Þjóðviljinn - 05.08.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1978, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. ágúst 1978 DJÚDVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis trtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- .ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Á að selja sig fyrir ráðherrastóla ? Matthias A. Mathiesen Halldór E. SigurOsson Gunnar Thoroddsen ,,Já, þið getið talað nógu fallega, en ætli þið verðið lengi að selja ykkur fyrir ráðherrastólana eftir kosning- ar", sagði gamall Alþýðuf lokksmaður við mig í miðri kosningabaráttunni í vor, —,, og það er víst sami rassinn undir ykkur öllum, þegar á reynir, og þið Alþýðubanda- lagsmenn ekkert skárri en hinir", bætti hann við. Þessi ummæli rifjuðust upp fyrir mér nú í vikunni, þegar hróp kratabroddanna voru hvað háværust í f jöl- miðlum um að við Alþýðubandalagsmenn þyrðum bara alls ekki í ríkisstjórn. Fyrir kosningar var það einmitt þeirra kenning, krata- broddanna, að Alþýðubandalagsmenn væru allra manna fúsastir ,,að selja sig fyrir ráðherrastólana". Nú, eftir kosningar, heitir það heigulsháttur á máli kratanna, þegar Alþýðubandalagið neitar að taka að sér verkstjórn á nýjum kaupránsaðgerðum, jafnvel þótt ráðherrastólar séu í boði að launum! Aldrei í sögunni hefur þjóðarbú okkar islendinga stað- ið betur en nú, hvað ytri skilyrði varðar. Útflutningsaf- urðir okkar seljast flestar á metverði, og aflabrögð eru slik, að varla hef ur undan að vinna f iskinn í landi. Við þessar aðstæður kemur formaður Alþýðuf lokksins f ram f yrir alþjóð, og segir að nú verði allir að fórna, líka láglaunafólkið. Kratabroddarnir gerðu það_að úrslita- skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðunum að kaupmátt- ur launa verkafólks yrði a.m.k. 7% lægri en kjarasamn- ingar kveða á um. Og nú heitir það heigulskapur að Al- þýðubandalagið skuli hafa neitað að fallast á þetta. — Var kaupránið, sem ríkisstjórnarflokkarnir frá- farandi gengust fyrir með febrúarlögunum í vetur, þá máske bara til marks um sérstakan hetjuskap Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins? Það mætti halda að Benedikt, Vilmundur og Co. teldu svo vera. En ekki töldu nú kjósendur ástæðu til að verðlauna ráðherrana og þinglið þeirra fyrir hetjuskapinn. Ef kratabroddarnir tel ja nauðsynlegt að lækka kaupið um 7% frá gerðum kjarasamningum, — hvers vegna boðuðu þeir þá ekki þessa brýnu þörf fyrir kosningar? Hefði það ekki verið meiri hetjuskapur? Hér skal á það minnt, að á síðasta Alþýðusambands- þingi var einróma samþykkt krafan um verðtryggð 100 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði, og var talan 100 þús. miðuð við verðlag 1. nóv. 1976. Allir vita að mikið vantaði á, að þessi krafa næðist f ram í kjarasamningun- um á siðasta ári. Samt koma kratabroddarnir nú og segja það meðöllu útilokað að þessir kjarasamningar fái að standa, — það sé bara heigulskapur að vil ja standa við þá, hitt sé hetjuskapur að svíkja kjarasamningana. Og svokölluð verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins undir forystu herkratans Karls Steinars klappar lof í lófa! Hvers vegna á kaupkrafa síðasta Alþýðusambands- þings ekki rétt á sér nú, þótt útlit sé fyrir mun hærri þjóðartekjur en þá var reiknað með? Vilja Benedikt Gröndal eða Vilmundur Gylfason svara því? Kratarnir segjast þurfa að lækka kaupið núna hjá verkafólkinu, svo að þeir geti hækkað það síðar. Jú, skyldu menn kannast við boðskapinn. Var það ekki yfir- lýstur tilgangur