Þjóðviljinn - 29.07.1978, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júli 1978
I apríl sl. flutti Byggða-
safn Vestamannaeyja í
nýtt og glæsilegt húsnæði á
efri hæðSafnahússinsí Eyj-
um. Jafnframt var ráðinn
saf nvörður í hálft starf, en
safnið hefur frá upphafi
notið áhuga og elju Þor-
steins Þ. Víglundssonar
fyrrv. sparisjóðsstjóra og
skólastjóra. - Blaðamaður
ræddi við Ragnar Óskars-
son yfirkennara Gagn-
fræðaskólans í Vest-
mannaeyjum, sem gegnir
starfi safnvarðar í
Byggðasafninu, og spurði
hann fyrst um upphaf
saf nsins.
a.m.k. miðað við það sem til er i
safninu. Það má ekki setja mun-
ina upp þéttar, þvi þá njóta þeir
sin ekki. En auðvitað er geysilega
gott aö fá þetta húsnæöi, og nú er
hægt að hafa safnið opið á
ákveðnum timum.
— Veistu nokkuð hve margir
gripir eru I safninu?
— Ég þori nú ekki að fara með
það nákvæmlega, en núna eru
tölusettir munir nokkuð á annað
þúsund. Við höfum minjaskrá, og
búið er að skrá u.þ.b. þúsund hluti
og verið er að vinna að áfram-
haldi minjaskrárinnar.
— Hvaða safngripi telur þú
merkasta?
— Ég tel næstum alla gripina
merka. En það má kannski nefna
ýmsa muni, sem eru merkari en
aðrir. T.d. ýmislegt sem minnir á
Tyrkjaránið, eins og Tyrkjabyss-
Fullt hús
Ragnar óskarsson safnvörður i sjóminjadeild Byggöasafnsins. Með
veggjum eru bátaiikön ásamt fleiri munum.
— Fyrir 40-50 árum byrjaði
Þorsteinn Viglundsson ásamt
nokkrum öðrum mönnum hér i
bænum, að safna gömlum mun-
um og auglýsa eftir gömlum hlut-
um, sem fólk gæti gefið á safnið.
Menn brugðust yfirleitt nokkuð
vel við þessu og ávallt siðan hafa
Vestmannaeyingar verið iðnir við
að gefa safninu gamla muni, og
enn berast okkur góðir gripir. En
það er fyrst og fremst Þorsteinn,
sem átti frumkvæðið að þvi að
stofna þetta safn og koma þvi i
eins glæsilegt horf og það er nú i.
Það er fyrst nú 15. april, þegar viö
opnum hér, að ráðinn er fastur
starfsmaður að safninu. Þetta
hefur alla tið verið áhugastarf
Þorsteins.
— Hvar var safnið geymt i gos-
inu?
— I gosinu var brugðið á það
ráð aö flytja safnið til Reykja-
vikur og þar var það hýst hjá
mörgum velunnurum safnsins til
varðveislu, og listaverkin voru
geymd að Kjarvalsstöðum, og
sumt var Þorsteinn með sjálfur
hjá sér. Eftirað gosinu lauk, kom
safnið hingað aftur og var þá i
geymslu i húsnæði Sparisjóðsins.
Þar voru haldnar sýningar á
safninu, en safnið var reyndar i
þessu húsnæði fyrir gos. Þarna
var þröngt um safnið og það er
ekki fyrr en með þessu húsnæði,
sem viö erum nú i, að rýmkar
verulega um og hægt er að sýna
allt safnið.
— Týndist eitthvað úr safninu i
þessum flutningum vegna goss-
ins?
— Þaö hefur verið furöanlega
litið, og likast til næstum ekkert.
— Er þetta nýja húsnæði ekki
gifurlega mikil breyting til hins
betra?
— Jú, húsnæöið er glæsilegt i
alla staði og eins og sjá má er hér
um myndarlegt safn aö ræða.
Hinsvegar virðist svo sem þetta
húsnæði sé nú þegar orðið of litið,
una og Tyrkjahnappinn. Svo er
þarna rambald úr Landakirkju,
sem er frá þvi fyrir Tyrkjarán og
liklega frá þvi að kirkjan var
byggð, árið 1573. A safninu er
einnig blýplata úr kirkju Hjalta
Skeggjasonar i Þjórsárdal.
Safninu ér skípt i þrjár aðal-
deildir, sjávarútvegsdeild, land-
búnaðardeild og heimilisiðnaðar-
deild. Svo eru ýmsar smærri
deildir, t.d. úr og klukkur, stofu-
munir, titilblöð blaða og bóka
sem gefin hafa verið út i Eyjum
frá 1917 og fram til dagsins i dag.
