Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júll 1978 Fulltrúi Hitaveita Akureyrar óskar að ráða nú þegar til starfa fulltrúa á skrifstofu Hita- veitunnar, með viðskiptafræði- eða tækni- menntun. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf skulu sendar undirrituðum Hafnarstræti 88b Akureyri fyrir 24 júli n.k. Undirritaður veitir nánari upplýsingar um starfið Hitaveitustjóri Bókari óskast á skrifstofu vinnuheimilisins að Reykja- lundi. Heilsdags framtiðarstarf i góðri vinnuaðstöðu. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Helgi Axelsson i sima 66200 Vinnuheimiiið að Reykjalundi. Reyðarfjörður Þar sem lagfæra á og slétta kirkjugarðinn á Búðarmel i sumar er nauðsynlegt að þeir sem óska að merkja leiði eða á annan hátt annast sjálfir um frágang leiðanna gefi sig fram sem allra fyrst eða i siðasta lagi 30. júli við Kristinn Þ. Einarsson Reyðarfirði i sima 97-4140. Sóknarnefnd Reyðarf jarðar. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður Landspitalinn. Staða Sérfræðings við brjóstholsað- gerðadeild spitalans er laus til umsóknar. Áskilið er, að sérfræð- ingurinn hafi starfað i sérnámi við h jartaskurðlækningar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu rikisspitalanna fyrir 16. ágúst n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir deild- arinnar i sima 29000. Staða sérfræðings i lyflæknisfræði og öldrunarlækningum við öldrun- arlækningadeild i Hátúni 10B er laus til umsóknar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu rikisspitalanna fyrir 20. ágúst n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir deild- arinnar i sima 29000. Reykjavik, 17.7.1978 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Gisli Guðmundsson skrifar: Fátt um fína— og þó Það er yfirleitt fátt um fina drætti hér núorðið. Ég meina drætti úr sjó. Þó kom það fyrir i gær, 6/7, að Þorvaldur Krist- jánsson, sem stundar hér hand- færaveiðar á sumrin á þriggja rúmlesta opinni trillu, fékk á færið sitt 120 kg. þunga lúðu, sem Vestfirðingar kalla svo, en heitir réttu nafni flyðra. Þorvaldur var á annan klt. að lokka hana upp. Loks kom hann á hana höfuðhöggi og stungu til óllfis. En ekki gat hann innbyrt hana. Hann tók þvi þaö ráð, eins og þeir hafa það á hvalbát- um með hvalina, að binda hana á siðuna. Næsta öryggisráöið var að kalla upp i talstöð nær- liggjandi trillu og kom hún til aðstoðar viö aö koma skepnunni innfyrir borðstokkinn. Veiðarfærið var tveggja mm færi og 1,4 mm slóði. Hvoru- tveggja nælon. Það má teljast vel að verki staðið að ná þessari dýrmætu skepnu upp. Verömæti hennar var 45 þús. kr. en það er kr. 380,- fyrir kg. Að auki i stofn- fjársjóð kr. 4560,— eða samtals kr. 50.160,- Það má kallast góður dráttur þaö. Gisli Guðmundsson. Gisli Guðmundsson Leiörétting -5 en ekki 3 Stundum bila heimildir þótt öruggar séu ætlaðar. Landpósti hefur verið bent á aö ekki sé rétt hermt frá sveit- arstjórnarkosningum i Tjörnes- hreppi, sem getið var um hér á siöunni sl. miðvikudag. Er þvi sjálfsagt að birta fréttina hér á ný, aukna og endurbætta, og llt- ur hún þá þannig út: 1 Tjörneshreppi voru tveir listar i kjöri: H-listi, sem borinn var fram af Guðmundi G. Hall- dórssyni og Gunnari Sigurðs- syni og fékk hann fjóra menn kjörna: Úlf Indriðason, oddvita, Héðinshöfða, Kristján Kárason, bónda, Ketilsstöðum, Eið Arna- son, múrarameistara, Hall- bjarnarstöðum, og Halldór Sig- urðsson, bónda Syðri-Sandhól- um. I-listi var borinn fram af Sigriði Parmesdóttur og Ingi- björgu Sigtryggsdóttur og fékk hann einn mann kjörinn: frú Sigrúnu Ingvarsdóttur á Héðinshöfða. Sjálfkjörinn til sýslunefndar var Clfur Indriðason af H-lista og Gunnar Sigurðsson, Arholti, til vara. A nýafstöðnum fundi hinnar nýju sveitarstjórnar var (Jlfur Indriðason einróma kjörinn oddviti,en varamaður hans var Kristján Kárason kosinn með 4 atkv. —mhg Kristján