Þjóðviljinn - 12.08.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. ágúst 1978 AF SIMASLAG Ég á heima hérna vestur í bæ, I fínasta og virðulegasta hverfi borgarinnar. Ég er mjög vel stæður maður, sumir munetu segja ríkur, vel í álnum, eða jaf nvel stórauðugur, það er að seg ja ef skuldunum er sleppt. Ég á hús, og lóð, sem +10510 stendur á, hesta, gamlan bíl, kött, son og konu. Siðastnefnda eignin er mér kærust, því fyrir utan það að vera mér tif yndrsauka hálfan sólarhrtnginn,þá er hún svo sannarlega arðbærust allra minna eigna. Hún þrælar á skrifstofu f rá hálfníu á morgrvana til firinm alla daga,og síðan eftrr að heim er komið tekur hún tii viðhin svoköJluðu húsverk ( sem virðast öllum konum svo kær, annars væru þær ekki að standa í þessu). Ég er venju- lega sofnaöur, þegar hún loksins hefur lokið heimilisstörf unum — ef störf skyidi kalla —, því þaðer nú einu sinni svoað karlmenn þurfa sinn svefn. Og sem ég er nú búinn í stuttu máli að gera grein fyrir mínum veraldlega status, er rétt að snúa sér að ef ninu. Þannig er nef nilega mál með vexti, að augasteinn minn — konan — á sér enga ósk heitari en að bæta einu húsdýri við þau sem f yrir eru, og þótti nú mörgum nóg komið af búfjáreign heimilisins, einkum ef mér sjálf um er bætt við þau gæludýr sem að framan eru talin. Núnú. Lítill vandi er að ná sér í hund, því eins og allir vita er hundahald bannað í Reykjavík og þessvegna þurfa allir reykvík- ingar að losna við alla sína hunda sem fyrst, eða f lesta, líkt og gert var við síðustu borgar- stjórnarkosningar og síðan alþingiskosn- ingarnar. Annars, þegar ég fer að hugleiða virðingu íslendinga fyrir lögum og reglu, þá dettur mér það í hug í sambandi við hundahald, að ef hundahald yrði leyft i Reykjavík, þá yrðu við- brögðin þau, að enginn nennti lengur að eiga hund. Það væri nú títið ,,kikky' í þvi að eiga hund, ef það væri leyf ilegt. Eða eins og segir í málshættinum: „Með löggum skal land byggja og hunda halda". En t« að gera langt mál stutt, þá hef ég ákveðið að gefa konunni minoi hund, en það hundsspott skal aldrei innfyrit; mínar dyr. Og nú komum við að kjarna málsins. Það þarf að byggja hundakofa. Og eitt veit ég, vegna þess að ég er borinn og barnfæddur reykvíkingur, að byggingarsamþykkt borgarinnar leyfir 3kki hvað sem er. Ég veit að vísu að æskuvinur minn Keli Valda mundi vera til í að hýsa dýrið i Fjalakettinum, en mér finnst það einhvern- y/eginn ekki hægt; til þess þyrfti húsið að heita Fjalahundur, en ekki Fjalaköttur. Og hvert á nú að hringja, til að fá leyf i til að byggja hundakofa? Stjórnarráðið! Og af því ág hef nógan tíma, á meðan konan er í vinn- unni, þá munar mig ekkert um að eyða <lukkutíma og kortéri í að ná sambandi við Stjórnarráðið, því þegar ekki er á tali þar, svarar bara ekki. Jú, bíðum við, eftir framan- greind fimm kortér: — Já, halló! Ég: Já, ég ætlaði að fá upplýsingar um..„ Hún: Andartak. Og nú þarf ég ekki að bíða nema í einn stundarf jórðung: — Stjórnarráðið, góðan daginn... Ég: Já, ég ætlaði að fá upplýsingar um... Hún: Andartak... Og nú vitum við að íslenskt „andartak" er einn stundarf jórðungur, og það merkilega er að lafmótt náhveli, sem elt hefur verið af vondum hvalföngurum í þrjá sólarhringa hefur akkúrat sama andartak og Stjórnar- ráðíð, semsagt kortér. En nú kemur síma- daman aftur í símann. — Já, hvað voruð þér að spyrja um?... Ég: Já, ég ætlaði að fá upplýsingar um hvort hægt væri að fá ... Hún: Andartak. Ég skal gefa yður upp- lýsingadeildina. — Jón Pétursson hér. — Já góðan daginn ég ætlaði að reyna að fá upplýsingar um... — Ja, ég er nú ekki rétti maðurinn. Þér skul- uð snúa yður til Péturs Pálssonar. Og nú byrjar ballið. Símadama: Nei, Pétur var hérna rétt áðan. Hann hlýtur að hafa skotist eitthvað f rá. Nei, því miður, Sveinn er í sumarfríi. Nei, því mið- ur, Harðmar er á f undi. PéU verður ekki við í dag. Nei, Hermann er ekki á landinu. Jó- hannes er bara því miður í kaffi. Ja, Gróf- björg f ór bara til Costa del Sol í morgun. Nú, — vantar yður upplýslngar? Þá haflð þér bara hringt í skakkt númer. Það er gatnamálastjóri sem hefur með þessi mál