Þjóðviljinn - 05.08.1978, Side 11
Laugardagur 5. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Að loknu sumarleyfi
Þátturinn tók sér sumarfri i
júlimánuði, seinni hiuta mánað-
arins, og þar af leiöandi hefur
ekki verið neinn þáttur i blaðinu
sl. tvö skipti. Lesendur eru
beðnir velvirðingar á þessu, en
semsagt þetta stendur allt til
bóta.
Þess má geta, að undirritaður
hefur haft þaö gott sl. hálfan
mánuð, og bar drjúgan afla á
land (af „betri” fiski) Segi
veiðisöguna seinna...
Frá aöalfundi BR
Fyrir skömmu var haldinn
aðalfundur félagsins. Ný stjórn
var kjörin, til 1 árs. Hana skipa:
Baldur Kristjánsson formaður,
Þorfinnur Karlsson vara-for-*
maður, Sigmundur Stefánssoni
gjaldkeri, Páll Bergsson ritari
og Sævar Þorbjörnsson með-i
stjórn. Auk þess var sú ný-
breytni gerð, að ráðinn hefur
verið framkvæmdastjóri að fé-
laginu, sem hefur með daglega
umsjón að gera. Sá er Ólafur
Lárusson (undirritaður).
Standa vonir til, að þessi
.stjórn muni gera ýmsa góða
hluti á komandi starfsári, með
stuðningi allra velunnara
bridge hér á höfuðborgarsvæð-
inu.
Leyfi ég mér, að óska hinni
nýju stjórn alls hins besta, um
leið og ég þakka fráfarandi
stjórn.
Frá Ásunum
úrslit sl. mánudagskvöld:
A-riöill:
1. Óli:Már Guðmundsson —
Þófarinn Sigþórsson' 206 st.
2. Ármann J. Lárusson —
Vilhjálmur Sigurðsson 195 st
3. Hjörleifur Jakobsson —
Þorlákur Jónsson 188 stig
4. Sævar Þorbjörnsson —
Sigurður Sverrisson 180 stig
5. Einar Þorfinnsson —
Sigtryggur Sigurðsson 175 st.
6. Guðmundur Páll Arnarson —
Helgi Sigurðsson 173 st.
bridge
B-riðill:
1. Björn Halldórsson —
Jörundur Þórðarson 141 st.
2. Guðlaugur Óskarsson —
Sigurður Steingrimsson 123 st.
3. Jón Pálsson —
Kristin Þórðardóttir 116 st.
4. Guðlaugur Nielsen —
Gisli Tryggvason 112 st.
5. Jón Þorvaldsson —
Ómar Jónsson 109 st.
6. Helgi Ólafsson —
Jónas P. Erlingsson 106 st.
Meðalskor i A-riðli var 165
stig en 108 stig i B. Einsog sjá
má, eru þarna margir skák-
menn á ferð i B-riðli, liklega að
æfa undir keppni við okkur,
bridgemenn.
Vakin er athygli á þvi, að ekki
er spilað nk. mánudag, sem er
fridagur verslunarmanna.
I stigakeppni Asanna i sumar-
spilamennsku i ár, hefur ungur
en þekktur spilari af suðurnesj-
um, Sævar Þorbjörnsson tekið
góða forystu. Hann hefur 8 stig.
Sævar mun skipa landsliö yngri
manna, sem keppir i Skotlandi
’siðla i ágúst.
Keppnisstjóri er sem fyrr,
Sverrir Ármannsson.
Frá
bikarkeppni BSÍ
Dregið hefur verið i 2. umferð
bikarkeppni BSI (16 liða úrslit)
og er það þá þessi röð: (Heima-
leikir á undan):
Þórarinn Sigþórsson BR-ólaf-
ur Lárusson Asum Armann J.
Lrusson-B. Kópavpgs — Stein-
berg Rikh. BR (Guðm. Páll
Arnarson BR — Bogi Sigur-
björnsson Siglufj. Hjalti Elias-
son BR — Haukur Guðjónsson
Vestm. eyjum Jóhannes
Sigurðsson Suðurnes — Pálmi
Lórens Vestm. eyj. Vigfús Páls-
son TRK — Georg Sverrisson
Asum, Jón Asbjörnsson BR —
Aðalsteinn Jónsson Fljótsdals-
hérað:'Alfreð G. Alfreðsson Suð-
urnes — Guðm. T. Gislason BR
Leikjum skal ljúka fyrir 20.
ágúst.
Bent er á, að sveitum býðst að
spila leik sinn nk. laugardag i
Dómus Medica.
Kínverkst fimleika-
fólk væntánlegt
Rauðhetta ’78
Kinverskt fimleikafólk
kemur hingað til lands á
vegum Fimleikasambands
islands fimmtudaginn 10.
ágúst n.k.
Undirbúningur að ferð þessari
hefur verið á döfinni frá þvi i
byrjun mai s.l.
Þetta eru 6 stúlkur og 6 piltar,
sem sýna allar greinar áhalda-
fimleika. Auk þeirra eru þjálfar-
ar, fararstjórar og læknar. Sam-
tals er hópurinn þvi 17 manns.
