Þjóðviljinn - 12.08.1978, Page 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. ágiíst 1978
Landbúnaðarsýn-
ingin 1978
Miklar sviptingar hafa verift i
málefnum Leikfélags Akureyr-
ar að undanförnu. Hart hefur
verið deiit á ráðningar leikara,
en í upphafi mun það hafa verið
ætlun stjórnar L.A. að ráða að-
eins þrjá fasta leikara, en auka
ráöningar lausra ieikara. Vakti
sú ákvörðun mikinn úlfaþyt
meðal ieikara fyrir norðan.
Einnig var ráðning leikhús-
stjóra lengi óákveðin en eins og
komiöhefur fram i fréttum, hef-
ur Oddur Björnsson verið ráð-
inn ieikhússtjóri fyrir næsta
leikár.
Þjóöviljinn kom að máli viö
Odd um fyrirhugaða starfsemi
leikfélagsins, ráðningar leik-
ara, verkefnaval og fleira.
— Erendanlegum ráðningum
ieikara nú iokið fyrir næsta
leikár?
— Ráöningum fastra leikara
er lokið, en þeir verða sex aö
tölu. Það eru þau Aðalsteinn
Bergdal, Gestur E. Jónasson,
Sigurveig Jónsdóttir, Svanhild-
ur Jóhannesdóttir, Viðar
Eggertsson og Þráinn Karlsson.
Auk þess verða tveir leikarar
rdðnir í hálft starf, en ekki er
enn búið d ákveða, hverjir þeir
verða.
— Hver verða verkefni þessa
ieikárs?
— Fyrst tökum við fyrir leik-
ritKambans, „Þessvegnaskilj-
um við”, en æfingar á þvihefj-
ast þ. 21. ágúst. Leikstjóri verð-
ur Haukur Gunnarsson. Þetta er
eina leikrit Kambans, sem kalla
mætti gamanleik, þó þarna
leynist mikil alvara eins og
nærri getur, þegar þessi höfund-
ur erannarsvegar. Þetta leikrit
hefur ekki veriö sýnt á Islandi i
ein 25 ár. Frumsýning verður
um miðjan október.
Þá er ætlunín að fara i gang
með barnaleikritið, sem að
þessu sinni verður
„Skugga-Sveinn” eða „tltilegu-
mennirnir” eftir Matthias
Jochumsson. Þetta veröur
„sýning fyrir alla fjclskyld-
una”, en að minu áliti ætti ekki
að ferma nokkurn mann fyrr en
hann hefur séö almennilegan
Skugga-Svein. Leikstjóri verður
Sigrún Björnsdóttir, en hún hef-
ur aö undanförnu unnið við upp-
setningar á leikritum úti á
landi, og meðal annars sett upp
á Laugarvatni og á Isafirði.
Miðað veröur við aö leikritið
veröi fullæft um jólin.
t byrjun nóvember hefjast svo
æfingar á „Sjálfstæðu fólki”
eftir Laxness, en Baldvin
Halidórsson hefur gert nýja
leikgerð viö verkiö og verður
einnig leikstjóri. Verkið er fyrst
og fremst hugsað fyrir .minni
svið, og mun væntanlega frum-
sýnt I byrjun janúar.
Um sama leyti hefjast æfing-
ar á leikriti Vésteins Lúöviks-
sonar, „Stalin er ekki hér” og
hefur leikfélagiö hug á að fá Sig-
mund Orn Arngrimsson til að
annast uppfærslu, en enn er
óvist, hvort hann getur tekiö
leikstjórn að sér vegna anna.
Leikárinu mun svo ljúka með
söngleik, sem saminn hefur ver-
iðupp úr ákveðnu þema i hinni
frægu skáldsögu „Don Quixote”
eftir Cervantes. Haukur Gunn-
arsson mun leikstýra verkinu.
— Komiö hefur upp hugmynd
um leikhúsráö við Leikfélag
Akureyrar, sem annast muni
allar veigameiri ákvarðanir I
máium þess, i stað núverandi
stjórnar, sem kosin er á aðal-
fundi félagsins. Hvert er álit þitt
á þessari hugmynd?
— Ég tel að það sé áhugi og
vilji fyrir þessari hugmynd, og
álit, aö hún verði mjög á dag-
skrá i framtiðinni. Það er erfitt
fyrir mig að fara nánar út i
þetta að sinni, þar sem hug-
myndin hefur aðeins veriö rædd
lauslega, en enginn fundur hef-
ur veriö haldinn um málið.
— Stjórnin er kosin af aðal-
fundi leikfélagsins. Þennan fund
sitja félagar L.A., sem flestir
eru ekki tengdir daglegri starf-
semi leikhússins. t siðustu
stjórn var ekki kosinn neinn
fulitrúi leikara. Telur þú eðli-
legt, að svo sé?
— Mér þætti það eðlilegast, aö
fulltrúi eða fulltrúar leikara
ættu sæti i stjórn. En það er litið
við þessu að segja, þar sem nú-
verandi stjórn hefur verið kosin
á lýðræðislegan hátt á aðal-
fundi. Hins vegar megum við
ekki gleyma þvi, að þaö fólk,
sem nú situr i stjórn, er flest
gamlir leikarar við leikfélagið
hér.
