Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júli 1978 Umsjón: Helgi Ólafsson „World Open” í Bandaríkjunum Árangur Ingvars engin tilviljun (Afar slappur leikur sem færir svörtum frumkvæðið á silfur- fati. Mun sterkara er 10. Be3, eöa 10. a3) 10. .. Dd7 13. Bc3 Rd4 11. Rc4 b6 14- Bxb7 Dxb7 12. Bd2 Bb7 15. Bxd4 Bxd4 (Svartur hefur þegar leyst öll vandamál og stendur jafnvel betur aðvigi. A.m.k. er erfitt að finna haldgóða áætlun fyrir hvltan.) 16. a4 Had8 18. a5? 17. Dc2 Hfe8 (Skilningsleysi hvits á stöðunni er algjört. Þessi framrás þjónar aöeins hagsmunum svarts.) 18. .. h5 (Blæs til atlögu á kóngs- vængnum. Það er athyglisvert að svartur hefur frumkvæöi hvert sem litið er. A kóngs- vængnum, drottningar- vængnum og á miðborðinu. Er hægt að biðja um meira?) 19. axb6 axb6 20. h4 (Affarasælla heföi liklega verið að leika 20. f3 og siðan Kf2 við hentugt tækifæri.) - 20. .. Dc7 (Hótar 21. - Dxg3+) 21. Kg2 Dc6+ 24. f4 b5 22. Kh2 Ha8 25. Rd2 Hxal 23. e3 Bg7 26. Hxal e5! (Kraftmikill leikur sem opinberar veilurnar í stöðu hvits. staða hans er begar töpuö.) 6 27. Re4 exf4 29. Hdl Dd5 28. exf4 c4 30. Dg2 Dd4 (30. - cxd3 hefðu verið ömurleg endalok vegna 31. Rf6+) 31. Hel Kf8 34. Db7 Df2+ 32. dxc4 f5 35. Kh3 Dfl+ 33. Rg5 Hxel — Hvitur gafst upp. Það er vist óhætt að fullyrða að sjaldan hafi tslendingur komið jafn mikið á óvart i keppni og Ingvar Asmundsson á „World Open”— skákmótinu i Bandarikjunum i siðustu viku. Eins og kunnugt er lenti hann i 1-7. sæti af u.þ.b. 500 kepp- endum og slikt segir ekki svo litia sögu. 1 hugum þeirra er heitna sátu hefur árangur hans uggiaust verið túlkaður sem heppni og það mikil. En sem áhorfandi af skákum hans getur sá sem þessar linur skrifar full- vissað þá að svo var ekki. Ingvar tefldi allt mótið út i gegn af mikilli hörku og grimmd og gaf ekkert eftir, þrátt fyrir hinar óvenjulega erfiðu að- stæður. Mótið hófst 30. júni og lauk 4. júlf, ails 9 umferðir. Þar af voru 8 umferöir tefldar á 4 dögum eða 2 skákir á dag. Skyidi engan undra þó einhver þreyta hafi veriðfarin aösetjast i menn er liða tók á mótið. Arangur Islensku keppend- anna, en þeir voru 14, varð þessi: 7 1/2 v. Ingvar Asmundsson. 6 1/2 v. Margeir Pétursson 6 v. Jón L. Arnason og Helgi Ölafs- son 5 1/2 v. Ásgeir Þ. Arnason, Benóný Benediktsson, Jóhann Þ. Jónsson, Guðni Sigurbjarnar- son og Bragi Halldórsson 5 v. Sævar Bjarnason, Jóhannes Glslason 4 1/2 v. Leifur Jó- steinsson og Guðmundur Agústsson 4 v. Þórir Ólafsson. Li'klega hefur Ingvar As- mundsson unnið flestar skákir i röð á mótinu eöa 6 talsins. Sigur hans yfir Saltzman, sem er landflótta Rússi, var árangur einhverjar fallegustu leikfléttu sem ég hef séð lengi: Staðan kom upp eftir 40. leik svarte De6-d5 (leikinn I æðis- gengnu timahraki). Ingvar sem nú átti skyndilega nógan tlma lagðist djúpt i stöðuna og fann bráösnjallan leik: 41. e6!! Dxe6 (Eöa 41. - fxe6 42. Df6+ og lokin eru skammt undan.) 