Þjóðviljinn - 22.07.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.07.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. jiill 1978 ! ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Grunur minn er sá aö reynsla okkar, kjósenda erlendis, af Alþýðubandalaginu endurspegli félagslega deyfd i Reykjavik. Kosningaárangur flokksins viöa á landsbyggöinni ber hins vegar merki ötuls starfs Gisli Gunnarsson sagnf ræöingur: Greining á kosningasigri Mörg speki og misjöfn hefur veriö sögö sem túlkun á úrslit- um siðustu alþingiskosninga. Allir virðast sammála um eftir- farandi: 1. Stjórnarflokkarnir töpuðu meira en venjulegt er með stórnarflokka. 2. Aðalástæðan fyrir tapi stjórnarflokkanna voru léleg tengsl þeirra við verkalýðs- hreyfinguna og tillitsleysi i garð hennar. Alþýðuflokkurinn hélt áfram sókn sinni fra byggðakosning- unum, og það i rikum mæli. Alþýðubandalagið sótti nokkuð á, miðað við byggðakosningarn- ar, utan suðvesturhlutans, en tapaði miðað við þær i Reykja- vik. Heildarútkoma Alþýðu- bandaiagsins varð svipuð og hægt var að spá skv. maiúrslit- unum. Á meðfylgjandi töflum sést hvernig fylgi einstakra flokka skiptist milli Reykjaneskjör- dæmis annars vegar, — hér nefnt suðvesturhornið, og annara hluta landsins hins veg- ar, — hér nefnt landsbyggðin. Töflurnar sýna að fylgisaukning Alþýðubandalagsins var nær tvöfalt meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorninu og að sáralitill munur er nú á fylgi Alþýðubandalagsins á lands- byggðinni og á suðvesturhorn- inu. Þetta er i fullkominni mót- sögn við fylgisþróun Alþýðu- flokks en þó einkum Framsókn- arflokks, sem enn þá er stærsti flokkur landsbyggðarinnar. (Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hins vegar nokkuð jafnt um land allt.) Fylgi Alþýðubandalagsins var svipað i Reykjaneskjör- dæmi i báðum kosningunum 1978. Ef Alþýðubandalagið hefði fengið svipað fylgi I alþingis- kosningunum i Reykjavik og það fékk i borgarstjórnar- kosningunum, þá hefði fylgis- aukning þess i suðvesturhorninu orðið svipuð fylgisaukningunni sem það fékk i heild á lands- byggðinni. Telja má vist að aukin rót- tækni æskufólks hafi ekki komið Alþýðubandalaginu minna til góða á suðvesturhorninu en annars staðar á Islandi og raun- ar má ætla að nær allt viðbótar- fylgi Alþýðubandalagsins þar hafi verið nýir kjósendur. Við- ast hvar á landsbyggðinni hlýt- ur Alþýðubandalagið hins vegar að hafa fengið marga kjósendur frá stjórnarflokkunum. Það er full ástæða fyrir Alþýðubandalagið að velta fyrir sér spurningunni hvers vegna flokkurinn skirskotar verr til íbúa Stór-Reykjavikur en ibúa landsbyggðarinnar. Hví tókst verr í Stór- Reykjavík? Sigurinn mikli I borgarstjórn- arkosningunum gefur raunar visbendingu um fyrstu og nær- tækustu skýringuna: Framboð Alþýðubandalagsins var^betur heppnað I borgarstjórnar- kosningunum en i alþingis- kosningunum. Þessi skýring fel- ur alls ekki nauðsynlega i sér vantraust á framboðinu viö al- þingiskosningarnar. Það var erfitt aila vega aö skipa það tómarúm sem skapaðist eftir að Magnús Kjartansson fór ekki i framboð. Borgarstjórnarlistinn byggði hins vegar á öruggum grunni auk þess sem baráttu- sætin voru vel skipuð. En um leið og við viðurkennum sér- stakt mikilvægi einstakra fram- bjóðenda, sem geti valdið sveiflum i fylgi flokksins um 20- 30%, erum við um leið að koma að annari og djúptækari skýr- ingu sem er að málefnaleg skir- skotun Alþýðubandalagsins er ekki nógu góð meðal reykviskra kjósenda. tengsl. Allt öðru máli gegnir hins vegar með háskólastúdenta frá landsbyggðinni. Alþýðubandalagið i Reykja- vik hefur engin skipulögð tengsl við þá örfáu námsmenn erlend- is, sem eru þar flokksbundnir. Allt frumkvæði um utankjör- staðaatkvæðagreiðslu náms- manna erlendis, sem máli skipti, kom frá einstökum námsmönnum. 