Þjóðviljinn - 01.09.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1978, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. september 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: {Jtgáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: EiBur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gests§on Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meB sunnudagsblaBi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiBsla auglýs- ingar: SiBumúla 6, Simi 81333 Prentun: BlaBaprent hf. Áfangasigur í kjarabaráttunni ( dag gerist það í f jórða sinn í sögu íslenska lýðveldis- ins að sósíalistar taka þátt í ríkisstjórn. (slenskir sósíal- istar hafa aldrei skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að stjórna þessu þjóðfélagi og beina því inn á þær brautir er bæta kjör og lífsafkomu alþýðu. I öll þessi f jögur skipti hef ur ýmist verið yf irvofandi víðfeðmt at- vinnuleysi ellegar langvarandi atvinnuleysistími verið og stjórnarþátttaka sósíalista leitt til þeirrar atvinnu- uppbyggingar er bægði vofu atvinnuleysis frá dyrum verkafólks. I dag blasti við að átta þúsund launamenn í fiskiðnaði yrðu atvinnulausir. Myndun vinstri stjórnar- innar og efnahagsráðstafanir hennar munu koma í veg fyrir atvinnuleysið sem af lokun frystihúsanna hefði leitt. í dag vinnst sigur í þeirri sjö mánaða kjarabaráttu sem háð hefur verið frá þvf fráfarandi ríkisstjórn setti kaupránslögin illræmdu í febrúar. Samstarfsyfirlýsing stjórnarflokkanna felur í sér að kaupránslögin frá því í febrúar og mai verða þegar í stað numin úr gildi með bráðabirgðalögum. Samfelld mótmæli launafólks er birtust í verkföllum, útflutningsbanni, fundasamþykkt- um og ákærunum um að gera kosningarnar að kjarabar- áttu hafa nú leitttil þess að þessi ólög verða væntanlega í dag numin úr gildi. Þessi áfangasigur vannst fyrir at- fylgi Alþýðubandalagsins. I dag vinnst ekki aðeins sá áf angasigur að brjóta kaup- ránslögin á bak aftur. Samstarfsyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar felur í sér að kjörorð kosningabaráttunn- ar: „Samningana í gildi" nær fram að ganga. Laun verða greidd samkvæmt þeim kjarasamningum sem síð- ast voru gerðir, þó þannig að verðbætur á hærri laun verði sama krónutala og á laun, sem eru 233 þúsund kr. á mánuði miðað við dagvinnu. Þannig hefur tekist að ná fram baráttumálunum sem sett voru á oddinn í kosn- ingabaráttunni. Það er I jóst að ríkisstjórn sú er í dag sest við stjórnvöl- inn er mynduð til að glíma við af mörkuð verkefni eink- um íefnahags-og kjaramálum. Stjórnarflokkarnir hafa komiðsér saman um breytta stefnu í ef nahagsmálum er miðar að því að koma efnahagslíf i þjóðarinnar á traust- an grundvöll. Það er gert ráð fyrir að beita nýjum að- ferðum í glimunni við verðbólguna. En það sem hæst ber er að þessi ríkisstjórn hefur sett sér að hafa náið sam- starf við samtök launafólks og ná samkomulagi við þá aðila um lausn þess hnúts sem verið hefur í kjaramálum. Þannig viðurkennir þessi stjórn aö íslensku þjóðfélagi er ekki hægt að stjórna í stríði við verkalýðsstéttina, en slíkt strið varð einmitt banabiti hægri stjórnarinnar sem fer frá borði i dag. Hið langvinna þóf um stjórnarmyndunina gef ur aftur á móti ekki ástæðu til bjartsýni um árangur þessarar stjórnar né langlífi. Er hinir svonefndu verkalýðsflokk- ar náðu þeim árangri í kosningum að fá tæp 45% atkvæða gældu margir verkalýðssinnar við það að þessir flokkar sem nú eru nær jafnstórir bæru gæfu til náins samstarf s um lausn mála með hagsmuni verkalýðsstétt- arinnar að leiðarljósi. Samningaþóf ið, atlagan gegn for- ystu Lúðvíks Jósepssonar og nú síðast ágreiningurinn i Alþýðuf lokknum sýnir að ágreiningur þessara flokka er gífurlegur, þó tekist haf i að ná samstöðu um af mörkuð verkef ni. Þessi ágreiningur