Þjóðviljinn - 26.08.1978, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. ágúst 1978
,,Þjófur, ég stefni þér með svo sterkri
stefnu eins og þá guð stefndi djöflinum úr
himnaríki forðum, niður til helvítis, að þú
hafir engan frið á sál eða lífi nema þú mér
aptur skilir stuld þeim, sem þú stalst f rá mér,
bölvaður, í svefninum.
Sof þú aldrei og ekki vak með friði eða ró-
legheitum, nema þú heim færir mér stuld
þann, sem þú stalst frá mér bölvaður.
Verði allar þínar útréttingar til sjós og lands
þér til bölvunar.
Bölvuð verði öll þín verk, þánkar, orð og
gjörðir, nema þú skilir mér eign minni, sem þú
stalst frá mér, bölvaður í tímanum og ei-
lifðinni.
Guðslaus og allslaus gángi þér allt til ills og
ama lukkulega og eilíflega.
Þú ert þjóf ur og ég bölva þér, en ég bið guð
að bölva þér og það eilíflega, því það get ég
ekki.
Verði þér allt til eilíf rar fordæmingar, nema
þú skilir mér nú öllu aptur, sem þú hefir frá
mér stolið."
Þessa særingu eða „þjófastefnu" er að
f inna í gömlum skræðum, og er haft fyrir satt
að hún hafi komið að góðu gagni gegnum
aldirnar i viðskiptum frómra við f ingralanga.
Það væri því afleitt ef hún félli í gleymsku
jafn fingralangur og landslýðurinn virðist
vera orðinn uppá síðkastið.
Særing þessi var oft tekin i gagnið fyrr á
öldum með góðum árangri, og er sagt að Skúli
fógeti haf i notað hana óspart i viðskiptum sín-
um við hörmangara. Á sama hátt mun það
hafa verið rætt í f ullri alvöru innan Neytenda-
samtakanna, hvort þessi áhrínsorð gætu ekki
komið að góðum notum í viðskiptum hins al-
menna neytanda við misjafnlega ærukæra
innf lytjendur.
Það sem vekur mesta f urðu okkar neytenda
er að vísu sú staðreynd, að Samband íslenskra
samvinnufélaga sem er að sjálfsögðu stærsti
innflytjandinn í landinu, er með sama vöru-
verð og heildsalarnir, en Sambandið er eins og
allir vita stofnað með hag neytandans í huga
fyrst og fremst.
Það hefur sem sagt komið í Ijós að inn-
kaupsverð á neysluvarningi þjóðarinnar er; að
því er virðist, vísvitandi 20-25% of hátt,en það
þýðir að sömu vörur útúr búð eru 40-50% of
dýrar.
I málefnasamningi næstu ríkisstjórnar mun
þjóf asæringin skipa háan sess,en síðasta ríkis-
stjórn harðneitaði að taka hana í gagnið,af
skiljanlegum ástæðum.
Sagt er að það læri börnin, sem f yrir þeim er
haft, og eru það víst orð að sönnu. Að minnsta
kosti virðist ríkja hér um þessar mundir
skeggöld og skálmöld innbrota, of beldis, svika
og pretta.
Innbrot á einkaheimili hafa mjög færst í
vöxtuppá síðkastið, og af því tilefni hefur lög-
reglan látið f rá sér fara nokkrar leiðbeiningar
um það hvernig koma eigi í veg fyrir
þann ófögnuð. Hér höfum við reglurnar, að
vísu birtar eftir minni:
I. Oráðlegt er að haf a opið uppá gátt, ef eng-
inn er heima.
II. Lykillinn á ekki að hanga á dyrakarmin-
um við hliðina á smekklásnum. Skárra er að
hafa hann undir mottunnþen þó helst í vasan-
um. Sjálfsagteraðhafa heimilisfang á lyklin-
um í von um að skilvís f innandi skili honum og
að þjófur finni hann ekki.
II I. Sjálfsagt er að merkja alíar eigur sínar
með nafni og númeri. Á þetta einkum við um
bankabækur og tékkhefti, eiginmenn og eigin-
konur.
IV. Látið loga á inni- og útiljósum allan
sólarhringinn. Þjófar eru Ijósfælnir, og í ráði
munað selja rafmagn til þessara nota á sér-
stökum „þjófaprís", m.ö.o. álverksmiðjuprís.
V. Hafið ekki vír hjá bréfalúgunni og látið
ekki póstinn safnast fyrir. Biðjið heldur ná-
grannann um að halda póstinum til haga.
