Þjóðviljinn - 29.07.1978, Qupperneq 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júll 1978
Viötal við Auði
Framhald af 12 si&u
ekki fyrir nema einni. Þá veröur
hún aö drekka hana kl. tvö um
nóttina þvi aö krakkarnir skynja
kóktappa i 40 m fjarlægö. Viö
veröum aö fá aö vera einstakling-
ar. A minu heimili gildir þaö lög-
mál aö þaö séu mannréttindi aö fá
aö pissa i friöi. Viö eigum aö
standa undir svo mörgum hlut-
verkum og bera einar ábyrgö á
öllu saman.
— Séröu einhverja lausnir út úr
þessum vanda?
— Jú, ég vil minnka vinnuálag-
iö á einstæöum foreldrum. Þaö
þarf aö gera foreldrum auöveld-
ara að vera heima og sjá um
börnin sin. Það kostar rikið
óhemju fé aö greiöa meö barna-
gæslu. Vera heima ef þeir vilja.
Þaö vantar mæðraverndarnefnd.
Tekjutrygging myndi e.t.v. leysa
þennan vanda.
Geturöu ekki fengid
EINHVERN til að
hjálpa þér?
Eftir þessa þrjá mánuöi i vetur
fór ég til Félagsmálastofnunar og
sagði þeim að nú gæti ég þetta
ekki lengur, ég yrði að hætta aö
vinna úti en stunda mina heima-
vinnu og vera heima hjá börnun-
um. Ég baö um framfærslulán I
fimm mánuði og fékk þaö.
Ég varð að fá betra húsnæöi.
Þar sem ég bjó áður var ástandið
eins og á hersjúkrahúsi, rúm alls
staðar og ekkert hægt aö ganga
um enda ibúðin á viö eldspýtna-
stokk. Þessi ibúö er tvöfalt stærri.
Með þessari aðstoð og veröbólg-
unni tekst mér að kljúfa þetta.
— Er sllk aðstoð auðfengin?
— Nú er farið að styrkja mæöur
t.d. til styttra náms sem tekur
minna en tvö ár. Ég hef þó heyrt
dæmi um neitun. Það var stúlka
sem ætlaði aö taka meirapróf og
haföi loforö um vinnu sem myndi
hækka kaupiö hennar um helm-
ing. Hún baö um aöstoö viö aö fá
barnagæslu i fimm vikur en fékk
synjun. Félagið okkar hljóp undir
bagga. Það er oft sagt viö fólk:
„Getur þú ekki fengið
EINHVERN tilaðhjálpa þér”, en
ég segi alltaf þessir einhverjir
vaxa ekki á trjánum. Flestir eiga
nóg meö sig.
— Hvað um ný sambýlisform?
Gætu einstæðir foreldrar ekki
staöið betur saman?
— Það er auövitað oft erfitt aö
búa ein meö börnunum, að þurfa
aö koma þeim i skilning um aö ég
hefi minar einkaþarfir. Ég get
imyndað mér aö fleiri saman geti
rætt sin vandamál og þeir um-
gangast þá aöra fulloröna ein-
staklinga. En það hlyti að vera
erfitt aö vera með svona mörg
börn.
— Við erum aftur komnar að
húsnæöismáiunum, sem virðast
vera erfiðasti hjallinn eða hvað?
— Já vandamál einstæöra for-
eldra er að þeir hafa ekki láns-
traust. Þeir eru lágtekjufólk, oft
óöruggur vinnukraftur og oft
álitnir heldur vafasamir karakt-
erar. En þetta er að breytast.
Þetta hefur ekki staöiö mér fyrir
þrifum. Þegar ég var aö leita mér
að ibúö kynntist ég annarri hliö á
þessum málum.
Ég var spurð: „Hvaö gerir
maöurinn þinn?”
„Ég er ekki gift”
„Nú ertu ekkja?”
„Nei ég er ógift einstæö móö-
ir”.
„Nú við höfum tveggja her-
bergja ibúö i kjallara i Norður-
mýrinni”.
„Ég fer nú ekki aö fara i minni
ibúö”, svaraði ég.
„Já en vina min, þetta veröur
allt of dýrt fyrir þig”
„Ég veð i.seölum” laug ég.
Viö erum hvorki
hetjur né
furöufyrirbæri
Ég læt ekki vaða svona ofan i
mig, bara vegna þess að ég hef
ákveöna þjóðfélagsstöðu. Ég get
ekki látið þjóðfélagið sniöa mér
stakk sem ég á svo að passa i.