með öllum kauplækkunum íhaldsins fyrr og siðar, — einmitt þetta, að hækka kaupið,en bara siðar!! Þeir kunna sína rullu ,,nýkratarnir", — þessir puntudrengir borgarástéttarinnar. Alþýðubandalagið er reiðubúið til stjórnarþátttöku fá- ist lágmarksskilyrðum fullnægt, en Alþýðubandalagið mun aldrei gerast varðhundur gróðalýðsins i þjóðfélag- inu gegn samtökum launafólks og alþýðuhagsmunum, — ekki þótt tiu ráðherrastólar væru í boði. Þetta geta þeir þó Bilakaup ráðherra minna mig á söguna um Palla, sem var einn i heiminum. Hún er i raun- inni hryllingssaga eins og svo mörg ævintýri én um leiö dæmi- saga. Söguhetjan vaknar af draumamartröðinni nýr og betri maður. Palli varö leiður á þvi að geta étið eins og hann lysti úr sælgætisbúðinni og ekið brunabilunum að vild sinni. Ráðherrarnir verða hinsvegar aldrei þreyttir á þvi að notfæra sér heimsins vitlausustu og ó- réttlátustu reglur til þess að græða á tollfrjálsum bila^kipt- um á þriggja ára fresti. Þeir eru heldur ekki einir i heiminum eins og Palli og geta þvi glaðst með sinum likum i lystisemdun- um. „Meðvitaða breikkun á ras- gati”kallaði Dagur Sigurðarson þá áráttu manna að kaupa undir sig stóra lúxusbila sem henta is- lenskum aðstæðum heldur illa. Vilhjálmur Hjálmarsson studdi það að Dagur fengi skáldastyrk, m.a. fyrir samnefnt kvæði, taldi það vera niðkvæði um óhóflega einkaneyslu og stuðning við skynsamlega samneyslu. Sérgœði ráð- herra og krakkaskapur Það vekur ekki traust á mönnum þegar þeir sýna af sér þann krakkaskap og sérgæði að þurfa að færa sér i nyt ósiðleg forréttindi út i ystu æsar á sama tima og þeir prédika aðhald og sparnað hjá fólki sem rétt hefur fyrir nauðþurftum — og það með óhóflegri vinnu. Að sjálf- sögðu amast enginn við þvi þótt ráðherrum séu útvegaðar emb- ættisbifreiðar til opinberrar notkunar meðan þeir sitja i ráð- herrastólum. En þeim er ekki vandara um en öðrum að kaupa sér bila til einkanota af eigin aflafé, enda ekki á neinum lág- launum. Matthias A. Mathiesen, sjálfur fjármálaráðherrann, hefur ekki aðeins af rikissjóði um 4 miljónir i tollum og opin- berum gjöldum heldur græöir hann 1 til 1/2 miljón á þvi að selja tollfrjálsa bilinn sem hann keypti fyrir þremur árum og fá sér nýjan tollfrjálsan dreka i lok ráðherraferils sins og rétt fyrir gengisfellingu. Löglegt en sið- laust, hefði Vilmundur Gylfason sagt, en hlifir ef til vill Matthiasi af þvi hann er Sjálfstæðismað- ur. Krafa falleraðra þingmanna Angi af þessu sama er sú krafa sem falleraðir þingmenn hafa sett fram um að þeim verði greidd þingmannslaun i sex mánuði eftir að þeir féllu af þingi. Um þriðjungur þeirra þingmanna sem sátu á siðasta þingi fá ekki vinnu þar i haust vegna duttlunga kjósenda eða innanflokksátaka. Nú eru þeir orönir svo' góðu vanir að þeir telja sig þurfa hálft ár til þess að komast i störf þar sem þeir geti dregið fram lifið á sama lifs- gæðastigi og meðan þeir sátu á þingi. Þetta er að færa pólitikina á sandkassastigið. Eiginhags- munapot þingmanna og ráð- herra — auðvitað eru margar undantekningar — er komið á það stig að ekki verður likt við annað en hreinan barnaskap. Þetta fólk á ekki að vera ómag- ar á þjóöinni. Sá sem stendur i pólitik verður að taka áhættu og meðal annars þá aö geta átt von á þvi að standa uppi að loknum kosningum án þingmannslauna. Þjóðin hefur sagt þeim upp — eða flokkurinn — án uppsagnar- frests. Reynt að ein - angra herstöðva- málið Það blæs ekki byrlega fyrir málstað herstöðvaandstæðinga. 