Þjóðviljinn - 26.08.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 26.08.1978, Side 4
4 StÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 2«, ágúst 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýós- hreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Olafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siðtlmúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Sannleikurinn um kaupsýsluna Margsinnis hafa þingmenn Alþýðubandalagsins kraf- ist aðgerða til aðhalds að versluninni. Einnig lagt til að rannsakaðir væru ýmsir þættir verslunarinnar, einkum innflutningsverslunarinnar til þess að leiða í Ijós hvað verslunarbáknið kostar þjóðina, m.a. í óhagstæðu vöru- verði. Engin slík mál hafa náð f ram að ganga, en þrýst- ingur Alþýðubandalagsins á málið hef ur þóáttsinn þátt í því að verðlagsyf irvöld tóku að kanna vissa takmarkaða þætti innflutningsmála. I fyrri áfanga könnunarinnar kom í Ijós að íslenskir innf lytjendur keyptu vörur frá Englandi á 15-20% hærra verði en enskir kaupsýslumenn gerðu í heildsölu. Bornar voru brigður á réttmæti þessarar könnunar og hef ur því veriðgerðönnur víðtækari í félagi við verðiagsyf irvöld á Norðurlöndum. í henni er kannað innkaupsverð ákveð- inna vörutegunda frá ýmsum löndum til Norðurlanda. Innkaupsverð íslendinga reyndist 21-27% óhagstæðara en það verð sem Norðurlandamenn sæta á þeim sömu vörum. Auðvitað eiga íslenskir innflytjendur kost á því að kaupa vörur við sama verði að meðaltali og innf lytjend- ur annarra landa. Verðlagsstjóri segir að könnunin sýni að þeir gangi vísvitandi fram hjá slíku meðaltals- eða lágmarksverði og geri innkaup sín á hærra verði af ráðn- um hug. Einnig taki þeir óeðlilega há umboðslaun er- lendis og f lytji jafnvel inn í gegnum óþarfa milliliði. Að mati verðlagsstjóra er ekki ástæða til að ætla að fullt álagningarfrelsi hér heima geti upprætt þessa óheil- brigðu starfshætti. Vissulega á verðlagsstjóri sérstakar þakkir skilið f yrir það að haf a f ramkvæmt þessa könnun og skeytt engu um hótanir kaupsýsluvaldsins í hans garð. Faktáru- Fölsunar-Félagið enn á kreiki Stétt kaupsýslumanna er yfirstétt í þessu þjóðfélagi. Hún býr við allt önnur kjör en launafólk. Hún tekur toll af lífsgæðum annarra, en ber sjálf ærið léttar skattbyrð- ar. Verðbólgubálið byggir hallir hennar, og eigin neysla skrifast á reikning sem aðrir borga. Fulltrúar kaup- sýslumanna, einkum innf lytjenda, eru meginstoðir Sjálfstæðisflokksins. Þeir tala um siðferðilega ábyrgð og virðingu fyrir lögunum. Sjálfir eru þeir gerspilltir, ganga á bak við sín eigin lög og reglur, stunda sjónhverf- ingar frammi fyrir innlendum yfirvöldum, — vita það eitt að þeirra upphefð kemur að utan. Ofurvald kaup- sýslunnar er sérkenni íslenska auðvaldsskipulagsins. Kynslóð eftir kynslóð situr kaupsýslan í náðum óháð allri gagnrýni. Hún hefur sitt Faktúru-Fölsunar-Félag f jarri armi íslenskra laga. Þetta er jafn satt í dag og það var fyrir 30árum þegar Halldór Laxness lýsti því fyrirbæri í Atómstöðinni. Brytjum báknið! Á krepputímanum fyrir strið var á vegum skipulags- nef