á völlinn. Og þegar fólk getur ekki tekið þátt I Iþróttum af lifi og sál er vonlegt að það leiti sér að öðrum áhugamálum, sem aftur verður til þess að færri og færri hafa tíma til að fara á völlinn. Hvað er til ráða? Það er margt sem hægt er að gera, og eins og ég minntist á i siðasta pistli minum þá held ég að það verði að rey na að finna leið til aðgefa sem flestum tækifæri á að reyna sig I keppni, sem skipulögð er af forráðamönnum knatt - spyrnumála hér á landi. Stórt skref fram á við er Úrvalsdeildin en það vekur athygli mina aö það eru áhuga- samir einstaklingar sem hafafor- göngu um að koma þeirri keppni af stað. Um önnur mót væri hægt að hugsaog er mér þar efst I huga aö koma á fót keppni varaliöa eins og er allstaðar annars staðar þar sem knattspyrna er leikin. Það er allavega sorgleg staðreynd að hér eru mörg lib sem missa marga góða leikmenn úr sinum röðum vegna þess að þeir komast ekki um stundarsakir i lið. Reykjavikurfélögin hafa nokkra sérstööu hér þar sem þau hafa haft keppni sin á milli fyrir 1. flokk, enda er þaö staðreynd aö þeim helst mun betur á mann- skap en utanbæjarliöum. En þau eru einnig i erfiðleikum þvi þessi 1. flokks mót vekja ekki áhuga leikmanna og held ég að það sé vegna þess að þau séu það stöönuö, enda 3 mót haldin með þátttöku sömu liða úr Reykjavik. Hér verður KSI aö taka i taum- ana og reyna að koma 1. flokks keppni á meö þátttöku sem flestra liða og reyna að skipu- leggja mótið þannig að f járhags- lega hlið þess veröi hægt að yfir- stiga. Með svona keppni væri hægt að fjöiga þeim sem fá að leika knattspyrnu einu sinni i viku um 10%. Þá er knattspyrnumót fyrir- tækja örugglega framkvæman- legt og væri með vel skipulögðu móú hægt að veita mörgum sem áhuga hafa á, þá ánægju að leika knattspyrnu einu sinni i viku. I sambandi við unglingamál held ég að sé nauðsynlegast ab KSt og aðildarfélögin reyni að finna leiðir til að byggja upp meiri félagslega aðstöðu fyrir unglinga á athafnarsvæðum fé- laganna, þannig að það verði meiri þjónusta sem unglingarnir geti sótt til iþróttafélaganna en bara að æfa iþróttir, þvi þó það sé gott þá er það ekki tæmandi. Ég held að þetta þurfi ekki að vera f járhagslegur baggi á félög- unum, þvi ég er viss um að væri meira félagslegt starf unnið innan félaganna, væri hægt að nota það sem tekjulind til annarra starfa. Eitt af þvi sem allir hafa rekið augun I sem fylgjast með knatt- spyrnumálum hér undanfarna daga er hvernig þjálfari liðsins Viking frá Noregi, sem nú er I 3. sæti i 1. deildinni norsku, eyðir sumarfrii sinu. Hann kemur til Islands enda öllum hnútum kunnugur hér sem fyrrverandi landsliðsþjálfari, og lætur það mjög opinskátt i ljós við fjölmiðla að hann sé hér I þeim erinda- gjörðum að næla sér i nokkra islenska leikmenn, til ab „tryggja” liði sinu norska meistaratitilinn. Og þessi maður sem alltaf hefur kunnað að láta á sér bera notar ýmsa fjölmiðla, eins og Dagblaðiö til að auglýsa veru sina hér og tilgang hennar. Ég verð að segja aö mér finnst hneykslanlegt að islenskir iþróttafréttaritarar skuli ekki hafa skorið upp herör gegn ætlun mannsins en ég hef ekki séb neina grein á Iþróttasiðum dagblað- anna hér sem bendir fólki á að norsk knattspyrna hefur ekki upp áneitt sérstakt að bjóða fyrir þá leikmenn sem langar aö fara og reyna sig I atvinnumennsku. Hins vegar hefur verið skrifað að norska knattspyrnusambandið hafi ákveðið að greiða leik- mönnum landslibsins 40.000 kr. fyrir hvern leik I stað 12.000 áöur. Ég vona að Tony Knapp verði ekki kápan úr þvi klæðinu að reyna að fá góða leikmenn fyrir Framhald á 14. siðu Rennt fyrir lax" Lýkur á metveiði