Þjóðviljinn - 26.08.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. ágúst 1978
Laugardagur 26. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Aöstaöan viö vinnu skipa er viöa stórhættuleg starfsmönn-
um og standa islendingar þar nágrannaþjóðum langt aö
baki eins og á svo mörgum öörum sviðum skipaiönaöar.
0 Nefndin telur að sem fyrst
þurfi að vinna að endur-
skipulagningu og úrbótum
í aðstöðu sem ekki trufli
núverandi verkefnaskiptingu
í landinu
Tæknistig islensks skipaiðnaðar er lágt. Skipastæði eru i
flestum tilfellum hallandi/ hliðarfærslur óhagkvæmar,
vinnustaða mjög erfið og viðgerðir undir beru lofti háðar
veðri og vindum.
i M ílKl
Skipafloti í
Haustið 1977 skilaöí svo-
nefnd skipaiðnaðarnefnd
af sér bráðabirgðaniður-
stöðum til iðnaðarráðherra
um stöðu og ' æskilega
ákvörðunartöku í sam-
bandi við skipaiðnaðinn á
íslandi.
Nefnd þessi er skipuð Sveini
Björnssyni forstjóra Iöntækni-
stofnunar tslands, Þorleifi Jóns-
syni framkvæmdastjóra Lands-
sambands iðnaðarmanna, Guð-
jóni Tómassyni framkvæmda-
stjóra Sambands málm- og skipa-
smiðja, Aðalsteini Júliussyni
vita- og hafnamálastjóra og
Agústi Einarssyni fulltrúa hjá
Landssambandi islenskra út-
vegsmanna.
Þjóðviljinn hefur aflað sér
þessara bráðabirgðaniðurstaða
nefndarinnar og birtir hér út-
drátt úr þeim i tilefni af hinum
miklu skrifum er orðið hafa um
vandamál skipaiðnaðarins að
undanförnu. Þess má geta að
áformað er að Iðntæknistofnun
Islands vinni heildaráætlun fyrir
skipasmiðaiðnaðinn á grundvelli
þeirra niðurstaða sem nefndin
mun skila endanlega af sér.
Litgerð dafnar ekki án
skipaiðnaðar
1 upphafi nefndarálitsins segir
að útgerð sé forsenda byggðar á
tslandi og útgerð i eigin höndum
forsenda sjálfstæðis þjóðarinnar.
Útgerð geti hins vegar ekki dafn-
að án skipaiðnaðar en skipa-
iðnaður verður að hafa stöðug
verkefni og aðlögunarmöguleika
til að halda samkeppnishæfni.
t nefndarálitinu kemur fram að
á miðju ári 1977 hafi erlendar
skuldir vegna skipakaupa og við-
geröa numið um 22 miljörðum
króna, en brúttóvátryggingar-
verðmæti flotans hafi numið um
85 miljörðum króna um áramótin
1976/1977. Þá segir að á árinu 1976
hafi verið varið til nýsmiða og
viðgerða um 18 miljörðum króna,
en þar sé hlutdeild innlenda aðila
8-10 miljarðar.
Lágt tæknistig
I áiitin nefndarinnar kemur
fram að tæknistig skipaiðnaðar-
ins á Islandi sé lágt og er þá mið-
að við það sem gott er talið er-
lendis.
Skipastæði eru i flestum tilfell-
um hallandi, hliðarfærslur óhag-
kvæmar, vinnuaðstaða mjög erfið
og viðgerðir undir beru lofti, háð-
ar veðri og vindum. Vélsmiðjur
eru oft staðsettar langt frá við-
gerðarstað og viöa vantar að-
stöðu til viðgerða i höfnum.
Skipulagning og áætlanagerð all-
oft skammt á veg komin.
Til þess að veita flotanum full-
nægjandi þjónustu og til að stand-
ast samkeppni við erlenda aðila
verður tækniþróun aö eiga sér
stað, þannig að unnt sé aö beita
meiri hagræðingu en nú er. Þetta
felur m.a. i sér að skipastæði
þurfa að vera lárétt með slétt gólf
og yfirbyggð. Við hliðarfærslur
skipa sé beitt nýjustu tækni. Stað-
setning mannvirkja slik, aö flutn-
ingur á mannskap og efni verði
sem minnstur. Skipaiðnaðurinn
verður að geta uppfyllt þær gæða-
kröfur, sem samkeppnin um
verkefni og starfsfólk gera til
hans.
Mikill óstöðugleiki í skipa-
iðnaðinum
1 áliti skipaiðnaðarnefndar er
fjallað nokkuð um orsakir
óstöðugleika nýsmiðamarkaðar-
ins. Þar segir:
Alit skipa-
iðnaðarnefndar
Framtiöaruppbygging skipasmiðaiönaðarins er
því verulega háöaukningu i nýsmiöum innanlands,
og ræður sú aukning mestu um hve margar stöðvar
hagkvæmt verður aö byggja upp. Meö núverandi
markaöshlutdeild og skiptingu er talið svigrúm
fyrir uppbyggingu 2-3 stöðva með þeim gæðum sem
sóst er eftir, en ekki fleiri.
