Þjóðviljinn - 22.07.1978, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júll 1978
Svavar
Framhald af bls. 1
þeim þingmönnum flokksins sem
hafa beitt sér fyrir vinstri viðræö-
um. Vonandi eruþessi skrif ekki
til marks um raunverulega af-
stö&u Alþýðuflokks og Framsókn-
arflokks til myndunar vinstri
stjórnar. Hætt er viö aö ámóta
slö-if i Þjóðviljanum yrðu lögö út
sem merki um óheilindi af okkar
hálfu. En slík skrif hafa ekki ver-
ið i Þjóöviljanum.
— Hvernig hafa svo viöræöurn-
ar gengið undanfarna 3 daga?
— Ég tel, aö þær hafi gengið
eölilega, og ég mundi sist af öllu
vilja bregða viömælendum okkar
um óheilindi, en þeir viröast eiga
viö ýmislegt aö etja I eigin rööum.
A viöræðufundinum I gærmorgun
var fariö yfir ýmsa mikilvæga
þætti efnahagsmála. Alþýðu-
bandalagið kynnti tillögur sínar
um niöurskurö milliliöastarfsem-
innar og yfirbyggingar, en þar er
m.a. átt við einföldun innflutn-
ingsverslunar, oliusölu, trygg-
ingastarfsemi og bankakerfis svo
og kröfur um strangara verðlags-
eftirlit. Formlegir viöræðufundir
halda áfram árdegis á laugardag.
Ég vil aö lokum segja, aö i
þessum viðræöum, sem Alþýöu-
bandalagiö knúöi fram aö haldn-
ar yröu, hefur flokkurinn lagt
fram stefnu sina i heild, og allar
„fréttir” um mismunandi áherslu
á málaflokka eru tilhæfulausar
með öllu. Viö viljum aö sjálfsögöu
ná árangri i viöræöunum, en úr-
slit mála eru ekki undir okkur
einum komin, heldur auövitaö þvi
hvaöa áhuga viðrasðuflokkar okk-
ar hafa á þvi að starfa meö okkur
að framkvæmd vinstri stefnu.
—h.
Fullt samráð
Framhald af bls. 1
dómi er þaö grundvallaratriöi, aö
rikisstjórn sem mynduö yröi viröi
kjarasamninga. Hver sem ætlar
sér að mynda rikisstjörn og virðir
ekki kjarasamninga lendir i and-
stöðu viö veröalýöshreyfinguna i
heild.
— Sagt hefur veriö i ýmsum
blöðum að „menntamenn i þing-
flokki Aiþýðubandalagsins” hafi
borið verkalýðsforystu Alþýðu-
bandalagsins ofurliði og ekki virt
óskir hennar um samstjórn með
Sjálfstæöisflokknum?
— Þetta stenst ekki. Alþingis-
kosningarnar beindu Alþýöu-
bandalaginu beinlinis inn á þá
braut aö stuðla að vinstri stefnu.
baö var kosiö um stefnuna i efna-
hagsmálum. Rikjandi var hægri
stefna, en andstæöa hennar er
vinstri stefna. Sjálfstæöis- og
Framsóknarflokkar réöu feröinni
i siöustu stjórn og þeir eru ekki
liklegir til að breyta efnahags-
stefnunni. Það er algerlega úr
lausu lofti gripið að verkalýðs-
hreyfingin telji Sjálfstæðisflokk-
inn liklegan tii aö fylgja stefnu er
verkalýðssamtökin geti sætt sig
viö. I kosningunum var kosið
gegn Sjálfstæöisflokknum og
efnahagsstefnu hans. Þingflokkur
og framkvæmdastjórn Alþýöu-
bandalagsins hafa haft fullt sam-
ráö viö stjórn verkalýösmálaráös
við undirbúning stjórnarmyndun-
arviðræðnanna.
—óre.
■ w
Er
sjónvarpiö
bilað?
Skjárinn
SjónvarpsMprkstó
Bergsta5astr<ati 38
simi
2-19-40
Hveravellir — Kerlingafjöll
Frá Hvitárvatni, en i Hvitanesi verður tjaldað.