Veiði í flestum ám landsins er mun meiri en á sama tíma í fyrra I dag hef ur göngu sina i blaðinu þáttur sem heitir „rennt fyrir lax" og er hann um laxveiði. Er ætlun- in að hafa hann á laugardögum og þriðjudögum framvegis. Skýrt verður frá veiði í hinum ýmsu laxveiðiám landsins svo og silungsveiðinni á helstu svæðum hennar. I dag byrjum við á Elliðavatni, Norðurá, Grímsá og svo Elliðaánum sjálfum, paradis okkar Reyk- víkinga. Norðurá Hjá kokkinum I veiði- húsinu i Norðurá fengum við þær upplýsingar að veiðin hefði gengið mjög vel það sem af er. Alls væru nú komnir á land um 885 laxar. íslendingar voru við veiðar i Noröurá frá 1. júni en þá þvi miður tóku útlend- ingar við veiðinni 1. júli og hafa verið við veiðarnar siöan. Landinn mun siðan taka til við veiðarnar aftur i ágúst. Fyrsta mánuöinn, þ.e. þegar tslendingar voru viö veiðar komu á land 435 laxar ofan við Stekk. Er það meiri veiðien á sama tima i fyrra. Útlendingar þeir sem tóku við 1. júli höfðu I gærkvöldi fengið 450 laxa þannig aö svo virðist að þeir standi sig betur en landinn. Hafa verður þó i huga aö þeir fá að sjálfsögðu besta tima sumarsins en „okkur hinum” er skammtaður timinn i byrjun og lok veiöi- timans. Hjá kokkinum I veiði- húsinu fengum við einnig - þær upplýsingar aö vatn i ánni hefði verið með minna móti undanfarið en það væri nú þegar farið að aukast aftur. Alls komu á land i fyrra úr Norðurá 1470 laxar. Elliðaárnar Hjá Friðrik Stefánssyni hjá Stanga veiðifélagi Reykjavikur fengum við þær upplýsingar að allar likur væru á metveiði i Elliöa- ánum I sumar. Þegar væru komnir á land um 470 laxar en á sama tima i fyrra heföu þeir verið 281. Þetta væri þvi um 65% aukning. Þessar tölurerufrá 13. júli. Þann 19. júli s.l. ár voru komnir á land 400 fiskar og sagði Friðrik að segja mætti að við værum um 9 dögum á undan áætlun. Af þeim 470 löxum sem þegar hefðu veiðst I sumar sagði Friðrik að um 120 heföu veiðst á flugu og færi það vaxandi að menn reyndu þá veiðiaðferð er hlýna tæki. Alls komu um 1240 laxar á land úr ánum I fyrra. Grímsá Úr Grimsá komu i fyrra 1103 fiskar en Elsa Þorkels- dóttir aðstoðarstúlka I veiði- húsinu vib Grimsá sagði okkur i gær aö nú væru komnir á land um 700 fiskar og er þaö mun meiri veiði en i fyrra. Frá þvi að veiðin hófst hefur iaxinn ekki látiö á sér standa þrátt fyrir þaö aö vatniö i ánni hefði verið litið framan af en það færi nú vaxandi með hverjum degi. Elsa sagði aö nú væru aðeins útlendingar við veiðar I ánni og væri aðeins leyfilegt að veiða á flugu. Útlending- arnir veröa við veiðar til 7. ágústen þá fá tslendingar að komast að aftur. Stærsti lax- inn sem veiðst hefur til þessa var 18 pund og veiddist hann á flugu sem Skröggur heitir. Elliðavatn „Hér I Elliðavatni fór veiðin rólega af stað en eftir að framkvæmdum lauk viö stifluna hefur vatnið aukist og veiðin að sama skapi”, sagði Vignir Sigurðsson veiðivörður við Elliðavatn er Góð veiði hefur verið I Grimsá I sumar eins og fram kemur I þættinum. A myndinni sést maður renna fyrir lax i veiðistað sem heitir Jötna- brúarfoss. við slógum á þráðinn til hans I gærkvöldi. „Það veiðist nú einna mest hér á flugu ef hlýtt er i veðri en annars eru menn hér einnig lagnir við að veiða á maðkinn og hrognin.” Að sögn Vignis er það tölu- verð kúnst að veiða I vatninu og oft eru það sömu mennirnir sem stunda veiðina hvaö harðast. Nauösynlegt væri að ráða bót á þessu og vildi Vignir nota tækifærið og skora á alla Reykvikinga að koma i vatnið og veiöa. Veiðileyfin væru ódýr og oft væri hægt að eiga skemmtilegt kvöld við Elliðavatn. SK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.