1 reynd var kosningaskrifstofan I Reykjavik litið annað en móttakandi upp- lýsinga erlendis frá. Beiðnum um upplýsingar og áróðursefni var ekki svarað. Prósentufylgi flokkanna Reykjavik & Reykjaneskjör- Landsbyggðin, dæmi þ.í . isiand utan „Stór-Reykjavikur” 1959 1974 1978 1959 1974 1978 A 19,1 9,9 24,9 A 10,4 7,7 17,6 B 12,7 17,0 9,1 B 41,3 36,7 29,0 .1) 44,9 49,2 37,4 D 33,5 33,0 25,0 F 5,5 3,5 3,4 F 0,6 6,2 3,3 G 17,8 19,8 23,4 G 13,9 16,1 22,0 Hundraðshluti suðvesturshornsins (Reykjavfkur og Rey kjanesk jördæm is ) af heildarfylgi einstakra flokka og af öllu landinu 1959 1974 1974 A 68,7 65,5 68,6 B 26,7 41,2 32,6 D 61,5 69,3 69,3 G 60,5 65,1 62,1 Allt land 54,4 60,2 60,7 Hér skortir bæði gott skipulag til að vinna stefnunni fylgi og einnig er stefnunni áfátt. Þetta eru stórar fullyrðingar sem nú munu rökstuddar. Skortur skipulags og starfs. Ef til vill þykir einhverjum það kokhreysti þegar ég, sem hef dvalið utanlands lengi, fer að kveða upp dóm um skipulag Alþýðubandalagsins i Reykja- vik. En ég held að einmitt að- staða min i fjölmennum hópi námsmanna erlendis, sem flest- ir styðja Alþýðubandalagið, geri mér kleift að sjá hve tak- markað skipulagt starf Alþýðu- bandalagsins viða er. Varla nokkur stuðningsmaður Alþýðubandalagsins meðal há- skólastúdenta frá Reykjavik er flokksbundinn i Alþýðubanda- laginu eöa hefur við það nokkur Grunur minn er sá að reynsla okkar utankjörstaðarkjósenda erlendis af Alþýðubandalaginu endurspegli fyrst og fremst félagslega deyfð þess i Reykja- vik. Hvi var ekki hafist handa nokkrum mánuðum fyrir kosningar að koma upp trúnaðarmannakerfi erlendis? Kosningaárangur Alþýðu- bandalagsins viða á lands- byggðinni ber hins vegar skýr merki ötuls starfs mest allt sl. kjörtimabil. Nægir i þvi sam- bandi að nefna Vestfirði og Austfirði. Stefnumálin eru vinsælli á landsbyggðinni. Fyrst almennt um skirskotun Alþýðubandalagsins til kjós- enda. Hún felst i fyrsta lagi i þvi aö þetta er verkalýðs- og félags- hýggjuflokkur. sem er andstæð- ur hagsmunum einkaauðvalds- ins. 1 öðru lagi er Alþýðubanda- lagið þjóölegur flokkur, sem berst gegn áhrifum erlendra auðhringa og stjórnarvalda. I þriðja lagi er þetta sá flokkur sem er móttækilegastur fyrir nýjum hugmyndum i menning- armálum og félagsmálum. Þessi þrjú aöalatriði þurfa ekki að stangast á ef rétt er haldið á málum. En grundvall- aratriðið er hið fyrstnefnda, — án þess væri Alþýðubandalagið borgaralegur vinstri flokkur. Það er algengt að klaufskir félagar eða óheiðarlegir and- stæðingar stilli upp sem and- stæöum verkalýðseðli Alþýðu- bandalagsins, þjóðlegum eigin- leikum þess og hugmyndalegum ferskleika. Ymsir sérhæfðir hugmyndahópar menntamanna eru Alþýðubandalaginu mikill ávinningur en um leið talsverð hætta ef ekki tekst að fella starf þeirra inn i hlutverk þess sem verkalýðsflokks. Ég held að þessi vandi sé meiri á suðvesturhorninu en á landsbyggðinni. Alþýðubandalagið nýtur hylli vegna ákveðinna verka I siðustu vinstri stjórn. Þau eru atvinnu- mál landsbyggðarinnar og að- gerðir i trýggingarmálum. Islensk atvinnustefna. í atvinnumálum landsbyggð- arinnar varð bylting 1971-1974. Uppbyggingin var mikil, mest á félagslegum grundvelli. Byggð- arlög, sem i tið viðreisnar- stjórnarinnar einkenndust af stöðugu atvinnuleysi, fóru að blómstra og eflast að fólks- fjölda. A landsbyggðinni er hróður Alþýðubandalagsins vegna is- lenskrar atvinnustefnu eðlilega mikill. Þetta er megingrund- völlurinn fyrir góðu starfi flokksins þar. A suövesturhorn- inu skirskotar islensk atvinnu- stefna hins vegar litið til kjós- enda. Skírskotun til félagslegra viðhorfa. 