Þjóðviljinn - 01.09.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 01.09.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 1. september 1978 Félagið Ísland-DDR Gesellschaft Island-DDR Dr. Bruno Kress, prófessor við Ernst- Moritz-Arndt-Universitát i Greifswald, heldur fyrirlestur og spjallar við áheyr- endur um efnið „íslensk tunga i Þýska alþýðulýðveldinu” i Auditorium, Hótel Loftleiðum, föstudag- inn 1. sept. 1978, kl. 20.30. Prófessor Bruno Kress er vel kunnur fyrir þýðingar sinar á verkum Halldórs Laxness og visindastörf i norrænum fræðum. Allir áhugamenn velkomnir. Stjórnin Frá Menntaskólanum 1 Reykjavík Skólinn verður settur mánudaginn 4. september kl. 2. Nemendur safnist saman við skólahúsið laust fyrir kl. 2. Rektor UTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboði i jarðvinnu (gröft og fyllingu) við aðveitu- stöð við Varmahlið i Skagafjarðarsýslu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik. Tilboðum skal skilað til tæknideildar Raf- magnsveitna rikisins á sama stað fyrir kl. 14.00 mánudaginn 11. september 1978. Þurrkaður harðviður Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir parket. Sendum i póstkröfu um allt land. HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK Sfmi: 22184 (3 Ifnur) Blikkiöjan Asgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — enntremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 C Simi Þjóðviljans er 81333 íslensk listakona vinnur lista- verk fyrir erlendan adila Sigrún Jónsdóttir vift listaverk sitt, sem Skandinaviska Knskilda Rank en hefur pantaö. — opnar auk þess sýningu í Stokkhólmi á sama tima Að undanförnu hefur Sigrún Jónsdóttir listakona unnið að undirbúningi sýningar, sem hún er að fara að setja upp i Stokk- hólmi i september. Er sýningin á vegum Námsflokka sænsku kirkj- unnar, og verður hún i Hel- ands-galleriet i Stokkhólmi, sem er eitt virtasta galleriið þar i borg. Auk þess hefur Sigrún verið að leggja siðustu hönd á góbelin-vefmynd i sumar, en þá vefmynd pantaði stærsti banki Sviþjóðar, Skandinaviska Ensk- ilda Banken fyrir nokkru hjá henni. Völdu fulltrúar bankans myndina úr hópi skissmynda sem Sigrún hafði gert i Skaftafelli I öræfum, en hún er einmitt ættuð þaðan úr sveitinni. Stærð myndarinnar tak- markast við þau vinnubrögð, sem Sigrún viðhafði við gerð hennar, en hún er ofin á nokkurs konar steinaldarvefstól i Vik i Mýrdal. Þetta gerði Sigrún til að geta verið i sem nánustum og stöðugustum tengslum við náttúruna i Skaftafelli. Ennfremur má geta þess, að Sigrún fer ótroðnar slóðir við gerð myndarinnar, og nýtir meöal annars óunna ull, til að ná fram sérstökum blæbrigðum hreyfingar i myndinni. Auk þess hefur hún tekið hluta af náttúr- unni sjálfri, það er steina, og ofið inn i myndina. Sigrún gat þess ennfremur i viðtali við blaðamann Þjóðvilj- ans, að hún hefði unnið úr hug- myndinni að verkinu i tólf myndum, sem hún hefði gert á hör eða unnið i batik. Sigrún heldur utan innan skamms til að vera viðstödd opnun sýningar sinnar i Stokk- hólmi, en hún hefur áður haldið sýningar í Sviþjóð. —jsj. Starfsemi leikfélaga út um land að hefjast — rætt viö Helgu Hjörvar, framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra Leikfélaga um vetrarstarfið ,,Það er nú ekki enn farið að hefja æfingar hjá leikfélögunum út um landið, en vetrarstarfið hjá okkur hófst á viku- námskeiði í raddbeitingu og taltækni, þar sem þau Hilde Helgason frá Leik- listarskóla islands og Orest Koslowsky frá leik- listarskólanum i Malmö í Sviþjóð kenndu.'Nám- skeiðið var vel sótt, og mætti þar fólk alls staðar af á landinu". Þannig fórust Helgu Hjörvar. framkvæmdastjóra Bandalags islenskra leikfélaga, þegar blaðið hafði samband við hana og forvitnaöist um, hvernig vetrarstarfi leikfélaganna yrði háttað i vetur. ,,Þó nokkur leikfélög eru vel á veg komin með að velja sér leik- rit til flutnings, og eitt leikfélag, Leikfélag Keflavikur, hefur þegar haldið námskeið i leik- rænni tjáningu, sem svo er nefnd, og var Þórunn Sigurðar- dóttir leiðbeinandi á þvi nám- skeiði. Yfirleitt hefjast æfingar i september hjá þeim leikfélög- um sem snemma eru á ferðinni, en starfið dreifist siðan nokkuð jafntá allan veturinn. þannig að yfirleitt er alltaf einhver leik- sýning i gangi einhvers staðar Helga Hjörvar: Fjárhagurinn er bágborinn, en einhvern veg- inn er þó reynt aö ná endum saman. yfir vetrartimann. Mörg leikfé- lög eru lika farin að setja upp fleiri en eitt verk á ári, þannig að starfsemin hefur aukist gif- urlega núna seinustu árin. Starf skrifstofunnar hérna i Reykjavik er meðal annars að vera til aðstoðar við val leikrita, við eigum einnig að aðstoða við val á leikstjórum. og það hefur færstmjög i vöxt, að leikarar og leikstjórar hafa sótt i starf úti um land. Hins vegar helst okkur ekki mjög vel á leikstjórum, þar sem við getum ekki boðið neina tryggingu fyrir lágmarksstarfi og þar með lágmarkslaunum. Það hefur lika færst i vöxt, að nýir leikstjórar hafa skráð sig, og eru nú yfirleitt 5-6 nýir leik- stjórar á skrá á haustin. 1 fyrra voru 55 frumsýningar á vegum leikfélaganna. óg með- altalið á sýningafjölda var um 10. Sýningargestafjöldi er þetta um 1.000 manns á hvert ieikrit sem sýnt er, þannig að alls hafa um 55.000 sýningargestir komið á sýningar leikfélaganna. Og þess ber að gæta, að oft er um að ræða eina leikhúsið sem fólk hefur tök á að sækja. Sá styrkur. sem okkur er veittur af rikinu til að halda þessari starfsemi uppi, var upp- haflega miðaður við, að hægt væri að greiða með honum laun leikstjóra. Núna er hins vegar ráð fyrir þvi gert af fjárveit- ingavaldinu, að styrkur þessi nemi um 2-300.000 króna, meðan leikstjóralaunin eru 400.000 krónur. Þarna myndast þvi ó- hjákvæmilega nokkuð bil, sem verður að brúa á einhvern hátt”. —jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.