Þjóðviljinn - 29.07.1978, Síða 11
Laugardagur 29. júll 1978f>JóT)VILJINN — ll SÍÐA
— Þaö voru um 400 börn d biö-
lista siöast þegar ég vissi. Þá er
ekki um annaö aö ræöa en einka-
gæslu og hún er aö komast á visst
þróunarstig hjá okkur. Þaö er
eftirlit meö henni og Félagsmála-
stofnunin borgar ákveöinn hluta.
Hitt er svo annaö mál aö ég held
aö þaö sé ekkert sniöugt að koma
börnum i gæslu þar sem eru 5-10
börn hjá einni konu i venjulegri
ibúð.
— Er eitthvað um aö einstæðar
mæöur taki börn i gæslu meö sln-
um eigin, þ.e. geri þaö aö atvinnu
sinni?
— Þaö er eitthvaö um það en
mest eru þetta giftar konur. Þaö
hlýtur aö vera mjög erfitt aö bæta
kannski 5-6 börnum við sin eigin.
Sem atvinna hlýtur þetta aö vera
hroðalega lýjandi, þö að vinnunni
ljúki kl. 6 þá eru manns eigin börn
eftir og allar þeirra sérþarfir.
Ég hef sjálf beitt þeirri aðferð
að fá manneskju heim, þvi að
eftir að ég bjó i Sviþjóö gat ég
ekki hugsaö mér að halda áfram
að stunda þessi eilifu hlaup i
strætó, á barnaheimilið, i vinn-
un^, út aö kaupa i matinn i hádeg-
inu. Svo að ég fékk konur og
stúlkur heim. Það gekk misjafn-
lega, en stressið minnkaði til
muna. Þaö buöu sig alls konar
furðufuglar fram i starfiö. Ein
drakk kardemommudropa, en
elskaöi börnin, önnur stal ýmsum
smá hlutum, ein lét ^krifa hjá
mér endalaust, ein beitti þeirri
aðferð að hræða börnin með ljót-
um körlum o.s.frv.
— Hvaöa timabil var erfiöast
hjá þér?
— Þaö var þegar ég var ein með
elsta strákinn. Þá var hann um
2ja ára. Ég fékk enga vinnu. Það
var atvinnuleysi þá og einstæöar
mæöur óöruggur og óvinsæll
vinnukraftur. Sem sagt engin
vinna og ekkert meðlag. Ég hafði
bara mæðralaunin. Þau voru þá
316 kr. Ég átti fyrirtæki með
bróður minum sem við vorum að
borga hin systkinin út úr. Tekj-
urnar sem ég hafði af þvi voru
4500 kr. og það var einmitt það
sem ég borgaði i leigu á mánuði.
Þvi sá ég aldrei aðra peninga en
þessar 316 kr. Ég var búin að leita
að vinnu nokkuð lengi og sá nú
ekki annað ráð en að leita til Fé-
lagsmálastofnunarinnar. Þeir
létu mig vita það, að ég þyrfti
enga hjálp, ég ætti föður á fífi. Ég
þakkaöi kærlega fyrir. Þá fór ég
að búa með næsta barnsföður
minum. Sambúðin gekk svona
upp og ofan, aðalíega ofan. Ég
varð ófrisk og ein, með eitt og
hálft barn og mæöralaunin, sem
þá höföu mjakast upp i 1200 kr. Þá
kom fulltrúi frá Félagsstofnun
heim og gerði skýrslu um minn
hag. Þegar þvi var lokið leit hún
upp og sagði ,,Já, þaö hafa marg-
ir minna en þú^og þar með fór
hún.
A þessu timabili dó faðir minn
og ég átti von á arfi en ekki fyrr
en eftir þrjá mdnuði. Ég bað enn
um aðstoö en fékk sömu svörin.
Ég spurði, ,,hvað á ég að borða,
steininn i veggjunum?” Þá var
spurt: „Getur þú ekki tekið vix-
il?” Einstæð móðir með tvö börn
og engar tekjur, hún fær ekki vixil
og þá tók ég til þess ráðs að safna
flöskum I miðborginni og seldi og
safnaði smáaurum á búðargólf-
um fyrir helgar. A þessu lifði ég
heilt sumar. Ég fékk lika katta-
fisk hjá fisksalanum. Það sumar
var ég grönn. Barnið fékk fiskinn
en sambýlismaðurinn fékk það
sem til var þá sjaidan að hann var
heima. Einn daginn var bara til te
og franskbrauð. Þegar ég var bú-
in að laga teið handa honum og
setti fyrir hann þurrt brauðið
spurði hann hvort ekkert væri til
ofan á brauðið. Ég sagði að hann
gæti valið á milli bross, bliðu og
kærleika, það fengi áreiðanlega
enginn karlmaður i Reykjavik
annað eins ofan á brauðið sitt.
