Þjóðviljinn - 22.07.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.07.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júli 1978 Rennt fyrir lax" Góö veidi í Stóru-Laxá Sem og öörum laxveiöiám landsins í síðasta þætti þar sem við höfðum sam- band við nokkur veiði- hús og spurðumst frétta f sambandi við veiöi var algengasta svarið sem við feng- um, að um metveiði hefði verið að ræða. Við hringdum i nokkur hús til viðbótar i gær. Viðtökur þær er þátturinn fékk voru þó misjafnar og er hringt var i veiðihúsið að Laxamýri viö Laxá i Suöur-Þingeyjarsýslu náðum við sambandi viö matreiöslukonu á staðnum. Sagðist hún ekkert hafa við höndina um veiði i ánni, og einnig tók hún fram, að viö Þjóðviljann vildi hún ekki tala. Þetta væri ekki hennar blað. Af þessari framkomu, sem er fyrir neðan allar hellur, verður einungis dregin sú ályktun aö veiði i ánni sé lé- leg og þvi lundarfar bless- aðrar konunnar skiljanlegt. Stóra-Laxá i Hreppum: Þátturinn hafði samband Þessi mynd er tekin i Laxá I Hreppum og er af einum besta veiöi- stað árinnar. Þaö er Hrunakrókur sem á myndinni sést, en hana tók Pétur Georgsson. við Friðrik Stefánsson hjá Stangaveiðifélagi Reykja- vikur. Sagði hann að veiði i ánni hefði verið mjög góö það sem af er og nefndi tölur máli sinu til stuðnings. Eins og flestir vita er ánni skipt i fjögur veiðisvæði, en Friðrik hafði þó ekki upplýs- ingar nema um tvö þeirra. A veiðisvæði 3 sem er næst- efsta svæði árinnar voru þann 13. þessa mánaðar komnir á land um 80 laxar. Til samanburðar má geta þess, að á sama tima i fyrra komu á land frá þvi að veiði hófst og fram að 13. júli um 40 laxar. A veiðisvæði 4 sem veiði- manna i milli er oft nefnt „torfæruveiðisvæðið” sökum þess hversu land þar er illt yfirferðar voru komnir á land 13. júli rúmlega 80 laxar en i fyrra veiddust i allt á þvi svæði um 172 laxar. Friðrik sagði, aö mikið yæri veitt á flugu. Útlending- ar hefðu verið með ána á leigu frá 15. júli og yrðu þeir þar út ágústmánúð. „Temmilegt verð/y Friðrik Stefánsson sagöi i samtali við Þjóöviljann i gær, að Stangaveiðifélagið hefði eftir bestu getu reynt að halda veröi á veiðileyfum niðri og taldi hann, að veröið á þeim ám sem félagið væri með á leigu, væri temmilegt. Sagði hann einnig, að á hin- um ýmsu stöðum öðrum væri veðrið sprengt upp þannig að einungis vel efnaðir menn gætu stundað veiðarnar. „Við erum i þann veginn að selja siðustu leyfin, sem viö erum með i sumar”, sagði Friðrik, og hann bætti þvi við, að hann reiknaði með 100% nýtingu i öllum ám félagsins. Korpa: 1 Veiðimanninum fengum við þær upplýsingar, að veiði i Korpu væri nú svipuð og i fyrra. 1 gær voru komnir á land 178 laxar sem er mjög svipað og á sama tima i fyrra. Alls komu á land i fyrra úr ánni 368 laxar og var okkur tjáð, að sú tala væri i það lægsta. Venjulega væri veiðin i kringum 4-500 laxar. Lax virðist nú vera kominn upp um alla á, og i fyrradag veiddust t.d. 14 laxar og allir voru þeir dregnir á land i efri hluta árinnar. Laxá í Kjós: Ekki tókst okkur að ná tali af veiðiverði, en okkur var tjáð af starfsstúlku i veiði- húsinu að Asgarði, að vatn væri litið i ánni um þessar mundir einhverra hluta vegna. Frést hefur, að veiði hafi verið góð i sumar, en seinna munum við greina frá veiöi i Laxá i Kjós, einni feg- urst laxveiðiá landsins. SK. Góður árangur lóns í New York — krækti sér í 1/2 alþjóðatitil tslendingar hafa verið ansi þaulsetnir við taflborðið i sumar. Friðrik