Þjóðviljinn - 26.08.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. áglist 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Útsala hefst
á mánudag
sumarkjólaefni
siðdegiskjólaefni
blússuefni
kápuefni
riflað flauel
prjónasilki
tvibreið fóðursilki
kr. 495.- pr. meter
kr. 695.- pr. meter
kr. 495.- pr. meter
kr. 1.495.- pr. meter
kr. 995.- pr. meter
kr. 995.- pr. meter
kr. 495.- pr. meter
og belti á
tvibreið fóðursilki kr. 495.- pr. meter
tiskuskartgripir, hálsklútar og belti á
hálfvirði.
Fyrsta dag útsölunnar er
20% afsláttur á öllum vörum
Miðbæjarmarkaðurinn
Aðalstræti 9.
m
SAMBAND ÍSLENZKRA
SVEITARFÉLAGA
Slml 10300 - Póslhólt 0190 - 10B R*yk|avlk
XI. Landsþing
Sambands íslenskra
sveitarfélaga
verður haldið að Hótel Sögu i Reykjavik
dagana 4.-6. september n.k.
Innritun þingfulltrúa verður kl. 9-10
mánudagsmorguninn 4. september, en
þingfundir hefjast kl. 10.
Auk þingstarfa samkvæmt lögum sam-
bandsins verða aðalumræðuefni þingsins:
verkaskipting rikis og sveitarfélaga og
staðgreiðslukerfi opinberra gjalda.
Sveitarfélög sem ekki hafa tilkynnt skrif-
stofu sambandsins kjör fulltrúa á þingið,
geri það hið allra fyrsta.
STJÓRNIN.
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar
vegna vanskila á söluskatti
Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik
og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960,
verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja
hér i umdæminu, sem enn skulda sölu-
skatt fyrir april, mai og júni 1978 og ný-
álagðan söluskatt frá fyrri tima stöðv-
aður, þar til þau hafa gert full skil á hinum
vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum
dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja
komast hjá stöðvun, verða að gera full skil
nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við
Tryggvagötu.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
24. ágúst 1978.
Sigurjón Sigurðsson, (sign.).
Hverjum er ver-
ið að þjóna?
Borgarapressan á sér nokkra
tyllidaga, sem hún frekar en aðra
daga helgar sérstaklega óhróðr-
inum um þær þjóðir sem búa við
hagkerfi sósialismans. Yfir þenn-
an óhróður er reynt að breiða
blæju lýðræðisástar og mann-
helgi, en allir nema þeir allra
auðtrúuðustu vita að hér er aö-
eins á feröinni blekkingartilraun
afturhaldsins, sem miðar að þvi
að reyna að hræða fólk frá þvi að
sjá og skilja að til eru betri þjóð-
félagsform en auövaldsþjóðfélag-
ið.
Allir eru þessir tyllidagar
afturhaldsins tengdir einhverjum
atburðum i rikjum alþýðunnar,
sem afturhaldið hefir gert sér
vonir um að gætu lamað innviði
þeirra, eða jafnvel þróast á þá
lund að verða þeim að falli.
Einn af þessum uppáhalds dög-
um afturhaldsins er 21. ágúst,
sem tengdur er atburðum sem
gerðust i Tékkóslóvakiu fyrir 10
árum siöan. Arlega siðan hefir
borgarapressan úthellt flóði af
krókódilstárum þennan dag,
vegna þeirrar hörmulegu með-
ferðar er hún telur aö lýðræðið
hafi oröið að þola. En mér er nú
nær aö halda að þessi tár, sem
borgarapressan l^hellir yfir
atburöunum i Tékkóslóvakiu, séu
gremjutár yfir þvi að þar tókst
ekki svo til, sem afturhaldið hafði
vonast eftir.
Það er sjálfsagt engin tilviljun,
heldur i beinu sambandi við það,
sem nú er að gerast hér hjá okk-
ur, að aldrei hefir slikt ofurkapp
verið lagt á rógsherferðina sem
nú, þvi öll blöðin verja löngu máli
til stuðnings þessu „göfuga” máli
nú i dag, sunnudaginn 2aág., þar
á meðal Þjóðviljinn, sem ver nær
þvi öllu lesmáli blaðsins á sömu
lund og hin blöðin.
Það er einmitt þessi afstaða
Þjóöviljans sem knýr mig til að
skrifa þessar linur, þvi ég á
Björn Bjarnason
ómögulegt með að fá þaö inn i
minn haus að það geti verið
alþýðu þessa lands til hagsbóta að
blað, sem telur sig vera málgagn
sósialisma og verkalýðshreyfing-
ar sé i harðri samkeppni við borg-
arablöðin um að ófrægja fram-
kvæmd sósialismans i rikjum
alþýðunnar.
Að minu viti er hér verið að
þjóna andstæöingum alþýðunnar
og engum öðrum.
Björn Bjarnason.
Jón Sigurdsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar
Ályktanir Þjóðviljans
Hr. ritstjóri,
Að gefnu tilefni I forsiðu-
klausum Þjóðviljans frá um-
Jón Sigurðsson
ræðum um efnahagsmál i
stjórnarmyndunarviöræðum Al-
þýðubandalags, Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks i gær 22.
ágúst, og i dag 23. ágúst, vildi ég
koma athugasemd á framfæri i
blaöinu.
A forsiðu Þjóðviljans i gær
segir, að við „endurútreikn-
inga, sem fram fóru á vegum
Þjóðhagsstofnunar að beiðni
Lúðviks Jósepssonar kom i ljós
aö útreikningar Alþýðubanda-
lagsins stóðust fyllilega”. Þjóö-
hagsstofnun hefur alls ekki
„endurútreiknaö” útreikninga
Alþýöubandalagsins. Allar
ályktanir um það, hvernig svör
Þjóöhagsstofnunar við fyrir-
spurnum viðræðunefndanna um
einstök atriöi komi heim viö út-
reikninga Alþýðubandalagsins,
eru þvi á ábyrgð Þjóðviljans.
Sama gildir vitaskuld um það,
sem segir á forsiðu Þjóðviljans i
dag, að Þjóðhagsstofnun „gefi
grænt ljós” og i svörum hennar
komi fram ,, að ekkert (sé) þvi
til fyrirstöðu að vinna áfram að
verkinu eftir þeim brautum sem
þegar hafa verið markaðar”.
Yfirlýsingar þessar eru Þjóð-
viljans og heimildarmanna
hans en ekki Þjóðhagsstofn-
unar.
Virðingarfyllst,
Þjóðhagsstofnun
Jón Sigurðsson
Aðstoð við
heyrnardaufa
Félagiö Heyrnarhjálp gengst fyrir
þjónustuferð um Vestfirði og Vesturland
Félagið Heyrnarhjálp gengst
fyrir ferö til aðstoðar heyrnar-
daufum um Vestfirði og Vestur-
land.
Læknir og starfsmenn félags-
ins verða til viðtals á eftirtöld-
um stöðum: Isafirði, Bolungar-
vik, Suðureyri, Flateyri, Þing-
eyri, Patreksfirði, Hólmavík,
Stykkishólmi, Grundarfirði og
Ölafsvik. Nánar auglýst á
hverjum stað.
Þjónusta þessi er hverjum til
reiðu, sem telur sig geta haft af
henni not, en foreldrar, sem
hafa grun um heyrnarskerðingu
hjá börnum sinum, eru sérstak-
lega hvattir til að láta athuga
heyrn þeirra.
Ennfremur er fólk, sem áður
hefur fengið heyrnartæki, en
ekki haft þeirra not sem skyldi,
hvatt til að leita sér frekari leið-
beininga.