Eins og útspýtt
hundskinn fímm daga
vikunnar
Það er hægt að lifa á þvi sem
landið gefur, ef maður vill en það
er ekkert hollt fyrir heilsuna. Enn
þann dag i dag verkjar mig ef ég
sé flösku liggjandi á götunni. Það
má fá fyrir þær 60 kr. svona er
hægt að skrimta, en barnið fædd-
ist með beinkröm og ber þess
merki enn I dag. Nú svo kom arf-
urinn og þá batnaði ástandið og
ég fékk meðlag. Eftir það hafði ég
það skitsæmilegt.
En það tæmast ekki öllum ein-
stæðum foreldrum arfur. Það er
frekar sjaldgæft. Eftir mina
reynslu, sem reyndar er orðin úr-
elt, þvi Félagsmálastofnunin er
óðum að hressast af doðanum,
finnst mér oft á tfðum að aðbún-
aður einstæðra foreldra sé
ómanneskjulegur. Móðirin sem
oftast er eina fullorðna mann-
eskjan á heimilinu þarf að vera
eins og útspýtt hundskinn fimm
daga vikunnar minnst, siðan þarf
hún að sinna öllum heimilisstörf-
um þegar hún ætti að vera aö
sinna andlegum þörfum barn-
anna þessa tvo daga sem eftir
eru. Þetta kemur óneitanlega nið-
ur á börnunum.
— Þarna er hið tvöfalda vinnu-
álag á ferðinni?
— Já tvöfalt vinnuálag og siðan
kemur sektarálagið i ofanálag og
að reyna að halda andlitinu gagn-
vart nágrönnunum. Börnin segja:
„Hann Jón á svona, af hverju á ég
ekki svona?-” Þá leggur móðirin
enn þá harðar að sér af þvi að
henni finnst hún ekki gera nóg
fyrir börnin, sem er rétt af þvl að
hún getur ekki sinnt þeim sem
skyldi. En til aö bæta börnunum
þetta upp er maður alltaf að gera
hluti sem maður ræður i rauninni
ekki við. Ef ég geri eitthvað fyrir
sjálfa mig fæ ég samviskubit, ég
er nú að komast yfir þetta, en
þetta loöir við mæðurnar. Þær
eru nagaðar innan frá og lúbarð-
ar utan frá. Svona manneskja á
erfitt með að veita börnunum
eðlilegt uppeldi. Hún hefur ekki
möguleika á aö sjá hlutina i eöli-
legu ljósi.
„Óheppin og á móti
fóstureyðingu”
r — Hvernig eru viðhorfin til
barna einstæðra foreldra?
— Þegar min kynslóð var að al-
ast upp heyrðist oft kallað á eftir
börnum „lausaleikskrakki”. Þaö
heyrist ekki i dag. Þau eru stund-
um spurð að því hvar pabbi
þeirra sé og þau hafa ýmis svör
viö þvi. Pabbarnir sinna þeim
misjafnlega eins og gengur. Þetta
er ákveðinn þrýstingur utan frá,
en ég finn að það er minna spurt
um þetta. A tiu árum hefur þetta
breyst. Þetta er orðið viðtekið i
samfélaginu.
Þó að börnin eigi sitt hvorn föð-
urinn er fólk hætt að hneykslast á
þvi. Þvi finnst það kannslti svolit-
ið spennandi, kannski eitthvað til
að tala um i saumaklúbbnum.
Einn nágranni minn, sem ég vissi
að baktaiaði mig hroðalega sagði
við mig: „Mikið eru börnin
myndarleg og mikið ertu nú dug-
leg”, en ég svaraði „Ég er ekkert
dugleg. Ég er bara óheppin og á
móti fóstureyðingum”.
Ég held að þjóðfélaginu finnist
það hafa gert ósköpin • öll fyrir
einstæöa foreldra meðlög og
barnaheimili!
— Hvað með skattana?
— Ég var nú einmitt að fá
álagningarseðilinn minn. Ég varð
nú fyrir vonbrigðum með hann.
Ég átti ekkert að éta i fyrra sam-
kvæmt tekjunum, en samt á ég að
borga 179 þús. kr., reyndar koma
þar á móti 268 þús. i barnabætur
svo að ég kem út meö plús, en ég
er lika að borga Ibúðina.
Ég átti von á aö koma slétt út.
Ég hef leigutekjur af húsnæði
sem við systkinin eigum og siðan
eru meölögin og mæöralaunin,
svo vann ég úti og tók aukavinnu
heima, allt sem hönd á festi.
— Sem sagt þreföld vinna?
—Já ég fór að vinna við þýðing-
ar og smám saman óx þessi
vinna. Frá áramótum var ástand-
ið þannig að ég vann frá 1-6 hljóp
svo til að kaupa i matinn, heim til
að elda, setti börnin niður fyrir
framan sjónvarpið og fór sjálf að
vinna og vann til morguns. Þá var
timi kominn til að vekja börnin,
troða I þau grautnum, klæða og
senda i skólann og siðan fór ég i
vinnuna. Þá var ég orðin heldur
betur sljó. Þegar ég var orðin
svona vinsæll þýðandi sagði ég
upp vinnunni frá og með 1. mai.
