Þjóðviljinn - 05.08.1978, Side 6

Þjóðviljinn - 05.08.1978, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN jLaugardagur 5. ágúst 1978 Álfheiöur Ingadóttir, blaðamaður Það virðist vera viðtekin vcnja að væna blaðamenn um óheiðarleika og það að annar- legar hvatir liggi að baki skrif- um þeirra um menn og málefni hér á landi. Þvi þarf engan að undra þó virtur bókaútgefandi vestur i bæ, örlygur Hálfdanar- son taki undir þennan söng og sendi Þjóðviljanum og undirrit- aðri kaldar kveðjur i tveggja siðna grein sem hann ritar 1 Þjóðviljann I gær. örlygur Hálfdanarson er áreiðanlega ekki einn um að ætla að á ritstjórnarskrifstofum Þjóðviljans sitji aðeins óheiðar- legir einstaklingar sem svifist einskis og að þár séu brugguð launráð og utbúnar gildrur sem saklausir einstaklingar láta sið- an leiða sig i. Hins vegar tel ég enga ástæðu til að láta slikum ásökunum ósvarað þar sem þær eru úr lausu lofti gripnar og visa ég þeim alfarið á bug. Um önnur atriði i grein örlygs mun ég ekki fjalla. Þegar ásökunum þessum sleppir kemur i ljós aö greinin fjallar um Magnús Skúlason arkitekt, og hefði mér þótt viðkunnanlegra að sjá at- vinnuróg af þessu tagi i opnu bréfi, en ekki i grein sem birtist á ábyrgð ritstjórnar. örlygur Hálfdanarson er sár yfir þvi að ekki var leitað til hans þegar fjallað var að nýju um niðurrif Vesturgötu 40 i Þjóðviljanum þann 11. júli s.l. Orðrétt segir hann að undirrituð hafi „kosið að láta kikinn fyrir blinda augað og losna þannig við einhvern eða ein- hverja sem e.t.v. hefðu það til málanna að leggja er drægi úr Álfheiður Ingadóttir þeim áhrifum sem hún fyrir- fram vildi ná.” Þessu er til að svara, að svo blind er ég ekki að hafa ekki séð á prenti viðbrögð örlygs Hálf- danarsonar við spurningum blaðamanna annarra blaða um þetta mál. Þau voru i stuttu máli þessi, — ég hef ekkert um málið að segja eða nó komment. Enga ástæðu hafði ég til að ætla að blaðamanni Þjóðviljans yrði tekið á annan hátt eða betur i þessu efni, en þessi viðbrögð etu skiljanleg eftir lestur greinar- innar i Þjóðviljanum i gær þar sem greinilega kemur fram að manninum er ekkert gefið um „blaðaskrif”. örlygur Hálfdanarson ræðir um einkenni góðrar blaða- mennsku og dregur ekki i efa að undirrituð hafi verið sett inn i þá meginreglu hennar að gefa öll- um viðkomandi aðilum kost á að gera grein fyrir máli sinu. Hitt minnist hann ekki á að önnur meginregla er sú að endur- skrifa ekki það sem komið hefur fram áður en leitast fremur við að velta upp nýjum hliðum á hverju máli þegar það er tekið til umf jöllunar á nýjan leik eins og gert var um niðurrifið á Vesturgötu 40 i Þjv. 11. júli. Þetta var sú meginregla sem undirrituð fylgdi. Komið hafði fram að örlygur Hálfdanarson hafði ekkert um málið að segja. Komið hafði fram að Útivist vis- aði málinu frá sér og ásakaði Ibúasamtök vesturbæjar um að bera ábyrgð á niðurrifinu, og þvi að minu mati ekki ástæða til að leita á þessi mið eftir nýjum upplýsingum. Einnig hafði skoðun tals- manna ibúasamtakanna komið skýrt fram i öllum fjölmiðlum svo að af þeim sökum var held- ur ekki nauðsynlegt að leita álits þeirra á