ndar atvinnumála gerð gagnrýnin athugun á íslensku efnahagslífi. Meginniðurstaðan var sú, að allt of mikið f jármagn væri bundin í verslun og til hennar rynnu óeðli- lega miklar tekjur í hlutfalli við f ramleiðsluatvinnuveg- ina. Þrátt fyrir allar þær breytingar sem orðið hafa á þjóðlffinu síðan og standa m.a. í sambandi við gífurleg- an hagvöxt og ný atvinnutækifæri, er þetta megin stað- reynd efnahagsmálanna enn sem fyrr: Verslunarauð- valdið er of fyrirferðarmikið, það tekur of mikið til sín af fé og fólki, umsvif þess sliga framleiðslustarfsemina og liggja eins og mara á lífskjörum launafólks. Hér er hið sanna bákn sem þyrfti að brytja niður. —h. NATÓ-kratar óvinsœlir! Mikill urgur er nú i mörgum Alþýöuflokksmönnum vegna þeirrar ákvörðunar NATÓ-anna i þingliðinu unga og flokkstopp- anna sem spilað hafa stjórnar- forystu upp í hendurnar á Ólafi Jóhannessyni. Þykir mörgum sem þar hafi verkalýðsfrömuð- inum Karli Steinari og siða- meistaranum Vilmundi Gylfa- syni heldur en ekki brugöist bogalistin. . Hvernig sem NATÓ-kratarn- ir reyna að renna stoðum undir falskenningar um nauðsyn þess aöoddviti stjórnar og utanrikis- ráðherra séu á einu máli segja óbreyttir liðsmenn og verka- lýösforingjar i Alþýðuflokknum margir eins og Pétur Sigurðsson i viötali við Dagblaðið. Að hinu leytinu ber að fagna þvi að ef vinstri stjórn og kemst á laggirnar má vænta þess aö Ólafur verði forsætisráðherra og Benedikt utanrikisráðherra. Þeir ættu að minnsta kosti að verahundrað prósent sammála um þá stefnu sem kratar hafa nú tekiöað láni frá Ólafi: Nefni- lega „já-já og neinei” stefnuna Vingulsháttur NATÓ-anna Athygli vakti á fyrsta við- ræðufundi Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins undir forystu Ólafs Jóhannessonar að kratar töldu að véfrétt sú sem nefnd hefur verið svar flokksstjórnar Alþýðuflokksins til Alþýðu- bandalagsins hafi veriö misskil- in. Það þurfti lika mikla spek- inga forðum tíð til þess að ráða i véfréttina i Delfi. En það þurfti enga sérstaka pólitiska vitringa til þess að skilja eitt atriði i svari flokksstjórnarinn- ar. Þar sagði: Málefnasamn- ingur meirihlutastjórnar á hins- vegar að ná yfir öll svið þjóð- mála. Nú þegar það er tryggt að kröfu erlendra afla að LUðvik Jósepsson veiti ekki stjórninni forstöðu er ekkert þvi til fyrir- stöðu að halda áfram á þeim grunni sem hann og Alþýöu- bandalagið lögöu: Stjórn til skemmri tima um afmörkuö verkefni. Ekki verður þetta skilið á annan veg en aö kratar telji að Ólafur Jóhannesson fylli upp i götin á málefnasamningnum sem þeir vildu i gær fylla með málefnum á öllum sviðum þjóö- mála. Hugsunin er skýr en kenning- um tjaldaö tii einnar nætur. Ósköp hlýtur aö vera þægilegt að vera krati. Ein kenning á dag. Segja eitt í dag og annað á morgun. Heiður þeim sem heiður ber Það vakti athygli manna I miðbænum i gær að rennileg .McDonnell Douglas F-4E Phan- tom þota frá setuliðinu raindi sér fimm sinnum f lágflugi yfir Tjörnina og Reykjavikurflug- völl i gær. Margir höföu við orð að þetta vopnaskak yfir Reykjavik væri vel við hæfi á íslenska sérafbrigðið