1 skjóli þess að efnahagsmál hafi algeran forgang f þeirri úlfakreppu sem þau hafa verið um langt skeið er þvi haldið fram að hersetan sé ekki til um- ræðu eins og hún sjálf hafi ekki efnahagsleg áhrif eða þýðingu. A þennan hátt er m.a. reynt að einangra Alþýðubandalagið sem eitt hefur skýra og ákveðna stefnu gegn her i landi og gegn aðild að Atlantshafsbandalag- inu. t þessari stöðu er full ástæða fyrir herstöðvaandstæðinga að ræða sin mál i fullri alvöru. Höf- um við lent i öngstræti slagorð- anna og kröfunnar um allt eða ekkert? Eru aðrar leiðir til þess að gera almenningi i landinu ljósari grein fyrir markmiðum okkar og gera þau eftirsóknar- verð fyrir þorra fólks heldur en við höfum farið til þessa? Svanur Kristjánsson ritar at- hyglisverða grein um þessi mál i Þjóðviljann 29. júli sl. Hugarfars- pólitíkin Hann heldur þvi fram að her- stöðvaandstæðingar hafi um of lagt áherslu á að flokka fólk i gott fólk og vont eftir hugarfari þess i herstöðvamálinu. „Slfk hugarfarspólitik getur verið skemmtilegt tómstundagaman yfir kaffibollum. Til lengdar er þessi iðja þó afskaplega ófrjó og heldur árangurslitil. Herstöðva- andstæðingar verða að gefa skynsainleg svör viö spurning- unni: Hvað tekur við þegar her- inn fer og Island gengur úr NATO?” Það er að sönnu auðveldara að verja óbreytt ástand heldur en að eyða óvissu um framtið- ina. Samt sem áður verður að taka undir það sjónarmið Svans að herstöðvaandstæðingar geti ekki leitt hjá sér áhyggjur fólks um atvinnu þess i tengslum við herinn og heldur ekki umræðu um hvernig bregöast skuli við hugsanlegum efnahagslegum refsiaögerðum bandariskra yfirvalda ef tslendingar reka herinn úr landi. Hvað viljum við? „Meginverkefni herstöðva- andstæðinga er að vinna skoðun sinni fylgi meðal þjóðarinnar. t þessu verkefni felst, að her- stöövaandstæðingar eiga að móta nýjan valkost i utnarikis- stefnu tslands, þannig að vitað sé hvað þeir vilja en ekki ein- ungis hvað þeir vilja ekki”, seg- ir Svanur Kristjánsson. Það fer ekki hjá þvi að menn taki eftir þvi að nú skömmu eftir glæsilega Keflavikurgöngu heyrist ekki múkk frá Samtök- um herstöðvaandstæðinga. Ekki orð meðan á viðræðum um vinstri stjórn stóð. Sú skoðun virðist eiga upp á pallborðið i miðnefnd herstöðvaandstæð- inga aö samtökunum komi ekki þingræðisstreðið við. Þeirra markmið sé aðeins að vinna úr- slitakröfunni um herinn burt og úrsögn úr Nató fylgi meðal þjóðarinnar, en það sé ekki i verkahring samtakanna að meta stöðuna til að koma mál- um fram hverju sinni, né heldur að móta eða hafa áhrif á þá leið sem hugsanlegar samsteypu- stjórnir með vinstra ivafi gætu komið sér niður á i hermálinu. Svör óskast Afleiðingin verður sú að þetta starfsleysi Samtaka herstöðva- andstæðinga meðan tekist er á um herstöðvamáliö i stjórnar- myndunarviðræðum eða i rikis- stjórn er túlkað sem visvitandi bæling hentistefnumanna i Al- þýðubandalaginu á samtökun- um, eða notað sem skálkaskjól fyrir þá sem vilja halda árunni hreinni yfir kaffibollunum svo þeir verði ekki fyrir nokkurn mun sakaðir um undansláttar- stefnu. Með svona vinnubrögðum verður ekkert komist i her- stöðvamálinu, þvi að einungis með bakþrýstingi meirihluta landsmanna verður hernum komiö úr landi. Og sá bakþrýst- ingur verður ekki fyrir hendi fyrr en herstöðvaandstæðingar hafa á ljósan og skýran hátt svarað þeim nærtæku spurning- um sem Svanur vekur máls á — og raunar ýmsum fleiri. Annars veröum við áfram strand i öng- strætinu enn um hrið. —e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.