nýjan leik. Hins vegar höfðu samtökin oröið fyr- ir aðdróttunum og ásökunum vegna niðurrifsins og við þeim ásökunum var leitað svara. Umfjöllun Þjóðviljans þann 11. júli leiddi þvi nokkur ný atr- iði þessa máls i ljós. 1 fyrsta lagi það.að örlygur Hálfdanarson og fyrirtæki hans hyggjast ekki nýta fyrirhugað hús sjálfir (að þvi vikur ö. H. ekki i grein sinni). Þar kom einnig fram hvernig ibúum i nærliggjandi húsum varð við þegar hávaði mulningsvélanna hófst fyrir klukkan 7 að morgni, — þar kom fram að Ibúasamtök vesturbæj- ar telja sig ekki bera ábyrgð á niðurrifi hússins, — þar kom fram að Arbæjarsafn hefur að- stöðu til að safna á lager ýmsum smálegum hlutum sem oft vant- ar tilfinnanlega þegar verið er að endurbyggja hús á vegum safnsins, og þar kom fram að húsið hafði ekki verið mælt upp á vegum safnsins áður en það var rifið. Ekkert af þessum atriðum hafði áður komið fram i umfjöll- un Þjóðviljans eða annarra blaða um niðurrifið. Það þýðir þó ekki að þar með séu öll kurl komin til grafar og hvert atriði upplýst. Þvi hefði verið nær fyr- ir örlyg Hálfdanarson þegar hann kom hér i húsið til að kaupa eintak af Þjóðviljanum. 11. júli að lalla sig á efri hæðina og upplýsa þau atriði sem mér voru ekki kunn svo sem eins og það að allar hurðir og ofnar hússins hafi v,erið varðveittar og að hann hafi boðið Arbæjar- safni að skoða og mæla húsið. Þá hefði örlygur Hálfdanarson nefnilega kynnst þvi að „óheiðarlegir” blaðamenn vilja hafa það sem sannara reynist og að okkur er ekkert ljúfara en að biðjast velvirðingar og af- sökunar ef okkur verða á mis- tök. Þegar menn eru hins vegar svo sannfærðir um óheilindi blaðamanna sem örlygur Hálf- danarson er, er þess varla að vænta að hann treysti á svo sjálfsagða hluti. Um klæki og niðurrif 1 löngu máli lýsir örlygur við- skiptum sinum við Arbæjarsafn og segir ritstjórn Þjóðviljans hafa útbúið gildru og leitt sak- lausan starfsmann safnsins i hana til þess að fá fram villandi og rangar upplýsingar um mál- ið. Svo stórhuga er bókaútgef- andinn þó. að hann virðir við safnið sakleysi þess gagnvart svo útsmognum klækjum blaða- mannsins. Þegar Þjóðviljinn leitaði til Arbæjarsafns i tilefni af niður- rifi Vesturgötu 40 þá var for- stöðumaður safnsins i sumar- frii, en fyrir svörum varð starfsmaður safnsins Júlianna Gottskálksdóttir* Séu ummæli Júliönnu lesin kemur þar fram eftirfarandi: Safninu hefði kom- ið til góða að eiga uppmælingu á húsinu og teikningar. Safnið hefði hugsanlega getað nýtt ýmislegt smálegt úr húsinu og bætt með þvi lagerinn og að- stöðu sina til að gera upp önnur hús. Þá kemur fram sú skoöun starfsmannsins að best væri að sú regla kæmist á að Arbæjar- safn yrði gagngert látið vita áð- ur en hús af þessu tagi eru eyöi- lögð, og sú skoðun að safnið hafi ekki verið nægjanlega á verði i þessu tilfelli vegna þess að áiitið var að húsinu yrði þyrmt og það flutt. Enn fremur sagði Júlianna: „Við fengum t.d. ekkert tækifæri til þess að mæla húsið upp, en það fengum við þó með Smjörhúsið,” Sé þetta ekki rétt ætti að minu viti að hafa borist leiðrétting frá Ár- bæjarsafni en það hefur ekki