Gæta ber þó þess að sá nágranni sé ekki
þjófóttur úr hófi fram.
VI. Hafið ekki bifreið yðar opna og í gangi
eftir að þér eruð genginn til náða, og gætið
þess að hafa bensíntankinn jafnantóman.
Með því vinnst tvennt: Ekki er hægt að stela
bensíni af bílnum^og í öðru lagi eyðir hann
mun minna þar sem hann er léttari í akstri
með tóman tank en fullan.
VII. Kaupið ekki innfluttar vörur.
Eða eins og segir í vísunni Frjáls Verslun:
Hækka skaltu hundraðfalt,
harður okra og stela.
Umfram allt þú ætíð skalt
alla pretta og véla. Flosi.
Verk eftir Gabor Attalai
Ungyerji sýnir
í Suðurgötu 7
I dag hefst i Galleri Suðurgötu
7 sýning á verkum ungverska
listamannsins Gabor Attalai.
Gabor er einn þeirra iistamanna
sem eru að brjótast undan ofur-
valdi hinnar opinberu listastefnu i
landi sinu og hann verður að telj-
ast einn af leiðandi mönnum neö-
anjarðarlistahreyfingarinnar i
Austantjaidslöndunum.
Gabor Attalai er fæddur i Bilda-
pest 1934 og nam viö listaháskól-
ann i Bödapest á árunum 1953-’58.
Hann hefur haldið fjölmargar
listsýningar um gjörvalla Evrópu
og hans hefur verið getiö i fjölda
erlendra listtimarita. Hér á landi
hefur hann sýnt tvivegis áður, i
Galleri Súm. Gabor Attalai hefur
gefið út timaritin „Time” og
„Future”.
Heiti sýningarinnar i Galleri
Suðurgötu 7 er: „Red-y and post
red-y mades”, en siðastliðin ár
hefur Gabor unniö að einu griðar-
stóru samhangandi verki út frá
nokkurs konar „tema”. Hann
hefur haldið þrjár sýningar hlið-
stæöar þessari i Póllandi, Hol-
landi og nú siðast i heimalandi
sinu eftir talsvert þref, en þess
má geta, að um það bil 10.000
manns komu að sjá þá sýningu. A
sýningunni I Galleri Suðurgötu 7
notar Gabor innviði Gallerisins
sem hluta af verkinu, en sýningin
hefur borist hingað með póst-
sendingum, þvi listamaðurinn
hefur ekki tækifæri til aö ferðast
frá heimalandi sinu.
Sýningin er opin daglega frá 4-
10 og 2-10 um helgar. Hún stendur
frá 26. ágúst til 10. septem-
ber.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Ikveikjum fjölgar
WASHINGTON 23/8 (Reuter) —
Atvinnubrennuvargur, sem er
.að visu hættur störfum, sagði
bandariskri nefnd i dag, að ó-
heiðarlegir athafnamenn gætu
látið framkvæma ikveikju á
jafn auðveldan hátt og þeir gætu
pantað borð á veitingahúsi.
Maður þessi sagði, að hann
hefði kveikt i meira en 100 bygg-
ingum I grennd við Minneapolis
og fengið 500 til 1500 doilara
fyrir viðvikið i hvert sinn, áður
en hann var tekinn höndum og
dæmdur árið 1977. En gamall
félagi Mafiunnar sagði, að ágóði
brennuvarga væri yfirleitt ekki
svo mikill: Mafian tæki að visu
að sér að kveikja I húsum fyrir
25% af þvi sem tryggingarfélög
borguðu fyrir tjónið, en hinir
raunverulegii brennuvargar
fengju þó aðeins um 700 dollara
fyrir ikveikjuna.
Eitt af þeim vitnum sem
komu fyrir nefndina taldi að
glæpsamlegum ikveikjum fjölg-
aði um fjórðung á ári, og heföu
þær kostað 1000 mannslif og tvo
miljarða dollara I greiddu
tryggingarfé árið 1976.
Flugdagurinn er í dag
Flugdagurinn er I dag. Margar flugvélar verða til sýnis á Reykjavfkurflugvelli, sýnt verður listflug,
eldnevtistaka I lofti og fleira. Ein beirra véla sem sýndar verða er Klemma 25, sem þessi mynd er af.
Hún kom hingað til lands 1938 og flaug Agnar-Kofoed-Hansen henni vftt og breitt um land. Vélinni var
lagt 1940, en hefur nýlega verið gerð upp.
Mynd: Baldur Sveinsson