Islensku kratarnir eru sannarlega sérstætt fyrirbæri samanborið við flokksbræður „Ekkert athugavert við Lúðvík sem forsætisráðherra,- — segir Pétur Sigurðsson form. Alþýðusambands Vestfjarða „Ég sé ekkert athugavert við að hefði mátt komast á stjórnarmynd Luðvik verði forsætisráðherra," sagði ina. Einhver timi hefði þá gefizt Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- ræða fleiri mál, sérstaklega með til bands Vestfjarða. þeSS a(y vinstri stjórn er vænta þeim timamótum þegar kratar opinbera NATÓ-erindrekstur sinn og standa sig ,,vel” i is- lenskri pólitik. Astæðan var hins vegar sú aö herþotan vari æfingarflugi fyrir flugsýningu á flugdaginn, sem sagður er vera i dag. Bæði Bandarikin og Vestur-Þýska- land sýna Islendingum herþotur i tilefni þessa dags. A.m.k. niu herflugvélar frá bandariska sjóhernum sýna listir sinar og Transall C-160 frá vestur-þýska flughernum flýgur yfir — og len dir! Þótt aðsjálfsögðu felist mikil viðurkenning i þessum heim- sóknum og vopnaskaki á við- sjárverði tið og nokkur vörn — amk. gegn kommum — skaf fólki bent á aö halda ekki fast um þann stað sem VL-ingum var helst vörn i — heldur um eyrun. í því er besta vörnin eins og á stendur, sainkvæmt upp- lýsingum hernaðarsérfræðings þáttarins. Klapp á öxlina Þótt þessar virðingarheim- sóknir séu að sönnu ánægjuleg- ar er Alþýðuflokknum viðar klappað á öxlina og á beinni hátt þessa dagana. Þannig segir Morgunblaðið: „Meö þvi að verða ekki viö kröfu Lúðviks um forsætisráð- herradóm hefur Alþýðuflokkur- inn sýnt meira þrek, en hann virtist hafa um skeið”. þeirra annarsstaðar i Vest- ur-Evrópu. Nató-arnir I ungliði kratanna eru þar engin undan- tekning. Meðal annars var einn þeirra ræðumaður á fundi Lýð- ræöissinnaðrar æsku sem stóð fyrir mótmælafundi 21. ágúst. Þessi samtök sem eru hliðstæöa Democratic Youth erlendis eru raunar ekki til á íslandi. Ekki hefur veriö haldinn formlegur stofnfundur enn, ekki er til nein stjórn og þó viðurkennt að Vökumenn i Háskólanum hafa staðið að þvi aö hóa mönnum saman. Samtök sem kenna sig við Democratic Youth eru viða I Evrópu meöal þess hægri- sinnaöasta sem þekkist. Sam- band ungra sjálfstæðismanna er og aðili að samtökum æskulýðs- sinnaðra stjórnmálaflokka i Vestur-Evrópu, sem nefnast DEMYC — Democratic Youth Counsil. Framkvæmdastjóri þeirra samtaka i Lundúnum er Jón Ormur Halldórsson, klifrari úr SUS. Það liggja ef til vill þræðir þaðan og tilhugmyndar- innarum Lýðræðissinnaða æsku hér á fslandi, sem eins og áöur sagði eru ekki samtök sem til eru formlega. En hitt er vist að það mætti lengi leita meðal krata I gjör- vallri Vestur-Evrópu að mönn- um sem fengjust til þess að leggja nafn sitt við hægri sam- tök af þessu tagi. Hversu gott sem málefnið annars væri. En Islenskir NATó-kratar eru að sönnu engum öðrum likir. — ekh. ura iÝÐR/EÐISSINNUÐ nta, e. Pundurion hófat á^Lækjartorgi, raman við Útvegsbanka íalands, iukkan rétt rúmiega hálfséx, en kömmu áður hafði hópur fóiks afnast þar aaman. Br dagskr&in fíðlnaAi fnwáa.wJliimiwi *íl

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.