Raunhæft er að stefna að uppbyggingu í skipaiðn-
aðinum á næstu árum sem geri kleift að ná þvi
æskilega markmiði að 80% af viðgerðarmarkaðin-
um og 50% af nýsmíði verði framkvæmd innan-
lands.
Svo hljóðar hluti af niðurlagsorðum braðabirgða-
niðurstöðu skipaiðnaðarnefndar, en Þjóðviljinn
birfir í dag urdráft úr áliti nef ndarinnar sem f jallar
um stöðu skipasmíðaiðnaðarins og tillögur til úr-
bóta.
endumýjaður
Ákvarðanataka
ríkisstjóma
virðist hafa ráðist
mikið af
stjómarskiptum,
atvinnu-
uppbyggingu og
úreltum og
ósamkeppnis-
hæfum flota
Skipafloti islendinga hefur
ávallt verið endurnýjaöur i mikl-
um stökkum. Höfuöástæður til
þess virðast vera:
Sérstök ákvörðun rlkisstjórn-
ar um fjármagnsfyrir-
greiðslu
við Fiskiskipakaup.
Mikii ágóðavon.
Akvarðanataka rikisstjórna
virðist hafa ráðist mikið af eftir-
töldum atriðum:
Stjórnarskiptum.
Atvinnuuppbyggingu.
Úreltuin og ósamkeppnishæf-
um fiota.
Enntremur kemur til ágóðavon
útgerðarmanna i tengslum við
uppgrip s.s. sild og nú loðnu.
Ihngrip rikisstjórna eru þó mun
afdrifarikari og má nefna ártölin
1946, 1959 og 1971 sem dæmi um
þaö.
Að öðru óbreyttu má þvi búast
við, að innan fárra ára muni gef-
ast ástæða til sérstakra ráðstaf-
ana til að auðvelda fiskiskipa-
kaup, sem muni leiða til enn einn-
ar sveiflunnar, og það yrði gert á
sömu forsendum og áður.
Þessar sveiflur eru aftur á móti
engan veginn æskilegar, heldur
er stöðug og jöfn þróun markmið,
sem ber að stefna að. Skipa-
iðnaðurinn hefur goldið þessara
sveiflna bæði i beinu verkefnatapi
i nýsmiði og svo vegna takmark-
aðra möguleika á aðlögun i við-
gerðum.
Arið 1964 skilaði „Efnahags-
stofnun” áliti til iðnaðarmálaráð-
herra. Talsvert tillit virðist hafa,
verið tekið til þess, en engu að
siður hefur það útþynnst I fram>»
kvæmd. Margar hliðstæður er
unnt að finna i þvi áliti og þeim
niðurstöðum, sem þegar liggja
fyrir i starfi skipaiðnaðarnefnd-
ar, enda ekki svo langt um liðið og
starfið unnið við svipaðar aðstæð-
ur, þ.e. i lok endurnýjunarsveiflu.
En spyrja má hvernig seinustu
skipakaupum hefði verið háttað,
ef afkastageta og samkeppnis-
hæfni innlends skipaiðnaðar hefði
náð þeim markmiðum sem þá
voru sett.
Sú stefna, sem rikisstjórnin
markar i dag hefur afgerandi
áhrif á þróun iðnaðarins á kom-
andi árum. Virðist nú vera kjör-
inn timi til að búa skipaiðnaðin-
um æskileg starfsskilyrði til lang-
frama.
Hagkvæmni
Nefndin lét gera útreikninga á
hagkvæmni skipaiðnaðarstöðva.
Niðurstaða þessara útreikninga
er, að það sé hagkvæmt að fjár-
festa i alhliða skipaiðnaðarstöð i
háum tæknilegum gæðaflokki,
þ.e. með láréttum yfirbyggðum
skipastæöum, viðlegukant með
krana og góðum aðbúnaði starfs-
fólks, ef veruleg (50%) fram-
leiðniaukning starfsfólks á sér
stað og fyrirtækið fær að njóta
þess.
Einnig er hagkvæmt að fjár-
festa i verkstæði og viðlegukanti
með krana, ef jafnframt fæst
aukin framleiðni (25%).
Velta á starfsmann i skipa-
iðnaðarstöð er i dag að meðaltali
u.þ.b. kr. 5 miljónir. Velta á
starfsmann á vélaverkstæði er i
dag u.þ.b. kr. 6 miljónir. Með 50%
framleiðniaukningu á starfsmann
i skipaiðnaðarstöð og 25% á
starfsmann i vélaverkstæði feng-
ist kr. 7.5 milj. velta á starfsmann
i báðum tilfellum.
Ný skipaiðnaðarstöð með fimm
stæðum af minni gerð (minni
skuttogara) kostar i dag u.þ.b. kr.
2.200 milj. i fjárfestingu. Ný
skipaiðnaðarstöð með fimm stæö-
1
stökkum
um af stærri gerð (flest milli-
landaskip) kostar i fjárfestingu
meira en kr. 3.000 milj.
Tillögur
I lok nefndarálits skipaiðnaðar-
nefndarinnar eru tillögur um
uppbyggingu skipaiðnaðarins.
