Þjóðviljinn - 12.08.1978, Qupperneq 12
12 StÐA — Laugardagur 12. áglist 1978
„Mannfræftingar hafa fullyrt,
að aldrei hafi neitt þjóðfélag
verið til, þar sem mennirnir hafi
ekki ráðið mestu. Karlmennska
hefur verið i miklum heiðri höfð
bæði af mönnum og konum.
Heimsbökmenntirnar allt frá
Hómer til Hemingways lýsa
afrekum mannsins á vigvell-
inum, við veiðar og i rúminu.
Hin sjúklega Hemingway-
manngerð er snjöll hugmynd,
sem á að tákna manninn, sem
eflist að karlmennsku i barátt-
unni við sjálfan sig og náttúr-
una. Drápið og veiðin göfgar
manninn, gerir hann að manni.
(Og hvenær verður konan að
komi? Þegar rétti maðurinn
tekur haua á réttan hátt)”
(undirstrikun okkar).
Þessi klausa er tekin úr
makalausri grein sem birtist i
Lesbók Morgunblaðsins þann
30. júli s.l. og er eftir norskan
höfund, Dag nokkurn Bredal.
Ekki ætlum við að leiða neinum
getum að hvaða kenndir það eru
sem reka hann til skrifta, — hitt
er fróðlegra til athugunar hvað
veldur þvi að undanfarna mán-
uði hefur hver greinin rekið
aðra i Morgunblaðinu þar sem
konan er hafin upp til skýjanna
sem móöir og kynvera. Það
skyldi þó aldrei vera að þessi
skrif héldust i hendur við lokun
frystihúsanna og versnandi
ástand á vinnumarkaðnum?
bað er gömul saga og ný, að litið
er á konur sem varavinnuafl
sem ýmist sé hægt að hafa úti á
vinnumarkaðnum eða inni á
heimilunum, allt eftir árferði
hverju sinni. En til þess að þetta
sé mögulegt, þarf a.m.k. að fá
þær til að sætta sig við hlutskipti
sitt og helst að fá þær til að lita á
það sem náttúrulögmál. Nú er
lögmálið stutt liffærðilegum,
mannfræðilegum og uppeldis-
fræðilegum rökum (rökleysum)
og konum talin trú um að við
Umsjón:
Hallgerður Gísladóttir
Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Sólrún Gísladóttir
Steinunn H. Hafstað
örlög manns og
samfélags í húfí
Konan tekin á réttan hátt!
blasi upplausn i þjóðfélaginu ef
þær ekki sinni „hlutverki sinu”
innan fjögurra veggja heimilis-
ins.
Kjarninn I Lesbókargreininni
30. júli er einmitt þessi. Greinin
tekur þó ekki til umfjöllunar
móöurhlutverk konunnar, held-
ur fyrst og fremst kynferðislegt
hlutverk hennar sem þolanda.
Konan á að vera blið, undirgefin
og dástaökarlkyninu.annars er
voðinn vis.eðaeinsogsegirilok
greinarinnar:
„Konan hefur töframátt, og án
þessara töfra fjarar hið skap-
andi lif i samfélaginu út.
Maðurinn (karlmaðurinn! aths.
okkar) missir sitt fjaðurmagn
og verður eins og vél. Með töfra-
mætti sinum stjórnar konan á
laun stöðugum örlögum manna
og samfélags.” Sem sagt, nafn
þitt er kona og þú hefur örlög
samfélagsins i höndum þér.
Með þvi að krefjast breytinga á
hlutverkamynstri kynjanna
áttu það á hættu að tortima
mannlegu samfélagi. Svo haltu
kjafti, hlýddu og vertu góð.