En stærsta og viðamesta deildin
er náttúrlega sjávarútvegurinn.
— Hvaða gripir eru elstir á
safninu?
— Steingervingarnir eru vafa-
laust elstir. Þetta eru steingerv-
ingar frá Tjörnesi, sem sýna
plöntuleifar sem ekki finnast hér
lengur. En ef miðaö er við
byggðasögulegar minjar, þá er
það liklega" blýplatan úr kirkju
Hjalta Skeggjasonar, frá árinu
1000. Þetta er ákaflega litil plata,
en sennilega hefur hún verið i
þaki kirkjunnar. Svo er þarna
nokkuð, sem við höldum að sé
hlautbolli. Hann er þá frá land-
námsöld og frá tima fyrstu ibúa
Vestmannaeyja.
— Er eitthvað af munum I
safninu, sem fundist hafa við
uppgröft eða jarðrask í Eyjum?
— Stöku munir hafa fundist hér
i jörð. Tyrkjahnappurinn fannst
þegar verið var að breikka Hilm-
isgötu og Tyrkjabyssan kom upp
úr höfninni. Hlautbollinn fannst á
Hörgeyri, sem nú er komin undir
bryggju.
— Hcr er töluvert af bátalikön-
um. Hvernig hafa þau borist á
safnið og hverjir hafa smiðað
þau?
— Safniö hefur látið smiöa þau
eða þau hafa verið gefin. Hér eru
likön af gömlum bátum t.d. ára-
bátnum frá fyrri öldum.. Ara-bát-
ana smiðuðu ólafur Ast-
og texti: eos
1 safninu er sýning á myndum eftir Jóhannes Kjarvai, sem eru I eigu bæjarins.
merkilegra muna
geirsson i Litlabæ Arni
Arnason, sem var hér barna-
kennari. ólafur smiðaði einn-
ig likaniö af opna mótor-
bátnum. Svo höfum við hér
mótorbát frá árunum 1920-1930,
hann er smiðaður af Óiafi Ólafs-
syni, sem var forstjóri Vélsmiðj-
unnar Magna hér i Eyjum. Svo er
hér vélbátur likur þeim bátum,
sem voru algengir á árunum
kringum 1950. Þann bát smiðaði
Runólfur Jóhannsson skipasmið-
ur. 011 þessi likön eru mjög
nákvæm, og þau sýna að sjálf-
sögðu lag bátanna, t.d. Landeyja-
Litið inn í
Byggðasafn
Vestmannaeyja
og rætt við
Ragnar
Oskarsson
safnvörð
lagið, Vestmannaeyjalagið eða
færeyskt lag.
— Hér er mikið af máiverkum
á veggjum?
— Já, listasafn Vestmanna-
eyjabæjar er eiginlega ein deild i
Byggðasafninu. Bærinn á talsvert
af listaverkum og við opnun
safnsins sýndum við 32 Kjarvals
myndir, sem Sigfús Johnsen
fyrrv. bæjarfógeti átti og seldi
Vestmannaeyjabæ. Þessi sýning
er opin enn og verður liklega eitt-
hvað fram eftir sumri. Fyrirhug-
að er að skipta um öðru hvoru og
sýna þær myndir sem bærinn á.
tir sjávarútvegsdeildinni.
Fremst á myndinni er klukkuás eöa rambald úr Landakirkju, sviöið frá
Tyrkjabrunanum 1627. Rambaldið hefur llklega veriö I kirkjunni frá
þvi hún var byggð 1573, og þar var það óslitið til ársins 1960.
Svo éru hér heimildamyndir eftir
Kristin Astgeirsson, hafnar-
myndir eftir Engilbert Gislason
o.fl.
— Hvernig er aðsóknin að safn-
inu?
— Aðsókn hefur verið mjög góð
frá þvi við opnuðum 15. april, og
meira en helmingur safngesta
eru heimamenn.
J— Hvenær er safniö opið?
— Yfir sumartimann höfum við
haft opið á miðvikudögum,
laugardögum og sunnudögum,
tvo tima i senn. Auk þess er safnið
oft opnað sérstaklega fyrir ferða-
mannahópa. En yfir vetrartim-
ann býst ég við að aðeins verði
opið einu sinni i viku.
Við þökkum Ragnari óskars-
syni safnverði fyrir spjallið og
viljum að lokum hvetja þá sem
leggja leið sina til Vestmanna-
eyja i sumar að skoða Byggða-
safnið, þetta myndarlega safn
sem nú er loks komið i hið ákjós-
anlegasta húsnæði.
—eös