Þjóðviljinn - 01.09.1978, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN
Föstudagur 1. september 1978 —188. tbl. 43. árg.
Hinir þrir nýju ráöherrar Aiþýöubandalagsins voru á fundi I Þórshamri þegar Þjóóviljamenn trufluöu
þá. Frá vinstri: Svavar Gestsson, viöskiptaráðherra, Hjörleifur Guttormsson, iönaöar- og orkumála-
ráöherra og Ragnar Arnalds, mennta-og samgöngumálaráöherra. (Ljósm. Dana)
OLAFUR JOHANNESSON,
f orsætisráðherra:
Meiri hluti
þjóðarinnar
vildi þetta
— Ég er auðvitað mjög ánægö-
ur yfir þvi, að þessi tilraun skyldi
takast, sagöi ólafur Jóhannesson
isamtali við Þjóðviljann i hádeg-
inu i gær. Ólafur færir sig nú um
set innan stjórnarherbúöanna, úr
dómsmálaráöuneytinu i forsætis-
ráðuneytið.
— Stjórnarmyndunarmálin
voru komin i slika sjálfheldu, aö
það hefði verið til mikillar van-
virðu fyrir alþingi, ef ekki hefði
tekist að mynda stjórn núna.
1 annan stað er sá vandi sem við
er að etja svo aðkallandi, að
stjórnarmyndunmátti ekki drag-
ast lengur.
Framhald á 18. siðu
ólafur Jóhannesson: Hefði veriö
alþingi til vanviröu ef ekki heföi
tekist að mynda stjórn...
VINSTRI STJORN
TEKUR VIÐ í DAG
I gærmorgun tilkynnti
ólafur Jóhannesson# for-
maður Framsóknarflokks-
ins/ forseta islands/ að
sér hefði tekist að
mynda meirihlutastjórn
með Alþýðubandalaginu og
Alþýðuflokknum. Þar með
var á enda liðlega tveggja
mánaða stjórnarkreppa
hér á landi, þar sem allir
stjórnmálaf lokkar hafa
komið við sögu sem hand-
hafar umboðs til stjórnar-
myndunar.
1 siðu 8 i blaðinu i dag er
Samstarfsyfirlýsing stjórnar-
flokkanna birt i heild, en þunga-
miðja hennar er, að samningar
verkalýðshreyfingarinnar skulu
ganga i gildi á ný, eftir sjö
mánaða baráttu hreyfingarinnar,
niðurgreiðslur verða auknar á
landbúnaðarafurðum og sölu-
skattur felldur niður af mat-
vörum.
Til þess að afla fjár til þeirrar
miklu fjármagnstilfærslu, sem i
þessum aðgerðum felst, verða
skattar á fyrirtæki og stóreignir
auknir.
Trygging kaupmáttar
er höfuðverkefnið,
segir Ragnar Arnalds, ráðherra
mennta- og samgöngumála
Stjórnarsáttmálinn ber þess
merki, aö hann var settur sam-
an á skömmum tfma. Þar vant-
ar ákvæði um fjölmörg mál,
sem þar heföu þurft að vera,
sagði Ragnar Arnalds, sem nú
tekur viö embætti menntamála-
ráðherra og samgönguráöherra
nýrrar vinstri stjórnar, þegar
Þjóðviljinn ræddi viö hann I
gærmorgun. Ragnar hefur ekki
setið í ráðherrastóli fyrr, en
áralöng þingseta gerir þaö að
verkum, aö honum éru hnútar
þessara málaflokka og annarra
löngu kunnir. Enda var ekki
annaö að heyra á honum, en
hann hlakkaöi til að takast á viö
verkefnin, fremur en að hann
kviöi þvl á nokkurn hátt.
— Þessi mál sem þarna vant-
ar eru mörg þess eðlis að um
Ragnar Arnalds: Stjórnar-
myndunin tengist fyrst og
fremst óvenjulegri aöstööu I
efnahags- og atvinnumálum...
(Ljósm.: Dana)
þau hefði hugsanlega náðst
samkomulag ef timi hefði unnist
til, en um það var ekki að ræða.
Stjórnarmyndunin nú tengist
' fyrst og fremst þeirri óvenju-
legu aðstöðu i efnahags- og at-
vinnumálum, sem hér blasir
við.
