Þjóðviljinn - 22.07.1978, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júli 1978
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Skipasmíðar í höndum
íslendinga sjálfra
Það er með öllu óþolandi að hin opnu tækifæri til ný-
smíði og viðgerða á skipum hér innanlands skuli ekki
vera nýtt til fulls, heldur eru verkefnin flutt út til er-
lendra skipasmíðastöðva, víðs vegar um Evrópu, á með-
an ískyggilega horfir um atvinnu málm- og skipasmiða
hér innanlands.
Nýlega hafa stjórnvöld samþykkt smíði tveggja skut-
togara í Portúgal og samið hef ur verið um smíði þriggja
togara í Póllandi. Enn er þó ekki útséð um það, hvort
stjórnvöld veita nauðsynlegar heimildir til kaupa á
þessum pólsku skipum.
Á síðasta ári einu voru greiddar fyrir viðgerðir og
breytingar á íslenskum skipum erlendis upphæðir sem
nema samtals einum og hálfum miljarði króna. Alla þá
vinnu hefði auðveldlega mátt framkvæma hérlendis.
Skemmst er að minnast viðgerðar á togaranum
Rauðanúp sem tryggingafélag skipsins ætlaði að láta
fara fram erlendis, en einungis skjót viðbrögð og harð-
fylgi Félags járniðnaðarmanna kom í veg fyrir það og
tryggði íslenskum höndum verkefnið.
Þjóðviljinn ber fram þá kröfu af fullum þunga, að ís-
lenskur skipasmíðaiðnaður verði látinn sitja að öllum
þeim verkefnum á sínu sviði sem hann ræður við. Þetta
er atvinnumál, framfaramál og öryggismál.
—h.
Járnblendileiðin er
ekki rétta leiðin
Alþýðubandalagsmenn hafa hvað eftir annað bent á
það, hvað rekstrargrundvöllur f yrirhugaðrar járn-
blendiverksmiðju í Hvalfirði er ótraustur. Bent hefur
verið á það verðlag sem undanfarin misseri hefur ríkt
erlendisá væntanlegri f ramleiðsluvöru verksmiðjunnar,
járnblendi, og sýnt fram á, að við það verðlag mundi
verða mikill taprekstur á verksmiðjunni. Einnig hefur
verið sannað, að samningunum við hinn norska meðeig-
anda íslenska ríkisins að verksmiðjunni er þannig hátt-
að, að hann sleppur bærilega út úr viðskiptunum, en ís-
lenska ríkið er dæmt til að taka á sig allt tapið.
í útvarpinu í fyrrakvöld var lítil frétt sem ugglaust
hef ur farið f ram hjá mörgum, en hún fól í sér viðvörun
gegn allri ótímabærri bjartsýni um það, að verðlag á
járnblendi muni fara hækkandi á næstunni. Vitnað var í
virt sérfræðitímarit um málefni málmiðnaðar, þar sem
greint var f rá því að markaðir fyrir járnblendi væru nú
að fjarlægjast framleiðslustaði á Vesturlöndum. Við
þetta ykist flutningskostnaður og skilaverð til járn-
blendiverksmiðja er dæmt til lækkunar.
Þarna eru því enn á ný staðf estar þær upplýsingar sem
Alþýðubandalagsmönnum hafa verið tiltækar undanfar-
in tvö ár að núverandi markaðsástand á járnblendi er
ekki líklegttil að vera skammtíma fyrirbrigði. Andstaða
Alþýðubandalagsins við byggingu járnblendiverksmiðj-
unnar er því byggð á fullum rökum. Andstaða við verk-
smiðjuna er raunsæi. Hitt, að halda byggingunni áfram,
og hvað þá að stefna að því að reisa f leiri verksmiðjur af
svipuðu tagi, er meira í ætt við draumórapólitík sem Al-
þýðubandalaginu er f jarri.
Þótt sýnt sé að íslenska ríkið og allur almenningur í
landinu tapi á rekstri fyrirhugaðrar járnblendiverk-
smiðju og samningum í kringum hana, þá er vitað um
innlenda aðila sem hagnast. Þar má nefna verktaka sem
hafa greiðan aðgang að valdamiðstöðvum borgaraf lokk-
anna og hafa fengið mikil verkefni við byggingu verk-
smiðjunnar. Þaðmá Ifka nefna menn sem fá hálaunaðar
stöður hjá rekstrarfélagi verksmiðjunnar og hafa nú það
aðalhlutverkaðalaá óraunhæfri bjartsýni um hækkandi
verð á járnblendi.