Einstæðir foreldrar eru ekki ann-
ars flokks fólk, aumingjar sem
einginn getur búið meö. Við erum
miklu fremur fólk sem horfumst i
augu við að áframhaldandi sam-
búð bauð ekki upp á þá hamingju
sem sambúö á að færa og höfðum
hugrekki til að slita henni. Eða
ógift móðir sem er svo heilbrigö
og skynsöm að hún og þau bæði,
sem eiga barnið sjá aö hjónaband
með barn að grundvelli er ekki
rétta leiöin. Og svo nokkur hópur
sem missti maka sinn. Við búum
við erfiðari skilyrði en „venjuleg-
ar” fjölskyldur og við þurfum á
aöstoð samfélagsins aö halda.
Ekki i formi samúðar, vorkunnar
eöa náðargjafa, heldur þurfum
við tillitssemi, samhug og skiln-
ing á okkar vandamálum.
Ég verð oft vör við að annað
hvort er ég álitin furðulegt fyrir-
bæri eða hetja, sem stend eins og
klettur upp úr froðufellandi lifs-
baráttunni. Ég er hvorugt, ef eitt-
hvað þá það fyrra. Hetjan ég
rómuð fyrir hugrekki og eilifðar-
brosið sem aldrei slokknar gefst
oft upp og bölsótast og orga af
illsku eða sest i tröppurnar og
skæli af þreytu. Ég veit að fleiri
hundruð einstæðra foreldra gera
það sama. Við gerum þaö bara
heima hjá okkur en ekki i Banka-
strætinu. Þess vegna lafir þessi
geislabaugur sæmilega. Hann er
semsagt óþarfur. Við erum bara
venjulegt fólk með önnur vanda-
mál en hitt fólkið og tökumst á við
þau i þeirri röð sem við komumst
yfir þau. Það er fásinna að dýrka
okkur og það er fásinna að lita
niður á okkur. Oft er þetta lifs-
hlutverk sem við höfum valið
okkur. Það sem mest hrjáir okkur
er fjárhagsskortur og timaleysi
hvort tengt hinu. Mér verður oft
að orði: Svei mér þá, nú tæki ég
Krist niður og negldi hann upp
aftur fyrir hundraðkall.
K.A..K.J. og S.H.
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi efnir til ferðar I
Þórsmörk dagana 11.-13. ágúst. Farið verður frá Borgarnesi kl. 16 á
föstudag. Allir velkomnir — Nánar auglýst slðar hverjir taka við þátt-
tökutilkynningum.
Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis
efnir til sinnar árlegu sumarferðar 29.-30. júli. Fariö verður aö Hvera-
völlum og Kerlingarfjöllum. Lagt verður af stað frá Gagnfræöaskól-
anum laugardaginn 29. júli kl. 10 f.h. Væntanlegir þátttakendur láti
skrá sig fyrir lö. þ.m. og fái nánari upplýsingar hjá eftirtöldum, Karl-
innu i sima 4271, Auði i sima 4332 og Sigmundi 1 sima 4259. Félagar fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Ljósmyndun — Utlitstelkn-
un — Auglýsingateknun
Ungur maður með reynslu i fyrrnefndum
störfum óskar eftir vinnu. Margt kemur til
greina.
Upplýsingar á blaðinu í sima 81333.
rr
Peoples Problems
and Progress''
Tveggja stunda samstund
með SYSTUBt CHRISTINE
fyrrverandi yfírráðgjafa
Veritas-Villa
HÓTEL ESJU (2. HÆÐ)
Mánudag 31. júlí kl. 20-23,
þriðjudag 1. ágúst kl. 20-23.
Þátttökugjald kr. 2.500.- pr. mann.
KRISTÍNARVINIR 77
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦t
J Auglýsingasíminn er ro OO
MOÐVIUINN
Höfnin
Framhald af 20. ,
Guðrún Helgadóttir steig þá
aftur i pontu og itrekaði, að
gámageymsluþörf yrði að leysa á
annan hátt en með nýtingu dýr-
mæts hafnarsvæðis.
Albert steig þá aftur i ræöustól, I
og strax á eftir honum Ólafur B.
Skák
Framhald af 2
65. Bb8-a5
66. Bd6
(En ekki 66. Bc7 vegna 66. — Kc4
o.s.frv..)
