Þjóðviljinn - 29.07.1978, Síða 15
Laugardagur 29. júli 1978 ÞJÓDVILJINN — StÐA 15
Menntamálaráðherra staðfestír út-
hliihinarreglnr lánasjóðs námsmanna
Maxim Gorki á ytri höfninni áöur en skipiö sigldi af staö til Akureyrar.
Skemmtiferðaskip-
ið Maxim Gorki á
leið til Akureyrar
Reglurnar dæmdar ólögleglegar s.l. vor
Vilhjálmur Hjálmars-
son menntamálaráð-
herra undirritaði fyrir
nokkrum dögum nýjar
reglur um úthlutun lána
úr Lánasjóði islenskra
námsmanna. Reglur
þessar eru samdar af
stjórn Lin, en sl. vor féll
dómur i prófmáli sem
einn námsmaður höfð-
aði gegn stjórninni og
voru úthlutunarreglurn-
ar dæmdar ólöglegar.
Þjóðviljinn hafði af þessu tilefni
samband við Braga Guðbrands-
son formann SINE, Sambands is-
lenskra námsmanna erlendis, og
innti hann eftir nánari upplýsing-
um um málið.
Bragi sagði að allt fram til árs-
ins 1976 hefði verið rikjandi sjón-
armið hjá lánasjóðnum að við Ut-
reikning námslána væri tekið til-
lit til fjölskyldustæröar náms-
manns, þ.e. maka hans og barna.
Þegar Jón Sigurösson núverandi
ritstjóri Timans, varð formaður
sjóðstjórnar 1976 breytti hann og
aðrir fulltrúar rikisvaldsins i
stjórn sjóösins úthlutunarreglun-
um á þann hátt að ekki var lengur
tekið tillit til maka og barna
námsmanns. Var þá höfðað mál á
hendur sjóðsstjórninni þvi talið
var að lögin um námslán og
Bragi Guöbrandsson form. SINE:
Afstaöa Jóns Sigurössonar bygg-
ist meir á þrjósku en heilbrigöri
skynsemi.
námsstyrki sem sett voru á Al-
þingi 1976 væru skýr og ótviræö
hváð þetta atriði varðaöi. Dómur
féll I málinu sl. vor og voru út-
hlutunarreglurnar dæmdar ólög-
legar.
Nú yfir sumarmánuðina hafa
fulltrúar rikisvaldsins I stjórn
lánasjóðsins samið nýjar úthlut-
unarreglur sem eru litið breyttar
frá þeim eldri og enn er ekki tekið
tillit til fjölskyldu námsmanns.
Námsmenn reyndu að fá Vil-
hjálm menntamálaráðherra til að
neita að skrifa undir á þeim for-
sendum að reglurnar heföu verið
dæmdar ólöglegar. Vilhjálmur
svaraöi þvi til að þar sem enn
hefði ekki fallið dómur i málinu
fyrir hæstarétti þá gæti hann ekki
annaö en skrifað undir. Þaö er þvi
augljóst aö Jón Sigurösson for-
maður sjóðsstjórnar hefur veitt
Vilhjálmi mjög ófullkomnar upp-
lýsingar, þvi dómurinn kvað svo á
um að lögin væru skýr og ótviræð
hvað þetta atriði varöaði, þannig
að engar likur eru á að hæstirétt-
ur geti komið meö aðrar dóms-
niðurstöður. Afstaða Jóns for-
manns er furðuleg I þessu máli,
það er eins og hann standi gegn
þessu sjálfsagöa réttlætismáli af
hreinni meöfæddri þrjósku, þvi
það munar svo litlu fyrir sjóðinn
fjárhagslega að taka tillit til fjöl-
skyldustærðar.
— Að lokum, Bragi, til hvaða
aðgerða ætla námsmenn aö
gripa?
Nú I dag, laugardag hefst sum-
arþing Sine, sem haldiö er i Fé-
lagsstofnun stúdenta við Hring-
brautogmunum við á þessu þingi
marka stefnuna i þessum málum
og ræða hugsanlegar aðgerðir, þó
svo að hér er um litlar upphæðir
fyrir sjóðinn að taka á sig með þvi
að taka tillit til maka og barna
námsmanna, þá er þetta hlutur
sem skiptir mjög miklu máli fyrir
námsmanninn og getur skipt
sköpum hvorthann heidur áfram
námi eöa ekki.