—h.
Er Vilmundur
„glæpun”?
Framsóknarflokkurinn hefur
mikið kvartað undan þeirri
blaðamennsku, sem síðdegis-
blöðin kalla rannsóknarblaöa-
mennsku, en Framsókn kallar
ofsóknarblaðamennsku. Telja
Framsóknarmenn siðdegisblöð-
inhafa verið orsakavald 1, 2og 3
að fylgishruni flokksins.
„Við töpuðum áróðursstrið-
inu”, segja Framsóknarmenn,
en telja stefnuna tæra sem
kláravin.
Nú hafa þeir hinsvegar áttað
sig á þvi aö ekki má við svo búið
sitja og að sókn er besta vörnin.
Prúðmennið Ingvar Gislason er
skyndilega farinn að rita i stil
Vilmundar Gylfasonar og snýr
nú vopninu að smiði þess, sjálf-
um kóngi rannsóknarblaöa-
mennskunnar. I grein i Timan-
um i gær segir Ingvar m.a. um
„ófrægingarherferö Vilmund-
ar”:
„Hingað til hefur Vilmundur
Gylfason sloppið með skrekk-
inn. Hann á eftir aðsegja frá þvi
skýrt og skorinort, hverjir voru
heimildarmenn hans og hverjir
voru þeirra heimildarmenn. Og
það er raunar brýnasta spurn-
ingin. Voru e.t.v. bein eða milli-
liðalitil tengsl milli Vilmundar
Gylfasonar og glæpalýðsins
sjálfs? Margt bendir til slikra
tengsla. Það mál þarf að rann-
saka. Ýmsar Ukur benda til þess
að morðingjar Geirfinns Ein-
arssonar hafi haft beint eða
milliliöalitið samband við Vil-
mund Gylfason og Sighvat
Björgvinsson og trúlega fleiri
Alþýðuflokksmenn og látið þá
trúa álygum sinum á aöra menn
þ.á.m. dómsmálaráðherra, gert
þá Vilmund og Sighvat aö tals-
mönnum sinum í fjölmiölum og
I sölum Alþingis. Er hægt að
sökkva dýpra i pólitisku siðleysi
eða dómgredndarleysi? Ná eng-
in lög yfir svona menn, og ef þau
eru til, hvi er þeim ekki beitt?
Enspurninginer: Hvaðankomu
Vilmundi heimildir?”
Við sem hjá garöi sitjum get-
um nú átt von á skemmtilegum
orðaskiptum þegar hið fornfá-
lega blað Timinn ætlar skyndi-
lega að gerast ,,gul pressa”.
Hreinsun
i Framsókn?
Svo viö höldum okkur enn við
Framsóknarflokkinn, þá ritar
Jón Skaftason, fyrrv. alþingis-
maður grein i Tímann i gær og
kvartar mjög undan þvi að
þingflokkur Framsóknarflokks-
ins skuli hafa látiö til leiðast að
taka þátti' viðræðum um vinstri
stjórn. „Þátttaka þingflokksins
i stjórnarmyndunarviðræöun-
um nú er mistök”, segir Jón.
En Jón er lika búinn að upp-
götva ,,starfshátta”-fWusinn,
sem nú ræður öllu um kjörfylg-
ið, og segir:
„Algjör forsenda þess, að
flokkurinn komist upp úr þeirri
lægð, sem hann er I nú, er að
meiriháttar breytingar verði á
málflutningi hans og starfsaö-
ferðum. Einnig þarf að skipta
um menni ýmsum lykilstöðum i
flokknum”.
Eins og allir vita er ekki til
nema ein lykilstaða i Fram-
sóknarflokknum, og sú staöa
heitir Oli Jó.
Orð Jóns verðaþvi vart túlkuð
öðruvisi en sem ósk um aö
höfuðfórnarlamb „ofsóknar-
blaðamennsku” Vilmundar gefi
„nýjum andlitum” tækifæri.
Að mati undirritaðs á hin
„nýja” forysta Framsóknar-
flokksins að vera þannig skip-
uð:
þessar mundir, og hvi ekki aö
nota tækifærið og athuga hana
nánar?
