Þjóðviljinn - 26.08.1978, Page 14

Þjóðviljinn - 26.08.1978, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. ágúst 1978 Jón Ingimarsson, formaður Iðju á Akureyri: OPIÐ VINARBRÉF til Davíðs Schevings Thorsteinssonar, formanns iðnrekendafélags íslands Heill og sæll. Með tilskrifi þessu er ég að leita upplýsinga eða svars við mörgum áleitnum spurningum sem koma fram i hug minn, þegar ég hugsa um stöðu iðnaðarins og afkomu iðnverkafólks, þegar fjölda upp- sagnir úr vinnu er staðreynd og engin sýnileg ráð framundan. Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri sendi frá sér ályktun 14. júli s.l. þar sem bent er á tak- mörkun á innflutningi erlendrar iðnaðarvöru sem lausn að hluta, aðlögun og fyrirgreiðsla hins opinbera til eflingar iðnaðar- framleiðslunni sem skapaði aukna og bætta framleiðslu. Ég hef það á tilfinningunni að félag islenskra iðnrekenda sé ekki hrif- iö af svona hugmyndum og vilji mun fremur felia gengið og fl. eða eins og þú hefur sagt, búa við rétta gengisskráningu. l>að er mikið rétt. En að fella stööugt gengið er engin lausn á vandan- um. Eignatilfærslur i landinu verða gifurlegar frá einum at- vinnuveginum til annars og er- lendar skuldir einstakra og rikis- ins stórhækka, dýrtiðin vex og verður þungbærari almenningi með hverjum mánuðinum sem liður. Skattaálögur hækka þvi alltaf þarf meira fé til allra hluta i vaxandi dýrtið. Mér hefur oft fundist þú i ræð- um þinum og viðtölum, bæði rétt- sýnn og framsýnn þegar þú ræðir um iðnaðinn og vandamál hans, stundum allhvass i orðum. Engin takmörkun í neinu formi Þegar alþingi samþykkti aðild sina af EFTA var iðnaðinum lof- að aðlögunartima og aðstoð til að geta endurbætt aðstöðu sina og framleiðsluhætti. Þetta segir þú að hafi verið svikið af núverandi rikisstjorn að mestu leyti og mun það rétt vera og er þvi ekki von á • góðu. Davið Scheving Thorsteinsson: „Hvernig yrði staða land- búnaðarins ef leyfður yrði ótak- inarkaður innflutningur á ' amerisku holdanautakjöti, ali- fuglum...” Þegar frammámenn iðnaðarins i Reykjavik, bæði þú og fleiri hafa komið fram i fjölmiðlum, hefur skoðun ykkar verið sú að aðhyll- ast ekki takmörkun á erlendum innflutningi i neinu formi heldur styðjast við frjáls viðskipti og frjálsa verslun, væri þó hugsandi að koma upp svokölluðu kvóta- kerfi eins og tiðkast um ýmislegt annað. Ég hef það fyrir satt að nokkurhluti iðnrekenda i Reykja- vik séu jafnframt innflytjendur á erlendum iðnaðarvörum og t.d. S.Í.S. hefur tilkynnt að það flytji inn um 30 þúsund stykki af galla- buxum og þykir mér það alveg stórfurðuleg ráðstöfun svo ekki sé meira sagt. //islenskur iönaöur sparar gjaldeyri" Heildsalakerfið i Reykjavik virðist kappkosta um að flytja sem mest inn i landið af iðn- varningi og er með þvi, tvimæla- laust að efla erlendan iðnað. A iðnkynningarári nú fyrir skemmstu var á hverri mynd, ræðu og riti dregnar upp fagrar linur um ágæti iðnaðarins á öllum sviðum og honum spáð heilla- drjúgri framtið á komandi árum. Menn hældust um yfir þvi að iðnaðurinn sparaði þjóðinni dýr- mætan erlendan gjaldeyrir og allt í þvf sambandi. Er það ekki i sjónmáli okkar beggja nú, hvern- ig þjóðin fer með þennan gjald- eyri i allskonar ónauðsynlega hluti, glingur og skran. Er það ekki að verða eins og hjáróma rödd að segja: Eflum islenskan iðnað, þegar þannig er vegið að honum úr öllum áttum. Ég hef þá trú og það hefur lengi verið min skoðun að takmarka ætti innflutning á erlendum iðnaðarvörum og flytja ekki meira inn til landsins en þjóðin Jón Ingimarsson: „Ég hef það á tilf inningunni að Félag Is- lenskra iðnrekenda sé ekkert hrifið af svona hugmyndum...” þarf að nota hverju sinni. Það er aftur á móti skoðun ykkar að það