Óiafsson „startaði” öllu santan með þvi að tefla á tveimur mótum á Kanarieyjum og skömmu siðar hélt Guðmundur Sigurjónsson til Danmerkur og tók þar þátt I allsterku móti. Hvernig honum reiddi af er þeim sem þessar linur hripar ekki al- veg kunnugt en gera má ráð fyrir góðum árangri. Allstór hópur skákmanna fór i júnilok til vesturheims eða öllu heldur Bandarikjanna. Tóku þeir fyrst þátt i hinu svonefnda „World Open” skákmóti en þar gerði Ingvar Asmundsson garð- inn frægan eins og alkunna mun orðið. Eftir þetta tvistraðist hóp- urinn, sumir héldu lengra suður á bóginn, aðrir heim á leið og hinir héldu á vit opins skákmóts i New York. t Bandarikjunum eru varla haldin önnur en hin svofeölluðu opnu mót þar sem allir geta veriö með og átt möguleika á verðlaun- um, mismunandi háum eftir styrkleika að sjálfsögðu. Mótið i New York var skipað 100 kepp- endum, þar af nokkrum stór- meisturum. íslendingarnir voru 7, eða þeir Jón L. Arnason, Mar- geir Pétursson, Sævar Bjarnason, Bragi Halldórsson, Guðni Sigur- bjarnason, Asgeir Þ. Arnason og Jóhannes Gislason. Mótið var teflt á 11 dögum og jafnmargar voru umferðirnar. Eftir fréttum að dæma voru aðstæður afar bág- bornar, loftræsting annaðhvort alltof köld eða engin og þá hitin drepandi. Keppnin um efsta sætið var mjög hörð og spennandi en að lokum féll það i skaut rúmenska stórmeistaranum Florins Gheorghiu. Hann hlaut 8 vinning og sigldi taplaus gegnum mótið. I 2. sæti varð Peter Biyas- as frá Kanada,hlaut 8 vinninga. Frá sjónarhóli okkar tslendinga ber hæst glæsilegan árangur Jóns L. Arnasonar sem hlaut 7 vinn- inga og 1/2 alþjóðlegan titil að auki.Raddir hafa jafnvel heyrst um að hann hljóti allan titilinn i haust vegna sigurs hans á HM sveina i Frakkalndi siðastliðið haust, en heldur tel ég óliklegt að það verði samþykkt enda kom til- lagan seint fram. Hvaö sem þvi liður efast varla nokkur maður um að Jóni takist að krækja sér i allan titilinn áður en langt um lið- ur. Árangur annarra Islendinga varð sem hér segir: Sævar Bjarnason 6 1/2 v. Margeir Pétursson 5 1/2 v. Guðni Sigurbjarnarson 5 v. Jóhannes Gislason 5 v. Ásgeir Þ. Arnórsson 4 1/2 v. Bragi Halldórsson 4 1/2 v. Undir handarkrikanum hef ég hér eina skák Jóns sem ég læt flakka með lauslegum athuga- semdum: Hvitt: Jón L. Árnason Svart: Belva Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 Rf6 7. Bf4 Be7 8. Be2 (Annað vinsælt og gott framhald er 7. Df3 en þannig meðhöndlar Guðmundur Sigurjónsson þetta afbrigði gjarnan.) 8. .. 0-0 9. 0-0 Dc7 10. Khl a6 11. Del Bd7 12. Dg3 b5?! Jóni L. Arnasyni tókst aö krækja sér I 1/2 alþjóðatitil á mótinu i New York. Umsjón: Helgi ólafsson (Skákfræðin telur þennan leik vafasaman og að betra sé að leika 12. — Kh8 sem kemur i veg fyrir ýmsar ógnanir á kóngsvængnum (Be3-h6 t.d.). Þessi leikurstyður þessa skoðun) 13. e5' (Skemmtileg peðsfórn. Ef nú 13. — dxe5,14. fxe5 Dxe5, kemur 15 Rxc6 og vinnur.) 13. ..Re8 14. Re4 Rxd4? (Mjög ónákvæmur leikur. Bisk- upinn kemst nú i lykilaðstöðu á d4.) 15. Bxd4 d5 16. Rf6+! (Fórnir sem þessar ganga upp af sjálfu sér.) 16. ..Kh8 17. Dh4 Dxc2 18. Hf3 (Hótar 19. Bd3. Það hillir undir leikslok.) 18. ,.h6 19. Rd3 Da4 20. f5! (Afgerandi.) 20. ..Rxf6 (Hvað annað?) 21. exf6 Bxf6 22. Dxf6!! (Smiðshöggið. 22. — gxf6 strand- ar á 23. Bxf6- og vinnur skjótlega eins og lesendur geta dundað við að finna út.) 22. ..Hg8 23. Dxh6mát. Stutt og laggott.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.