Þá var haft samband við Bolla
Héðinsson formann Stúdentaráðs
Háskóla Islands og spurðist fyrir
um það hvort einhverja aðgerða
væri að vænta af hálfu Stúdenta-
ráðs. Bolli sagði að ekki væri far-
ið að ræða neitt slikt, en ætlunin
væri að biða og sjá hvort ekki
komi nýr ráðherra og umfram
allt ný sjóðsstjórn sem væri hlið-
hollari námsmönnum. —Þig
Eitt glæsilegasta
skemmtiferðaskipið
sem hingað kemur,
Maxim Gorki, hefur leg-
ið hér úti á ytri höfninni
að undanförnu og var
blaðamönnum boðið um
borð til að skoða þessa
glæsilegu fleytu.
Maxim Gorki er byggt fyrir 10
árum i Hamborg, en Rússar
keyptu það fyrir nokkrum árum,
og skirðu það núverandi nafni.
Heimahöfnin er Odessa, en
undanfarin ár hefur þýska ferða-
skrifstofan Neckermann haft
skipið á leigu i 11 mánuði ársins.
Siglir það i ýmsar lengri og
skemmri leiðir. m.a. i kringum
hnöttinn og i sérstakar noröur
Atlantshafsferðir, þar sem Island
er einn viðkomustaðanna.
Fulltrúi þýsku ferðaskrifstof-
unnar um borð, Jansens aö nafni,
sýndi blaðamönnum skipið, sem
jafnan er fullbókað amk. ár fram
i timann. Þar er eitthvaö við
flestra hæfi, fjölda margir barir,
setustofur, leikhús, sundlaug,
bókasafn, danssalur, og margt
fleira, en meðalaldur farþeganna
er um 60 ár.
Farþegarnir fara i land i
Reykjavik og á Akureyri og er
fyrirhugað að lengja dvölina hér
á landi og gefa farþegunum kost á
að fara landleiðina til Akureyrar,
annaðhvort yfir Sprengisand eða
eftir hringveginum. Fulltrúar
ferðaskrifstofunnar Atlantic, sem
sér um ferðir farþeganna á
Islandi sögðu að þetta fólk hefði
njög mikinn áhuga á tslandi og
færi nær undantekningalaust i
þær ferðir sem boðið er upp á i
landi. Um 600 ferðamenn, lang-
flestir þýskir eru um borð i skip-
inu og rúmlega 400 manna rúss-
nesk áhöfn. Skipið hefur nú lagt
úr höfn i Reykjavik og er á leið til
Akureyrar.
þs
Sjálfstæöismenn sátja hjá iatkvæða-
greiðslu um nýjan borgarstjóra í Rvík
Á fundi borgarstjórn-
ar i fyrradag var lögð
fram tillaga borgar-
ráðsfulltrúa meirihlut-
ans, þar sem gert var
ráð fyrir, að Egill Skúli
Ingibergsson, verkfræð-
ingur, yrði ráðinn
borgarstjóri i Reykjavik
frá og með 15. ágúst til
loka kjörtima borgar-
stjórnar.
Á fundinum létu
borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks eftirfarandi
bókun frá sér fara:
Við borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins höfum áður lýst þvi yfir,
að við erum mótfallnir þeirri
breytingu á eðli borgarstjóraem-
bættisins, sem nú hefur verið
ákveðin. Við teljum að saman eigi
að fara pólitisk og embættisleg
ábyrgð borgarstjóra og leggjum
áherzlu á, að kjósendum gefist
kostur á að taka afstööu til
borgarstjóraefnis við borgar-
stjórnarkosningar.
Með þeirribreytingu, sem nú er
ákveðin, hefur mjög verið dregið
úr ábýrgð borgarstjóra og em-
bættið i raun gert svipaðseðlis og
önnur embætti borgarstarfs-
manna.
Þessu viljum við mótmæla og
erum þvi andvigir þeirri ráðningu
borgarstjóra, sem nú fer fram.
Hann mun þvi starfa fyrst og
femst á ábyrgð hins nýja meiri-
hluta i borgarstjórn.
Að sjálfsögðu munum við
styðja borgarstjóra til allra góðra
verka, en jafnframt gagnrýna
hann eftir þvi, sem framkvæmd
hans á stefnu meirihlutans gefur
tilefni til.
Varsiðangengiö tilatkvæða, og
var tillaga borgarráðsmanna
meirihlutans samþýkkt með átta
samhljóða atkvæðum, en borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisftokks sátu
hjá.
—isi.
Breytingar á fjárhagsáœtlun borgarsjóðs
Erfið greiðslustaða fram tíl áramóta
— hefði endurskoðun verið framkvæmd i apríl, væri vandinn minni, segja talsmenn meirihlutans
Á fundi borgarstjórnar
i fyrradag gerði Gunn-
laugur Pétursson, borg-
arritari, grein fyrir
breytingum á fjárhags-
áætiun Reykjavíkurborg-
ar. Þær fela í sér hækkun
á tekjulið, m.a. vegna
hækkaðra leyfisgjaida og
aðstöðugjalda, auk þess
sem koma til nýjar upp-
lýsingar frá Þjóðhags-
stofnun um endurmetnar
tekjur af söluskatti o.fl.