42. Dh8+ Ke7 (Eini leikurinn. Saltzman hefur vafalaust búist við framhaldinu 43. Dxh6 með óljósri stöðu, en litið á næsta leik hvlts.) 43. Dal!! (Stórkostlega leikið. Það finnst engin vörn gegn 44.Rc5. Saltz- man gafst upp. Lokastaðan verðskuidar stöðumynd) Reyndar minntu lokin mig á lausn skákdæmis sem ég iæt fljóta með til gamans: Hvltur leikur og vinnur: Lausnin er eftirfarandi: i. Dg8! (Auðvitaðekki 1. Dxal ogsvart- ur er patt.) 1. ...I)a2! (Eina vörnin gegn hótunum 2. Ke7 og 2. Kd7 mát.) 2. De8! Da4 (Aftur eini leikurinn) 3. De5+ Ka8 4. Dh8! — ogsvartur er varnarlaus. Það er athyglisvert aö 1. De8 strax strandar á 1. - Dg7! o.s.frv. En nóg um það. Hér birtist svo ein vinningsskák Ingvars i fullri lengd: Hvitt: Katiein Svart: Ingvar Enski ieikurinn 1. c4 Rf6 6. cxd5 Rxd5 2. Rc3 g6 7. 0-0 C5 3. Rf3 Bg7 8. Rxd5 Dxd5 4. g3 0-0 9. d3 Rc6 5. Bg2 d5 10. Rd2? Skotlandsfarar valdir Af unglingalandsliði (lið yngri manna) Þá er vali á unglingalandsliði á Evrópumót yngri manna lokiö. Liðið verður þannig skipað : Sigurður Sverrisson, Skúli Einarsson, Guömundur S. Hermannsson og Sævar Þor- björnsson. Mótið hefst siöla I ágúst mánuði, og verður keppt i háskólabænum Stiriing, i Skot- landi. Alls munu 18 þjóðir taka þátt i mótinu, og er það svipuð tala og undanfarin ár. Spilaðir veröa 20 spilaleikir, aliir v/alla. Fyrirliði liðsins, er Sverrir Armannsson. Bæði þessi pör hafa náö ágætum árangri hér heima sl. keppnistimabil, og voru td. saman i sveit si. vetur. Ættu þau að standa sig með prýði, i Skotlandi. Frá New Orleans I New Orleans voru veitt hin ýmsu verðlaun af hálfu alþjóða- bridgesambandsins, og kjörnir voru td. „menn ársins” og „Ahugamaður ársins” auk þess sem i boði er C.C. Wei og frú héldu bridgefréttamönnum og stjórn alheimssambandsins, auk velunnurum, voru veitt Precision verðlaun þeim, er reit bestu bridgegrein ársins. Þau voru veitt Jeff Rubens, ritstjóra The Bridge World, fyrir grein hans „Puppet Stayman”. Hvernig væri að nálgast hana, Jakob? Forseti Alheimssambandsins i Bridge, Jaime Ortiz-Patino, var kjörinn bridge-maður ársins, fyrir eljusamt starf iþágu bridge, þann stutta tima sem hann hefur gegnt forseta- starfinu, auk þess sem hann hefur beint iþróttinni á hærra svið og aukið athygli manna á gildi hennar. Auk þess sem hann gegndi starfi gjaldkera Evrópu- 'Sambandsins. „Sportmaður ársins”, eða velunnari ársins, var valinn Maurits Caransa frá Hollandi, sá hinn sami og rænt var sl. ár, og krafist lausnargjalds fyrir. Hann er einn áhrifamesti auð- maöur Hollands, og hefur alla tið verið sérstakur áhugamaður um framgang bridge, ekki aðeins i Hollandi heldur og viða i heiminum. Caransa átti slæma tima i ræningjahöndum, og