Allt er þetta ungt fók á aldr-
inum 14-20 ára og mjög framar-
lega i fimleikum. Þrir flokkar frá
Kina voru á ferð viðs vegar i
heiminum s.l. vor, m.a. einn i
keppnisferð i Kanada og vann
hann þar 1. verðlaun.
Sennilega eru þau sem koma
hingað viða að úr Kina og er ekki
að efa, að þetta er úrvalsfólk, sem
Ifimleikaunnendur hér á landi
munu hafa mikla ánægju af að
;sjá.
Sýningar verða þrjár. Sú fyrsta
á Akureyri, sunnudaginn 12.
ágúst, en hinar tvær i Laugar-
dalshöllinni i Reykjavik, þriðju-
daginn 15. ágúst og fimmtudaginn
17. ágúst.
Þá mun islenskt fimleikafólk fá
tækifæri til að æfa með kinverska
fólkinu.
Einnig fara gestirnir i skoð-
unarferðir um Reykjavik og við-
ar.
tsland er fyrsti viðkomustaður
þeirra á þessari sýningarferð, en
héðan fer hópurinn föstudaginn
18. ágúst til Hollands og sýnir þar.
(Fréttatilkynning)
Flóö
granda 20
í Texas
4/8 — Stórrigning hefur verið i
Texas undanfarna daga og valdið
gifurlegum flóðum, sem hafa orð-
ið að minnsta kosti 20 manns að
bana siðustu tvo dagana. Margra
er þar að auki saknað. Mest eru
flóðin i hæðalendinu umhverfis
San Antionio, og er vitað að þar
hafa 14 manns drukknað. Sima-
linur hafa rofnað af völdum
vatnsgangsins og samgöngur
truflast, þvi að langir kaflar af
tveimur aðalvegum eru undir
vatni.
Gröf Lyndons B. Johnsons
Bandarikjaforseta er einnig undir
vatni. Hann var jarðsettur að bú-
garði sinum, sem er við Pedern-
ales-ána fyrir vestan Austin.
Undirbúningur Rauð-
hettuhátiðarinnar stend-
ur nú sem hæst. Dagskra
hennar er nú endanlega
tilbúin og hefur • hún al-
drei verið fjölbreyttari.
Þarna eru saman komnir
margir helstu skemmtikraftar
landsins og má þar nefna’.Bruna-
liðið, Mannakorn, Tivoli, Basil
fursti, Þursaflokkurinn, Megas,
Jazzvakning, Fjörefni, Baldur
Brjánsson, Diskotekið Disa, Rut -
Reginalds, Big Balls and the
Great White Idiot (þýskir ræfla
rokkarar). Þá er og önnur
skemmtidagskrá fjölbreytt, m.a.
þúfubió, tivoliskemmtun, hesta-
leiga, bátaleiga á vatninu, svif-
drekaflugsýningar og Islands-
meistaramótið 1 svifdrekaflugi,
maraþonbros- og kossakeppni, og
svo alveg nýtt „göngurallý”.
Margt er um að vera á sama
tima og margt um að velja.
Aðgöngumiðaverðið er kr. 8000.
— og er öll dagskrá þar innifalin,
m.a. 9dansleikir, og má þvi segja
verðið ódýrt miðað við verð á
sveítaböll i dag.
Fjölmennt starfslið skáta mun
Verða á mótinu, eða um 300
manns, til að sjá um að allt gangi
snurðulaust og vel fyrir sig.
Forsala aðgöngumiða er þegar
hafin, og ferðir á mótið skipu-
lagðar viðs vegar af landinu.
Bjóða Flugleiðir 15% afslátt af
ferðum þeirra, sem hyggjast
fljúga með Flugleiðum, og hafa
aðgöngumiða, en þeir eru seldir
m.a. i afgreiðslu Flugleiða.
Búist er við miklu fjölmenni á
Rauðhettu ’78, enda veðri lofað
góðu.
Alþýðubandalagið á Vesturlandi
Þórsmörk 11.-13. ágúst
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vest-
urlandi verður i Þórsmörk i ár. Verður
(jr för Alþýðubandalagsins á Vesturlandi á Látrabjarg ifyrra.
dvalist þar helgina 11.-13 ágúst.
Góðir leiðsögumenn verða með i ferð-
inni. Farið verður frá Akranesi föstudag
11. klukkan 14.30 og frá Borgarnesi kl.
16.00.
Þessir taka við þátttökutilkynningum:
Akranes: Jóna ólafsdóttir simi 1894
Borgárnes: Sigurður Guðbrandsson
s. 7190 og 7122
Hvanneyri: Rikharð Brynjólfsson
s. 7013
Búðardalur: Kristjón Sigurðsson
s. 95- 2175
Hellissandur: Sæmundur Kristjánsson
S. 6767
Grundarfjörður: Ragnar Elbergsson
s. 8715
Reykjavikursvæðið: Engilbert Guð-
mundsson. s. 81333 Gisli Ól. Pétursson
S. 42462
Skráið ykkur sem fyrst.
Verð 4500-5000 kr.
Allir velkomnir
Þórsmörk — œvintýri