Þjóðviljinn - 29.07.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.07.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. jdll 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 13 V istfr æðirannsókn ir í Hvalfirdi Kostaöar af Járnblendifélaginu Umfangsmiklar vist- fræðirannsóknir standa nú yfir i Hvalfirði vegna byggingar málmblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga. Rann- sóknir þessar eru ann- ars vegar loftmengun- arrannsóknir sem fram- kvæmdar eru af Rann- sóknarstofnun iðnaðar- ins og hins vegar líf- fræðirannsóknir i umsjón Líffræðistofnun- ar Háskóla íslands. Þjóðviljinn hafði samband við Pétur Sigurjónsson forstjóra Rannsóknarstofnunar iðnaðarins og Agnar Ingólfsson forstöðu- mann Llffræðistofnunar Háskól- ans, til að fá nánari upplýsingar um þessar rannsóknir. — Pétur sagði að loft- mengunarrannsóknirnar væru frumrannsóknir til að kanna nú- verandi ástand loftsins, áður en verksmiðjan hæfi starfsemi til þess að fá samanburð eftir að framleiðslan á málmblendinu hefst. Rannsóknartækjum hefur veriðkomið fyrir á nokkrum stöð- um kringum verksmiðjuna I allt að 6 km fjarlægð frá henni. Þá er safnað loftsýnum, rigningavatns- sýnum og rykmengun könnuð m.a. með tilliti til magns þung- málma i sýnunum. Rannsóknir þessar eru gerðar i samvinnu viö norskt fyrirtæki, Norsk institut for luftforskning, en þetta fyrir- tæki hefur útvegað tækin og sett þau upp. Hins vegar mun megnið af sýnunum vera rannsakaö hér, — Pétur sagði að lokum að Járnblendifélagið kostaði þessar rannsóknir og hljóðaði kostnaðar- áætlunin i ár upp á 7-8 miljónir króna. Þessar rannsóknir munu siðan verða stundaðar til fram- búðar eftir að verksmiðjan tekur til starfa. — Agnar Ingólfsson sagði i samtali við blaðið að rannsóknir Liffræðistofnunarinnar beindust einkum að rannsóknum á þung- málmum i gróðri á landi og sjávardýrum auk sjóefna- og straumarannsókna, en sýni eru tekin I allt að 5 km fjarlægð frá verksmiðjunni. Liffræðistofnunin annast ekki þessar rannsóknir al- veg á eigin spýtur, þvi Náttúru- fræðistofnunin og Hafrann- sóknarstofnunin tóku að sér hluta þeirra. Rannsóknir þessar byrjuðu vorið 1975 og munu standa allt þangað til verksmiðj- an byrjar að framleiða málm- blendi vorið 1979. Eftir það verða framkvæmdar áframhaldandi rannsóknir til að kanna hvort Grundartangaverksmiðjan. Rannsóknirnar eiga aft sýna hve miklar breytingar verfta á lifriki Hval - fjarftar eftir aft verksmiftjan tekur til starfa. breytingar verða á lifrikinu I Hvalfirði með tilkomu verksmiðj- unnar og þá m.a. hvort og hvernig magn þungmálma I gróðri og sjávardýrum breytist. — Agnar sagði ennfremur að þessi rannsóknaráætlun sem nú væri I gangi myndi kosta rúmar 26 miljónir og væri hún kostuð af Járnblendifélaginu, en þetta væri samt heldur lægri upphæð en sú sem Liffræðistofnunin hefði farið fram á. — Agnar var að lokum spurður hvort nægilegt fé fengist almennt til iiffræðirannsókna á Islandi. — Agnar sagði aö liffræðistofnunin væri i hreinu fjársvelti. Fjár- magn það sem henni hefði verið úthlutað samkvæmt fjárlögum hefði ekkert hækkað i krónutölu siðan 1976, en það er um 8 milj- ónir. Hins vegar hefði kennurum við Liffræðiskor Háskólans fjölg- að þannig að sifellt minna rann- sóknarfé kemur á hvern sér- fræðing. —Þig Frá blaftamannafundi Þursaflokksins. 1 forgrunni má sjá Þórft Arnason, Egil Ólafsson, James Kay upp- tökumann og Tómas Tómasson. Þursaflokkurinn meö hljóm- leika á Miklatúni Siðastliðinn þriðjudag var boðað til blaða- mannafundar i Hljóðrita i Hafnarfirði i tilefni af væntanlegri hljómplötu og útihljómleikum Þursaflokksins. Hljóm- leikarnir verða haldnir á Miklatúni hér i Reykja- víkurborg á mánudags- kvöldið kl. 20.30 og eru efndir við loforði sem Þursaflokkurinn gaf á Stranglershljómleikun- um, en þá neitaði flokk- urinn að leika vegna samningsbrota gagn- vart sér. Maöur ferst í hús- bruna á Siglufirði Laust eftir kl. 13 i gær- dag kom upp eldur i gömlu timburhúsi á Siglufirði, við Lindar- götu. t húsinu bjuggu hjónin Elin Birgisdóttir og Kristján Gunnarsson með 6 bömum sinum, sem eru á aldrinum 2-18 ára. Eldurinn kom upp á efri hæð hússins og varð skjótt mjög