Þjóðviljinn - 05.08.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.08.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 5, ágúst 1978 | ÞJOPVILJINN — StÐA 7 Þessa mynd af alþingismanninum og frimúraranum Eiði Guðnasyni sá ég ljóslifandi fyrir mér þegar ég las grein hans um „Pólitískan heigulshátt Alþýðu- bandalagsins**sem birtist i Vísimiðvikud.2. ágúst sl. Úlfar Þormóös- son, blaðamaöur 5* Rotnun líksins er hafín 5* Inn I mikinn sal gengur beR- höfðaður maður með bundið fyr- ir augun. Hann er jakkalaus. Skyrtan er brotin niður fyr- ir öxlina svo að brjóstkassinn erber i hjartastað. Skókapparn- ir eru troðnir niður að aftan á öðrum skónum. Vinstri buxna- skálmin er brotin upp fyrir hnéð. Maðurinn er leiddur fram fyrirhásæti „vitrasta staðgeng- ils Salomons” og þar krýpur harin á kné og sver hinum vitra staðgengli Salómons eið og lofar að hlýða honum i hvivetna og reglu hans. ,,Látið hann sjá ljós- ið”, segir hinn vitri staðgengill Salomons og bindið er leyst frá augum mannsins knékrjúpandi. Og sjá: Allt i kring um hann standa svartklæddir menn sem beina korðum að vinstra brjósti hans, og þvi er lýst yfir að Eiður Guðnason sé orðinn frimúrari! (Byggt á viðtali við Stórmeist- ara dönsku Frimúrarareglunn- ar, Erik Kay-Hansen, um.það hvernig inntaka nýliða i r'egluna fér fram.) Þessa mynd af alþingismann- inum og frimúraranum Eiði Guðnasyni sá ég ljóslifandi fyrir mér þegar ég las grein hans um „Pólitiskan heigulshátt Alþýðu- bandalagsins,” sem birtist i Visi miðvikud. 2. ágúst s.í. Hann krýpur auðmjúkur framan við hásætið þar sem situr þáverandl rikissaksóknari, i höndina á hin- um verðandi reglubróður heldur Gunnar Thoroddsen, ráðherra, ög þegar hann fær að sjá ljósið, standa á nöktu brjósti hans hnif- ar þeirra Guðmundar H. Garð- arssonar, fyrrv. alþm;, Er- lendar Einarssonar, forstjóra StS og Axels Kristjánssonar stórkrata og forstjóra RAFHA! Siðan þá er hann hlýðinn reglu- bróðir; annað dugir ekki segir Erik Kay-Hansen, það mundi þýða tortimingu, dauða! Hann er þeirra þjónn; hann gerir allt fyrir þá, hann skrifar lika fyrir þá. Það er slitnað upp úr svoköll- uðum „vinstri” viðræðum. Þeir sem í viðræðunum' tóku þátt gefa upp breytilegar ástæður fyrir viðræðuslitunum. Bene- dikt Gröndal, sem vann glæstan kosningasigur fyr- ir erlent betlifé segir skýringar sósialista á við- ræðuslitunum „sviviröilega rógsherferð”, og að Alþýðu- bandalagsnönnum hafi aldrei verið alvara með að fara i stjórn. Hinn vel menntaði kenn- ’ari og form. Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavikur, Karl Steinar Guðnason, tekur i sama streng með ályktun frí „Verka- lýðsmálanefnd!!!! Alþýðu- flokksins” og segirað „mennta- mannaklikan i Alþýðubanda- Iaginu hafi svinbeygt verka- lýðsarminn”. Sighvatur Björg- vinsson samþykkir á flokks- stjórnarfundi i Alþýðuflokknum að tillögur Alþýðubandalagsins um að fara bæri aörar leiðir við lausn efnahagsvandans en þær sem kratar vildu og mistekist hafa hér á landi i marga áratugi> og leitt yfir okkur það ástand sem við búum nú við séu algjör- lega óraunhæfar oé séu ástæðan fyrir þvi að viðræðurnar fóru út uní púfur. Og frimúrarinn Eiður segir að Alþýðubandalagið „þori ekki, vilji ekki og ætli sér ekki að takast á við þann vanda, Sem nú biasi við i efnahaggmúl- um.” ■S~' Ja, ljótar