Þar segir m.a.:
Þar eð vald til stefnumótunar I
uppbyggingu skipaiðnaðarins og
fiskveiðiflotans er i höndum
þeirra rikisstjórna er sitja á
hverjum tima, er nauðsynlegt að
móta langtimastefnu i þessum
málum sem gerði fyrirtækjum i
iðnaðinum kleift að taka lang-
timaákvarðanir um uppbygg-
ingu.
Stefnumótunin verður að
byggjast á þeim valkostum sem
nú viröast vera til staðar:
1. Halda óbreyttri stefnu, sem
myndi væntanlega leiða af sér
ósamkeppnisfæran skipaiðnað
og gefa stjórnvöldum eftir
nokkur ár ástæður til nýrrar
flóðbylgju innfluttra skipa.
Þetta er sú reynsla, sem islend-
ingar hafa búið við.
2. Byggja upp samkeppnisfæran
skipaiðnað, sem myndi bæði
hafa það i för með sér, að næsta
bylgja yrði mun vægari og inn-
flutningur skipa yrði mun
minni.
7-8 ár og 10 miljarða f jár-
festing.
Það tekur verulegan tima og
fjármuni að rétta iðnaðinn úr þvi
ófremdarástandi sem hann er i.
Nefndin telur 7-8 ár og um 10 milj-
arða kr. fjárfestingar á núver-
andi verðlagi þurfi til að ná þeirri
samkeppnishæfni sem sóst er
eftir.
Ákvöröun um slika stefnumót-
un má ekki draga þvi annars fer
næsta nýsmiðabylgja lika fram-
hjá innlendum stöðvum og færi
fæstekki i fyrirsjáanlegri framtið
til að nýta þennan möguleika til
iðnþróunar.
Nefndin telur það ekki vera hlut-
verk sitt að deila út fjármagni, en
ef fjármagn fengist þá yrði að
skapa sterkt stýringartæki svo
nýting þess yrði sem mest.
Nauðsynlegt er að gera 1.000
milj. kr. tiltækar þegar á næsta
ári. Verið er að vinna að áætlana-
gerð á nokkrum stöðum og er ekki
vafi að eftirspurn verði fnun
meiri.
Hugsa mætti sér að þetta fjár-
magn fengist á eftirfarandi hátt:
1. Eigið fjármagn fyrirtækja 200
milj kr.
2. Viðbótarfjármagn úr fjárfest-
ingarlánasjóðum með sérstakri
fjármögnun 500 milj. kr.
3. Framlög rikis og bæja vegna
hafnarmannvirkja i samræmi
við hafnarlög 300 milj kr.
Forsendur ákvaröanatöku
Meginforsendur ákvarðana-
töku við veitingu fjármagns til
fyrirtækja i skipaiðnaði yrðu sem
hér segir:
1. Gera skal kröfu um að fram-
tiðarskipulag, fjárfestingar og
rekstraráætlanir séu fyrir
hendi.
2. Umsækjandi skal sýna fram á
arðsemi fjárfestinga
3. Gera skal lágmarksgæðakröfu
til aðstöðu
4. Gera skal kröfu um aðgerða-
áætlun til aukinnar framleiðni
5. Stefnt skal að samræmingu
áforma fyrirtækjanna svo þau
hafi rúm á innlendum markaði
og stefni ekki i óeðlilega sam-
keppni
6. Eigið fé til uppbyggingar sé
fyrir hendi.
Eins og tölur um markaðshlut-
deild gefa til kynna, eru tak-
markaðir möguleikar á aukningu
skipaviðgerða hér innanlands og
getur veruleg uppbygging aö-
stööu á einum stað haft áhrif til
samdráttará öðrum stöðum. Eini
möguleikinn til verulegrar aukn-
ingar markaðshlutdeildar i við-
gerðum án röskunar á núverandi
verkefnaskiptingu er ný við-
gerðastöð i Reykjavik fyrir milli-
landaskip.
Framtiöin byggist á ný-
smíðum innanlands
Framtiöaruppbygging skipa-
iðnaðarins er þvi verulega háð
aukningu i nýsmiðum innanlands,
og ræður sú aukning mestu um
hve margar stöðvar hagkvæmt
verður að byggja upp. Með nú-
verandi markaðshlutdeild og
skiptingu er talið svigrúm fyrir
uppbyggingu 2-3 stöðva með þeim
gæðum sem sóst er eftir, en ekki
fleiri.
Nefndin telur hins vegar að
raunhæft sé að stefna að upp-
byggingu i skipaiðnaðinum á
næstu árum, sem geri kleift að ná
þvi æskilega markmiði að 80% af
viðgerðarmarkaðinum og 50% af
nýsmiði verði framkvæmt innan-
lands. Sé að þvi stefnt gæti æski-
leg uppbygging orðið þessi:
Þjónustustöðvar með upp-
tökugetu og nýsmiði
2 stórar stöðvar meö u.þ.b.
2.000-2.200 milj. kr. I veitu og
280-300 manna starfsiið hvor
Framhald á 18. siöu