— Hvernig leggst þaö I þig að
taka við stjórn leikhússins á
Akureyri?
— Þaö leggst mjög vel i mig.
Þegar helstu deilur hafa nú ver-
iö leystar og starfsemin hefur
verið mörkuð, held ég að starfs-
árið gætioröið mjög blómlegt og
þróttmikiö. Ég held, aö flestir
brenni i skinninu eftir þvi aö
taka til starfa og láta hendur
standa fram úr ermum. Viö höf-
um náttúrlega ekki haft tima til
að ræða endanlega öll smá-
atriði, þar sem fyrsti timinn
hefur farið að mestu leyti i að
velja verkefni og manna fyrsta
leikritið. En ég lit björtum aug-
um á komandi starfsár, segir
Oddur aö lokum.
Það má geta þess, að vegur
Leikfélags Akureyrar hefur
aukist mjög á undanförnum ár-
um. Arið 1969 var ráðinn fram-
kvæmdastjóri við leikhúsið og
1973 varð það atvinnuleikhús og
átta leikarar ráðnir i hálftstarf.
Á siðasta ári hefur fjárveiting
rlkis aukist um 120% eða upp i
11 miljónir og framlag bæjar-
stjórnar hefur aukist um tæp
150% eða upp i 16 miljónir,
þannig aö sameiginlegar styrk-
veitingar til L.A. nema nú 27
miljónum króna.
Stjórn Leikfélags Akureyrar
skipa: Guömundur Magnússon,
formaöur, Þórey Aöalsteins-
dóttir ritari og Heimir Ingi-
marsson gjaldkeri. -im
Þetta er Blesa og folaldiö hennar, en eigandi þeirra er Albert
Jóhannsson frá Skógum.
OIÚBVIUINN
uúovium
Þetta er bás Þjóöviljans á sýningunni, en þar geta menn fengiö
ókeypis tilraunaáskrift i ágúst.
Forseti tslands, herra Kristján Eldjárn, setur sýninguna.
Laugarda gur 12. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Kynníng á stöðu og hlut-
verki íslensks landbúnaðar
búvélar, garðyrkja og skógrækt
svo eitthvað sé nefnt. I sýningar-
ráöi eiga sæti fulltrúar hinna
ýmsu fyrirtækja og félaga-
samtaka, sem vinna aö land-
búnaöarmálum eöa framleiöa
landbúnaðarafuröir. Sýningin er
sem kunnugt er haldin af tilefni 70
ára afmælis Búnaðarsambands
Suðuriands, en i þvi eru 35 félög.
Ýmislegt veröur til skemmtunar
á sýningunni. Auk tiskusýninga
og kvikmyndasýninga veröa sýnd
hin ýmsu tæki sem notuð eru i
landbúnaöarstörfum, kórsöngur,
hrossasýningar, nautgripa-
sýningar, hlutavelta og margt
fleira verður til skemmtunar.
Sýningin er opin til 23 daglega til
sunnudagsins 20. ágúst.
þs
‘ Þaö rigndi duglega, þegar verio
var að teyma siöustu dýrin inn á
sýningarsvæðið á Landbúnaöar-
sýningunni á Selfossi og koma
þeim inn i húsin, áður en tignir
gestir komu inn á svæði til að
vera viöstaddir opnunina.
Sýningar af svipuðu tagi og
þessi eru orðnar árlegur
viðburöur, þótt þessi hafi nokkra
sérstöðu. Er ekki að efa að fjöl-
skyldur munu bregða undir sig
betri fætinum á næstunni, þvi fátt
finnst krökkunum eins skemmti-
legt og að fá aö skoöa lifandi dýr.
Þarna fá þau meira að segja að
halda á hænuungum, sem eru
nýskriðnir úr egginu. Þegar við
fórum i gegnum bás Sambands
eggjaframleiðanda, var skammt
i að að nýir hænuungar kæmu i
heiminn, þvi i útungunarvélinni
mátti sjá litla gogga reyna að
komast út úr eggjunum. „Þeir
veröa mátulega komnir i
heiminn, þegar forsetinn birtist”
sögðu krakkarnir. Þarna voru
einnig svin, ýmiss konar ali-
fluglar, hestar, folöld, kýr,
kálfar, naut, ær og lömb, auk þess
sem stórt laxapar er i kassa við
dyrnar og nokkur minni seyði i
stórum kössum úti á svæðinu.
Sýningaraðilar eru rúmlega
hundrað talsins, bæði fyrirtæki og
framleiðsluaðilar af ýmsu tagi.
Mikiö er af islenskum heimilis-
iðnaði sem Samband sunnlenskra
kvenna og Samband Vestur-
Skaftfellskra kvenna hafa safnað.
Landbúnaðarafurðir af ýmsu tagi
eru kynntar, og einnig grænmeti,
Gróa Jakobsdóttir býr tii muni
úr islenskum leir i heimiiis-
iðnaöardeildinni.
Strákarnir skoða laxaseiðin frá Laxeldisstöðinni i KollafirðL
:
Bölvaldur heitir þessi ferhyrndi hrútur, en eigandi hans cr Asgeir Sigurðsson frá Kaldbak.