eru lýsingar þess- ara heiðarlegu og hreinlyndu manna á afstöðu félaga oklfar i Alþýðúbandalaginu. Af forkönnunarviðræðum AI- þýðuflokks og Alþýðubandaiags varð ljóst; að Alþýðuflokkurinn eða þeir menn sem tóku þátt i viöræðunum fyrir hans hönd, vildu reyna að ná málefnasam- stöðu með Alþýðubandalaginu. Þeir játtu hugntyndum um niðurfærsluleið, þeir játtu ýms- um þjóðnýtingarhugmyndum, þeir féllust á að gengisfelling væri ekki rétt leið til þess að vinna bug á efnahagsvandanum o.fl. o.fl. Jákvæðir og elskulegir menn, kratar. Fyrir vikið fól forseti tslands hinum hrein- lynda og jákvæða Benedikt Gröndal að \reyna að mynda rikisstjórn, sem hefði meiri- hluta á alþingi. Þegar Benedikt fékk þetta umboð vissi hann vel að Alþýðubandalagið mundi ekki undir neinum kringum- stæöum taka þátt i rikisstjórn meö Sjálfstæðisflokknum. Samt varð það háns fyrsta verk aö kallá saman fulltrúa Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks til þess að mynda stjórn þessara þriggja flokka. Auðvitað tókst það ekki. Þá var næst að fá Framsókn i spilið og viðræður hófust. Ekki leið á löngu þar til hinir jákvæðu viðræðunefndar- menn kratanna voru komnir á allt aðra skoðun i ýmsum meginmálum.eii þeir höfðu ver- ið i þinum svokölluðu forkönn- unarvfðræðum; nú var tak- markað gagn af niðurfærsluleið og gengisfelling var orðin allra meina bót! Siðan velta menn þvi fyrir sér hvað hafi i raurvog veru gerst á þessum stutta tima. Hvaö varð ' til slikrar kúvendingar? t leit að svari við þessum spurningum hefur mér virst sem gleymst hafi eftirtaldir þættir, en einmitt þar væri ef til_ viH svaríð að finna. 1. tsienskL Alþýðuflokkurinn er rekinn fyrír erlent betlifé. Fyrr á árum fylgdu þessu betli- fé ákveðin skHyrði. Eitt þeirra vac að Alþýðuflokkurinn skyldi reyna að koma I veg fyrir það með ráðum og dáð að islensku „kommúnistarnir” kæmust til valda og áhrifa. Betlifénu nú, miljónum og aftur miljónum, reyndar svo mörgum að Bene- dikt þorir ekki að gangast við þeim öllum, hljóta að fylgja skilyrði; en hver þau eru veit enginn frekar en hversu margar miljónir Benedikt betlaði. 2. A vordögum hvarf við- ræðunefndarmaðurinn Sighvat- ur Björgvinsson úr landi. Hélt hann i vesturveg, til Bandarikj- anna. Hvað að gera? spurði ég formann þingflokks Alþýðu- flokksins, Gylfa Þ. Gislason, sl. vor. Gylfi vissi það ekki. Hann vissi þó að hann var þar ekki á vegum flokksins. Hann hélt að hann hlyti að vera þar I boði ein- hvers. Það var Sighvatur reyndar. Fyrir þessu boði mætti hann gera grein i blöðum ý hver bauð og hvert? Ég veit það, en það er ekki vist að fleiri viti um það. 3. Frimúrarareglan á Islandi, sem og annars staðar i heimin- um er gjörsamlega fráhverf sósialisma. Hana skipa lögfræð- ingar og bissnesmenn að lang- stærstumhluta. Hlutverk reglu- bræðra er að viðhalda þvi þjóð- félagskerfi þar sem lögfræðing-í., ar og bissnesmenn geta leikið sina leiki á kostnað fólksins i landinu. Um þetta eru allir reglubræður sammála. Aö þessi regla sé i heiðri höfð er hlutverk „vitrasta staðgengils Salo- mons” að sjá um. Og allir bræð- urnir eíga að auðsýna honum skilyrðislausa hlýðni: „Hann skal beiðraöur, honum skal hlýtt, á hann skal hlustað og borin skal virðing fyrir honum i einu og öllu”, segir Erik Kay- Hansen. Jafnframt skýrir hann frá þvi að óæðri beri að hlýða og virða hina sem æðri eru. Þessir þrir þættir vekja spurningar: 1. Hvaöa skilyrði fylgdu betli- fénu? Komu skipanir frá gef- endum um að sjá svo til að „kommúnistar” kæmust ekki undir neinurn kringumstæðum i rikisstjórn á islandi? 