Þjóðviljinn - 15.07.1978, Page 7

Þjóðviljinn - 15.07.1978, Page 7
Laugardagur 15. júli 1978 . ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Með nokkurri forundran hafa menn nú um hríö horft á ritstjóra Morgunblaðsins hefja enn eina krossferð gegn því sem þeir kalla pólítíska innrætingu í skólum Vindhögg ætlað kennurum Oft hefur manni blöskrah aö- ferBir stjórnmálamanna og annarra i opinberri umræöu, dylgjurnar, hálfsannleikurinn, útUrsnúningarnir, I stuttu máli: hagræðing staðreynda á þann veg sem mælanda hentar. Omurlegast er þó þegar um- ræöan byggistá hreinum tilbún- ingi, höfundur býr til veruleika, semhonumhentaraðsétil, með orðum. Oft eru óskilgreind hug- tök notuð i slika hugarsmið og barist fyrir henni, eöa gegn henni, af miklum móði, jafnvel i Jesú nafni. Með nokkurri for- undran hafa menn nú um há- sumarið, að lokinni kosninga- hrið, horft á ritstjóra Morgun- blaðsins hefja enn eina kross- ferð af þessu tagi gegn þvi sem þeir kalla pólitisk innræting i skólum. Fátt um skilgreiningar Eins og fyrri daginn er ekki haft fyrir þvi að skilgreina til neinnar hlítar hvað við er átt. Liklega komast þessi orð úr leiðara Morgunblaðsins 12. þ.m. einna næst þvi að skýra þaö i stuttu máli: „Þessi misnotkun aðstöðu verður ekki stöövuð nema for- eldrar taki höndum saman um það að gera börnum sinum kleift aö komast i gegnum skólakerfið á þann veg, að þau geti myndaö sér sjálfetæðar skoðanir um mál en veröi ekki að sæta þvi á viðkvæmasta þroska- og mótunarskeiði að verða fyrir tilraunum óprútt- inna manna til þess aö hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir þeirra i framtiðinni”. Nú má flestum ljóst vera að tilraunir af þvi tagi sem þarna er lýst eru dæmdar til að mis- takast. Detti kennara sú fásinna i hug aö reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoöanir nemenda sinna með þvi aö segja þeim hvað þeir eigi að halda og hugsa, hlýtur hann aö uppskera öfug áhrif við það sem til var ætlast. Almenningur gerir sér auðvitað grein fyrir þessu og þvi eru öskur Morgunblaðsritstjór- anna, og annarra sem skrifaö hafa I likum dúr, þeim mun undarlegri. Takmörkuð þekking Onnur alþekkt vitneskja viröist ekki enn hafa bæst i þekkingarforða þessa fólks. Svo kölluð innræting er hluti af þeirri félagsmótun sem fram fer i öllum þjóðfélögum, þ.e. mótun viöhorfa og gildismats uppvaxandi kynslóðar. Félags- mótun og þar með innræting fer að sjálfsögðu fyrst og fremst fram innan f jölskyldunnar, hins margrómaða „hornsteins þjóð- félagsins”. Siðan ber að nefna áhrif vina og félaga, og fjöl- miðla. Skóhnn er lika áhrifa- valdur við félagsmótun en athuganir og skoðanir þeirra, sem um uppeldis- og kennslu- mál fjalla, benda til að þau séu mun minni en margir halda og beri að telja á eftir þeim aöilum sem áður voru nefndir. Þeir sem innsýn hafa i þessi mál vita llka að uppeldisáhrif þess sem sagt er við nemendur, þeim ætlaðað taka við þegjandi og athugasemdalaust, eru vægast sagt hverfandi. Og geta raunar haft þveröfug áhrif við það sem til var ætlast eins og áður var vikiðað. Uppeldislegra áhrifa skóla gætir i réttu hlut- falli við það að hve miklu leyti honum tekst að miðla reynslu, veröa vettvangur umræðna, sjálfstæðra athugana einstakl- inga og hópa á viöfangsefnum sem nemendur hafa áhuga á, telja sig varða