Pétursson skrifar: Hvers eiga Barðstrendingar að gjalda í verslunarmálum? Eru Barðstrendingar nauö- ■ beygðir til að versla viö Kaup- félag Patreksfjarðar og lúta ■ þeirri þjónustu, sem það býður ■ upp á? Er ekki lýðræðið orðið það mikið á Islandi ennþá að I menn megi versla þar, sem þeir i kjósa helst? Bændur hér leggja allar sinar I afurðir inn hjá Kaupfélagi • Patreksfjarðar að þeim frá- g teknum, sem hafa mjólkursölu. • Siðan er fé bænda bundið inni I hjá kaupfélaginu I þvi skyni, að i þeir versli ekki annarsstaðar. | En hver er svo þjónustan? Það er náttúrlega hlaupið upp til ■ handa og fóta og umbeðin vara I send heim aö dyrum bænda eins [ og annarsstaðar gerist þar sem | heilbrigð og eðlileg verslunar- ■ þjónusta rikir? Onei, það er að- I eins áburðinum, sem ekið er | heim og hluta af þeim fóður- i bæti, sem bændur þurfa að nota > en þá á aökeyptum bjlum. Alla | aðra nauðsynjavöru verða I bændur sjálfir að sækja á slnum ■ eigin bilum. En nú eiga ekki all- | ir bila, og hvernig fara þeir að? Að visu er Mjólkurstöðin að , reyna að hlaupa undir bagga og | taka pakkaflutning, en það er ' takmarkað, sem hún getur tekið | með mjólkur- og póstflutning- I um. Og fær svo kannski ekkert [ þakklæti fyrir að vera að fást | við pakkaflutning. 1 það ■ minnsta finnst verslunar- I stjóranum ýmsir annmarkar á , þvi að koma þessum flutningi á | Mjólkurstöðina. Tvö ár tekur það að fá afurö- . irnar greiddar hjá kaupfélaginu I og næst þó aldrei grundvallar- j verð. Aramótareikningar frá | kaupfélaginu til bænda koma • ekki fyrr en i mars-april og svo | kemur fyrir aö þeim er lokaö án ■ nokkurs fvrirvara. L Bændur hafa unnið að slátrun hjá kaupfélaginu og eiga að fá vinnulaun sin greidd i pening- um. A greiðslu er oftast einnar til tveggja vikna bið og siðan er hún færð inn i reikninga og út á hana verður svo að taka vörur. Ætli bændur að taka heim skrokk af sinu eigin kjöti þá verða þeir að kaupa hann okurverði sem svarar þvi, að sé tekinn út einn skrokkur verður að leggja tvo inn i staðinn. Kaupfélagiö er með oliusölu, og það rekur frystihús ásamt Sambandinu. Ég hef nú dundað við að róa. á trillu, sem ég á, og lagt fiskinn inn hjá nefndu frystihúsi. Ekiðfiskinum sjálfur inn á Patreksfjörð á dráttarvél. Eitt sinn var ég oliutæpur og dældi 54 ltr. af oliu á dráttarvél- ina, hjá söluturni kaupfélagsins. Þetta geröi 900,- kr. Ég hafði ekki aura á mér, bjóst við að þetta yrði skrifaö til mánaða- móta, ekki sist þar sem ég var nú að leggja inn fisk hjá fyrir- tækinu. Þarna vann ung og elskuleg stúlka, sem sagði aö sér væri bannað að skrifa oliu. Og þarna virtist vera komið upp heilmikið vandamál, sem leystist með þvi, að blessuö stúlkan ságðist borga þetta sjálf I bili, eða þar til ég kæmi með aura, sem ég auðvitað gerði fljótlega. Svo bar til hér fyrir nokkrum árum að gamall bóndi, sem bú- inn var að versla mörg ár við kaupfélagið, pantaði sér gasoliu til upphitaunar yfir veturinn. Olian var pöntuð snemma i september. En þaö dróst stöðugt að bóndinn fengi oliuna þótt alltaf væri verið að aka henni á aðra staði. Liður nú að jólum og þá fær þessi gamli bóndi fyrst að vita það, að öll olia sé búin og hann fái enga og allir vegir að verða ófærir vegna snjóa. Ekki get ég kallað þetta heilbrigð viðskipti. Og ekki sýnist mér þetta vera sam- vinnustefna. Nei, Barðstrendingar eiga að stofna sitt eigið kaupfélag I sinni heimabyggð. Við eigum marga unga og dugandi menn, sem eiga að beita sér fyrir þvi, að verslunin sé færð inn I hrepp- inn. Barðstrendingar eiga ekk- ert að þurfa að krjúpa fyrir kaupfélagi Patreksfjarðar og láta draga sig þar I dilka þann- ig, aö þegar Páll fær fjórar brauðsneiðar þá fær Pétur eins og Gunnar Enga, samanber gamla bóndann og oliuna. Kristján Pétursson, Skriönafelli. Umsjón: Magnús H. Gíslason f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.