1 tryggingarmálum var 1971- 1974 bætt úr margvislegum van- rækslusyndum viðreisnar- stjórnarinnar. Þótt bættur lif- eyrir til gamals fólks og öryrkja næði ekki beint til stórs hóps kjósenda, þá varð hróður Alþýðubandalagsins og þá eink- um tryggingarmálaráðherrans, Magnúsar Kjartanssonar, mik- ill meðal þess fólks sem félags- leg viðhorf skirskotuðu til. Um leið undirstrikuöu þessar að gerðir skömm Alþýðuflokksins i tryggingarmálum. Goðsognin um Alþýðuflokkinn ,,sem alla vega kom á alþýðutryggingun- um” og sem enn þá var lifandi meðal kjósenda fyrir örfáum árum, hafði breyst I mótsögn sina. Flestir heimildarmenn minir viröast vera sammála um að framboð GuðrúnarHelgadóttur I borgarstjórnarkosningunum I Reykjavik hafi dregið mjög at- kvæði til Alþýðubandalagsins. Er mögulegt að þetta stafi aö nokkru leyti af þvi að hún varð tákn Alþýðubandalagsins sem félagslegs umbótaflokks? Ef þessi hugmynd min er rétt þá tókst illa að koma þessari mynd áleiöis i alþingiskosningunum i Reykjavik og Alþýöubandalag- ið tapaði þá óhjákvæmilega at- kvæðum til Alþýðuflokksins. Verkalýðsflokkarnir eru tveir. Eins og ég sagði I upphafi greinarinnar unnu Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið kosningasigra sina sem verka- lýðsflokkar. Enn þá einu sinni fór Alþýðuflokkurinn i föt verkalýösflokksins, eiginlega þvert ofan i miðflokkshugmynd- ir flestra „nýkrata” i upphafi. En hér voru sveigjanlegir menn sem sáu hvert vindurinn blés. Og ef til vill hafa úrslit borgar- stjórnarkosninganna fremur aukið þennan sveigjanleika fyr- ir alþingiskosningarnar. Algengasta rangtúlkunin i kosningaútskýringum manna úr öllum pólitiskum hornum, og um leið sú stærsta, er full- yrðingin um að fylgisaukning Alþýðuflokksins komi fyrst og fremst frá „borgaralegum óánægjukjósendum”. Mikill meirihluti islenskra kjósenda eru vinnuseljendur (launþegar) og eru þvi sam- kvæmt þjóðfélagsstöðu sinni ekkihægri menn. Það þarf ekki að hafa mikla þekkingu á is- lensku þjóðfélagi til að sjá að nær allir nýir kjósendur Alþýðu- flokksins eru vinnuseljendur, sem áður kusu flokka vinnu- kaupenda (atvinnurekanda). Það ætti að vera öllum sósialist- um mikið ánægjuefni að þetta fólk skuli nú flest i fyrsta skipti yfirgefa gamla hugmyndafjötra og kjósa flokk sem á uppruna sinn t verkalýðshreyfingunni. (Það hefði óneitanlegra verið skemmtilegra að fleiri hefðu komið beint til Alþýöubanda- lagsins, en ekki er á allt kosiö!) Við þessar aðstæður er það skylda Alþýðubandalagsins að reyna að ná sem bestri sam- stöðu við Alþýðuflokkinn til að leysa efnahagsvandann. verka- lýðsstéttinni i hag. Annað væri að svikja uppruna sinn og eðli. Ef járnblendiverksmiðjan á Grundartanga er undanskilin held ég að það sé fátt i efnahags- og atvinnumálastefnuskrá Alþýðubandalagsins sem Alþýðuflokkurinn gæti ekki fall- istá. Er þó sú stefnuskrá á ýms- an hátt sú róttækasta sem Alþýðubandalagið hefur lagt fram. Ma þar t.d. minna á orku- málakaflann sem m.a. gerir ráð fyrir þjóðnýtingu oliu- verslunarinnar sem hluta af heildarorkustjórn islendinga. Tvö þekkt ágreiningsmál. Nýr klofningsvaldur vinstri aflanna á Islandi er járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga. Hér sé ég ekki betur en Alþýðu- bandalagið standi þvi miður frammi fyrir gerðum hlut og helsta verkefni þess sé hér að draga úr skaðlegu áhrifun- um,t.d. með þvi að reyna að tryggja Islendingum aukið vald yfir sölu á framleiöslu verk- smiöjunnar, og með þvi að hindra nýja óhagstæða sam- ninga við erlend auðfélög. Herstöðin er hinn sigildi klofningsvaldur vinstri aflanna á Islandi. Það er engin augljós eða einföld lausn á þvi máli meðan allir aðrir flokkar en Alþýðubandalagið vilja að ís- land sé áfram i NATÓ. Mikil hætta er á gervilausnum við slikar aðstæður, sem koma fram eftir mikið samninga- makk fyrir luktum dyrum og sem hafa i för með sér litla raunverulega breytingu á stöðu hersins en veita samtimis hægri öflunum gott tækifæri til að sá tortryggni og skapa pólitiska sefasýki hjá fjölda manns. Lundi, 12. júli 1978 Gisli Gunnarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.