gerst. Skýringin kann að vera sú að forstöðumaður safnsins sé enn i sumarleyfi. örlygur Hálfdanarson segir i niðurlagi greinar sinnar að hér ljúki hann skriftum að sinni. Ég lýk þessum skrifum endanlega af minni hálfu hér með, enda er pistillinn orðinn nokkuð langur. I ■ I m I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I Leikhópur Ferðaleikhússins sem fer til Edinborgar, f.v.: Björg Arnadóttir, Kristlr Magnúsdóttir, Karl Guðmundsson og Jón Júliusson. Ljósm. — eik. Ferdaleadiúsid sýnir einþáttunga eftír Odd Björnsson í Edinborg Ferðaleikhúsið, Light Nights, fer i ieikför til Edinborgar i byrjun september þar sem sýndir verða þrir einþáttungar eftir Odd Björnsson leikritahöf- und. Að «ögn Kristinar Magnús- dóttui' forsvarsmanns leikhúss- ins taka 7 manns þátt i þessari leikför, 4 ieikarar, 2 tæknimenn og svo höfundurinn sjálfur sem jafnframt leikstýrir verkum sinum. Þessir einþáttungar eru Euphemia, Jóðlif og Arietta, en það siðast nefnda er nú sett. i fyrsta sinn á svið. Leikritin verða sýnd i hinu þekkta leik- húsi Traverse Theatre Club. Allir leikararnir gefa vinnu sina i þessum sýningum og undir- búningi að þeim, en mennta- málaráðuneytið og Flugleiðir styrkja ferðina. Oddur Björnsson leikritahöf- undur hefur nú verið ráðinn sem leikhússtjóri á Akureyri. Að- spurður sagðihann að það legð- ist stórvel i sig að fara norður. Sitt fyrsta verkefni yrði liklega að taka á fjárhagsvanda leik- hússins, en hann sagðist þó vera bjartsýnn á að það tækist að halda úti atvinnuleikhúsi á Akureyri eins og verið hefur. Það yrði hins vegar vandamál að leikritaval og öll starfsemi leikhússins myndi takmarkast af fjárhagsvandanum. Oddur sagði að iokum að ekki væri enn búið að ganga frá hvaða leikrit yrðu tekin til sýn- inga i' vetur, en uppistaðan verður samt islensk leikrit. —Þif 20 km af pylsum fara ofan í þjóðina um þessa helgi Verslunarmannahelgin fer i hönd, mesta ferðahelgi ársins. En hún er meira, hún er líka mesta pylsuhelgi ársins. Pylsur eru þjóðarréttur Islendinga um þessa helgi, enda með afbrigðum þægi- leg matvara að hesthúsa i fljót- heitum á ferðalögum. En hvað er það nú mikið sem þjóðin lætur ofan i sig af pylsum um helgina? - Til að fá svar við þessu hringd- um við i Sláturfélag Suðurlands, sem er lang-stærsti pylsufram- leiðandinn. Sölustjórinn tjáði okkur að framleiðsla þeirra þessa dagana, sem að lang-mestu leyti er fyrir verslunarmannahelgina, sé 100-150 þæusund pylsur. Ef við áætlum til viðbótar framleiðslu Sambandsins og ým- issa fleiri aðila sem pylsur fram- leiðenda, getum við gengið út frá þvi sem visu að þjóðin borði i námunda við 200 þúsund pylsur um helgina. Ef við reiknum með að hver pylsa sé um 10 cm á lengd, þá er lika hægt að reikna út að við látum ofan i okkur 20 þúsund metra af pylsum, eða 20 kiló- metra. Ef þessar pylsur væru settar saman i eina stóra þá næði hún svona cirka frá Reykjavik til Hafnarfjarðar og til baka aftur. eng /| 5| n Þetta er dágóður slatti af pylsum, en aðeins lltið brot af þvi magni af þjóðarréttinum sem við borðum um verslunarmannahelgina

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.