að gera. Númerið þar? Þér hl jótið að geta flett því upp I síma- skránni sjáMur. Þaö eru of miklar annir hér hjá okkur til að vió getum sinnt hvaða þjón- ustu sem er. — — Gatnamálastjóri, góðan dag„. Ég: Já, mér var bent á að ég gæti fengið uppiýsingar... — Hvar í bænum er þetta? Og undirritaður skýrir að sjálfsögðu frá því. — Ogerallthverfið Ijóslaust, eða bara hluti af því? Því ef að það er hverfið, þá er það nefni- lega sjálft kerfið. Ha! ha! ha! ha! Nú var það loksins aðég sá að ekki var hægt að nota símann nema til að borga af honum, svo ég ákvað að fara bara í eigin persónu niðureftir og ná í einhvern undir f jögur augu, ef leyf i ætti að fá fyrir hundakofanum. Þegar ég kom inn í afgreiðslusalinn var sá fyrsti sem ég hitti Æri Tobbi og hann tautaði fyrir munni sér nýorta vísu: Af hverju er aldrei enginn við og aldrei neinn að vinna? Af hverju er alltaf eilíf bið og aldrei nokkra einustu lifandi sál að finna? Flosi Bæjarstjóralaun býsna misjöfn Athuguð bæjarstjóralaun og Mðindi í 5 sveitarfélögum í tilefni þess, að ráðinn hefur veriö nýr borgarstjóri i Reykja- vik, aflaði blaðið sér upplýsinga um kaup hans og kjör. Fékk blaðið staöfest hjá launadeiid Reykjavikurborgar, að föst laun borgarstjóra væru hin sömu og föst laun forsætisráöherra, 500.510 krónur, en þar við bætt- ust laun borgarráðsfulltrUa, 170.670 krónur og laun borgar- stjórnarfulltróa, 113.780 krónur. Ekki hefur borgarstjóri neina risnu i beinum peningum, en honum er þó kleift að bjóða til sin i húsnæöi borgarinnar gest- um á hennar vegum, og er það þá greitt úr borgarsjóöi. Heima- simi borgarstjóra er ekki greiddur, enda voru slikar greiöslur skornar mjög niður fyrir um áratug siðan, að þvi er Magniis Óskarsson, yfirmaður launadeildarinnar tjáöi blaðinu. Borgarstjórinn hefur jafnframt aðgang að bifreið og bil- stjóra, en sú bifreið er einnig notuð, ásamt annarri bifreiö og bilstjóra til almennra sendi- starfa á vegum borgarinnar. Jafnframtþessuleitaði blaðið eftir upplýsingum um kaup og kjör bæjarstjóra i f jórum öðrum sveitarfélögum til samanburö- ar. A Akureyri fékk blaðið þær upplýsingar, aöföst laun bæjar- stjóra þar eru kr. 403.139, auk 10% álags á mánuði. Hlunn- indi sem fylgja bæjarstjóraem- bættinu á Akureyri eru þau, að hannfær rekstur á einkabifreið greiddan aö fullu, hvlsaleigu- styrk, er nemur um 40.000 krón- um á mánuöi, umframsimtöl greidd af eigin sima, þe. hann greiðir fastagjaldiö sjálfur, auk þess sem hann hefur um 16.000 krónur á mánuði i risnu. Framhald á 18. siðu Botnlaus vinna í ísbirninum Þaft voru margar hendur á lofti I Isbirninum þegar Þjóðviljinn leit þar við. Ljósm. eik. Sjö frystihUs i einkaeign i Reykjavik, Hafnarfirði og Kópa- vogi hafa boðaö stöðvun frá og með 1. september. I þessum hUs- um vinna um 1200 manns. A Suðurnesjum og i Vestmannaeyj- Kínverskt fimleikafólk á Islandi Sýningar í Laugardalshöll þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20.30 og fimmtudaginn 17. ágúst kl. 20.30. 0 Einstakt tækifæri til að sjá snilli þessa fólks í öllum greinum áhaldafim- leika. # h'orsala aðgöngumiða verður i Laugardalshöll mánudaginn 14. ágúst kl. 18- 20 og frá kl. 18.30 sýningardagana. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri. Fimleikasamband íslands um hefur fólki verið sagt upj hundruöum og þUsundum saman Samt kemur nógur fiskur á lan< og það er því ekki skortur á góði hráefrii sem veldur þvi að at vinnurekendur og stjórnvölc stöðva frystihúsin. Ljósmyndari og blaöamaöui litu inn i tsbjörninn og hittu Ges Má Gunnarsson verkstjóra ai máli. Þá var verið að vinna þai karfa, en annars sagði Gestur at þeir hefðu verið i botnlausum þorski allan jUlimánuð. I tsbirn inum vinna um 130—140 manns, og hefur verið unnið um helga siðan þessi hrota hófst, 01 auglýst eftir fólki. ,,Við höfiur, varla undan þess- um togurum sem við erum meö; sagði Gestur,,, svo varla getum við bætt miklu á okkur ef þeir hætta móttöku annars staðar. — Þessu verður haldið áfram hér meðan hægt er að skrapa upp I vinnulaunin, en annars er rekst- urinn nú ekki mitt fag.” —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.