En það er ekki einasta konan
sem er til umfjöllunar i marg-
nefndri grein. Karlmaðurinn
fær lika sinn skerf og hann held-
ur aumkunarverðan þó ætlun
höfundar virðist vera að skrifa
kyni sinu til varnar. Bágt eigum
við með að trúa að allir karl-
menn vilji leggja nafn sitt við þá
karlimynd sem dregin er upp i
greininni, enda æði erfitt að
standa undir henni. Annars
vegar á karlmaðurinn að vera
n.k. villimaður „sem tekur konu
sina með valdi”, og hins vegar
hégómlegur og metorðagjarn
einfeldningur sem gerir allt til
að vekja aðdáun kvenna, eða
eins og segir i greininni: „Menn
eru mjög viðkvæmir. Þeir fá
aðeins notið sin i heimi, þar sem
imyndunin ræður miklu, þar
sem einkennisbúningar, leikir,
stöður og titlar kitla
imyndunaraflið og svala hé-
gómagirndinni. Eigi maðurinn
að geta notið sin á frjálsan, eðli-
legan og frjóan hátt, þarfnast
hann aðdáunar kvenna.”
betta er i stuttu máli inntakið
i greininni sem siðan er stutt
margvislegum rökum sem öll
ber að brunni fáranleikans. Þó
við nennum ekki að elta ólar við
alla hugaróra hugmynda-
fræðinga Morgunblaðsins, þá
viljum við ekki að lesendur
Jafnréttissiðunnar fari á mis
við þá skemmtun sem hægt er
að hafa af þeim. Þvi birtum við
nokkrar glefsur úr greininni (að
sjálfsögðu með ákveðnum
athugasemdum) og efumst ekki
um að þær verða mörgum til
aðhláturs yfir helgina.
Hart er i heimi og gerist vá
mikil.
„Andstæða hetjunnar er tákn
upplausnar á hlutverki manns-
ins, hruns feðraveldisins. Með
niðurlægingu mannsins breytist
konan um leið. begar kynein-
kennin glatast, veldur það
einmanakennd og ótta, söknuði
og sóun á hæfileikum. Þetta er
hernaðarlist hinnar eyddu
jarðar, landið er lagt i auðn, þar
sem karlkynið hörfar undan.”
Hvað tekur við eftir Ragna-
rök?
„Hvað táknar nýtt hlutverk
karlmannsins? Er svarið að
finna i hinum vanaða og
sneypulega unglingi? Þeim sem
afsalar sér þvi að bera einkenni
sins kyns og verður þess i stað
hin mikla, viðrinislega sam-
bræðsla tveggja kynja, hin
háleita afmán. Hinn kúgaði
elskhugi með innsogið andlit án
nokkurs vottar um reisn af
neinni gerð.”
Framhald á 18. siöu
Lisa Schmalensee heitir
dönsk kona sem stödd er hér á
landi. Hún hitti okkur stöllur
að máli eitt siðdegið nú f vik-
unni I þeim tilgangi aö afla
frétta af kvennabaráttunni á
tslandi. En I stað þess að hún
rekti úr okkur garnirnar varð
raunin sú, að hún fræddi okkur
um ýmislegt sem efst er á
baugi I Danaveldi. Við fyllum
belginn i dag með brotum úr
frásögn hennar, lesendum til
fróðleiks og hvatningar.
Lisa er félagi i Venstre
Socialisterne (VS) og starfar
innan flokksins I hópi sem
fjallar um málefni kvenna.
Þær reyna m.a. að fá konur úr
verkalýðshreyfingunni til liðs
viö sig, til aö virkja þær i
stétta- og kvennabaráttunni,
auk þess fást þær, svo sem
góöum sósialistum sæmir, viö
alþjóöamál. Þær hafa ásamt
öörum hópum kynnt sér örlög
kvenna i Chile.og hefur nú tek-
ist að safna nöfnum um 80
kvenna sem sitja i fangelsum
og fangabúöum herforingja-
stjórnarinnar. Þessar konur
eru sagðar týndar, en eftir
ýmsum leiðum hefur tekist aö
komast aö hinu sanna i mál-
inu. Þessar konur sæta marg-
vi'slegustu pyntingum, en ein
vinsælasta pyntingaraðferöin
munu vera nauöganir sem
hafa m.a. valdiöþvi aö marg-
ar konur hafa fætt börn i fang-
elsunum. Ætlunin er aö reyna
að vekja athygli á hlutskipti
fangana og fá þær látnar laus-
ar. Þetta starf er nýlega faiiö
af stað og árangurinn þvi ekki
kominn i ljós.
