Þjóðviljinn - 12.08.1978, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. ágúst 1978
MQÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Otgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla augiýs-
ingar : SiöumUla 6, Sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
„Allt annað væru bein svik
við kjósendur”
í Alþýðubandalaginu er um 200 manna verkalýðsmála-
ráð. Stjórn verkalýðsmálaráðsins er f jölmenn og kemur
hún alloft saman. Meðan viðræðurnar stóðu yfir við
Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn hafði þing-
flokkur Alþýðubandalagsins reglulegt samráð við for-
ystumenn þá í verkalýðshreyfingunni sem jafnframt
eru í Alþýðubandalaginu.
Skömmu eftir að stjórnarmyndunartilraunum um
vinstri stjórn lauk kom stjórn verkalýðsmálaráðsins
saman og gerði sérstaka ályktun um slit vinstristjórnar-
viðræðnanna og þær viðræður sem nú standa yfir um
myndun ríkisstjórnar. I ályktun stjórnar verkalýðs-
málaráðs Alþýðubandalagsins er rakin nokkuð barátta
verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri, setning
kaupránslaganna, allsherjarverkfallið 1. og 2. mars,
setning bráðabirgðalaganna og síðan vikið að kosningun-
um á þessa leið:
„Launafólk fylgdi mótmælunum svo kröftuglega eftir
í kosningunum 25. júni að ekki hafa aðrar eins tilfærslur
áttsér stað í þingstyrk flokka í sögu lýðveldisins. Stjórn-
arandstöðuflokkarnir, Alþýðubandalag og Alþýðuflokk-
ur bættu við sig 12 þingmönnum og báðir flokkarnir háðu
kosningabaráttuna undir því kjörorði sem verkalýðs-
hreyfingin hafði kynnt í upphafi: Samningana í gildi.
Það var þvi skylda þessara flokka við kjósendur sina
og verkalýðshreyfinguna að standa fast á kröfunni um
að sá kaupmáttur sem um var samið 1977 yrði tryggður.
Allt annað væru bein svik við kjósendur.
Þess vegna lýsir stjórn verkalýðsmálaráðs Alþýðu-
bandalagsins fyllsta stuðningi við afstöðu viðræðu-
nefndar og þingflokks Alþýðubandalagsins í viðræðum
um myndun vinstristjórnar. Þar hafnaði Alþýðubanda-
lagið að sjálfsögðu kauplækkunarkröfu þingflokks Al-
þýðuf lokksins.
Um leið harmar stjórn verkalýðsmálaráðsins að ekki
skyldi takast að mynda vinstristjórn með skýra vinstri-
stefnu, en sú tilraun sigldi í strand þegar þingf lokkur Al-
þýðuf lokksins tók upp kaupránskröfur fráfarandi rikis-
stjórnar.
Verkalýðshreyfingin hlýtur nú, er stjórnarmyndunar-
viðræður standa y f ir,að leggja þunga áherslu á að standa
fastá verði um réttindi alls launafólks, hvaða ríkisstjórn
sem verður mynduð". —s.
Árangur ihaldsúrrœðanna
Viðskilnaður hægristjórnarinnar í efnahagsmálum og
atvinnumálum hef ur verið gerður nokkuð að umtalsefni
hér í blaðinu. Stöðugt birtast þó nýjar fréttir af þeim
málum í dagblöðunum um þessar mundir. Þannig var
sagt f rá því í gær að 7 f rystihús í svokallaðri einkaeign á
Reykjavíkursvæðinu muni stöðvast nú um næstu mán-
aðamót. Telja forráðamenn þessara frystihúsa að þrátt
f yrir 11 % greiðslurnar úr Verðjöf nunarsjóði vanti 4-6% á
það að frystihúsin á þessu svæði séu rekin með skapleg-
um hætti. Þá eru frystihús á Suðurnesjum að loka og frá
Vestmannaeyjum berast mikil tíðindi og ill. Þannig skil-
ur hægristjörnin við atvinnuvegi landsmanna.
En hver er ástæðan? Ekki er hún slæmt verð á afurð-
um landsmanna á erlendum mörkuðum. Verðið hefur
aldrei verið hærra. Ekki er hún vegna þess að erlent
verðlag innf luttra vara fari svo ört hækkandi. Ekki er á-
stæðan sú að afli sé lélegur. Hann hefur aldrei verið
meiri. Ástæðurnar liggja í þeirri stjórnarstefnu sem
fylgt hefur verið í efnahagsmálum. Þar hafa gömlu
ihaldsúrræðin verið notuð aftur og aftur og vandinn ekki
leystur nema að hluta til og til mjög skamms tíma. Þessi
efnahagsstefna hefur svo í för með sér öryggisleysi
verkafólks og atvinnumissi. Þannig hafa gömlu íhalds-
úrræðin i efnahagsmálum leitt þjóðina fram á hengif lug
þrátt fyrir þá staðreynd að aflaföng hafa aldrei verið
betri en nú. Það er von að sérf ræðingar Þjóðhagsstof n-
unar skuli fara í felur þegar þeir ráðleggja Alþýðu-
flokknum að fylgja þessari sömu stefnu. Þeir hafa
reynsluna og vita að þeir f á að minnsta kosti nóg að gera
ef stjórnmálamennirnir halda áfram að láta leiða sig
einsog blinda kettlinga um samfélagið. —s.
