Þjóðviljinn - 29.07.1978, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÖDVILJINN Laugardagur 29. júH 1978
Hvað vitum við um ís-
lenskar konur? Hvernig
lifa þær og um hvað hugsa
þær? Hver eru þeirra
helstu vandamál? Við höf-
um tölur af ýmsu tagi, en
tölur segja harla fátt um
það hvernig fólki líður. Við
vitum í rauninni harla fátt
með vissu.
Orð eru til alls fyrst og
því fórum við á stúfana til
að kynna okkur kjör þess
stóra hóps kvenna sem
kallast einstæðar mæður
og er líkast til sá hópur
sem býr við hvað verst kjör
og mest vinnuálag hér á
landi. Við ræddum við Auði
Haralds, einstæða móður
með þrjú börn um aðstöðu
einstæðra foreldra og
hennar eigin reynslu.
Meðlag og
mædralaun
Umsjón:
Hallgerður Gísladóttir
Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Sólrún Gísladóttir
Steinunn H. Hafstað
Viðtal við Auði Haralds:
— Viö skulum byrja á þvi
hvernig þjóðfélagiö býr aö ein-
stæðum forcldrum. Hvaö um
tryggingarnar?
— Ég fæ skástu bæturnar,
vegna þess aö ég er með þessi
hentugu þrjú börn. Ég fæ hæstu
mæðraiaunin og er þá meö fæsta
barnafjölda sem þarf til aö fá
hæstu mæöralaunin. bó aö ég ætti
14 börn þá fengi ég ekki meira.
Meðlagið meö hverju barni er
22.719, mæöralaunin eru 42.282.
begar börnin eru orðin tvö detta
mæöralaunin niður um helming
og með einu barni eru þau um
3.000. betta finnst mér vera háö-
ung, mér finnst þetta vera aö
niðurlægja móöur meö eitt barn.
baö man enginn lengur
hjá Tryggingastofnuninni hvaö
mæöralaun meö einu barni
miðast viö, en mæðralaun
með þrem börnum eru fullar or-
orkubætur og með tveim börnum
hálfar örorkubætur. Undan-
farin 30 ár hefur þessum bót-
um svo veriö ,,hagrætt” þann-
ig að meðlag og mæðralaun
hafa dregist aftur úr öðrum bót-
um. 1 dag erum viö komin æöi aft-
arlega á merina þótt rikisstjórn-
inni hafi orðiö á sú skyssa að
gleyma aö meölagiö er miöaö við
iægsta Dagsbrúnartaxta fisk-
verkamanna. bvi hækkaöi þaö
ótrúlega viö siöústu samninga
þegar krónutölunni var bætt ofan
á launin. Meðlagið er og verður
iiklega þvi miður allt of lágt.
Lögin segja að „foreldrar skuli
framfæra barn sitt að hálfu” en i
framkvæmd verður það þannig
að faðirinn sér um 25% fram-
færslunnar en móðirin 75%. beg-
ar þingmenn eru spurðir kurteis-
lega og stundum ókurteislega aö
þvi, hvernig eigi að framfæra
barn aö hálfu á 22.719 kr. á mán-
uði faum viö alltaf þau svör aö
það veröi nú að taka tillit til föð-
urins. Ég get vel skiliö, og þaö
geta eflaust velflestir, aö fráskil-
inn faöir getur átt erfitt meö
aö borga meira en 90.000
með t.d. fjórum börnum, en
á móti kemur svo aö maður •
fær stundum á tilfinning-
Bros, blíða og kær-
leikur ofan á brauðið
— rætt um vandamál einstœðra foreldra o.fl.
una aö maður geti étiö undan
nöglunum I morgunmat án þess
aö þaö teljist skaölegt. barna
eiga mæðralaunin að brúa bilið.
Þau gera það aö vissu marki meö
2og 3 börnum, en meö einu barni
eru þau hláleg. bað er hlutfalls-
lega dýrast aö vera með eitt barn.
Stúlka sem er ein getur leigt sér
herbergi, þvegiö hjá vinum og
vandamönnum, eða skroppiö i
laugafnar. Með barn þarf hún
ibúð: eldunaraöstöðu, þvottaaö-
stöðu.baö og sima ef vel á aö vera.
Fyrir nokkru stóðust meðlag og
kostnaður við barnagæslu á dag- ^
vistunarstofnunum nokkurn veg-
inn á, var meira að segja afgangs
i strætó i nokkur skipti, en nú er
gæslan hærri en meölagið. Ef um
einkagæslu er að ræða getur hún
fariðupp i 40-50þús. á mánuði. Að
visu borgar Félagsmálastofnunin
hluta þar i, en meðlagið hrekkur
samt engan veginn.
Afkoman og
húsnæðið
— Ef tekjurnar hrökkva ekki
til, hvað þá? Verður þá að leita til
bæjarins? Hleypur trygginga-
kerfið ekkert undir bagga?