Þegið þið svo
Sighvatur Björgvinsson gefur
þeim flokksbræðrum sinum
Eyjólfi Sigurðssyni og Arna
Gunnarssyni heldur betur
gúmoren i' Alþýðublaðinu i gær.
Þeir hafa undanfarna daga
verið með endemis hnútukast
gagnvart Alþýðubandalaginu og
talað um að:.„einangra” ætti
helvitis kommana. Alþýðu-
flokkurinn ætti að mynda
minnihlutastjórn (getiðþið meö
stuðningi hverra).
Um hina „emilisku” draum-
sýn Arna og Eyjólfs segir Sig-
hvatur:
„Bæði stjórn Alþýðuflokksins
og þingflokkur voru þeirrar
skoöunar, aö formaður Alþýöu-
flokksins ætti aö halda áfram
stjórnarmyndunartilraunum
sinum samkvæmt þvi umboöi,
sem forseti tslands gaf honum,
og reyna næst myndun rlkis-
stjórnar Alþýöuflokks, Alþýöu-
bandalags og Framsóknar-
flokks. Ef flokksstjórn og þing-
flokkur heföu taliö annan kost
betri, t.d. eins flokks stjórn Al-
þýðuflokksins meö stuöningi
eöa hlutleysi annarra flokka, þá
Þessi mynd var tekin i Landmannalaugum I sumarferö
fra msókna rm anna áriö 1973.
Framsóknarmenn:
Nýir starfshættir
„litla flokksins”
Það er athyglisvert að fylgj-
ast með skýringum Alþýðu-
flokksmanna á sigri sinum og
Framsóknarmanna á ósigri sin-
um. Hvorugur flokkurinn telur
aö stefna flokksins hafi valdið
þessum breytingum. Kratar
segja að hinir „nýju starfshætt-
ir”, þ.e. prófkjörin sem þeir öp-
uðu eftir Sjálfstæöismönnum,
hafi verið lykillinn að sigrinum,
og Framsóknarmenn kvarta
undan þvi hve illa hafi lánast aö
„poppa” flokkinn upp, áróöurs-
striðið hafi tapast.
Flokkar vinna kosningar, að
þeirra mati, á þvi að vera meö
vinsæla menn I framboöi og
hafa fjör i kring um flokkinn.
t „litla flokknum” á Alþingi,
Framsóknarflokknum er
„poppstefnan” greinilega um
það bil að slá i gegn.
Þeir ætla skv. auglýsingu
Timans, allir aö hittast i Land-
mannalaugum nú um mánaöa-
mótin.
Þetta er kosturinn við að hafa
litinn flokk; hann kemst allur I
bað i einu, þótt ekki sé stór
sundiaugin.
Saman í Land-
mannalaugar
Formaður: GuðmundurG. Þór-
arinsson
Gjaldkeri: Alfreð Þorsteinsson
Ritari: Eirikur Tómasson.
Varaform.: Kristinn Finnboga-
Yfir lækinn
Þess var getið I blööum I gær
að ungum tslendingi hefði veriö
boöið til Sviþjóðar til að stunda
þar veröbólgurannsóknir. j,
Gamalt íslenskt máltæki talar
um aöfarayfir lækinn aö sækja
vatn. Sjaldan hefur þaö átt jafn
vel viðog nú. Hvernf jandann er
maðurinn að gera til Sviþjóöar?
Mestöll verðbólga sem til er i
Evrópu er stödd á tslandi um
heföi siik samþykkt aö sjálf-
sögöu veriö gerö”.
Afram sendir Sighvatur föst
skot á þá Arna, Eyjólf og aöra
álika:
„Fari svo, aö tilraun Bene-
dikts Gröndals til myndunar
„vinstri stjórnar” beri ekki ár-
angur — en sá kostur er aö áliti
stjórnar Alþýöuflokksins sá,
sem næst stendur aö svonefnd-
um „nýsköpunarmöguleika”
frágengnum —þá kemur á ný til
kasta stjórnar Alþýöuflokksins
aö ákveöa hvaö þá skuli gert.
Enginn annar aöili i flokknum
er til þess bær. Enginn annar
aöili tekur ákvaröanir um
stefnumótun I slikum málurn
fýrir hönd flokksins en flokks-
stjórnin sjálf”.
i