Þjóðviljinn - 05.08.1978, Page 14

Þjóðviljinn - 05.08.1978, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. ágúst 1978 Minning Framhald af bls. 7. Við, sem eftir lifum og stöndum frammi fyrir framtiðinni með öll- um sinum tækifærum til þægilegs lifs, spyrnum við fótum og finnst það óréttlátt að Óskar fái ekki að lifa lengur með okkur, njóta ævi- starfsins og eyða ævikvöldinu i ró. Eina stoð okkar er persónu- leiki hans sjálfs. Glaðlyndi hans lifir og veitir okkur huggun. Sannleiksást hans gefur okkur kjark til að trúa á sannleikann á- fram. Hæfiieiki hans sem heimilisföður og vinar, hvetur okkur til að verða betri mann- eskjur og halda áfram að gera þetta þjóðfélag betra — vinna sannleikanum og hugsjónum sósialismans fylgi. Heimilið i Aðalstrætinu hefur misst höfuð sitt. Þar var oft setið að tali og spjalli i góðra vina hópi. En börnin hans sex, fjölskyldur þeirra og eiginkona Óskars, Björg Rögnvaldsdóttir, sem virkilega er verð alls þess sem vel erskrifað um eiginkonur og mæð- ur, þó hún sjálf kæri sig ekki um slikt — þau munu áfram halda samheldninni sem einkennt hefur þessa fjölskyldu mjög. A þann hátt halda þau minningu Óskars best á lofti, þannig vill hann að fólk sé. Þó okkur stundum hætti til að efast um áframhald lifsins eftir dauðann, lifði Óskar i öruggri trú á tilveru guðs og framhald lifsins að hérvistardögunum loknum. Alla sina löngu sjúkdómslegu var þessi trú honum leiðarljós og þjáninguna bar hann sem sönn hetja. Ég bið guð að blessa sál hans og gefa fjölskyldu hans styrk til að sætta sig við fráfall hans. Að lokum er hér siðasta erindið úr uppáhaldssálminum hans. Guð er eilif ást, engu hjarta er hætt. Rikir eilif ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð sem gaf, þakkið hjálp og hlif. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og lif. 6tefán frá Hvítadal. Elisabet Þorgeirsdóttir. Fyrir bráðum tveimur áratug- um var ég að blaða i skrá yfir héraðsnefndir Samtaka her- námsandstæðinga viðs vegar um landið. Þar mátti finna nöfn margra mætra manna og sumum nafnanna fylgdi atvinnuheiti. Þarna stóð nafnið Óskar Brynjólfsson, tsafirði, og með fylgdi atvinnuheitið „linumað- ur”. Jæja, þarna er þá sannur linu- maður i röðunum hugsaði ég og minntist þess, að fá verri skamm- aryrði átti Morgunblaðið þá um einstaka menn i hópi okkar kommanna en það að segja að þessi eða hinn væri „algjör línu- maður”. Og nú er óskar Brynjólfsson allur. Hann verður jarðsettur vestur á Isafirði i dag. Og óskar var linumaður. Hann var linumaður i tvennum skiln- ingi. Hjá Rafveitu ísafjarðar vann hann sem linumaður i ára- tugi, og i pólitik var hann lika linumaður i jákvæðasta skilningi orðsins. Þeim skilningi, að hann setti alltaf heildarhagsmuni stjórnmálahreyfingar islenskra sósialista efst á blað, en lét ekki minniháttar sviptivinda á sig fá. Það sem gerir lifið þess vert að RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður KÓPAVOGSHÆLI STARFSFÓLK óskast til sumaraf- leysinga og einnig til áframhaldandi starfa. Upplýsingar veitir forstöðumaður i sima 41500 og tekur hann jafnframt við umsóknum. Reykjavik, 6. ágúst 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Garðbæingar Sundlaug og iþróttahús er lokað um öá- kveðinn tima. Forstöðumaður. Bókasafnsfræðingur Bókasafn Borgarspitalans óskar að ráða bókasafnsfræðing i hálft starf, frá 1. sept. n.k. Nánari upplýsingar gefur yfirbókasafns- vörður. Reykjavik, 4. ágúst 1978. Borgarspitalinn lifa þvi, er félagsskapur góðra manna, manna sem eitthvað vilja á sig leggja fyrir náunga sinn, fyrir málstað, sem þeir telja rétt- an. Sósialisk