hef ur leitt til þess að Fram- sóknarflokkurinn hefur fengið lykilaðstöðu í þessu stjórnarsamstarfi. Launafólk væntir þess þó,að verka- lýðshreyf ingin njóti góðs af því að verkalýðsf lokkarnir eru, þegar þeir standa saman,sterkasta aflið í þessari stjórn. En þó fagnað sé áfangasigrum í kjarabaráttunni með nýrri stjórn og afnámi kaupránslaganna, þá skyggir margt á þessa stjórnarþátttöku islenskra sósíalista. Alþýðubandalagið hefur ekki fengið þann styrk sem þarf til að knýja fram þær þjóðfélagsbreytingar sem einar leysa varanlega vanda íslensks hagkerfis. Það fékk ekki styrk tii að knýja nú fram kröfuna um úrsögn úr Nató og herinn burt. Alþýðubandalagið hefur ekki hvikað frá stefnu sinni í utanríkismálum, en sigur næst ekki í þjóðfrelsismólum nema með styrkri f jöldabaráttu og virkni, einnig frá samtökum launafólks. Stjórnar- myndunin vekur hroll í herbúðum Natósinna og nú er lag til að hef ja víðfeðmt áróðursstrfð í þjóðfrelsismálunum. I því striði mun Þjóðviljinn beita sér af alefli. —óre Verkalýðshreyf- ingin gegn dr. Gylfa Dr. Gylfi Þ. Gislason prófess- or var einn af helstu hugmynda- smiBum svokallaBrar „viB- reisnar’Vstefnu i efnahagsmál- um sem hafin var til vegs á ár- unum i kringum 1960. ABals- mark þeirrarstefnuskyldu vera frjáls markaBsviBskipti. Rikis- forsjá skyldi vera i lágmarki, allur rekstur skyldi „standa undir sér”, kaupgjald fara eftir frjálsum samningum og helst vera óvisitölubundiB, innflutn- ingur skyldi vera gersamlega óheftur og gjaldeyrissala ekki takmarkast af öBru en gjaldþoli kaupendanna og taka svo erlend neyslulán fyrir afganginum. Þessi stefna blómstraBi mjög i upphafi „viöreisnar” meö þeim afleiöingum aö kaupmáttur launa hriöversnaBi, ýmis at- vinnurekstur komst á heljar- þröm vegna innflutnings sam- keppnisvara og brask og spá- kaupmennska þreifst býsna vel i skjóli alls „frelsisins”. Þetta mynstur hefur siöan fariö I gegnum ýmsa hringi allt til þessa dags og notiö góös af ýmislegum samningum um „friverslun” þar sem Island hefur veriö lagt aö jöfnu viö gró- in iönaöarveldi miljónaþjóö- anna. Aftur á móti hefur verka- lýöshreyfingin barist af dugnaöi viö þetta „frjálsræöismynstur” dr. Gylfa og náö þeim árangri aö einhvers konar visitölubætur eru nú efst á blaöi af kjara- samningakröfum hverju sinni. Á í höggi við rangan kratisma Athygli hefur vakið aö dr. Gylfi Þ. Gislason hefur beitt sér mjög gegn þvi aö flokkur hans, Alþýöuflokkurinn, semji sig inn i rikisstjórn á þeim málefnum fremstum aö standa vörö um kaupmátt launa og peningalega afkomu launafólks. Heyrst hefur aö dr. Gylfi telji þetta ógna mjög þvi efnahagskerfi sem hann ber fyrir brjósti, frjálsum markaðsviöskiptum. I flokki dr. Gylfa eru vist æöi margir af þeim sem eru tengdir verkalýðsfélögunum, svo grunnhyggnir aö þeir vlsa þvi efnahagskerfi noröur og niöur sem ekkigetur séö frjálsa kjarasamninga i friöi. En dr. Gylfi er hagfræöimenntaöur maöur og hans skilningur er sá aö frjálsir kjarasamningar séu aukaatriöi en frjáls markaðs- viðskipti aöalatriöi. Er ekki aö efa, aö dr. Gylfi fer létt meö aö sanna aö sin skoöun ein sé réttur (sósialdemó) kratismi en skoðun verkalýösfélagamann- anna sé rangur kratismi. r Pólitísk hagfrœði Sjálfstœðis- flokksins Haft er fyrir satt aö dr. Gylfi hafi haft á hendinni á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins á miövikudag óformlegt boö frá Geir Hallgrimssyni um aö Sjálf- stæöisflokkurinn mundi veita minnihlutastjórn Alþýöuflokks- ins hlutleysi og verja hana falli. Þetta mun dr. Gylfi hafa talið kostaboð, þar sem það tryggði framhaldslif viðreisnarkerfis- ins. En þrátt fyrir tungulipurö dr. Gylfa og óeigingjarnan stuöning sonarins, hlaut þessi pólitiska hagfræöi hins sanna kratisma aö lúta i lægra haldi. Valt efnahags- stefnan á dómsmálunum? Vilmundur