Þjóðviljinn - 26.08.1978, Síða 9

Þjóðviljinn - 26.08.1978, Síða 9
Laugardagur 26. ágúst 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9 „Viö stóraukinn styrk rikis og bæjar er rekstur leikhússins ekkert einkamál L.A., heldur landsbyggðarinnar allrar. Það er fáránlegt, að leikfélaginu skuli vera stjórnað af fólki, sem kemur hvergi nærri daglegum rekstri þess.” Brynja Benediktsdóttir segir álit sitt á Leikfélagi Akureyrar i opinskáu helgarviðtali. „Kúbumenn leggja mestu áherslu á framtiðina”. Opna Sunnudagsblaðsins er helguð Heimsmóti æskunnar á Kúbu. Rætt er við tvo þátttak- endur frá tslandi og skýra þeir frá heimsókninni þangað i máli og myndum. SUNNU- DAGUR ■’T*" Þetta er meðal efnis í Sunnudagsblaði Þjóðviljans „Sönn ást er ekki til nema þvi einungis aö hún sé frjáls, sprott- in upp án allra hafta og án þess að valkostir séu settir. Þannig brýtur hún lika allar reglur kapitalismans, eignarrétturinn er að engu hafður, skipulag fjöl- skyldunnar óvirt, siðferði kirkj- unnar sett 1 rúst, og ástin þar- með kölluð synd og klám.” Róska skrifar um „Veldi tilfinn- inganna” i kvikmyndakomp- unni. „Rimur voru yfirleitt ortar upp úr öðrum bókmenntum eins og tslendingasögum. Þaö sama má segja um Disneyrimur, nema þær eru ortar upp úr fræðibók- menntum.” Sunnudagsblaðið hcfur kynn- ingu á væntanlegum bókum á haustmarkaði. Að þessu sinni skýrir Þórarinn Eldjárn frá hinni nýju rimnabók sinni, um Walt Disney, sem Iðunn gefur út i næsta mánuði. Þjóðviljinn birtir jafnframt eina af rlmum Þórarins. „Siðari hefur bulið niðið gegn Stalin jafnvel i hans eigin föður- landi, eftir að þetta slys varð hérna um árið þegar Krúsjeff komst til valda. Það er þessa ekta kratiski áróður, sem ég sé þarna að verki.” Ingvar Guðjónsson, 76ára gam- ail bóndi i Dölum á Héraði, hefur ákveðnar skoðanir á lifinu og pólitikinni. Hvaö sparast í helgarinnkaupum ef söluskattur á allri matvöru er felldur nidur? Þetta var helgarskammtur fjögurra manna fjöiskyldu. Það munaði rúmlega ellefu hundruð krónum. eða 1136 krónur Hjá þeirri fjölskyldu sem Þjóöviljinn fékk að fylgjast meö Hvaða áhrif hefur það á fjárhag heimilanna ef söluskattur veröur felldur niður af allri matvöru? Þessari spurningu er liklega ekki auösvarað, þvi eins og nú er hátt- að söluskattsálagningu er stór hluti matvæla undanþeginn skatt- inum. Þánnig er það með mjólk og allar mjólkurvörur, fisk, kart- öflur og grænmeti, brauö og kök- ur, en stærsti matvöruflokkurinn sem er söluskattsskyldur er kjöt- varan, svo og kornvara. Þjóðviljinn fékk að fylgjast meö helgarinnkaupum einnar fjölskyldu i gær, en hún telur fjóra i heimili. Keypt var i laug- ardags- og sunnudagsmatinn, — bjúgu og hryggur. með tilheyr- andi, en auk þess eftirmatur. Þar aö auki fylgir helgarinnkaupun- um ýmis annar varningur, sem ekki telst til matvöru, svo sem þvottalögur, en hér að neðan má sjá hvað keypt var, hvað greitt var við kassann og svo hins vegar hvaö helgarinnkaupin hefðu kost- að, ef enginn söluskattur væri á matvöru. Þær vörutegundir, sem nú eru undanþegnar söluskatti eru auðkenndar meö stjörnu. 1 ? Jj *■■ 4 * §F Sfc iNÉ „Ég hafði nú ekki hugsað úti það neitt sérstaklcga hvaða vara væri undanþegin söluskatti og hver söluskattsskyld”. Tegund: M.söluskatti Ansöluskatts Hryggur...................2.320.- 1.933.- Bl. grænmeti..............311.- 259,- Rauðkál...................424.- 353.- Jarðarber.................542,- 451.- Bjúgu.....................715,- 595.- Súpa......................192,- 160.- Kartöflur.................466.- * 466.- Mjólk ....................309.- * 309.- Undanrenna................121.- * 121.- Tropicana.................415,- 345.- Brauð.....................173.- * 173,- Hrökkbrauð................192,- * 192,- Appelsinur................328,- * 328.- Kaffi 2 pk...............1.170.-* 1.170.- Smjör 1.120,- * 1.120,- Smjörliki 308,- 256,- Kaka 472,- ☆ 472,- Ostur 635.- * 635,- Hangikjöt, álegg 349,- 290,- Rjómi 550,- * 550,- Sykur 304,- 253.- Hveiti 444,- 370.- Þvottalögur 576,- 576,- Kornfleks 402,- 335.- 12.838,- 11.702,- Mismunurinn er þvf 1.136 krónur eða 8,85%. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.