Spaugsemi
Framsóknar
Engum blandast hugur um aö
Framsóknarflokkurinn er lang
skemmtilegastur ailra flokka og
forystumenn hans einkar
spaugsamir i pólitikinni. Fyrst
sögöust þeir ætla aö taka sér
pólitiskt fri eftir kosningaúrslit-
in, næst fóru þeir Ólafslausir i
viöræöur um vinstri stjórn og
lögöu þar ekki orö i belg, en nú
geysast þeir fram á völlinn meö
stórhuga tillögur um minnkun
Nú viö endurfundi i stjórnar-
ráöinu eru Framsóknarmenn
stórhuga og ætla aö koma verö-
bólgunni niöur i 5-10% á 4 árum
meö hjálp Geirs og Benedikts.
Fari allt sem fyrr og veröi sam-
ræmi milli loforöa og efnda i
sömu hlutföllum má búast viö
þvi aö veröbólgan veröi 60 til
70% i lok fjögurra ára timabils
nýrrar Stefaniu.
Engum blööum er um þaö aö
fletta aö ný Stefania veröur œgi-
sterk stjórn. En hyggist hún
beita sömu efnahagsúrræöum
og fylgt hefur veriö i tiö fráfar-
andi stjárnar mun Stefania sigla
stæöu saman um aö leita nýrra
leiöa i efnahagsmálum og gæta
hagsmuna launafólks. Grund-
völlurinn af þessu samstarfi
haföi veriö lagöur meö nánu
samstarfi þessara aöila fyrir
kosningar viö stefnumarkandi
aöila og ályktanir BSRB og ASl
talsveröu fyrir kosningar. Þaö
var eölilegt framhald af þessari
samstööu aö reynt væri til
þrautar eftir kosningar hvort
þessir tveir flokkar gætu ekki
komið sér saman um sameigin-
legan grundvöll til stjórnar-
myndunar, hvort sem út úr þvi
kæmi minnihlutastjórn eöa
Mestu brandarakallarnir I pólitlkinni. i framhaldi af þessum þingflokksfundi i fyrradag drógu þeir
fram efnahagsmálatillögur sniönar eftir bandarískum og breskum fyrirmyndum. Þeim datt hinsvegar
ekkert i hug i fjögurra ára sambúö viö fhaldiö og heldur ekkert I vinstri stjórnar viöræöunum. — Liósm.
Eik.
verðbólgu i áföngum. Þessar til-
lögur eru boðaðar i byrjun við-
ræöna um útvikkun samstjórn-
ar Ólafs og Geirs meö Benedikt
sem þriðja afliö i hjónasæng 1-
halds og Framsóknar.
„Tillögur þessar voru að sögn
Steingrims Hermannssonar,
ritara flokksins, ekki lagöar
fram i vinstri viöræðunum sök-
um þess að forsendur tillögunn-
ar voru þá ekki fyrir hendi
vegna kröfunnar um samning-
ana i gildi”.
Þetta hlýtur aö mega skilja
svo sem Steingrlmur telji aö
kratar hafi opinberlega viöur-
kennt að þeir geri ekkert meö
kröfu verkalýössamtakanna um
aö væntanleg rikisstjórn viröi
kjarasamninga, en sú krafa
hlaut mikinn meöbyr i kosning-
unum.
Trú Steingrims
á þingkrötum
Og trú Steingrims á samn-
ingavilja kratanna er stór:
„Framsóknarmenn telja aö
engin leið verði aö ná tökum á
efnahagsmálunum nema meö
breytingum á visitölugrunnin-
um”.
Launafólki býöur i grun að
þetta orðalag Framsóknar-
manna eins og jarlsins af græn-
um baunum og stórhertogans af
Dairy Queen þýði þaö ekki bein-
linis aö ætlunin sé aö tryggja
varanlegan kaupmátt tekna.
Hugmyndir Framsóknar-
manna um veröbólguskatt, og
takmörkun veröhækkana og um
aö setja bemla á þá þróun aö
braskarar hagnýti sér veröbólg-
una til eignamyndunar og til-
færslu fjármuna er góðra gjalda
verö, en þessir herramenn hafa
setið i rikisstjórn i fjögur ár og
sporin hræða.
Árangur enn
sterkari stjórnar
Þannig var þaö höfuörök-
semdin fyrir myndun sam-
stjórnar Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks á sinum tima
aö nauösyn bæri til aö mynda
sterka stjórn til þess að ráöa
niðurlögum verðbólgunnar.