með einhverju móti. Ahrifavald skóla er fyrst og fremst háð lýð* ræðislegum vinnubrögðum þar sem frumkvæði, fróöleiksfýsn og vilji nemendanna hefur riku- legt svigrúm. Það er ekki hægt að troða skoöunum inn I heil- brigðbörneins og sumir viröast telja að gert sé, sist af öllu skoð- unum sem eru andstæðar rikj- andiskoðunum og ráðandi hefð- um. Þær seytla hins vegar inn i uppvaxandi kynslóð eftir ýmsum leiðum eins og áður var vikið að. Fyrirspurn i fræðslu- ráði: Ljúkum þessum stuttu athugasemdum um flókið og merkilegt fyrirbæri með því að virða fyrir okkur nýjasta dæmið um dylgjur og útúrsnúninga i tengslum við þetta efni. Það er að finna i' leiðara sem Mbl. birti á miövikudaginn var og fjallar um svar Kristjáns J. Gunnars- sonar, fræðslustjóra i Reykja- vik viö fyrirspurn sem ég bar upp i fræðsluráöi. Fyrirspurnin var þannig: „Siðastliðinn föstudag og laugardag birtust i leiðara Morgunblaðsins ásakanir á kennara fyrir aö misnota að- stöðu sina i pólitiskum tilgangi (sbr. Mbl. 1. júli: „Spurningin um pólitiska misnotkun kennara á aðstöðu sinni er orðin svo brennandi i hugum fólks, aö óhjákvæmilegt er að það vanda- mál verði tekið til sérstakrar meðferðar. Það er ekki hægt að liða það lengur að pólitisk inn- ræting farifram i skólum lands- ins”) t „Reglugerð um störf fræðslustjóra”, 24. gr„ er það talið meðal verkefna fræðslu- stjóra að „ — kynna sér aga, stjórn og uppeldisáhrif skóla”. Einnig segir þar: „Virðist þessum atriðum ábótavant, skal fræðslustjóri ræða við skóla- stjóra, kennara og skólanefnd eftir þvi sem ástæður þykja og gera ráðstafanir til úrbóta eftir þvi sem hann telur fært”. Af þessum sökum vil ég leyfa mér að leggja fram svohljóöandi fyrirspurn: 1. Hefur fræðslustjóri orðið þess var að uppeldisáhrifum skóla I Reykjavik væri ábóta- vant á þann vegsem talaðer um I áðurnefndum leiðurum Morgunblaösins, þ.e. er kunnugt um einhverja skóla I Reykjavik” — þar sem mark- viss pólitisk innræting fer fram”? 2. Telur fræöslustjóri ástæðu til að kanna málið sérstak- lega?” Svar fræðslustjóra Svar fræðslustjóra Reykja- vikur var lagt fram á næsta fundi i fræðsluráði Reykjavikur og er á þessa leið: „Við samningu frumvarps til laga um grunnskóla var svo ráð fyrir gert að hluti námsstjórnar i grunnskólum hvers fræðslu- umdæmis væri i höndum fræðslustjóra og aö fræðslu- stjórinn hefði mannafla og fjár- magntil að annast það verkefni. t meðferð frumvarpsins á Al- þingi var fjárhagsgrundvell- inum kippt undan þessu ákvæöi án þess þó að um leið væri gerö breyting á skilgreiningu verk- sviðs fræöslustjóra, sem m.a. fól I sér að i hans verkahring var áfram talið að sinna ýmsum innri þáttum skólastarfsins. Þannig á fræðslustjóri (sbr. reglugerð um störf fræðslu- stjóra, 24. gr.) t.d. að kynna sér uppeldisáhrif skóla (en i þvi felst m.a. hvernig námsefni er lagt fyrir nemendur), sem aö sjálfsögðu er I nánum tengslum viö almenna námsstjórn. Fjármagn og mannafli, sem skv. grunnskólalögunum er ætlað til rekstrar fræösluskrif- stofanna, hefur aö minu áliti, a.m.k. hvað Reykjavik varðar, takmarkað verkefnið að lang- mestu leyti viö fjármálastjórn og rekstrarlega skipulagningu skólastarfsins. Ég tel þvi (eftir að áöur- nefndar breytingar voru gerðar á frumvarpinu við lagasetning- una), að fræösluskrifstofur hafi I reynd litið