Sumarferð Alþýðubanda-
lagsins í Kópavogi
Hin árlega sumarferö Alþýðubandalagsins i Kópavogi veröur farin 28.-30.
júlí n.k. Lagt verður af staö frá Þinghól kl. 17.30. Ekið verður í Hvítanes og
tjaldað þar. Á laugardag verður ekið í Kerlingarf jöll og Hveravellir skoðað-
ir, en siðan farið í Þjófadali og þar munu ferðamenn hitta Alþýðubandalags-
fólk úr Norðurlandskjördæmi vestra. A sunnudag verður haldið heimleiðis og
komið við hjá Hagavatni.
Fólker hvatttil að panta far sem fyrst hjá Karii Einarssyni síma 40595 eða
Lovísu Hannesdóttur sima 41279.
Farseðlar verða seldir í Þinghól þriðjudaginn 25. júli kl. 16-18 og 20-22, sími
41746. Farmiði fyrir fullorðna kostar 6.500 kr. en börn á aldrinum 9-12 ára
greiða 4.000 kr. Fólk hafi meðsér tjöld, viðleguútbúnað og nesti.
Þátttaka er öllum heimil. Skoðið fagurt umhverfi i góðum félagsskap!
Ferðanefndin
NORDSAT
Framhald af 5. siöu
— Mun tjáningarfrelsiö aukast
viö tilkomu NORDSATs?
— Frá sjónarhóli skapandi
listamanna vakna óneitanlega
spurningar um tjáningarfrelsi I
reynd. Hvað um þjóðfélagslega
gagnrýniö efni? Viö getum nefnt
dæmi. Norskur leikritahöfundur
skrifar gagnrýni á ákveðinn þátt
I norsku þjóöfélagsllfi. Skyldi nú
norska sjónvarpiöhugsa ööruvisi,
ef þaö vissi, aö þessi gagnrýni
yröi send beint til allra Noröur-
landa? Kæmi til sögunnar
hræösla viö aö móöga tiltekiö
land, eins og t.d. stjórn Danmerk-
ur á Grænlandi? Þarna held ég að
sé á feröinni viss hætta á meðvit-
aöri eða ómeövitaöri ritskoöun.
— Geturöu nefnt önnur dæmi
um félagsleg áhrif NORDSATs?
— Meginatriðið erhin almennu
menningarlegu og félagslegu
áhrif. Hvað t.d. um börn, sem eru
þriðjungur Noröurlandabúa,
hvaöa áhrif hefur þetta á þjóö-
erniskennd þeirra og skilning á
eigin þjóðfélagi? Þaö er vitaö
mál, aö börn eiga erfitt meö aö
greina i sundur veruleik, sem þau
sjá ísjónvarpi og veruleik, sem er
i umhverfi þess. Þá vaknar sú
spurning, hvortþau ruglist viö til-
komu slikra sjónvarpshnatta, og
hvort þau geri sér þá grein fyrir
þvi, I hvaða þjóöfélagi þau raun-
verulega lifa.
Til gamans má geta þess, aö i
sjónvarps-umræöuþætti, sem ég
tók þátt i ásamt Ellert Schram,
varaformanni útvarpsráös, þá
lagöi ég fyrir hann þá spurningu,
hvers vegna isienska sjónvarpiö
notfærði sér ekki betur framboö
Nordvision, úr þvi þeir heföu
svona mikinn áhuga á norrænu
sjónvarpsefni. Þá svaraöi hann
þvi til, að hann heföi engan sér-
stakan áhuga á norrænu sjón-
varpsefni; taldi þaö heldur væmiö
og leiöinlegt. En samt er hann
einlægur stuöningsmaöur NORD-
SATs. Þá spyr maöur sjálfan sig,
af hvaöa ástæöum hefur þá sá
áhugi vaknað?
Þaö er annaö i þessu, og þaö er
gjaldeyriseyöslan. Þaö væri t.d.
gaman aö sjá tölur yfir þaö,
hvaö jafn litill hlutur eins og lita-
sjónvarpiö er, hefur kostaö Is-
lendinga i gjaldeyri. Hverjir
skyldu hafa hagnast af lita-
væöingu islenska sjónvarpsins?
Ætli þaö sé þjóöin i heild eins og
skuldum hennar er háttaö?
— Hvaö er aö gerast i NORD-
SAT-málinu ndna?
