Þjóðviljinn - 26.08.1978, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 26. ágúst 1978
Blaðberar
óskast
Austurborg:
Bólstaðahlið (1. september)
Skaftahlið (1. september)
Vesturborg:
Háskólahverfi (1. september)
Melhagi (1. september)
Miðsvæðis:
Grettisgata (nú þegar)
Óðinsgata (1. september>
Laufásvegur (1. september)
Neðri Hverfisgata (nú þegar)
Neðri-Laugavegur (nú þegar)
Seltjamames:
Lambastaðahverfi, Seltj. (1. sept.)
Lindarbraut Seltj. (1. sept.)
Kópavogur:
Langabrekka (1. september)
Skjólbraut (1. september)
Vighólastigur (1. sept.)
afleysingar
Múlahverfi
DJOOVIUINN
Siðumúla 6. Simi 8 13 33
Keflavík
Blaðberar
óskast nú þegar.
Upplýsingar i sima 1373.
UOBVIUINM
Afgreiðslustarf
Okkur vantar mann til starfa á afgreiðslu
blaðsins nú þegar.
Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra.
DJOÐVIUINN
Skagaströnd
Umboðsmaður óskast til að annast dreif-
ingu og innheimtu fyrir Þjóðviljann á
Skagaströnd frá 1. sept. n.k.
Upplýsingar hjá' núverandi umboðs-
manni, Ingvari Sigtryggssyni, Bogabraut
16, simi 4647, eða hjá Þjóðviljanum,
skrifst. i Reykjavik, simi 91-81333.
JtJOJMUINN
Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi hringdi:
Ymislegt úr Eyium
Vestmannaeyjar. Þar ',,'láta menn engan bilbug á sér finna”.
Magnús Jóhannsson frá Hafn-
arnesi, — nú búsettur i
Vestmannaeyjum, — hringdi i
Landpóst og fórust orð á þessa
leið:
Þrátt fyrir meiri háttar at-
vinnuleysi, sem alltaf er böl-
valdur hvar sem þess verður
vart, — i Vestmannaeyjum eru
um þessar mundir 144 á at-
vinnuleysisskrá, — láta menn
engan bilbug á sér finna. Sjó-
menn dytta að bátum sinum,
verkamenn og húsmæður taka
upp kartöflur, fara til fýla og ná
sér i lunda i pottinn. Loðnuflot-
inn er norður i höfum og ein-
staka bátur aflar i sig með út-
siglingu i huga.
Nú er lokið við að leggja vara-
rafstreng frá Eyjum til lands,
rúma 13 km. Mikið öryggi verð-
ur að þessum nýja streng, þvi
komið hefur fyrir, að sá gamli
hafi verið slitinn upp af skipum
og er skemmst aö minnast er
varðskip kubbaði hann i sundur
hér i innsiglingunni i vetur og
varð af mikið tjón. Þakka meg-
um við Garðari Sigurðssyni, al-
þingismanni, þótt fleiri kunni að
vilja eigna sér hlutdeild, eins og
með nýja flugturninn.
Verið er að dytta að kirkju-
turninum en hann var farinn að
láta á sjá, enda ekki fyrir loft-
hrædda menn að klifa hann.
Bærinn heldur áfram starf-
semi sinni og eru aðalverkefnin
hitaveitan og Bárugatan, sem á
að verða göngugata, malbikuð
til beggja endg en hellulögð i
miðju.
Byggingaframkvæmdir eru
viða um bæinn og eru bráða-
birgðahúsin I hrauninu sem óð-
ast að hverfa.
Mikill áhugi er hjá flestum á
vinstri stjórnarviðræðunum og
vona flestir, að Lúðvik Jóseps-
son verði forsætisráðherra. Þó
dró bliku á loft i gærkvöldi,
(Magnús hringdi á fimmtudag),
— út af stöðu Alþýðuflokks-
manna — og þetta kalla menn
lýðræði. Nei, það er vitað mál,
að búið er að selja landið
Atlantshafsbandalaginu. Það
eru verk Alþýðu- og Sjálfstæðis-
flokksins, sem svo hrópa: Lýð-
ræði! lýðræði! lýðræði! Nær
væri þessum fyrrverandi verka-
lýðsflokki að loka túlanum, sem
fyrst.
mj/mhg
Kúabúin gáfu hæstu
fjölskyldutekjur 1977
Uppgjör búreikninga fyrir
árið 1977 lauk i júli. Samtals
færðu 230 bændur búreikning en
i aðalvinnslu var sleppt 66
búum, þar sem þau voru á
ýmsan hátt afbrigðileg, þá sér-
Litli og
stóri
Kona ein hér i borginni
hringdi i Landpóst og lét i ljósi
furðu sina og fyrirlitningu á
þeirri afstöðu Benedikts
Gröndals og annarra Alþýðu-
flokksmanna sama sinnis að
gera tilraun til þess að sprengja
viðræðurnar um vinstri stjóm á
þvi að Lúðvik Jósepsson yrði
forsætisráðherra fremur en
Benedikt sjálfur eða einhver
slikur. Skyldi Benedikt ekki
vera að þóknast þar einhverjum
öðrum en Islendingum?