enn þann dag i dag, er hann i hægfara endurhæfingu vegna alls þess, sem hann mátti þola. Af tslands hálfu, sótti Jakob R. Möller boð þetta, sem haldiö var á vlðfrægum veitingastað i borginni, og voru gestir Wei- hjónanna um 100. Eins og kunnugt er, samdi C.C. Wei, Precision kerfiö, sem á Islandi er hvað vinsælast -i dag. Af bikarkeppni BSÍ-sveitakeppni Þættinum hafa borist úrslit úr nokkrum leikjum, sem lokiö er I 1. umferð (32 liða). Sveit Vigfúsar Pálssonar Reykjavik, sigraði sveit Páls H. Jónssonar Akureyri, með 24 stigum. Sveit Guðmundar Páls Arnar- sonar Reykjavik, sigraöi sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar Reykjavik, með 29 stigum. Sveit ólafs Lárussonar Kópa- vogi, sigraði sveit Sigurjóns Tryggvasonar Reykjavik, meö 28 stigum. Sveit Armanns J. Lárussonar sigraði sveit Eiriks Helgasonar, með 27 stigum. Sveit Alfreðs Alfreössonar sigraöi sveit Jóns Alfreðssonar Akranesi. Sveit Hjalta Elíassonar Reykjavik, sigraði sveit Krist- jáns Kristjánssonar, Reyðar- firði. Frá Asunum Sl. mánudag, var keppt I 2 riölum. Þátttaka er sýnilega að aukast að mun, og eru bridge- áhugamenn hvattir til að mæta vel næsta mánudag. Þessi urðu úrslit sl. mánudag: A-riðill: 1. Sigfús Þórðarson — Vilhj. Pálss. Self. 203 st. 2. Óli Már Guömundss. — Þórarinn Sigþórss. 193 st. 3. Jón Hilmarsson — Oddur Hjaltason 187 st. 4. Siguröur Sverrisson —- Sævar Þorbjörnss. 183 st. B-riðill: 1. Siguröur Sigurjónsson — Trausti Finnbogason 181 st. 2. Baldur Kristjánsson Hrólfur Hjaltason 178 st. 3. Haukur Ingason — Þorlákur Jónsson 173 st. 4. Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelss. 173 st. Allir eru velkomnir næsta mánudag, meðan húsrúm leyfir. Frá BR Vakin er athygli á þvl, aö aðalfundur félagsins verður haldinn nk. þriðjudag, I Domus Medica og hefst hann kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf auk verölauna- afhendingar. A fundinum verða einnig afhentir bronsstigamiðar þeim, er þá eiga inni hjá bridge Umsjón: Óiafur Lárusson féiaginu. Einnig er stjórnarkjör á dagskrá. í dag, laugardag verða bikar- leikir á dagskrá, og hef jast þeir kl. 13.00 i Domus Medica. öllum er frjálst að spila leiki þar, þeir sem vilja, bikarleiki sem æfingaleiki. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Fyrirspurn Menn hafa komið til min og spurt, hvort ég vissi eitthvaö um afdrif bikarkeppni BSí-tvim. Ég sagðist ekkert vita, heföi ekki mætt i neina jarðarför né séð auglýst andiát keppninnar I blöðum. Þó benti ég þessum mönnum á, að hafa samband við nánustu aðstandendur, ef þeir vildu fregna mála, frekar en orðið væri. Nefnilega, mér var kennt i æsku, aö Iáta hina látnu hvila i friði, sem ég hef og gert. Eða missti ég af jarðarförinnr. Er kannski búið að birta úrslitin? Hvar?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.