— Þaö er veriö aö rannsaka
lagalega og menningar-pólitiska
hliö málsins af embættismönnum
eingöngu. Máliö mun svo fara
fyrir Norðurlandaráö snemma
árs 1980, þaöan til einstakra þjóö-
þinga, sem reiknaö er meö aö bú-
iö sé aö taka ákvöröun 1982,og ef
sú áætlun stenst, fer NORDSAT á
loft 1985, og sendingin af himnum
ofan veröur aö veruleika.
— Hvað viltu segja aö lokum
um NORDSAT?
— Mér koma i hug orö for-
manns sænska rithöfundasam-
bandsins, þegar hann var spuröur
isambandi viö NORDSAT og bent
á, aö sé tækni oröin til, veröi aö
nota hana. Þá svaraði hann og
sagöi: „Ef maöur kaupir sér fall-
I Lindarbæ
1 kvöld kl. 20,30
Sunnudag kl. 20,30
Miöasala i Lindarbæ alla daga
kl. 17-19 og sýningardaga kl.
17-20. Simi 21971.
Síðustu sýningar.
exi, er þar meö sagt, aö viö verð-
um aö koma á dauöarefsingu aö
nýju?”
—IM
Aukið samstarf
Framhald af 2
MFA, er nýlega afstaöin, en þaö
var kynnisferö fyrir trúnaöar-
menn verkalýðsfélaga til Noregs
þar sem þátttakendur kynntu sér
starfshætti verkalýðssamtaka
þar i landi, þjálfun trúnaðar-
manna, eftirmenntun og vinnu-
og umhverfisvernd, svo fátt eitt
sé nefnt. Ráðgert er, að framhald
verði á ferðum sem þessari og þá
i auknum mæli.
1 stjórn Alþýðuorlofs til næstu
tveggja ára voru einróma kjörin
Óskar Hallgrimsson, formaður,
Björn Jónsson, varaform., Hall-
dór Björnsson, ritari, Guöriður
Eliasdóttir, gjaldkeri, og með-
stjórnendur þeir Einar ögmunds-
son, Lúther Jónsson og Jón
Björnsson. 1 varastjórn voru
kjörnir Snorri Jónsson, Hallgrim-
ur Pétursson og Karl Steinar
Guönason, en sem endurskoöend-
ur voru kjörnir þeir Guöjón Jóns-
son og Kristján Ottósson.
Notað og nýtt
Framhald af 6. siöu
undir handlegginn aö gömlum
siö og stingur honum beint I
svart..., i sjúkrarúmiö.
— En hvað með lækninguna,
og hvaö með alla læknana?
— Sjúklingurinn veröur send-
ur á sérstakan útivistarstaö,
sem nefnist Forum Medicum,
og þar veröa allir læknarnir
samankomnir undir berum
himni og fremja lækningar,
uppskuröi og aögeröir gegn
vægum inngangseyri. Þetta
mun drýgja gjaldeyristekjurnar
verulega, þvi ætla má, aö túrist-
arnir veröi alveg brjálaöir I aö
sjá þjóölegar aögeröir undir
bláum himni.
Með kveðju.
Feilan
&lþýöubandalagi(}
Viðtalstimar borgarfulltrúa
Borgarfulltrúar Alþýöubandalagsins hafa viötalstima aö Grettisgötu
3 kl. 17-18 þriöjudaga og miövikudaga i sumar. Slminn er 17500
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi efnir til feröar I
Þórsmörk dagana 11.-13. ágúst. Farið verður frá Borgarnesi kl. 16 á
föstudag. Allir velkomnir — Nánar auglýst slöar hverjir taka við þátt-
tökutilkynningum.
Alþýðubandalagið |Vesturlandi
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi efnir til ferðar I
Þórsmörk dagana 11.-13. ágúst. Farið verður frá Borgarnesi kl. 16 á
föstudag. Allir velkomnir — Nánar auglýst siöar hverjir taka viö þátt-
tökutilkynningum.
Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis
efnir til sinnar árlegu sumarferöar 29.-30. júli. Fariö veröur aö Hvera-
völlum og Kerlingarfjöllum. Lagt veröur af staö frá Gagnfræöaskól-
anum laugardaginn 29. júli kl. 10 f.h. Væntanlegir þátttakendur láti
skrá sig fyrir 18. þ.m. og fái nánari upplýsingar hjá eftirtöldum, Karl-
innu i sima 4271, Auði I sima 4332 og Sigmundi i sima 4259. Félagar fjöl-
menniö og takiö meö ykkur gesti.