geri ekkert til. Svo já. Til að forð- ast ofveiði eru settar upp tak- markanir (veiðikvótar) t.d. á hvalveiðum, sildveiðum og rækjuveiðum. Allt I kringum landið eru boð og bönn um veiðar á tilteknum svæðum og telja það allir sjálfsagt. Enginn kann tveimur herrum að þjóna, segir máltækið og svo er hér. //Þeir sem þrástagast..." Nú langar mig að spyrja þig um nátengt atriði og hér hefur verið getið um. Hvernig yrði staða landbúnaðarins ef leyfður yrði ótakmarkaður innflutningur á amerisku holdanautakjöti, ali- fuglakjöti og eggjum og t.d. frá Danmörku, smjöri, svinakjöti og kjúklingum? Þeir sem þrástagast á frjálsri verslun og frjálsum inn- flutningi i tima og ótima myndu ekki slá hendinni móti þvi að kom ast i slik viðskipti, þótt þeir eyði- legðu stöðu landbúnaðarins um langa framtið og eyddu þeim gjaldeyri sem þeir hafa aldrei aflað. Þvi fer þó betur að islensk- ur landbúnaður hefur verið var- inn gegn slikum innflutningi og svo væri einnig hægt að gera gagnvart iðnaðarframleiðslunni ef vilji væri fyrir hendi og þjóðar- hagur sæti i fyrirrúmi. Ég viðurkenni að ég er ekki nægilega fróður um öll þessi mál og þá leyniþræði sem liggja að baki ýmsum furðulegum ráð- stöfunum og gerðum þeirra sem mestu ráða, en ég veit að þú ert um þessa hluti fróður og hefur i gegnum stöðuna og kerfið komist að ýmsu sem almenningi er ekki kunnugt um. Ýmislegt og reyndar margt fleira hefur þvælst um i huga minum, leitandi að orsökum, eðli þeirra og uppruna og af- leiðinga þeirra. Ég vænti þess að þú, Davið; takir með velvilja þessu bréfi og sendir mér linu ef þú telur ástæðu til. Ég kveð þig með mestu virkt- um og þakka fyrir góð kynni. Akureyri 16.ágúst 1978. Jón Ingimarsson, EFST Á BAUGI bridge Umsjón: Ólafur Lárusson Húsnædismál Eins og kunnugt er, hafa hús- næðismál okkar bridgemanna veriðmikill og stór höfuðverkur undanfarin ár, og er mál manna at brýn nauðsyn sé, að bæta úr þeim vankanti hið fyrsta. Sambandið hefur að vísu út- vegað sér skrifstofurými, sem er nándar nærri of litið og þröngt. En það er hitt, að út- vegun keppnisaðstöðu og æfingarhúsnæðis er forgangs- atriði fyrir aukna þróun bridgemála hér á höfuðborgar- svæðinu. Það nær engri átt öllu lengur, að 3 félög i Reykjavik, BR-TBK-BK, sem eru meðal stærstu félaga þjóðarinnar, borgisem svararkr. 300.000.00á mánuði fyrir húsaleigu i sama húsnæðihériborg, í eigulækna- félagsins. Ég spyr, er þetta hægt i fram- tiðinni? Nei, þessu verður að breyta og þaðsem fyrst. Bridgeáhuga- fólk þarf eigið húsnæði, þarsem hægt er að hlúa að og mæta þegar fólk vill, sér til skemmt- unar og uppiyftingar. Þarna verða opinberir aðilar að koma til móts við fólkið sjálft. Það verður að skoðast, að hópur bridgeáhugafólks á höf uðborgarsvæðinu skiptir hundruðum, ef ekki þúsundum, og þaðer hlálegt aðá 35áraferli keppnisbridge á Islandi, skuli ekki vera til önnur aðstaða til stjórnunar en litil herbergis- hola neðarlega á Laugaveg- inum. Þessu verður að breyta og skal verða breytt, en til þess verður að sameina kraftana i eina átt, að eignast eigið at- hvarf. Um keppnisstjórn Nú þegar félögin eru mörg hver farin að hugsa sér til hreyfingar, i reglulegu vetrar- starfi, er ekki fráleitt að leiða hugann að ölluþvi er viðkemur keppnisstjórn og keppnis- stjðrum almennt. Svo er háttað hér i okkar þrönga hóp bridgefólks að litið framboð er af mönnum til stjórnunar í bridge. Þó eru til menn innan um hópinn, sem hafa gert þetta og þó nokkrir sem eru eingöngu i stjórnun, en þeim fer fækkandi og að sjálf- sögðu eldast þeir og lúna. Helstu stjórnendur hér fyrir sunnan Esju eru Guðmundur Kr. Sigurðsson, Agnar Jörg- enson, Vilhjálmur Sigurðsson, Sigurjón Tryggvason, auk fáeinna sem hafa litillega stundað þetta. 