Annars vegar er um að ræða
það viðfangsefni, að tryggja
kaupmátt launa með afnámi
kaupránslaganna og hins vegar
að koma i veg fyrir yfirvofandi
atvinnuleysi um allt land.
Við vorum i kapphlaupi við
timann og með hliðsjón af þessu
hafa stjórnarflokkarnir orðið
sammála um að það yrðu loka-
orðin i samstarfsyfirlýsingunni,
að málefnagrundvöllur vegna
þessarar stjórnarsamvinnu yrði
tekinn til endupskoðunar á
næsta ári. — hm
Alþýðu-
bandalagið
fór i
rikisstjórn
vegna tveggja
stórverkefna
síöu 3
Skipting ráðherraembætta i
hinni nýju rikisstjórn er þannig,
að hver flökkur fær i sinn hlut
þrjá ráðherra og fjögur ráðu-
neyti, þannig:
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra.
Steingrimur Hermannsson,
dóms- og kirkjumálaráðherra og
landbúnaðarráðherra.
Tómas Arnason, fjármálaráð-
herra.
Ragnar Arnalds, mennta- og
samgönguráðherra.
Svavar Gestsson, viðskiptaráð-
herra.
Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðar- og orkumálaráðherra.
Benedikt Gröndal, utanrikis-
ráðherra.
Kjartan Jóhannsson, sjávarút-
vegsráðherra.
Magnús H. Magnússon, heil-
brigðis-, trygginga- og félags-
málaráðherra.
Þessi nýja vinstri stjórn, sem
lita verður á sem beint afsprengi
þeirrar kröfu verkalýðshreyfing-
arinnar að hér á landi tæki við
vinstri stjórn, tekur formlega við
störfum á rikisráðsfundi klukkan
15 i dag. —hm.
TVOFALT LANDHELGISAFMÆLI í DAG:
12 mílur 20 ára
50 mílur 6 ára
t dag eru liöin 20 ár siöan fisk-
veiöilögsaga tslands var færö út I
12 milur og 6 ár slöan hún var
færö út I 50 mllur. 1 bæöi skiptin
sem þcssir merku áfangar I þjóö-
freisis- og atvinnumálum
tslendinga náöust, var vinstri
stjórn viö völd og Lúövik Jóseps-
son sjávarútvegsráöherra beggja
stjórna. öflug NATÓ-riki og
bandamenn þeirra uröu aö láta
undan siga fyrir einhug tslend-
inga sem vlsuöu forsjá NATÓ á
bug.
Baráttan fyrir stækkun land-
helginnar hefur verið eitt stærsta
málið I Islenskum stjórnmálum
siðast liöin 30 ár. Sósialistar hafa
verið þar i fylkingarbrjósti, enda
um að ræða lifshagsmunamál
vinnandi stétta i landinu. Hins
vegar hafa islenskir NATÓ-vinir
staðið uppi sem erindrekar
erlendra afla en skirrðust ekki
við aö vinna gegn íslenskum
málstað. Þetta hefur orðið
ljóst i endurteknum þorskastriö-
um við Breta, eina af bandalags-
þjóðunum I NATÓ.
I baráttunni fyrir óskoruðum
rétti Islendinga til auðlinda iand-
grunnsins og sjávarins yfir þvi,
eru tveir áfangar lang-stærstir.
Það eru einmitt þeir áfangar sem
ástæða er til að minnast sérstak--
lega i dag, 1. september, útfærsl-
Lúövik Jósepsson. Sem sjávarút-
vegsráöherra undirskrifaöi hann
reglugerö um útfærsiu fiskveiöi-
lögsögunnar I 12 milur 1958 og
reglugerö um útfærslu i 50 milur
1972. — Ljm.: Leifur.
an i 12 mílur 1958 og 50-milna út-
færslan 1972. Aögerðir íslendinga
hafa orðiö öðrum þjóðum for-
dæmi og haft afdrifarik áhrif til
stefnumótunar á alþjóðavett-
vangi.
Þessir tveir
stœrstu áfangar
landhelgis-
baráttunnar eru
báðir tengdir
nafni Láðvíks
Jósepssonar
Allar reglugerðir um útfærslu
landhelginnar undanfarin 30 ár
hafa byggst á lögum um visinda-
lega verndun fiskimiða land-
grunnsins frá 1948. Hins vegar
hefðu þau lög orðið pappirsgagn
eitt ef ekki hefði komið til sú
stefnufasta forysta um fram-
Frh. á baksiðu