Nemur hækkunin 762
miljónum króna. Hins
vegar kom fram, að
þessi aukning tekna
Reykjavíkurborgar ést
upp, m.a. vegna óhjá-
kvæmilegra hækkana
vaxtagjalda sem stafa af
auknum vaxtagreiðslum
á skammtímaskuldum og
áhrifa gengisbreytinga.
Ennfremur hafa nokkrir
rekstrarliðir hækkað
verulega.
Kom jafnframt fram I máli
Gunnlaugs, að greiðslustaða
borgarsjóðs og stofnana, sem
honum eru tengdar, væru nú
mjög erfið, og fyrirsjáanlegt, að
svo verði a.m.k. til næstu ára-
móta. Sagði Gunnlaugur miklar
verðhækkanir á vinnu, vöru og
þjónustu valda þessu.
Kom fram i ræðu Gunnlaugs,
að þessi vandamál verða ekki
leyst á annan hátt en með
skammtima erlendri lántöku,
og hafa verið teknar upp við-
ræður m.a. við stjórnvöld og
Landsbankann um möguleika á
lausn þessa máls. Sagöi Gunn-
laugur niðurstöðu vera að vænta
eigi siðar en fyrir næstu mán-
aðamót.
Aö lokum sagöi Gunnlaugur i
ræðu sinni, aö svo gæti farið, að
með haustinu reyndist enn
nauðsynlegt að taka fjárhags-
og greiðsluáætlanir borgarsjóðs
upp til endurskoðunar og breyt-
inga.
Þessu næst tók Birgir ísl.
Gunnarsson borgarfulltrúi (D)
til máls. Ræddi hann meðal
annars afstöðu Sigurjóns Pét-
urssonar til slikrar endurskoð-
unar eins og hún hefði komið
fram i kosningabaráttunni, og
kvað hann hafa verið mótfallinn
endurskoöun i þeirri mynd sem
hér um ræddi. Hinsvegar væri
ánægjulegt, að þeir væru nú
sammála um þetta mál. Eins
greindi Birgir Isl. frá þvi, að
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins myndu sitja hjá i at-
kvæðagreiöslu um breytingar á
fjárhagsáætlun, þar sem þeir
álitu of skammt gengið.
Sigurjón Pétursson (AB) tók
þessu næst til máls, og sagði að
afstaða sin til endurskoðunar
fjárhagsáætlunar heföi ætið
verið ljós, og vildi hann itreka
það, að hefði álika endurskoðun
og nú heföi verið framkvæmd,
átt sér stað i mars eða april,
hefði verið hægt að gera ráð-
stafanir til að koma i veg fyrir
það stóráfall sem nú vofði yfir.
Hann sagði jafnframt, að nýi
borgarstjórnarmeirihlutinn
tæki ekki glaður við þvi búi, sem
Sjálfstæðismenn hefðu skilið
eftir sig, en axlaði vitaskuld
ábyrgðina.
Birgir Isl. sté á ný i ræðustól
og kvað nýja meirihlutann
greinilega ætla að taka á vand-
anum meö vettlingatökum, og
hliöra sér við að taka ýmsar
vandasamar ákvarðanir, og til-
tók Birgir sérstaklega væntan-
legar kauphækkanir i haust,
sem ekki hefði veriö gert ráð
fyrir i þeim breytingartillögum
sem fyrir lægju.
Þessu svaraði Kristján
Benediktsson (B), og sagði
núverandi meirihluta hafa
einmitt tekið málin föstum tök-
um, og spurði Birgi hvort hann
hefði kannski að auki skorið nið-
ur framkvæmdir viö skóla,
iþróttahús, dvalarheimili aldr-
aða eða dagvistunarstofnanir.
Hann tók ennfremur i sama
streng og Sigurjón, og sagði, að
hefði endurskoðun verið fram-
kvæmd i aprilmánuði, hefði ver-
ið auðveldara að mæta þeim
vanda, sem við blasti nú. Krist-
ján hélt þvi einnig fram, að eí
Birgir skoðaði málið af sann-
girni, myndi hann áreiðanlega
komast að sömu niðurstöðu og
meirihlutinn, að ekki hefði verið
hægt að ganga lengra i niður-
skuröi á framkvæmdum á veg-
um borgarinnar.
Nokkrar umræður uröu til
viðbótar, en atkvæðagreiðslu
lauk á þann veg, aö tillögur til
breytinga á fjárhagsáætlun
Reykjavikurborgar voru sam-
þykktar með átta samhljóða at-
kvæöum borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks.
__________ —jsj.