miki ill. Börnin voru ekki öll heima er eldsins varð vart, en Elinu og nágrannakonu tókst að koma börnunum sem heima voru út, en Elin brenndist ilia við björgunar- aðgerðirnar og var flutt á sjúkra hús i Reykjavik. Kristjáni Gunnarssyni tókst hins vegar ekki að komast út og beið hann bana i eldinum. Hann var 32 ára að aldri og hafði stundað sjó- mennsku og alhliða vinnu i landi. Eldsupptök eru óþekkt, en slökkviliðinu tókst að ráða niður- lögum eldsins á mjög skömmum tima undir vaskri stjórn Kristins Georgssonar slökkviliðsstjóra. Húsið Lindargata 10 er gjör- ónýtt og missti fjölskyldan þar allt sitt innbú og eigur. -Þig/GRS A hljómleikunum á Miklatúni mun Þursaflokkurinn leika lög af væntanlegri hljómplötu sinni, en i bigerð er að hún komi út i sept- ember og þá á vegum Fálkans. A fundinum i Hljóðrita var leik- ið af bandi efni það sem þeir Þursar ætla á plötuna — sumt fullunnið, annað ekki. Þetta er geysimögnuð músik og greinilegt að hér hafa menn lagt sig alla fram og þaulhugsað málin. — Sem sagt — listaverk á leiðinni. Efni plötunnar er byggt á göml- um merg, eða þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar siðan á 19. öld. Auk þess verða á plötunni kaflar úr verki þvi sem Þursa- flokkurinn flutti með Islenska dansflokknum á listahátið. Þursaflokkinn skipa Þórður Arnason (gitar), Rúnar Vilbergs- son (fagott), Asgeir Óskarsson (trommur), Tómas Tómasson (bassi) og Egill ólafsson (söng- ur), en sá siðastnefndi stýrði þessum blaöamannafundi bæði skörulega og þægilega. 47 fiskimjölsverk- smiðjur starfandi Aðeins 16 hafa fullt starfsleyfi Um 1/5 af öllum fiski- mjölsverksmiðjum á ís- landi hafa ekki starfs- leyfi, eða 11 af 47 starf- andi fiskimjölsverk- smiðjum. Aðeins 16 eru með fullt starfsleyfi, og 20 verksmiðjur eru með skilyrt starfsleyfi. Þettar upplýsingar komu fram i samtali sem Þjóðviljinn átti við Hrafn Friðriksson forstööumann Heilbrigðiseftirlits rikisins, er hann var inntur eftir upplýsing-' um um hvaða reglur giltu um leyfisveitingar til fiskimjölsverk- smiðja og eftirlit með þeim. — Arið 1972 tóku gildi lög um mengunarvarnir, sem gerðu fiskimjölsverksmiöjum skylt að sækja um starfsleyfi til Heil- brigðiseftirlitsins, en heilbrigöis- ráðherra veitir siðan leyfin að fenginni umsögn heilbrigðis- nefnda. A sinum tima sótti Félag Islenskra fiskimjölsframleiðenda um starfsleyfi fyrir allar starf- andi fiskimjölsverksmiöjur á einubretti og voru þessi leyfi af- greidd á árunum 1972-1974. I lögum og reglugerðum um veitingu þessara starfsleyfa segir að reykháfar á fiskimjölsverk- smiðjum skuli hafa ákveöna hæð og frárennsli frá þeim skuli vera af ákveðinni lengd undiryfirborði sjávar. Þessi ákvæði voru mjög gagnrýnd vegna þess að i mörg- um tilfellum var verksmiðjunum fjárhagslega ofviða að standa við skuldbindingar sinar. Reglugérð- inni var þá breytt á þann veg verksmiðjunum var gefinn kostur á að þvo eða brenna reyk þann sem myndast við bræðsluna eða taka upp gjörbreytta framleiðslu- hætti og gufuþurrka mjölið. A grundvelli þessara reglna eru leyfin veitt nú. — Kom fram hjá Hrafni að i mörgum tilfellum væri svipað ástand i mengunarvörnum hjá verksmiðjum með fullt starfsleyfi og skilyrt starfsleyfi, enda þyrfti að að meta aðstæður hverju sinni t.d. hvort verksmiðjan væri stað- sett i þéttbýli eða utan þess. — Hrafn var að lokum spurður hvort ekki væri farið eftir aðbún- aði og hollustuháttum við leyfis- veitingu. — Hrafn sagði að s.l. tvö ár hefði verið lögð sérstaklega mikil áherská að kanna ástand þessara þátta áður en leyfi væri veitt og mætti segja að Heilbrigðiseftirlit- ið legði sig allt fram um að fýlgj- ast með að þetta væri i sem bestu ásigkomulagi hjá verksmiðjun- um. Gallinn væri hins vegar sá að eftirlitið væri allt of illa mannað og mætti jafnvel þrefalda starfs- lið til að hægt yrði að anna öllu sem þyrfti. —-Þig phyris snyrtivörumar verða , sifellt vinsælli. phyTÍS er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjál| blóma og jurtaseyða phyris fyrir viðkvaema húð phyris fyrir allar húðgerðir Fæst i helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum. ■P

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.