Geir lofaði að setja hana niður i
15%. Arangurinn varö sá aö
verðbólgan á ársgrundvelli var
á kveöjustund eftir kosningar
um 50%.
i strand eins og hún. Þaö er
boröleggjandi.
Geir mun
rembast
Ljóst er aö Geir Hallgrimsson
mun þráast viö aö koma
Stefaniu saman. Hans persónu-
lega pólitiska framtið byggist á
þvi aö hann geti bjargað sér i
ráðherrastól og notaö viröingu
ráðherranafnbótarinnar til þess
að komast á réttan kjöl á ný i
þeim innanflokksátökum sem
standa yfir I Sjálfstæöisflokkn-
um.
Hann mun þvi bjóöa Alþýðu-
flokknum aö gleypa efnahags-
málatillögur hans hráar og
Benedikt forsætisráöherrastól-
inn gegn þvi aö veröa sjálfur ut-
anrikisráöherra. Þaö er þó aö
minnsta kosti svolitið fint.
Alþýðuflokksmenn eru illa
haldnir af taktiskum vangavelt-
um þessa dagana og þora sig
hvergi að hreyfa af ótta viö aö
missa ótryggt fylgi sitt i næstu
kosningum. Þeir verða tregir til
samstarfs viö Sjálfstæöisflokk-
inn þótt erfitt veröi fyrir þing-
menn flokksins að neita þvi þeg-
ar Geir hefur leitt i ljós aö mál-
efnasamstaöan er nær alger.
Þörf á
raunsœrra mati
Fjöldi Alþýðuflokksmanna i
verkalýöshreyfingunni svo og
flestir Alþýöubandalagsmenn
hvar i stétt sem þeir standa hafa
ekki enn misst vonina um aö
kratar og kommar gangi til
raunhæfra viöræðna og samein-
ist um þaö meginatriði aö leggja
til lausnir á efnahagsmálunum
sem ekki brjóti i bága við kröfur
verkalýðshreyfingarinnar um
að kjarasamningar verði virtir
og kaupmætti launa haldiö.
Nú þegar þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa fengið útrás i
heiftarlegu og ósvifnu áróöurs-
striði gegn Alþýöubandalaginu
hlýtur að vera að þvi komið að
rólyndari og stefnufastari
verkalýössinnar innan flokksins
fari aö leggja raunsætt mat á
stöðuna.
Sú krafa sem stóö uppúr eftir
kosningaúrslitin var að Alþýöu-
flokkur og Alþýðubandalag
samstarf viö þriöja flokk, sem
Alþýöubandalagiö og Alþýöu-
flokkurinn mættu i stjórnar-
myndunarviöræöum meö sam-
eiginlegum tillögum.
í taktiskum
draumaheimi
Einhversstaöar I taktiskum
draumaheimi Vilmundar og
hinna ungu nýkrata gleymdist
raunveruleikinn og barátta
verkalýðshreyfingarinnar mán-
uöina fyrir kosningar sem fyrst
og fremst skilaöi Alþýöuflokkn-
um og Alþýöubandalaginu kosn-
ingasigrum sinum. Nú þegar
þaö raunalega hlutskipti blasir
viö Alþýöuflokknum aö skriöa
upp i hjónasæng thalds og
Framsóknar er kominn tími til
að staldra við og rifja upp
hverjum ber aö þakka kosn-
ingasigur Alþýöuflokksins.
Þökk þeim sem
þökk ber
Vissulega má meö nokkrum
rétti segja aö Alþýöuflokkurinn
eigi Sjálfstæöisflokki nokkuð aö
þakka vegna fáránlegrar efna-
hagsstjórnar og Framsóknar-
flokki töluvert aö þakka fyrir að
hafa lagt Vilmundi til efni i
spillingarskrif. En varla er sú
þakkarskuld svo stór aö hana
þurfi að greiða með þvi að
skriöa upp i stjórnarsængina til
þess að veröa leikfang fyrir lifs-
leið og þreytt stjórnarhjónin.
Hver trúir þvl aö þau hafi raun-
verulegan áhuga á þvi aö setja á
veröbólguskatt og auka hlut-
deild verkafólks i þjóðartekjun-
um?
Auðvitaö stendur Alþýðu-
flokkurinn fyrst og fremst i
þakkarskuld við verkalýðsfé-
lögin sem meö baráttu sinni fyr-
ir kosningar opnuðu augu fjölda
fólks fyrir nauösyn þess að
breytt yrði um stjórnarhætti og
skoruðu á fólk að kjósa gegn
fráfarandi stjórnarflokkum.
Þessa skuld ber Alþýöuflokkn-
um að greiða. Ekki með þvi aö
leggja til aukna kjaraskeröingu,
heldur með þvi að standa fast
með verkalýðshreyfingunni og
Alþýðubandalaginu um kröf-
una: Samningana i gildi. — ekh