svigrúm til veru- legra áhrifa og eftirlits meö innra starfi skólanna, þar sem þær skortir til þess mannafla og fjármagn. Alkunnugt er aö gagnrýni á marga innri þætti skólastarfs á sér oft stað og frá ýmsum aðilum.ensé hún aðeins sett fram sem skoöun, án þess að vera þannig rökstudd að hlutlægu mati veröi viö komið, er að minu áliti ekki hægt að gera ráð fyrir aö fræðslustjóri taki i embættisnafni afstöðu til slikrar gagnrýni. Komi hins vegar fram rökstudd dæmi er varða t.d. aga, stjórn, framsetningu námsefnis og uppeldisáhrif skóla þannig aö framkvæmd þessara þátta skólastarfsins þyki ámælisverö, geta afskipti af slikum málum að sjálfsögðu fallið I hlut fræöslustjóra og talist I hans verkahring og þá ber með þau að fara I samræmi viö ákvæöi viðeigandi laga og reglugerða. Hinum beinu spurningum sem fram eru bornar i bókun Haröar Bergmanns svara ég þannig: 1. Mér hafa engar formlegar kvartanir borist um að „mark- viss pólitisk innræting” fari fram i skólum sem reknir eru af rikinu og Reykjavikurborg og hef enga rökstudda vitneskju um að svo sé. 2. Með visun til þess sem áður er fram tekið i þessari greinar- gerð, tel ég ekki ástæðu til að kanna málið sérstaklega.” Meðferð Morgunblaðs- ritstjóranna á svarinu Svar Kristjáns J. Gunnars- sonar, fræöslustjóra, er vandað og yfirvegað eins og hans var von og visa. Ég tel það vel til þess fallið að skýra nokkuö hvaö hér er um aö ræða og bendi i þvi sambandi sérstaklega á orö hans um gagnrýni sem sett er fram án þess að vera rödstudd. En ritstjórar Morgunblaðsins eru ekki á þvi aö hleypa neinni skímuinn i vitund sina. Þeir búa strax til veruleika sem þeim hentar: Kristján J. Gunnarsson meinar ekki það sem hann segir að mati þeirra, heldur það sem þeir vilja að sé sannleikurinn i málinu. Svona litur dæmiö út I leiöara Mbl. á miövikudaginn var: „Svar Kristjáns J. Gunnars- sonar er eftirtektarvert fyrir þá sök, að fræðslustjóri tekur sérstaklega fram, að honum hafi ekki borist „formlegar” kvartanir og að hann hafi ekki „rökstudda” vitneskju um slika pólitiska innrætingu. Þessi orö liggur beint viö aö skilja á þann veg, að þótt fræðslustjóra hafi ekki borist „formlegar” kvart- anir, kunni honum aö hafa boristóformlegar kvartanir. Og þótt fræöslustjóri hafi ekki „rökstudda” vitneskju um slika misnotkun aöstööu má skilja orö hans á þann veg, að hann búi yfir vitneskju, sem erfitt kunni að veraaö rökstyöja með dæm- um”. Lokaorð Satt aö segja liður mér dálitið undarlega aö vera farinn að taka þátt i umræöu sem fer framá þessu plani. Maöur hálf- sér eftir kvöldstund sem fer i svona skrif um hásumariö. Auö- vitað er engin hætta á aö foreldrar muni á komandi vetri taka á móti börnum sinum úr skólameðspurningunni: „Hvaö sagði kennarinn um pólitikina I dag?” Og kennarar hafa látið formælingar og ógnanir af þvi tagi sem hér um ræðir sem vind um eyrun þjóta. Og halda þvi áreiðanlega áfram þótt hundraö leiðarar eigi eftir að bergmála kröfur Morgunblaðsritstjór- anna um meira eftirlit meö starfi þeirra. i Til Tfzkublaðsins LIF, Ármúla 18, 105 Reykjavik. Símar 82300 og 82302.óska eftir áskrift Nafn Heimilisfang................... Sim i.,,,,,„,,„,„,,,,„,,,,„,,„ 2. -6. tbl. kr. 3.390.- 3. -6. tbl. kr. 2.945.- Tískublaðið LIF er komið út

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.