— Nei. Ef kona er i þeirri aö-
stöðu að eiga 5 ára, 3 ára og eins
árs gamalt barn sem öll þurfa
gæslu þá borgar sig ekki fyrir
hana aö vinna úti, vegna þess aö
einkagæsla kostar næstum þvi
kaupiö hennar. Hún veröur aö
leita á náðir bæjarins og hann
skammtar naumt.
Félagsmálastofnunin hélt þvi
lengi fram aö mæöralaun og með-
lag meö þremur börnum nægöi
4ra manna fjölskyldu til fram-
færslu, en ég held aö þeir séu
komnir on af þeirri skoöun.n.
Þaö var gerð könnun hér af nær-
ingarsérfræðingum sem sýndi
fram á að fjölskyldan var dæmd
til vannæringar meö þessum tekj-
um. 1 dag eru þetta 110 þús. Ég
get ekki framfleytt okkur á þeirri
upphæö. Matarreikningurinn
minn, þegar ég spara er 80-90 þús.
á mánuöi. Svo bætist við raf-
magn, hiti, læknishjálp, vinnutap
vegna veikinda barna, leigu-
kostnaður, fatnaður, með meiru.
Með bara viðunandi lifsskilyrðum
fer framfærslan ekki undir 180-
.200 þús á mánuði, ef vel er haldiö
á spöðunum. Það láist oft að at-
huga að okkar heimilisrekstur er
mun kostnaðarsamari en „venju-
legra” heimila.
— Húsnæðismálin eru alla að
drepa i þessu þjóðfélagi okkar.
Hvernig standa einstæðir foreldr-
ar að vigi i þeim málum?
— Þaö er nokkuð um liöiö frá
þvi að ég hætti að leigja, en ég
veit aö þaö er erfitt fyrir einstæð-
ar mæöur að fá húsnæöi. Þaö
gildir öðru máli meö einstæöa
feður. Þeir eru yfirleitt ekklar og
eiga eigin húsnæöi og þó aö þeir
þurfi aö leigja, þá eiga vesalings
mennirnir svo ógurlega bágt.
Einstæðar mæöur, sérstaklega ef
þær eru fráskyldar eru taldar
íélegir karakterar sem ekki er
hægt aö umbera i hjónabandi og
þar af leiðandi fá þær ekki hús-
næði. Ögiftar einstæöar mæöur
eru skár settar, þær fá yfirle'itt
húsnæði á endanum, oft lélegt,
þvi að þær geta ekki borgaö fyrir
gott húsnæöi, nema þær sem hafa
góöa menntun eða eru i góöri
stöðu, en það er mjög litil pró-
senta af einstæöum foreldrum.
— Eru þetta ekki mest lág-
launakonur?
— Um 90% eru láglaunafólk.
— Hvað um einstæða feður, hef-
ur þeim ekki fjölgað?
— Jú, það er meira um að feður
taki börnin við skilnað.
Hvaö um
karlmennina
— Fá þeir meðlag? Viö höfum
heyrt að það sé til i dæminu að
þeir borgi konunni þó að þeir séu
með börnin en þiggi ekkert sjálf-
ir?
— Jú. Karlmenn eru of stoltir til
að taka meðlag. baö er aöeins
einn karlmaöur á landinu sem
þiggur meölag meö óskilgetnu
barni. Það er svo mikil niöurlæg-
ing aö fara inn i sakadóm og
sækja um meölagsúrskurö. Þaö
gerir enginn karlmaöur.
— Það þýðir sem sagt að hann
sé ekki maður til að vinna fyrir
fjölskyldunni?
— Einmitt. Mér finnst þetta
vera jafnréttismál. Ef foreldrar
hafa álika háar tekjur t.d. ef þau
taka sitt hvort barnið, þá ættu
engar meölagsgreiöslur aö fara
þar á milli. Þaö er oft þannig meö
þessi hjónabönd sem flosna upp
að fólk hefur gift sig á unga aldri,
konan hefur enga menntun, karl-
maðurinn hefur kannski ein-
hverja iönmenntun eöa æöri
menntun, hann getur gert sér von
um að fá vinnu sem er tvöfalt
betur borguö en sú vinna sem
kona fær eftir skilnað. Þá er
ósköp eðlilegt að hann þiggi ekki
meölag frá konunni heldur greiöi
með þvi barni sem er hjá henni,
Ef karlmaður tekur ákilgetið
barn þá finnst mér eðlilegt að
konan greiöi með barninu.
— Er eitthvað um það?
— Ég vissi um tvö eöa þrjú til-
felli með vissu, þá við skilnaö,
þau geta verið fleiri. Karlmenn
eru að vakna.
316 krónur til að
lifa af
— Þá er það barnagæslan. Það
má geta nærri að hún sé vanda-
mál þó aö þið séuð forgangshóp-
ur. Viðskilnaður borgarstjórnari-
haldsins i þeim efnum er ekki svo
glæsilegur.