Ég man ekkert frá jan-mars, ég
man bara baráttuna við að halda
mér vakandi þegar ég átti að vera
að vinna við bókhaldið. Þetta er
álag sem margir einstæðir for-
eldrar þekkja. Þeir vinna heilan
vinnudag úti og siðan biður allt
heima. Hérna rétt hjá mér býr ein
sem vinnur frá 9-6 alla virka daga
en saumar sængurföt um helgar.
Barnið hennar gengur laust her á
götunum og hefur mest fyrir
stafni að hrekkja litlu krakkana,
lemur þau og hjólar á þau.
— Vantar hann alla umhyggju?
— Já, hann er kominn af barna-
heimilisaldri. Skólinn er mjög
stuttur á daginn, enginn er til að
sækja hann enginn til að sinna
honum á daginn. Þannig er um
fleiri. Ég hef aldrei kynnst öðru
eins ástandi og rikir i þessu
hverfi. Hér morar allt i hrekkju-
svinum. Strákurinn minn lokaöi
sig einu sinni inni i viku, neitaöi
að fara út af hræðslu við stærri
krakkana.
„Braggabörn með
hornös”
— Er inikið af leiguhúsnæði hér
i hverfinu?
— Já, og hér er fólk af ýmsu
tagi. Ég hef aldrei kynnst annarri
eins drykkju og hér er um allar
helgar. Brotnar rúður og glerbrot
um allt. Hér er mikið um þaö sem
Megas kallar braggabörn með
hornös. Ég hef aldrei hitt eins
mikið af börnum sem eru svona
sljó i framan. Vanrækt og van-
nærð.
— Eru foreldrarnir á kafi i
ibúðarbransanum eða hvað?
— Einhver hluti af þeim, en
hinn hlutinn er hreinlega svona
sinnulaus. Ég rak rhig á það þeg-
ar ég var að reyna að fá grænmeti
hér á horninu að þar fæst bara
laukur og gulrætur, þvi að salat
og slikt fágæti seljast ekki: „Það
kaupir það enginn i þessu hverfi”,
sagði kaupmaðurinn.
Einhvernveginn hefur safnast
hér i þetta hverfi fólk sem er illa
statt fjárhagslega og margir
drekka ansi mikið. Ég hef að
sjálfsögðu ekki annan samanburð
en þau hverfi sem ég hef búið i áð-
ur, en ég hef heldur aldrei séð
annan eins hóp vinnumaura
streyma út úr húsunum hér i há-
deginu á veturna. Göturnar fyll-
ast skyndilega af börnum á öllum
aldri með appelsinurauðan Dag-
blaðspokann og skunda öll i sömu
átt. Þau eru að vinna sér fyrir þvi
sem foreldrarnir geta ekki veitt
þeim.
Vid þurfum ad gera
eitthvad skapandi
— Svo að við vikjum að öðru.
Hver er þin skoðun á hinum
margrómuöu móðurtilfinning-
um?
— Ég hef minar skoðanir á þvl
fyrirbæri. Þó að konan sé með
móðurlif, þá er ekki þar meö sagt
að það eina sem hana dreymi um
og það eina sem hún sætti sig við
sé aö ganga með börn, þvo bleyj-
ur og hræra i pottum alla sina tið.
Við hljótum að vera einstaklingar
með þarfir, heila, hugsanir og til-
finningar, þessi einstaklingur
hlýtur að vilja meira en bara ala
upp annan einstakling. Ég er ekk-
ert að kasta rýrð á hiö göfuga
hlutverk sem i þvi felst aö búa
fólk undir lifið og að takast á við
þau vandamálsem þvi fylgja. En
það er ekki þar með sagt að við
viljum ekki eitthvað meira. Við
þurfum okkar áhugamál og við
þurfum að fá útrás fyrir okkar
persónu. Við þurfum að fá að gera
eitthvað skapandi. Það er ekkert
skapandi við að skeina eða þvo
gólf. Ekkert. Eða eins og sú vest-
firska sagði: „Hvi að skeina
krakkann, hann skitur bara
aftur”. Það er sama hvað maður
gerir, maður er alltaf að endur-
taka það sama. Það eina skap-
andi við húsmóðurstarfið er að
búa til góöan mat en ég vil lika
njóta hans en ekki fara aö þvo
upp.
Fyrir einstæða móður sem
vinnur 16-18 tima á sólarhring er
enginn timi aflögu til að vera ein
og sér, til að vera manneskja, t.d.
bara að fá að vera ein með sina
kókflösku, eina af þvi að hún átti
Framhald á 18. siöu