1 vetur munu fleiri riða á vaðið, til að mynda undirritaður, Skafti Jónsson, og i sumar hefur Sverrir Armanns- sonséðum sumarspilamennsku Asanna. Fjölbreytni i keppnisvali félaga er um margt ábótavant og þarf þar miklu að breyta. Stórgalli hefur verið, hve mikið er gert af þvi að hafa sömu keppnirnar i gangi, hjá sitt hvorufélaginu á sama tima. Td. eru kannski 3-5 félög með sveitakeppni i gangi á sama tima o.s.frv. Og einnig er athyglisvert, hve fábreytni er mikil I vali á keppnum hjá hinum einstöku félögum. Það er hraðsveitakeppni hér, tvimenningur þar og barometer alisstaðar. Og svo er skotið inn einmenning eða Butler-keppni eða Patton-keppni. Og þá er upptalið I fjölbreytileik móta hjá félögum á tslandi. Það vantar mikið i okkar bridge idag, og þá sérstaklega i mótabridge, frekar en i félags- bridge. Yfirstjórn i mótabridge hafa verið settar frekar þröngar skorður undanfarin ár og er þar engu einu um að kenna. Margt kemur til, t.d áhugaleysi, tima- leysi og húsnæðisleysi, auk lélegrar stjórnunp.r. Það vantar t.d. skipulagöar félagakeppnir, deildamót eða á einhvern hátt að auka réttindi félaganna I islenskum bridge. Það á að hætta að líta á félögin sem ein- göngu æfingastaö fyrir tvö eða þrjú mót á ári sem gefa eitt- hvert gildi (landsmót eða R.vikurmót eða bikarmót). Það á að skipuleggja aögengileg mót, sem spiluð eru á spila- kvöldum félaganna en ekki um helgar eða hátiðir eingöngu, þar sem húsmæður (stór hluti af bridgefólki) eru önnum kafnar I fjölskyldumálum. Til þess að þetta megi takast, þarfað vera til staðar samstarf milli stjórnar BSI og félaganna sem geta þá sniðið sinn stakk eftir þörfum BSt. Ég hef frétt, aðstjórn BSthafi einmitt i bigerð slika skrá eða yfirlit, þar sem svæða- samböndin geta kynnt sér nákvæma tlmasetningu allra móta, sem verða haldin á vegum BSl næsta keppnistima- bil. Er það gott. Frá Ásunum tJrslit i sumarspilamennsku Asanna sl. mánudag. Keppt var i 1x16 para riðli, en auk þess spiluðu nokkur pör sveitakeppni (þám. ul-landsliðið) Efstu pör: 1. Oddur Hjaltason — Þorlákur Jónsson 265 st. 2. Helgi Ólafsson — JónasP.Erlingsson 252 st. 3. Guðmundur Pétursson — EstherJakobsdóttir 230 st. 4. Guðrún Bergs — Sigrún ólafsdóttir 228 st. 5. Gisli Steingrimsson — Sigfús A rnason 221 st. 6/7. Sigurður Sigurjónsson — TraustiFinnbogason 209 st. 6.-7. Georg Sverrisson — ValgarðBlöndal 209 st. meðalskor er 210 stig. 1 stigakeppni Asanna hefur þvi Þorlákur Jónsson tekið forystuna. Röð efstu manna er þessi: 1. Þorlákur Jónsson 10,5 st. 2. Sævar Þorbjörnss. 8 st. 3-5. Esther Jakobsd. 6st. 3-5. Guðmundur Péturss. 6 st. 3-5. Oddur Hjaltason 6st. 6-8. GuðmundurP.ArnarsonSst. 6-8. Óli Már Guðmundss. 5st. 6-8. Þórarinn Sigþórsson 5 st. Keppni verður framhaldið næsta mánudag. t fjarveru Sverrir Armannssonar, mun Ólafur Lárusson annast keppnisstjórn. Frá bridgefélagi Sudurnesja Logi Þormóðsson hafði sam- bandvið þáttinn og vildi koma á framfæri leiðréttingu, i sam- bandi við bikarleik milli sveita Jóhannesar Sigurðssonar Keflavik og Pálma Lórens Vest- mannaeyjum. Hið rétta er, að sveit Jóhannesar sigraði með 74-72. Þetta leiðréttist hérmeð. Einnig sagði Logi fréttir af starfsemi félagsins, sem fer að hefjast I september. Félagið á 30áraafmælium þessar mundir og mun i bigerð að halda veglegt boðsmót i þvi tilefni. Keppnispörum af höfuð- borgarsvæðinu verður boðið til mótsinsog er það von félagsins að vel verði tekið þeirri hug- mynd hér á höfuðborgar- svæðinu, sem er ekkert nema sjálfsagður hlutur. Til stjórn- unar mótsins verður fenginn vanur mannskapur, og keppt verður um vegleg eignar- verðlaun. Nánar verður fjallað um mótið síðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.