2. Hvaða skilyrði var fyrir boðí Sighvats Björgvinssonar til Bandarikjanna? Barst honum rödd að vestan, sem skipaði honum aö sjá til þessl aö ís- lensku „kommúnistarnir” • kæmust ekki til valda hér á landi? 3. Hvað sagði „vitrasti slað- gengill Salomons” vHiauðmjúk- an bróður sinn Eið Guðnakon? Engar þjóðnýtingar, kannski; á- framhaldandi gengisfellingar? Sagði hann kannski hinum auð- mjúka bróður Eiði, að honum bæri við stjórnarmyndun að hlýða forsjá sér æðri bræðra eins og Guðmundar H. Garðars- sonar og Gunnars Thoroddsens? Þessum spurningum öllum þarf að fá svar við áður en hægt er að-gera sér fulla grein fyrir hinum undraverðu stakkaskipt- um sem kratar tóku varðandí stjórnarsamstarf við Alþýðu- bandalagið. Þegar svörin eru komin frá þeim þremenningum, ætla ég að biðja Vilmund Gylfa- son, vel að merkja alþingis- mann, að hjálpa mér við rann- sóknarblaðamennskulega út- tekt á svörunum, hvers virði þau eru, hvérsu sönn þau eru. Þeir reglubræðurnir Gunnar Thoroddsen, Guðmundur H. Garðarsson og Eiður Guðnason eru allir bræður af þeirri gráðu, sem innvigst hafa eftir svo- felldri seremoniu, sem Erik Kay-Hansen, „vitrasti stað- gengill Salomons” i Danmörku lýsir svo: n Dauðinn skipar hásæti. Það sést vel þegar bróðir er hafinn upp á þriðja þrep. Þá er hann lagðúr i likkistu i stúkusalnum. Lelkiö er sorgarlag á orgel i öll- um stúkusölum. Sá sem i kist- unni liggur er kallaður „sár dauði” og sérstaklega kjörinn reglubróðir tekur i hönd „liks- ins” og segir: „Kotnun iiksíns er hafin”. _ Nú er óviturlegt af mér, sem er ekki einu sinni réglubróðir af fyrstu gráðu, að taká mér t munn orðfæri sona hins alvitta- Salomons. Eg geri það nú samt:. AlþýðufloíHHirinn er Iík og hefur verið um margrá' ára skeið. „Hotnun liksins er baf-- in”! — Ulfar Þormóðsson. hlaðamaður. Minning Óskar Brynjólfsson F. 28.12. 1910 dáinn 28.7. 1978. Útför hans fer fram frá ísafjarðarkirkju i dag Þvi var allt svo hljótt við helfregn þina sem hafi klökkur gígjustrengur brostiö. Og ég veit margt hjarta harmi lostið mun hugsa til þin alla daga sina. Tómas Guðmundsson Óskar fæddist i Syöri-Vatna- hjáleigu i Landeyjum Rang. For- eldrar bans voru hjónin Brynj- ólfur Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir er þan- bjuggu. Hjá þeim ólst Hann upp til 12 ára aldurs. Þá fluttust þau til Vest- mannaeyja en hann að Hallgilsey i sömu sveit, þar sem hann átti heima til 28 ára aldurs,'"- Fundum okkar Óskars bar fyrst saman er hann var heitbundinn fóstursystur minni Björgu Rögn- valdsdóttur. Þau gengu i hjóna- band 2. desember 1944. Um ára- mót 1946 fluttust þau til Isa- fjarðar. Þar hóf hann starf sem linumaður við rafmagnsveitu Isafjarðar og gegndi þvi, starfi meðan kraftar hans entust. Hann tók nokkurn þátt i félags’málum á ísafirði. Lengi var hann meðlimur f taflfélagi þar og fékkst einnig við leikstörf. Þeim hjónum varð ö barna auðið: Guðfinna Margrét nú kennari við Barnaskóla tsafjarö- ar, gift Trausta Hermannssyni, sérstökum ágætismanni, Stefán Dan sjómaður kvæntur Rann- veigu