Annað mál sem sifellt er á
döfinnier dagvistunarmáliö. t
kjölfar kreppunnar I Dan-
mörku hefur rlkisvaldiö reynt
að fá konurnar inn á heimilin
aftur og m.a. beitt þeirri að-
ferð aö skera niður fé til dag-
vistunarstofnana. Sem dæmi
um þennan niðurskurð má
nefna, aö nú eru 6 börn á
hverja fóstru en voru áöur 4.
Einnig ber á þaö aö lita, aö
danska borgarastéttin litur nú
orðiö ádagheimilin sem ógnun
við sig þar sem I ljós hefur
komiö, aö þegar börnin koma I
skólana láta þau ekki mata sig
áhverjusem er, heldur kunna
aö hugsa sjálfstætt og vilja fá
að taka þátt i ákvöröunum. Á
dönskum dagheimilum eru þvi
ekki alin upp þæg vinnudýr.
Lisa sagði að á þvi barna-
heimili sem dóttir hennar er á
væri mjög gott samstarf milli
fóstraog foreldra. Til skamms
tima var barnaheimilinu
stjórnað af foreldrum og fóstr-
um i sameiningu, og á hverj-
um degi var haldinn fundur
með börnunum þar sem
ákveðið var hvaö ætti aö gera
þann daginn. En um s.l. ára-
mót komu boö frá rikinu um
að nú yrðu foreldrarnir annað
hyort að sætta sig við að velja
fóstru til að „stjórna” dag-
heimilinu, ella myndi rikiö
skipa stjórnanda. Af tvennu
iilu tóku foreldrarnir fyrri
kostinn vitandi þaö að fóstrun-
um væri treystandi til aö viö-
halda lýöræöislegu skipulagi.
Lisa sagöi aö fóstrur heföu
beitt sér fyrir miklum endur-
bótum á barnaheimilum en
fengju nú aö borga fyrir það
með „Berufsverbot” þ.e. þeim
er hiklaust sagt upp ef þær eru
með eitthvert múður, enda
alltaf hægt aö fá aörar I staö-
inn þar sem atvinnuleysi er
mikið meöal þeirra.
En mikill munur er á
ástandinu i dagvistunarmál-
um á fslandi og i Danmörku.
Mun auðveldara er aö fá dag-
vistun I Danmörku og hún er
mun ódýrari. Sagöi Lisa að sú
upphæðsem forgangshóparnir
greiða fyrir dagheimilispláss
hér væri sú sama og tekju-
hæstu foreldrar greiöa i Dan-
mörku. 1 Danmörku eru af-
skipti foreldra af dagvistunar-
málum mjög mikil og eru
starfandi foreldrafélög sem
fylgjast vel með öllu sem
varöar dagvistunar- og skóla-
mál. Hafa þessi félög stutt
dyggilega viö bakið á fóstrum
þegar þær hafa fariö i verkföll
til aö leggja áherslu á kröfur
sinar um bætt barnaheimili.
Foreldrarnir hafa einnig bar-
ist hatrammlega gegn lokun
barnaheimila og hefur m.a.
komið til átaka viö slik tæki-
færi. í Danmörku tiökast þaö
nefnilega að fólk láti i sér
heyra og berjist fyrir rétti sin-
um, en láti ekki bjóöa sér hvaö
sem er eins og viröist vera
landlægt hér.
Svona er þar, en
hérna eitthvað annað er..