66. ..Kc4
67. Kxh5-a4
68. Kxh6-Kb3!
(Karpov verður að tefla ná-
kvæmt. Léki hann 68. -b5 tapar
hann á eftirfarandi hátt: 69. Kg5
Kb3 70. Kf5 Kxa3 71 Ke5 Kb3 72.
Kd5 a3 73. Kc5a274. Be5o.s.frv.)
69. b5-Kc4
70. Kg5-Kxb5
71. Kf5-Ka6
(Upp er komið athyglisvert enda-
tafl. Eins og getið var um áðan er
staðan jafntefli ef hvitur hefur
aðeins a-peð. Nú hefur svartur
bæði a og b-peð og nái hvitur að
koma svörtum i leikþröng með
kónginn vinnur hann taflið.
D æm i:
Hvitt: Kc6, Bb6, a3 Svart: Ka6,
a4, b5. Nú verður svartur að gjöra
svo vel að leika b5-b-4 og eftir
axb4 a3 er hann mát með b4-b5.
Fleiri svona dæmi má tilfæra en
þetta eina sýnir að Karpov má
hvergi misstiga sig i vörninni).
72. Ke6-Ka7
73. Kd7-Kb7
74. Be7-Ka7
75. Kc7-Ka8
76. Bd6-Ka7
77. Kc8-Ka6
78. Kb8-b5
79. Bb4
(Svartur hótaði 79. -b4!)
79. ..Kb6
80. Kc8-Kc6
81. Kd8-Kd5
82. Ke7-Ke5
83. Kf7-Kd5
84. Kf6-Kd4
85. Ke6-Ke4
86. Bf8-Kd4
87. Kd6- Ke4
88. Bg7-Kf4
89. Ke6-Kf3
90. Ke5-Kg4
91. Bf6-Kh5
Hér fór skákin i biö eftir 11 klst.
taflmennsku. Svovirðistsem ekki
sé meira en jafntefliI stöðunni, en
vist er að Karpov verður að tefla
vörnina af nákvæmni.
Thors (D) sem gerði grein fyrir
atkvæði sinu, en hann sagöist ekki
geta fylgt tillögu hafnarstjórnar.
Hann taldi brýnt, að höfnin afsal-
aði sér ekki umræddum lóðum
þegar i stað, heldur hefði mögu-
leika á að leysa vanda annarra
skipafélaga en E.L.Vandi hinna
skipafélaganna væri ekki leystur,
og væri þvi vart réttlætanlegt að
úthluta Eimskipafélaginu þess-
um lóðum, auk þess sem erfitt
væri að sjá þörf þess fyrir þær.
Að lokum tók Kristján Bene-
diktsson (B) til máls og tók i
sama streng og Guðrún og Ólafur,
og nefndi þá stefnu borgarstjórn-
ar Reykjavikur að gera Vestur-
höfn að fiskihöfn með tilheyrandi
þjónustu.
Hann taldi jafnframt, að með
stækkun landhelginnar mætti bú-
ast við aukinni Utgerð i Reykja-
vik, og myndi þvi ekki veita af
þeirri aðstöðu sem hægt væri að
búa til I Vesturhöfn.
Til atkvæða var gengiö með
nafnakalli, og var tillaga hafnar-
stjórnar felld með atkvæöum
þeirra öddu Báru Sigfúsdóttur
(G), Daviðs Oddssonar (D),
Guðrúnar Agústsdóttur (G),
Guðrúnar Helgadóttur (G),
Kristjáns Benediktssonar (B),
Magnúsar L. Sveinssonar (D),
Ólafs B. Thors (D), Sigurjóns
Péturssonar (G) og Þorbjörns
Broddasonar (G).
Eftirtaldir borgarfulltrúar
greiddu tillögunni atkvæði sitt:
Albert Guðmundsson (D), Birgir
ísleifur Gunnarsson (D), Markús
örn Antonsson (D), Páll Gislason
(D), Sigurður E. Guömundsson
(A) og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
(A).
—jsj.
sjónvarpið
bilaó?
Sjónvarpsverbtói sími
Begstaðasírfflti 38 (2-19-40
Pípulagnir
Nýlagnir, breyt-
ingar, hitaveitu-
tengingar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og i og eftir kl. 7 á
kvöldin)
Blikkiöjan
Asgarði 7. Garöabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verötilboð
SÍMI 53468
Tökum aö okkur
smiði á eldhúsinnréttingum og skápum,
bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur
um breytingar á innréttingum. Við önn-
umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og
inni. Verkið unnið af meisturum og vönum
mönnum.
Trésmíðaverkstæöið
Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613