Lúðvik Jósepsson hefur leitt
þessar stjórnarmyndunarvið-
ræður með þeirri festu og skör-
ungsskap, sem honum er lagin
en þó jafnframt sýnt þá lipurð
og tilhiiðrunarsemi, sem oftast
er óhjákvæmileg, þegar bræða
þarf saman ólik sjónarmið.
Lúðvik ber um flest af
islenskum stjórnmálamönnum
nú um stundir og enginn ætti
fremur að verða forsætisráð-
herra en hann, ef mynduð
verður vinstri stjórn, enda'yrði
það honum öðrum fremur að
þakka.
Hér skiptir i tvö horn um
þessa menn. Lúðvik stækkar af
framkomu sinni en Benedikt
smækkar, — og haföi þó af
minna að má.
Svo mælti frúin og var hvergi
myrk i máli. —mhg
staklega með verulegar tekjur
af öðru en landbúnaði.
Þau 164 bú, sem tekin voru
með, var skipt i 3 flokka. Kúabú
voru 71, sauðfjárbú 51 og
blönduð bú 42. Meðalstærð
búreikningabúanna 1977 var 580
ærgildi en það jafngildir 29
mjólkurkúm eða 580 kindum.
Kúabúin voru stærst meö 786
ærgildi, blöndu)iu búin voru með
517 ærgildi og sauðfjárbúin 402
ærgildi. Meðalfjölskyldulaun af
landbúnaði og vextir af eigin fé
reyndust vera 2.5 milj. kr. þegar
eignir hafa verið fyrntar um 599
þús. kr. Miðað við niðurstöður
búreikninga fyrir árið 1976 er
þetta 65% hækkun.
Kúabúin voru með hæstu fjöl-
skyldutekjur eða 2,8 milj. kr.,
sauðfjárbúin höfðu 2,23 milj. kr.
og blönduðu búin 2,32 milj. kr.
Fjölskyldutekjur hækkuðu mest
á kúabúunum, þar næst á blönd-
uðu búunum en minnst á
sauðfjárbúunum. A undan-
förnum árum hafa orðið sveiflur
á tekjum eftir bútegundum.
Arið 1969 og til og með árinu
1973 skipa kúabúin efsta sætið
en árið 1974 og 1975 voru sauð-
fjárbúin hæst. Árið 1976 voru
fjölskyldutekjur svipaðar i
Öllum flokkum en árið 1977
skipa sauðfárbúin neðsta sætið.
Ein aðal ástæðan fyrir þessum
breytingum eru sveiflur á
afurðamagni eftir árskú og
kind, frá ári til árs. Meðalnyt
hefur hækkað siðustu tvö ár en
afurðir eftir vetrarfóðraða kind
hafa minnkað. Verðá kjarnfóöri
var einnig mjög hagstætt 1977,
miðað við mjólkurverðið, en það
er einn stærsti kostnaðarliður á
kúabúum. Framleiðslu-
kostnaður var að meðaltali 4,59
milj. kr. en framleiðslutekur
reyndust vera 7.09 milj. kr.
Stærsti liðurinn var kjarnfóður
eða 1,15 milj. kr., áburður var
keyptur fyrir 778 þús. kr.,
kostnaður við vélar reyndist
vera 600 þús. kr., aðkeypt þjón-
usta 504 þús. kr., vextir, trygg-
ing o.fl. var 604 þús. kr.
Fjárfesting var að meðaltali
2,17 milj. kr. á býli. Mestu fjár-
magni var varið til bygginga
eða 1.17 milj. kr., vélar voru
keyptar fyrir 758 þús. kr. Þó
nokkur skuldaaukning varð á
árinu en i árslok námu þær að
meðaltali 3.19 milj. kr. eða
tæpum 700 þús. kr. meira en i
upphafi ársins. Vinnustundir
fjölskyldunnar voru 4.153, fjöl-
skyldutekjur á vinnustund voru
kr. 602.
Arið 1976 var veltan á
búreikningabúunum 5.01 milj.
kr., en á sl. ári 7.09 milj. kr. og
nemur sú hækkun 41% og munar
Íar mestu hvað kjarnfóður
ækkaði litið. Bændur áttu þvi
hlutfallslega meira eftir af
framleiðslutekjunum en árið
1976, til greiðslu fyrir eigin
vinnu og vinnu fjölskyldunnar.
(Heim.: Uppl.þjón. landb.)
—mhg
Umsjón: Magnús H. Gíslason