Hestness, Brynjólfur verk- stjóri við Rækjuverksmiðju tsa- fjarðar, kvæntur Onnu Gúðna- dóttur, Rögnvaldur, sem nú vinn- ur sem bakari i Sviþjóð, kvæntur' Guðrúnu Halldórsdóttur, Már sjómáöur sem enn dvelur i heimahúsum og Arnar nemandi i Menntaskóla ísafjarðar, kvæntur Elinu Björnsddóttúr. Ég mínnist óskars sem eins allra besta og ábyrgasta manns senuég hefi kynnst. Umhyggja hans gagnvart konu, börnum, starfisinu, öllu er honum við kom var frábær. Eftir að Öörnin voru komin til þroska, dvöldu þau hjónin oft um tima i Reykjavik og bjuggu þá jafnan hjá mér. Er hann talaöi i sima við börn sin eöa tengdabörn á tsafirði kvaddi hann þau alltaf með orðunum „Svo munið þið að fara heim til okkar og gefa köttunum”. Mér fannst það mjög falleg saga er kona hans sagði mér, er hann kom heim um siöustu jól, eftir nokkra vikna sjúkrahús- dvöld hér i Reykjavík. Var þá orðinn það hress að geta sest i stólinn sinn við sjónvarpið. Kom það mikla eftirlætisdýr, heimilis- kisan, settist við stólinn, slarði á hann nokkra stund, uns hún stökk upp i kjöltu hans og tjáði honum á sinu máli hve glöð hún var að sjá hann aftur. Ég þakka Óskari fyrir alla þá vinsemd er hann hefur sýnt mér frá okkar fyRstu kynnum. Að lokum þakka ég honum starf er hann vann fyrir mig á tsafirði s.l. haust, starf er ekki var hægt aö fá unnið i Reykjavik. Við alla þá er nú horfa á það með sárum trega að óskar Brynj- ólfsson er horfinn af þessu jarð- vistarsViði vil ég kveðja með orðum Jóns Bergmanns er hann segir: Sorgin lifi sameinuð sem er að oss kveðin hún er öll i ætt við guð eins og dýpsta gleðin. Svanlaug Danielsdóttir Drottinn er kominn i borð unninn leikur friður fenginn. Hendurnar þinar stóru sein áður héldu um haka beittu hrók fyrir biskup, nú taka þær til starfa á ný i landinu þajL sem friðurinn rikir. Friður drauma okkar og vona Veturnir eru oft dimmir vestur á tsafirði. Veður geysa grimm og fólk reynjr að stytta sér stundir innivið i góöum félagsskap eða við lestur. Astæðan fyrir þvi að ég rifja þetta upp er sú staðreynd, að dimma langa vetur er það ekki sist rafmagnið sem styttir okkur stundirnar og það var einmitt það sem ævistarf félaga okkar, sem við sjáum nú að baki, snerist um. Að grafa skurði til að leggja kapla eða að klifra upp rafmagnsstaura á þessum skringilegu skóm sem klifrað var á þegar staurar voru úr viði. Það er að sumuTeyti einkeiinL- legt, að ungur maður, sem fæddur er og uppalinn i Landeyjum í ölíu viðsýninu þar, skuli setjast aft vestur á tsafirði og una þar sina ævidaga. En á ísafirði tókst ósk- ar á hendur fast starf sem krafft- ist samviskusemi hans og dugn- aðar og tryggð hans við það starf sitt brást aldrek- Við unga fólkið, sem alin erum upp við rafmagnsljós og þekkjum ekki annað, sem eigum auðvelda leið til hvers kyns mennta og’ finnst-það ekkert n§ma sjálfsagt, ættum stöku sinnum að hugleífta tækifæri og aðstöðú þeirra manna, sem ekki hvað sist hafa gert okkur þetta fært. Við ættum að reyna að likjast þéim i stað- festu þeirra og trú viö þann mál- stað sem við öll viljum aðhyllast. Sósialismi Óskars og kynslóðar hans er sá sósialismi sem runnin er af rótum islenskrar menning- ar, hugsjóna Eddukvæða og þess kraftar sem skáld kreppuáranna gáfu hreyfingu okkar. Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.