Gylfason er mesta lipurmenni eins og hann á kyn til. Ekki bar á ööru en hann gæti vel sætt sig viö efnahagsstefnu nú nýmyndaðrar rikisstjórnar hér fyrir nokkrum dögum þegar glytti i ráöherrastól honum til Vilmundur, sonurinn. handa. Þaö voru akkúrat dóms- málin sem freistuöu hins unga Tyrkja meö krata. Svo fóru leikar aö dómsmálin svifu á braut frá sjónum Vilmundar og lentu hjá framsóknarmanni. Þá er Vilmundur allt i einu oröinn stjórnarandstæöingur. Og út á hvaö? llt á þaö að efnahags- stefna stjórnarinnar sé tómt pip. Spurningin er: Hugöist Vil- mundur gera einhverjar efna- hagslegar rppgötvanir I em- bætti dómsmálaráöherra? Hélt hann aö undir hans stjórn mundu veröir laganna draga einhverja ótalda fjársjóöi fram úr hirslum „neöanjarðarhagkerfisins”? — Þetta þyrfti hinn ritglaöi Vil- mundur aö útskýra og um leiö stuöning sinn viö þaö braskara- hagkerfi sem faöir hans baröist sem hetjulegast fyrir i 12 löng ,,viöreisnar”-ár? Og er enn aö gylla fyrir flokksbræörum sin- um sem hinn sanna kratisma. Umframréttur i Bandaríkja- i manna Það væru tiðindi ef aö þvi ■ kæmi, sem látið er liggja aö i • frétt i Morgunblaðinu i gær, aö j Bandarikin afnæmu vegabréfs- I áritanir erlendra feröamanna. ! Um langt skeið hefur sú ein- | kennilega mismunun viögengist ■ Gylfi, faöirinn. aö bandariskir þegnar feröast J án nokkurrar fyrirstööu um öll | lönd Evrópu, en þegnar ■ Evrópurikja þurfa aö ganga i I gegnum nálarauga bandarísku ' leyniþjónustunnar ef þeir óska ■ eftir aö heimsækja Bandarikin. • Þær spurningar sem lagöar eru ■ fyrir Evrópumenn i ferðahug- I leiöingum til Bandarikjanna er 5 hinar furöulegustu og sumar | hverjar mjög móögandi. ■ Grennslast er fyrir um kynsjúk- | dóma i ættinni og þeir lagöir aö B jöfnu viö róttækar skoöanir á ■ þjóöfélagsmálum, svo aö dæmi J sé tekiö. Jafnframt er mönnum ■ gert ljóst að ekki þýöi að svara I þessum spurningum út af, þvi S aö Stóri bróöir hafi þá á skra', I sem geymi fyllri upplýsingar ■ um hvern einstakling en hann | sjálfur hefur tiltækar. Ot af ■ fyrir sig er ekki ástæöa til aö I ætla að þetta njósnakerfi J bandarísku sendiráðanna og i leyniþjónustustarfsmanna þeirra verði afnumið um leiö og ! vegabréfsáritanirnar, — ávinn- I ingurinn væri aðeins sá aö ■ dregið væri úr þvi formlega | misrétti sem nú er á milli ■ bandariskra þegna og t.d. þegna | Utflutningur á ull og bandi bannaður til framleiðslu eftirlikinga í S-Asíu og Austurlöndum nœr Viðskiptaráðuneytið setti i gær ákveönar reglur um útflutning á ull og ullarbandi. Reglur þessar kveða á um, aö útflutningsleyfi veröa ekki veitt fyrir ullarbandi sem ætla má aö fari til eftirlik- inga i löndum Suöur-Asiu og Austurlöndum nær. Hiö sama á viö um útflutning þessarar vöru til nýrra markaðssvæöa i öðrum heimshlutum. Þessi regla gildir þó ekki um handprjónaband i neytendaumbúðum. Otflutningur ullarbands má samkvæmt þessum nýju reglum ekki fara fram úr þvi magni, sem flutt var út 1977. Þá verður út- flutningur loöbands, sem nota má ’til framleiöslu ullarfatnaöar meö ýfðri áferö ekki leyföur. Ekki veröur heldur leyföur út- flutningur þveginnar og óþveg- innar ullar og ullarafklippna. Frávik frá þessum reglum koma aðeins til greina i sérstök- um tilfellum að höföu samráöi við stærstu útflytjendur á þessu sviöi. —eös Vetraráætlun SVK Mánudaginn 4. september 1978gengur i gildi Vetraráætlun SVK,er þá ekið á 12 min. fresti i staö 15 min i sumaráætlun. akstur á kvöldin og um helgar óbreyttur. Þetta er sama fyrirkomulag og verið hefur undanfarna vetur og er ekki um aö ræða breytingu á akstursleið. Hinsvegar er „leiöakerfiö i endurskoöun og vonandi styttist i niðurstööur úr henni. Farþegum er bent á aö hægt er aö fá áætlunarspjöld i vögn- unum og á Skiptistööinni i Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.