stjórnmálahreyfing hefur átt mörgum slikum ein- staklingum á að skipa. Einn þeirra var Óskar Brynjólfsson, einn þeirra allra tryggustu, einn þeirra, sem siðast hefðu brugðist. En þótt Óskar væri tryggur flokksmaður myndaði hann sér jafnan sjálfstæðar skoðanir og hafði sitt til málanna að leggja. Hann kunni hins vegar þá list að láta ekki aukaatriði byrgja sér heildarsýn. Óskar var ættaður af Suður- landi, en flutti snemma til tsa- fjarðar, þar sem hann átti heima siðan, siðustu árin, ekki veit ég hvað mörg, i Hæstakaupstaöar- húsinu. Pólitiskir andstæðingar okkar furða sig stundum mjög á þvi, hvernig samtökum okkar sósial- ista, hefpr á liðnum árum tekist að komastfram úr fjárþagsvanda- málum af ýmsu'tagi, standa und- ir blaðaútgáfu koma upp húsnæði fyrir flokk og blað. Þeir sem mest eru hissa á þessu skilja ekki fólk eins og Óskar Brynjólfsson. Þeir eru tveir heimar. Ég þekkti Óskar aðeins litil- lega, og aðeins nú á allra siðustu árum, en Halldór ólafsson hafði reyndar sagt mér sitthvað frá honum áður. En það skal sagt hér, þegar Óskar Brynjólfsson er kvaddur, að hann virtist jafnan allra manna fúsastur að leggja fram fjármuni i þágu stjórnmálastarf- seminnar, og þó trúi ég efnin hafi verið rýr. Ég bað Óskar aldrei um peninga, en hann tók alltaf upp veskið, ef við hittumst og reiddi fram. Ég bað hann að hafa hóf á þessu, en hann hlaut að ráða sin- um gerðum i þessu sem öðru. Siðustu mánuðina var óskar fársjúkur maður. Hann lifði nán- ast á því einu að biða úrslita kosn- inganna, bæjarstjórnarkosninga og alþingiskosninga. Annars var honum ekkert að vanbúnaði að kveðja. Meðbyrinn gladdi hann sjúkan, en áður hafði hann heill og hraustur stælst við margan pólitiskan mótbyr. Hér verður engin saga rakin, aðeins fá kveðjuorð til að votta Óskari Brynjólfssyni látnum virðingu og þökk. Ég sagði áðan að Óskar hafi verið i hópi þeirra traustu og tryggu, — i hópi „linu- manna ” i flokknum. Yfir minningu slikra félaga brennur rauður logi, sem visar öðrum veginn fram, þótt holdið hverfi i mold. Ég votta konu óskars, Björgu Rögnvaldsdóttur, svo og börnum þeirra og öðrum vandamönnum samúð mina nú þegar Óskar er kvaddur. Kjartan ólafsson. Tekjuskattur Framhald af bls. 16. Sigfús Kristinsson, Selfossi: 10.8 milj. Brynleifur Steingrimsson, Sel- fossi: 5,8 milj. Isleifur Halldórsson, Stórólfs- hvoli: 5.4 milj. Magnús Sigurðsson, Eyrar- bakka: 5,4 milj. Þórhallur ólafsson, Hverageröi: 4.8 milj. Hæstan tekjuskatt félaga ber Mjólkurbú Flóamanna, 26.3 milj- ónir. Næst er Vörðufell hf., Hrunamannahreppi með 5.3 mil- jónir. Hæstan tekjuskatt einstaklinga bera: Brynleifur Steingrimsson, Sel- fossi: 3.6 milj. Sigfús Kristinsson, Selfossi: 3.4 milj. Isleifur Halldórsson, Stórólfshv.: 3.3 milj. Magnús Sigurðsson, Eyrar- bakka: 3.1 milj. Þórhallur Ólafsson, Hveragerði: 2.8 milj. Vaka, Siglufiröi: Banni aflétt já S.R. Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði hélt fund með starfsmönnum í Síldar^ verksmiðjum ríkisins I gærkvöld þar sem ákveðið var að af létta bæði útf lutni- ings- og yfirvinnubanni þvf sem staðið hefur um skeið vegna deilna sem upp komu á milli stjórnar Slld- arverksmiðjanna og verkalýðsfélagsins um kjör. Að sögn Kolbeins Friðbjarnar- sonar formanns Vöku er ástæðan fyrir þvi að félagið afléttir bann- inu sú, að engir aðilar hafa feng- ist til að tala við fulltrúa starfs- manna. —Þig Engin aflahrota hjá Austfjardatogurum — mun betri afli í ár en áöur Togarar Austfirðínga hafa ekki orðið varir við þá miklu aflahrotu sem er að ganga yfir fyrir Norðurlandi og Vest- f jörðum að sögn Jóhanns K. Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra útgerðar- innar hjá Sildarvinnsl- unni á Neskaupstað. Það hefur hins vegar aflast betur fyrir austan i ár en undan- farin tvö til þrjú ár og taldi Jó- hann að þar munaði fyrst og fremst um að 150 erlendir togar- ar eru horfnir af miðunum þar austur frá. Jóhann hafði ekki handbærar tölur um afla togar- anna yfir árið, en hann nefndi að togararnir kæmu yfirleitt með 8C—100 tonn eftir 8 daga veiði- ferð, en það sem skipti einnig miklu máli er að þeir hafa feng- ið fyrsta flokks hráefni. Jóhann sagði þá að lokum að yfirleitt væri fiskurinn sem þeir væru að veiða ókynþroska milli- fiskur og á 70 sentimetra mörk- unum. —Þig Um hækkun og lækk- un verslunarálagningar Álagningin var lækkuð. Nýkjörinn alþingismaður Alþýðubandalagsins, Kjartan Ólafsson, skrifar leiðara i Þjóðviljann 29. júli s.l., þar sem segir m.a. orðrétt um vinstri- stjórnarviðræðurnar: „Alþýðu- bandalagið lagði til, að i stað gengislækkunar krónunnar, þá yrði nú hafist handa um niður- færslu verðlags, m.a. með lækkun söluskatts og verslunarálagning- ar, sem fráfarandi rikisstjórn hefur nýlega hækkaö.” » Hér er um fölsun að ræða hjá alþingismanninum, og er það illa farið aðhann skuli gera sigsekan um slikt. Verzlunarálagning var lækkuð i byrjun ársins, fyrir at- beina fráfarandi rikisstjórnar. Tilkynning Verðlagsnefndar varðandi lækkunina er númer 10, 1978, og er frá 21. febrúar. Með henni er felld úr gildi tilkynning númer 33, frá 24. nóvember 1977, og verslunarálagningin þar með lækkuð. Lækkunin var nokkuð misjöfn, eða frá 8,4-10%, eftir þvi um hvaða vöruflokk var að ræða. Nú er verslunarálagning lægri hér en hjá festum nágrannaþjóð- um okkar, og á sumum vöru- flokkum er hún helmingi lægri en i nágrannalöndunum. Kaup- mannasamtök Islands mótmæla harðlega föslunum af þessu tagi, sem settar eru fram i viðkvæm- um pólitiskum viðræðum. Það er skoðun Kaupmannasamtakanna að verslunarálagning verði ekki með nokkru móti skert frekar en orðið er. Jón I. Bjarnason blaðafulltrúi Kaupmannasamtakanna. Prósentur og krónur. Um margra ára skeið hefur pað verið venja að við gengisfellingu hefur prósentutölu álagningar verið breytt, þannig að verslunin hefði ekki þann aukagróða af hækkuðum áiagningargrundvelli sem óbreytt hlutfallsleg álagning hefði þýtt. Tilkostnaöur verslunar hækkar ekki þegar i stað við gengisbreytingu, enda þótt gengisbreytingin geti hleypt af stað þannig atburðarás i hagkerf- inu að kostnaðarhækkun komi smám saman. Þess vegna er ekki réttmætt að tala um þaö, að tekj- ur verslunarinnar hafi verið skertar, þótt prósentan sé lækkuð um sinn.Hins vegar hefur reynsl- an verið sú, að álagning hafi siðan verið hækkuð aftur, þegar eitt- hvað liður frá gengisfellingu, enda er það staðreynd aö versl- unarálagning hefur farið heldur hækkandi en lækkandi á síöasta kjörtimabili. —Ritstj. Breiðholt Framhald af bls. 16. verkamannabústaða sem Breið- holt fékk. Þjv.) Þeir gerðu það sem þeir gátu til þess að koma i veg fyrir að við fengjum þetta verk. Þegar við vorum að fara i bankana til að fá garanti varð- andi verkið, þá voru þeir venju- lega búnir að vera þar á undan og búnir að eitra til að koma i veg fyrir að maður fengi garantiin. En mér þætti gaman aö sjá samanburð á verði Ibúða sem Ar- mannsfell og Breiðholt hafa býggt Þeir hafa yfirleitt byggt dýrustu ibúðirnar sem hægt er aö fá en Breiðholt þær ódýrustU. Ætli það muni ekki svona 50—60% á verði á ibúð hjá okkur og Armannsfelli.” eng. Auglýsingasíminn er N 81333 PJOOVIUINN , BORGARSPÍTALINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.